Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER trú margra stangveiði- manna að netaveiði sé undirrót minnk- andi stangveiði. En reynslan hefur verið önnur. Á undanförnum árum hafa net verið tekin upp að mestu eða öllu leyti í flestum ám landsins. Nýlega las ég viðtal við ungan alþingismann sem talaði um að hann myndi flytja frumvarp á næsta þingi, um að banna alla netaveiði á lax og silung. En þrátt fyrir það hefur stang- veiði farið síminnkandi á seinni árum. Þó að Rangárnar hafi bæst í hóp stangveiðiáa með mörg þúsund laxa veiði og nýjasta tíska stangveiðimanna sé að sleppa laxinum og geta kannski fengið sama laxinn tvisvar til þrisvar. 1938 voru öll net tekin upp á Hvítár- og Ölfus- ársvæði og öllum sel útrýmt í ánni. Um selinn getum við rætt síðar. Veitt var á stöng í hartnær tvo áratugi. Fimmtán árum eftir friðunina varpaði þáverandi ritstjóri Veiðimannsins fram þeirri spurningu hvers vegna stangveiði hefði ekki aukist, þrátt fyrir friðun net- anna. Á þessum árum var verð á laxi mjög hátt og lax auðseljanlegur. Það munar því að hafi verið hundruð millj- óna á núverandi verði sem landeig- endur sköðuðust á þessari friðun. En þó fór svo að lokum að landeigendur urðu þreyttir og samþykktu að byrja netaveiði á nýjan leik. Sannleikurinn er sá að við munum þurfa að leita or- sakanna annars staðar. Framkvæmdir ýmissa verktaka munu vera helsta orsökin fyrir minnk- andi veiði, ásamt ýmiskonar mengun. Varmá í Ölfusi var þekkt fyrir að vera ein besta sjóbirtingsá á landinu. Bændur sem áttu land að ánni voru flestir með net og jafnvel drógu sumir á, tímunum saman, en þrátt fyrir þetta mikla álag virtist stofninn ekkert gefa sig fyrr en byggðin óx í Hveragerði og alls konar mengun hitti ána sem alls ekki er stór. Þar má t.d. nefna ullarþvottastöðina og síðar fiskeldisstöðv- arnar sem taldar eru valda mikilli mengun. En Hvergerðingar hafa bætt um betur hjá sér. Búið er að loka ullar- þvottastöðinni og allt skolp frá þorpinu fer í gegnum hreinsistöð, svo nú kvað nærri að mætti drekka afrennslið. Og víst er að veiðimenn fái ekki lengur bindi og smokka á öngulinn hjá sér. En árang- urinn er þegar farinn að sjást, veiðin að aukast og fiskurinn að stækka, að sagt er. En annað er hægt að segja um ná- granna þeirra á Selfossi. Þar er byggð margfalt stærri en í Hveragerði. Þar kvað öllu skolpi vera dælt óhreinsuðu í ána, bæði frá sláturhúsi og iðnaðarfyr- irtækjum. Einnig er stærsti sorphaug- ur Suðurlands á bökkum Ölfusár og mengar hann sennilega ekki síður en iðnaðarskólpið frá Selfossi og má nærri geta hvort þetta geti ekki haft einhver áhrif á göngur fiska í ána. Þegar brúin var byggð yfir Ölfus- árósa þá var stór áll við vesturlandið sem var mikill gönguáll fyrir laxinn. Til að spara eitt brúarhaf datt verk- fræðingum það snjallræði í hug að fylla upp í þennan ál, þó algerlega sé bannað í veiðilögum að breyta álf- arvegi göngufiska. Útstraumur hélt þessum ál alltaf hreinum, því að á út- falli bar áin allan sand fram og állinn hélst alltaf hreinn. Kunnugir mót- mæltu þessu en verkfræðingarnir töldu þeim trú um það að állinn myndi aðeins færast utar. En raunin varð önnur. Állinn fylltist upp af sandi og er næsta horfinn. Hefur þetta haft slæm áhrif á laxagöngur og þar af leiðandi veiði í Ölfusá. Tanginn sjálfur er alltaf að færast nær brúnni. En þrátt fyrir augljós lagabrot hafa ekki heyrst mót- mæli frá neinum veiðimanni. Hvorki um þennan þátt né mengunina sem fer í ána. Í Þjórsá hefur ekki verið stunduð stangveiði, heldur nánast bara neta- veiði. Og áin full af sel og hefur veiðin sjáanlega ekki minnkað neitt á síðustu árum að sagt er. Hlutverk selsins er talið vera, af fróðum manni, í