Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEIÐIN LIGGUR Í BÍLDSHÖFÐA 9 DAGANA 17. -25. MARS 22 35 / T ak tik 1 5. 03 .0 6 Egilsstaðir | Aðalmeðferð í sakamáli vegna banaslyss í Kárahnjúkavirkj- un árið 2004 lauk í gær fyrir Héraðs- dómi Austurlands. Búið er að kalla á fjórða tug vitna fyrir í réttarhaldinu, sem hófst sl. þriðjudag. Dómur fellur innan þriggja vikna. Ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, tveir yfirmenn Impregilo og sömuleiðis tveir yfirmenn hjá VIJV-fram- kvæmdaeftirliti við Kárahnjúka- virkjun. Ákæruvaldið telur að full sönnun sé um refsiverða háttsemi ákærðu og krefst þess að þeir verði dæmdir til hárrar refsingar m.v. refsiramma, eða til greiðslu á milli 500 þúsund og 1 milljónar króna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins telst málið prófmál fyrir VIJV og almennt ör- yggiseftirlit við Kárahnjúkavirkjun. Helgi Jensson, fulltrúi ríkissak- sóknara og sækjandi málsins, sagði í málflutningi í gær að ljóst mætti vera að allir ákærðu hefðu átt að gera sér grein fyrir hættu af grjóthruni í Hafrahvammagljúfri um það leyti sem banaslysið varð og að engir ákærðu gætu haldið fram að þeir hefðu ekki haft vitneskju þar um. Hefðu þeir átt að stöðva vinnu á svæðinu. Þá væri framkvæmdastjóri Arnarfells jafnframt æðsti stjórn- andi sinna manna á vettvangi og hús- bóndi starfsmannsins sem lést í gljúfrinu og bæri því þyngst refsing ákærðu. Unnið við ótrúlegar aðstæður Ákærðu hjá Impregilo og VIJV telur sækjandi jafnframt bera ábyrgð sem framkvæmdastjórar, at- vinnurekendur eða öryggistrúnaðar- menn auk þess sem þeir hafi vanrækt að vinna áætlun um öryggi og heil- brigði eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli opinberra aðila. Næturvinnu hefði aldrei átt að leyfa í gilinu og alfarið að banna meðan ekki voru þar tilhlýðileg varnarvirki. Lýs- ing vitnis á vinnuaðstæðum í gljúfr- inu hafi verið sláandi og ótrúlegt að við slíkar aðstæður hafi menn unnið. Segir ákæruvaldið steina hafa bulið á skóflu sem sett hafði verið yfir til hlífðar meðan hugað var að hinum slasaða manni og þáverandi starfs- maður hjá Vinnueftirliti hafi staðfest að hæsta mögulega hættustig ætti við á svæðinu. Hélt sækjandi því og fram að ekki hefði verið um eigið gá- leysi hins látna að ræða, enda ekki hægt að ætlast til að óbreyttir starfs- menn við svo stóra framkvæmd pöss- uðu sig sjálfir. Ljóst þykir að langflestir öryggis- aðilar á svæðinu hafi talið óhætt að menn ynnu í gljúfrinu á vinnuvélum með öryggisbúnaði, en jafnljóst virð- ist að daga og vikur fyrir slysið vann þar fólk utan véla. Sagði m.a. vitni, unnusta hins látna, að hún hefði verið látin standa vörð undir bergveggnum og átt að kalla til starfsmanna ef hún sæi grjótflug. Eðlilega að málum staðið Verjandi framkvæmdastjóra Arn- arfells, Guðmundur Ágústsson hdl., sagði ákærða ekki hafa haft vitn- eskju um að brýn hætta hefði skap- ast af grjóthruni eins og honum væri gefið að sök í ákæru og hann því ekki haft forsendur til að stöðva fram- kvæmdir. Ákærði hefði ekki sent menn í gljúfrið til vinnu umrædda nótt og raunar verið fjarri svæðinu hálfan mánuð fyrir slysið. Verjendur annarra sakborninga töldu upplýst í vitnaleiðslum og stutt gögnum að ekki hefði verið vanrækt að vinna áætlun um öryggi og heil- brigði eða sérstakt áhættumat. Er slysið átti sér stað hafi verið í gangi lokavinna við slík gögn og eðlilega verið að málum staðið af hálfu aðila. Hróbjartur Jónatansson, verjandi annars af ákærðum yfirmönnum hjá Impregilo, krafðist sýknu skjólstæð- ings síns á grundvelli þess að slysið hefði hlotist af gáleysi hins látna sjálfs. Liggi fyrir að hann hafi haft alla vitneskju um hættuna í gljúfrinu og í ljósi stöðu sinnar haft allar for- sendur til að ákveða að vinna þar ekki. Verjendur voru nokkuð samhljóða um að aðstæður í gljúfrinu hefðu á tilteknum tíma ekki verið bráðhættu- legar, sem sannaðist best á því mati allra aðila sem komu að málum við Kárahnjúka að ekki þyrfti að stöðva vinnu í gljúfrinu. Ekkert saknæmt í málinu Helgi Jóhannesson hrl. sagði í réttinum í gær að málið væri allt hið furðulegasta og að hann undraði sig á að yfirleitt væri ákært. Ekki væri ákært vegna banaslyssins sem slíks og þá fyrir manndráp af gáleysi, heldur verið að nota hið hörmulega slys sem slagkraft til að vekja athygli á meintum brotum á vinnulöggjöf og þannig reynt að draga faglegan metnað aðila sem koma að virkjun- inni niður í lágkúru. „Þetta var öm- urlegt óhappatilvik, en ekkert sak- næmt er í málinu. … Það ber lykt af því að nú eigi að sýna þessum gaur- um að engin linkind sé í því hér á Ís- landi hvernig við umgöngumst ör- yggismál,“ sagði Helgi. Verjendur ákærðu kröfðust sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og greiðslu málsvarnarlauna úr ríkis- sjóði. Dæmt í máli vegna banaslyss við Kárahnjúka innan þriggja