Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 59
MENNING
SJÁLFSTÆÐU
LEIKHÚSIN
Sýningar á vegum aðildarfélaga Sjálfstæðu
leikhúsanna vikuna 17.-24. mars:
Hafnafjarðarleikhúsið S: 555 2222
Himnaríki Lau. 18
Draumasmiðjan - Viðtalið Fös. 17. / Sun. 19. / Fös. 24
Iðnó S: 562 9700
Skámáni - Ég er mín eigin kona Fös. 17. / lau. 18. /
Fös. 24.
Kláus - Ríta Sun. 19. / Fim. 23
Austurbær S: 551 4700
Ísmedía - Hafið bláa Sun. 19.
Borgarleikhúsið S: 568 8000
List og fræðsla - Alveg brilljant skilnaður Fös. 24
Steypibaðsfélagið Stútur - Glæpur gegn Diskóinu
Fös. 17.
Fimbulvetur - Hungur Fös. 17. / Fim. 23./ Fös. 24
540 gólf - Naglinn Lau. 18. / Sun. 19.
Vesturport - Woyzeck Fim. 23.
Broadway S: 511 3300
Arnol.net - Nína og Geiri Fös. 17. / Lau. 18
Arnol.net - Le´sing Lau. 18.
Kómedíuleikhúsið s: 891 7025
Dimmalimm Fös.17. Vinaminni./ Fim. 23. Brekkuborg
og Furuborg
Gísli Súrsson Fös. 17. Ingunnarskóli / Mán. 20.
Breiðholtsskóli / Þri. 21. Korpuskóli / Mið. 22. Seljaskóli
Möguleikhúsið S: 562 5060
Hattur og Fattur Fös.17. Suðurvöllum
Sögusvuntan S: 865 5255
Egla í nýjum spegli Mán. 20. Norðlingaskóla.
Stoppleikhópurinn S: 898 7205
Emma og Ófeigur Fim.23. Háskólinn í Reykjavík.
Sigga og Skessan í fjallinu Fös. 24. Hlíðarenda.
Fyrir árið 2006 sóttu atvinnuleikhópar um verkefnastyrki
til Leiklistarráðs að upphæð kr. 364 millijónir til upp-
setningar 84 verkefna. Meginreglan er að veita styrki
sem nema helmingi uppsetningarkostnaðar, þannig að
fjárþörfin er í raun tvöföld þessi upphæð, 728 milljónir.
Þá var sótt um 761 mánuð í starfslaun en til ráðstöfunar
eru 100 mánaðarlaun til leikhúslistamanna. Samanlagt
er því sótt um rúmlega 523 milljónir króna í verkefnas-
tyrki og starfslaun. Leiklistarráð hefur til ráðstöfunar
fyrir árið 2006 47 milljónir. Þar af eru 17.5 milljónir
bundnar í samstarfssamningi við Hafnarfjarðarleikhúsið.
Því eru um 29.5 milljónir til ráðstöfunar til annarra
atvinnuleikhópa en sú upphæð lækkaði um 2.5 milljónir
milli ára. Fjárlaganefnd Alþingis sá ekki ástæðu til að
hækka eða jafna framlagið til Starfsemi atvinnuleikhópa
fyrir starfsárið 2006 þrátt fyrir að aðildarfélög SL þjóni
rúmlega 200 þúsund áhorfendum á ári.
www.leikhopar.is
Þjóðleikhúsið og norskasendiráðið á Íslandistanda fyrir málþingi umPétur Gaut eftir Henrik
Ibsen á morgun í tilefni þess að leik-
húsið hefur tekið leikritið til sýninga
við góðar undirtektir. Í ár er hundr-
að ára ártíð Ibsens og er leikskálds-
ins minnst á margvíslegan hátt víða
um heim. Ennfremur eru um þessar
mundir 130 ár liðin frá því að Pétur
Gautur var frumsýndur.
Málþingið nefnist Krossgötur og
fer fram á morgun kl. 15 í Kass-
anum, þar sem verkið er sýnt um
þessar mundir. Mun Terje Mærli
halda þar erindi, en hann er talinn
einn af fremstu leikstjórum Norð-
manna og hefur sett upp yfir 30 sýn-
ingar á verkum Ibsens í ýmsum
löndum. Að erindi hans loknu verður
efnt til pallborðsumræðna með þátt-
töku nokkurra aðstandenda sýning-
arinnar í Þjóðleikhúsinu; Baltasars
Kormáks leikstjóra, Karls Ágústs
Úlfssonar þýðanda, Björns Hlyns
Haraldssonar leikara, sem fer með
hlutverk Péturs Gauts, og Gretars
Reynissonar, höfundar leikmyndar.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir
umræðum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Mærli Pétur Gaut vera uppáhalds-
verk sitt eftir Ibsen. „Ég mun ræða
þankagang Ibsens í Pétri Gaut í
samhengi við önnur leikverk hans,“
segir hann.