fyrsta lagi: að reka laxinn upp á hrygningarstöðvarnar úr jökulvatninu. Í öðru lagi: Að drepa ránfisk sem liggur við árósana þegar seiðin ganga til sjávar. Og í þriðja lagi: Að eyða laxi sem er illa á sig kominn og getur þess vegna ekki bjargað sér og þess vegna ekki veikt stofninn. Því sannleikurinn er sá að selurinn nær ekki fullfrískum laxi, þó honum þyki gott að éta lax úr netum. Af sjálfum mér er það að segja, að ég er uppalinn við netaveiði, en kynnt- ist stangveiði á miðjum aldri og varð altekinn af stangveiðidellu. En þrátt fyrir það hefur mér aldrei dottið í hug að láta það glepja mér sýn hver muni vera orsök minnkandi stangveiði. Um veiðimál Ólafur Þorláksson fjallar um stangveiði ’En þrátt fyrir það hefurmér aldrei dottið í hug að láta það glepja mér sýn hver muni vera orsök minnkandi stangveiði.‘ Ólafur Þorláksson Höfundur er fyrrverandi neta- og stangveiðimaður. „SAGA og menning þjóðarinnar verður vart skilin án þekkingar á kristinni trú og siðgæði og sögu kristinnar kirkju. Sama gildir um vest- ræna sögu og menn- ingu.“ Með þessum orðum er hin mikla áhersla sem lögð er á kristinfræðslu í grunn- skólum landsins rétt- lætt í aðalnámskrá og því síðan bætt við að „bókmenntir og aðrar listir sækja vísanir og minni í texta Biblíunn- ar og daglegt íslenskt mál er ríkt af orða- tiltækjum og líkingum sem sóttar eru þang- að“. Ekki verður deilt um þessar athuga- semdir en hins vegar má spyrja hvort menntakerfið fari ekki offari í áherslu sinni á kristinfræðslu í fyrsta til sjöunda bekk, enda er það ekki fyrr en í áttunda bekk sem börnin okkar læra að einhverju ráði um önn- ur trúarbrögð og enn síðar um helstu kenningar raunvís- indanna. Í aðalnámskrá stendur að skólinn sé „fræðslustofnun en ekki trúboðs- stofnun“ og sé „því fyrst og fremst ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum“. Þegar horft er á hvernig markmið aðalnámskrár eru útfærð í einstökum skólum virðist erfitt að sjá annað en að skólinn sé í raun trúboðsstofnun. Til marks um þetta kemur fram í námsvísi Hamra- skóla í Grafarvogi að börnin okkar læra einungis um kristna trú og ræt- ur hennar í gyðingdómi í fyrstu sjö bekkjum grunnskólans. Þar á bæ er það einungis í áttunda bekk sem skipulega er gerð grein fyrir öðrum trúarbrögðum heimsins. Þegar kristinfræðsla víkur hins vegar fyrir trúarbragðafræðslu er búið að festa kristna hugmyndafræði svo kirfilega í hugum barnanna okkar að þeim er gert ókleift að meta önnur trúar- brögð heimsins á þeirra eigin for- sendum, sem er einmitt ein grunn- forsenda fræðslu. Trúboð eins og það er nú iðkað í grunnskólum landsins á heima innan veggja heim- ilisins og kirkjunnar, sem heldur úti öflugu fræðslustarfi. Rætur nútíma menningar liggja að miklu leyti í upplýsingu 18. aldar og hugsjónum frönsku bylting- arinnar 1789. Það sem einkenndi þessa hreyfingu var að valdi per- sónulegs guðs kristninnar, þ.e. guðs sem svarar bænum og gerir krafta- verk, yfir mönnum, málleysingjum og náttúrunni í heild var hafnað og fylgdu í kjölfarið hugmyndir um lýð- réttindi, málfrelsi, þróun lífsins og fleira. Það er rétt að hamra á þess- um tengslum milli stjórnmálalegra og líffræðilegra hugmynda undir lok 18. aldar enda grundvölluðust þær á því að hvorki örlög manna, eins og þau birtust innan lénskerfisins, eða tegunda, eins og þau birtust í nátt- úrustiganum (scala natura), væru ákveðin fyrir fram af persónulegum guði. Þróunarkenningin, málfrelsi og lýðræði, þrír af hornsteinum nútíma menningar, eiga sér því sameiginlegar rætur í efnishyggju upplýsing- arinnar, sem fól í sér höfnun á sköpunar- hugsun kristinnar trú- ar. Í þessu ljósi hlýtur það að teljast undarlegt að börnin okkar læra ít- arlega