vikna Prófmál fyrir allt fram- kvæmda- og öryggiseftirlit Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FORSETI Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, er nú í opinberri heimsókn í Ungverjalandi í boði forseta ungverska þingsins, Katalin Szili. Með heimsókn- inni er forseti Alþingis að endurgjalda heimsókn ungverska þingforsetans hingað árið 2004. Á fundi þingforsetanna í gær rifjaði Katalin Szili upp að á þessu ári eru 50 ár frá uppeisninni í Ungverjalandi 1956. Hún nefndi hve vel Ísland hefði tekið við ungverskum flóttamönnum á þeim tíma og kvaðst vera þakklát fyrir það. Sólveig svaraði því til að það hefði verið Íslendingum ánægjuefni að taka á móti þessu góða fólki sem hefði gefið Íslandi margt, ekki síst á menning- arsviðinu. Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið að sendinefnd Alþingis hefði mætt mikilli vinsemd og hlýju í Ungverjalandi. Forseti ungverska þingsins legði mikið upp úr því að auka tengsl þjóðþinga Íslands og Ungverjalands. Þær Sól- veig og Szili ræddu mögulegt samstarf nefnda þinganna og bauð Sólveig umhverfisnefnd ung- verska þingsins í heimsókn til Alþingis. Nefndin er m.a. að skoða jarðhitamál og vill gjarnan leita sér upplýsinga á Íslandi. „Við ræddum stöðu kvenna en í Ungverjalandi eru aðeins 8,5% þingmanna konur,“ sagði Sól- veig. „Ég sagði frá fæðingarorlofslögunum á Ís- landi og hve mikilvæg þau væru í jafnréttisbar- áttunni. Ég nefndi einnig að gaman væri ef íslenskukennsla gæti hafist aftur í háskólanum í Búdapest, en hún hefur legið niðri um nokkurt skeið þrátt fyrir að töluverður áhugi hafi verið á náminu á sínum tíma. Ég minntist á fjölda ís- lenskra stúdenta í Ungverjalandi og kvaðst von- ast til að sjá fleiri ungverska stúdenta á Íslandi á næstu árum.“ Sólveig átti einnig fund með Péter Kiss, ráð- herra í ungverska forsætisráðuneytinu, í gær. Hann greindi frá forgangsverkefnum ríkisstjórn- arinnar, sem m.a. snúa að uppbyggingu iðnaðar, t.d. lyfjaiðnaðar, og endurnýjanlegrar orku. Þá vilja Ungverjar auka ferðamannastrauminn og leggja sérstaka áherslu á heilsutengda ferðaþjón- ustu. Péter Kiss lagði áherslu á Ungverjaland sem fjárfestingakost, en landið er í fremstu röð á því sviði meðal ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Einnig bar frjálsa fólksflutninga innan EES á góma, en Ungverjar leggja áherslu á að höftum verði aflétt sem fyrst á því sviði. Ráðherrann lýsti áhuga sín- um á rafrænni stjórnsýslu og vildi læra af Íslend- ingum á því sviði. Þá minnti Sólveig á framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og óskaði eftir stuðningi Ungverja. Heimsóknin hófst 15. mars síðastliðinn og lýk- ur á morgun, 18. mars. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, í opinberri heimsókn í Ungverjalandi Móttökur flóttamanna árið 1956 þakkaðar Föruneyti forseta Alþingis ásamt ræðismanni Íslands og frú. F.v.: Einar Oddur Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, eiginkona ræðismannsins, Ferenc Utassy ræðismaður, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson. Ljósmynd/Belinda Theriault Katalin Szili, forseti ungverska þingsins, og Sól- veig Pétursdóttir, forseti Alþingis. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KOMIÐ hefur verið upp undir- skriftalista á vefslóðinni: www.a- skorun.barnaland.is þar sem kallað er eftir úrbótum á öryggismálum á barnaspítala Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, m.a. með því að koma upp hágæsluherbergi á barnaspít- alanum. Að sögn Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, sem ásamt Henný Nielsen stendur fyrir undirskrifta- söfnuninni í samstarfi við Barna- land.is, fóru þær af stað með söfn- unina í kjölfar umfjöllunar frétta- skýringarþáttarins Kompáss á NFS nýverið, en í áskoruninni er þess krafist að þegar í stað verði komið upp hágæsluherbergi á barnaspít- alanum. Aðspurð segir Guðbjörg nú þeg- ar rúmlega 1.600 manns hafa skrif- að undir áskorunina, en listinn verður afhentur heilbrigðisráð- herra fljótlega eftir helgi. Segist Guðbjörg vonast til þess að undir- skriftalistinn verði til þess að ráð- herra setji málið í forgang. Undirskriftasöfn- un fyrir hágæslu FÉLAGSMENN Eflingar – stétt- arfélags sem starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýna OR fyrir seinagang við gerð kjarasamnings við Eflingu og krefjast þess að al- vöru samningaviðræður hefjist nú þegar og samið verði sem fyrst. Í frétt frá Eflingu segir að á sama tíma og samið hafi verið við önnur fyrirtæki sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti kjarasamningi borgarinnar, þá hvorki gangi né reki varðandi samning fyrir fé- lagsmenn Eflingar hjá OR. Treysta Eflingarmenn því að OR neyði ekki starfsmenn sína til að fylgja kröf- unni eftir með aðgerðum. Efling krefst viðræðna við OR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.