í fyrsta og sjötta bekk um „grundvöll kristinnar sköpunar- trúar“, eins og fram kemur í námsvísi Hamraskóla, en læra nánast ekkert um þró- unarkenninguna fyrr en í tíunda bekk. Prest- ar landsins munu ef- laust svara þessu sem svo að sköpunarsagan sé einungis myndlíking sem ekki beri að lesa bókstaflega. Ef sú er raunin, af hverju látum við boðun hennar ekki víkja strax í fyrsta bekk fyrir fræðslu um þróun- arkenninguna og mikla- hvell? Í einu magnaðasta riti upplýsing- arinnar, Kerfi náttúrunnar (1770), segir að einungis þeir sem losi sig undan „ofríki [lénskerfisins] og trúarbragða geti séð sannleikann, því maðurinn er þannig af nátt- úrunni gerður að hann verður að vera algjörlega frjáls til þess að verða hamingjusamur“. Ég er á því að börnin okkar geti séð stærri hluta af „sannleikanum“ ef kristinfræðsla fyrsta til sjöunda bekkjar verði látin víkja fyrir trúarbragðafræðslu þar sem fjallað er jöfnum höndum um öll helstu trúarbrögð heimsins, en eðli málsins samkvæmt verður kristnin þó að njóta einhverrar sérstöðu. Með þeirri breytingu mun boðun víkja fyrir fræðslu. Til þess að markmiðið um sann- leiksleitina náist þarf einnig að taka hluta þess tíma sem nú er eytt í kristinfræðslu til þess að fræða börnin okkar um helstu hugmynda- smiði málfrelsis, lýðræðis og nútíma raunvísinda og gera þeim glögga grein fyrir rótum þessara hugmynda í efnishyggju upplýsingarinnar og andstöðunni við hugmyndina um persónulegan guð, sem sífellt er að vasast í lífi einstaklinganna og í nátt- úrunni. Fyrir þessu gilda sömu rök og notuð eru til þess að réttlæta kristinfræðsluna, auk þess sem „í hvert skipti sem maðurinn sleppir hendinni af skynseminni til þess að fylgja ímynduðum kerfum er hann að blekkja sjálfan sig“, eins og fram kemur í áður nefndu riti. Til þess að þetta markmið náist þarf hins vegar nýjar nálganir í kennslu þar sem horft er í anda vísindasagnfræðinnar á menninguna og raunvísindin sem sitt hvora hliðina á sama pening- unum, en ekki sem aðskilin fyr- irbæri eins og nú er gert. Byrjað á röngum enda Steindór J. Erlingsson fjallar um boðun og fræðslu Steindór J. Erlingsson ’Ef sú er raunin,af hverju látum við boðun hennar ekki víkja strax í fyrsta bekk fyrir fræðslu um þró- unarkenninguna og miklahvell?‘ Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. NÝJAR og spennandi Íslend- ingasögur hafa sprottið úr íslensku viðskiptalífi undanfarin ár sem í fáu gefa þeim eldri eftir. Sögur sem fjalla um ábatasamt hagrænt at- ferli söguhetja eftir ótal afbrigðum; og því ástæða til að nefna það strax að þessi stílæfing er skrifuð sem gjöf und- ir fána hugsjónastarfs- ins. Í nýju Íslendingasög- unum eru ættfræði- rullur og tignarlegur kveðskapur sjónarmun smærri í sniðum, orð- færið ekki eins hornótt, leikmunir allt aðrir, leikmyndin önnur og búningar, hár og skegg snyrtilegra. Helstu söguhetjur sem fyrr lit- klæddar dýrasta skinni. Mestur vopnabúnaður farsíminn, lófatölvan og fartölvan, fararskjótar helstir flug- vélar, hraðskreiðir bílar og snekkju- bátar. Framganga og hetjulund eftir hugviti, þekkingu og aðgengi að valds- mönnum; liðsmunur til viðbótar upp- lýsingar, fjármagn og skipulag. Sam- þætting sem seiðir og angar öll af ógn og áhættu ef illa fer, krydduð óvænt- um tilþrifum sem vekja undrun og ótta þegar þess er gætt að horfa við blöndunni úr hæfilegri fjarlægð. Veröldin auðvitað miklu smærri, talsamband við menn og málefni fæst á augabragði, engar vetursetur á heiði við jökulbrún né langar sjóferðir. At- burðarás að sama skapi hraðari og æsilegri; hetjurnar komast í fleiri orr- ustur, fleiri höfuðorrustur, eiga fleiri sigra og ósigra að baki. Tíminn dýrmætari sem aldrei fyrr. Sólarhringurinn miklu styttri en hjá öðru fólki. Söguhetjurnar eru t.d. aldr- ei heima hjá sér í stóru villunum sín- um. Hver laus stund er dýrmæt yfir rándýrum áhugamálum: laxveiði, snekkjuferðum, fögru fólki og lúxus með viðskiptavinum. Þjónar á hverj- um fingri við að þrífa, elda, strauja, klippa trén, hreinsa sundlaugina, ala upp krakkana, eiginkonu, eiginmann. Innviðirnir alveg eins; löngunin eft- ir, þráin eftir; hafbreiður tilfinn- ingaskali hertur í skíðeldi fortíðar og sögu. Hetjurnar þrá auð og völd, heiður og tign. Langt borðhald með háttsettum. Nægan mjöð, gott að borða, dýra skemmtun. Áskorendur og skúrk- ar víða á sveimi; virðing- arröð enn út frá öndveg- inu: herrar mínir og frúr fagurskreytt í löngum röðum út frá háborði á langdýrasta fimm- stjörnu hótelinu; ræðu- menn, ljóðmælendur, mærð. Vit viðmælenda og mögulegur ávinningur af þeim mæld og vegin; fláræði sem fyrr undir fagurgala; gróusögur, fyrirboðar; níð, háð, lymskuleg undirferli að koma málum fram, stugga við, flytja í rétta farvegi. Að ógleymdum ruðningsáhrifunum: stóriðnaðinum sem byggist á því að elta söguhetjur uppi, snapa sögur og myndir úr einkalífi og baráttu þessa fólks við að skemmta sér um allar jarðir. Tilgangurinn allra heilagastur: að segja okkur hinum frá þessu sem okkar einu litlu skemmtun. Sé spurt að sögulokum liggur fyrir söguhetjum að halda áfram baráttunni uns þær hníga í valinn örmagna og ósáttar við árangurinn. Þær fésælu ná þangað sem þær vilja, sitja loks fínar og sáttar að auði og völdum, virðingu sinni, safna spiki, auka sér kæruleysi. Uns keppinautar bola þeim inn í þriggja herbergja íbúð í blokk, inn á vinnumarkaðinn eða inn á atvinnu- leysisskrá. Bola þeim úr hástétt í lág- stétt. Góður starfslokasamningur og lífeyrissjóðseign draga lítt úr. Almenningur lætur sér fátt um finnast: á-meðan-ég-hef-nóg-fyrir- mig-og-mína-má-þetta-fólk-hamast- fyrir-mér er inngróið einkennisviðhorf miðstéttarfólksins í rað- og parhús- unum. Á fólkið í íbúðunum hlustar enginn. Andvaraleysi almennings sem þegjandi undirrituð heimild um flutn- ing sameigna yfir í einkaeigu. Gamla úrelta þjóðnýtingarstefnan á röng- unni: tilfærsla eignarhalds til fárra út- valdra. Arftekið viðhorf hetja og höfðingja með allt of fáum undantekningum: Al- menningur éti það sem úti frýs eftir þúsund ára reglunni. Samfélag fégildis geri sér allt að góðu. Lífið er fé. Yfir- ráð yfir öðrum. Manngildi húmbúkk. Samhjálp og náungakærleikur sem hver annar brandari. Enginn skyldi misskilja svo harkaleg orð eins og hér sé byggt á sandi. Fjarri því. Við erum einfaldlega nýbúin að flytja út vara- samt vandkvæði; komin í heimspressu háðs og fordóma sem býsnast yfir og hnýtir í velmegun lands og þjóðar hve- nær sem færi gefst. Eftir einni okkar háklassa sögu- hetju er sem sagt haft á dögunum í Mbl yfir hálfu þúsundi blaðamanna og gesta á stórri ráðstefnu í okkar fornu og fögru höfuðborg Kaupmannahöfn að lykilatriði velgengni sé það að úti- loka allar tilfinningar gagnvart fólki og fyrirtækjum þegar kemur að end- urskipulagningu til þess unnt sé að taka hagkvæmar ákvarðanir. Sama bjó þeim í hug hetjunum sem riðu að Bergþórshvoli og brenndu inni Njál, konu hans og syni. Það þurfti að endurskipuleggja. Ná auknum ár- angri. Ég býð spenntur eftir Hannesar sögu Smára. Björgólfs sögu Björgólfs. Og öllum hinum sögunum. Kvikmynd- unum og sjónvarpsþáttunum. Er ekki verk að vinna? Nýjar Íslendingasögur Jónas Gunnar Einarsson fjalla- ar um hinar „nýju Íslend- ingasögur“ ’Ég býð spenntur eftirHannesar sögu Smára. Björgólfs sögu Björgólfs. Og öllum hinum sög- unum.‘ Jónas Gunnar Einarsson Höfundur er rithöfundur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.