Uppáhaldsverkið
Uppsetning Þjóðleikhússins á
Pétri Gaut hefur hlotið mikið lof
gagnrýnenda og sagði Þorgeir
Tryggvason meðal annars í umfjöll-
un sinni um sýninguna í Morg-
unblaðinu að hann hefði „aldrei skil-
ið hvernig hann nennti að skrifa
stofudrömun sín eftir þetta marg-
slungna og risavaxna leikljóð um
flóttann frá og leitina að sjálfum
sér.“
Aðspurður um þessa athugasemd
hlær Mærli og segist skilja rök-
semdafærsluna, því Pétur Gautur sé
einnig að hans mati meistaraverk,
sem taki á mörgum hlutum. „Það er
uppáhaldsverkið mitt af öllum verk-
um Ibsens, það get ég fullyrt,“ segir
hann. „Pétur Gautur er eitt mann-
legasta leikritið sem Ibsen samdi og
við elskum Pétur einmitt vegna þess
hve mannlegur hann er í öllum sín-
um gjörðum – hann forðast að taka
ákvarðanir og flýtur með straumi
lífsins og það er einmitt það sem
gerir hann svo mannlegan. Næstum
allar aðrar persónur Ibsens velja að
synda á móti straumnum og setja
sér hærri markmið en bara að hrær-
ast í lífinu.“
Hann bendir ennfremur á að ann-
að sem einkenni Pétur sé að hann
geri ekki alltaf það sem maður
„ætti“ að gera og það gæti átt þátt í
vinsældum hans. „Mig grunar að
einmitt það höfði til margra – því
það langar flesta til að gera upp að
vissu marki.“
Enginn rómantískur
safngripur
Mærli segist hafa heyrt vel látið af
íslensku uppsetningunni og hlakka
mikið til að sjá hana. „Ég hef sjálfur
í tvígang sett Pétur Gaut upp og séð
leikritið ótal sinnum og lesið, þannig
að ég þekki efnið mjög vel. Það er
alltaf ánægjulegt að sjá nýjar upp-
setningar á þessu verki og ég hlakka
mjög til að sjá það. Það út af fyrir sig
væri næg ástæða til að ferðast til Ís-
lands,“ segir hann.
Sjálfur segist Mærli hafa reynt að
nálgast Pétur Gaut á nútímalegan
hátt í uppsetningum sínum, eða vona
í það minnsta að svo hafi verið.
„Annars væri varla grundvöllur fyr-
ir því að setja hann upp, ef ekki væri
litið á hann sem nútímamann! Leik-
ritið sjálft er 8–10 tímar að lengd og
í nútímaleikhúsi er nauðsynlegt að
draga úr þeirri lengd. Eitt sinn byrj-
aði ég sýninguna í 5. þætti og eitt
sinn setti ég sýninguna upp með
fimm leikurum í hlutverki Péturs,“
útskýrir hann. „En útgangspunktur
minn hefur ætíð verið að Pétur væri
nútímamaður. Það er nálgun sem ég
held að flestir vilji reyna og ekki
gera úr honum einhvers konar róm-
antískan safngrip. Ég hef heyrt að
sýningin hérna taki eins á mál-
unum.“
Mærli hefur nokkrum sinnum
heimsótt Ísland áður og þykir mikið
til leikhússins hér koma. „Það er
mjög spennandi leikhús í gangi á Ís-
landi og í hvert sinn sem ég hef kom-
ið þangað hef ég séð gott og um-
hugsunarvert leikhús, sem ég hef
notað síðar í hugmyndasmíð minni
um leikhúsið,“ segir hann að síðustu.
Leikhús | Málþing um Pétur Gaut í Kassanum á morgun
með þátttöku Terje Mærli og aðstandenda sýningarinnar
Hinn mannlegi
Pétur Gautur
Morgunblaðið/Sverrir
„En útgangspunktur minn hefur ætíð verið að Pétur væri nútímamaður.
Það er nálgun sem ég held að flestir vilji reyna, og ekki gera úr honum ein-
hvers konar rómantískan safngrip,“ segir Terje Mærli.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Hún ristir náttúrulega ekki djúpt,
þessi klisjulega saga um skemmti-
kraftinn Delores sem snýr aftur til
sinna fornu bjargvætta í nunnu-
klaustrinu til að hjálpa þeim að
skikka til hóp af óstýrlátum ung-
mennum, og gerir þau á mettíma að
fantagóðum kór, sem aftur bjargar
skólanum úr höndum útsmoginna
fjárplógsmanna sem vildu láta
leggja hann niður. En auðvitað er
þarna fallegur boðskapur fyrir þá
sem nenna að leggja sig eftir honum,
um gildi þess að leggja eitthvað á sig
í samhljómi við samferðamenn sína.
Nokkuð sem vinna við uppfærslu
viðamikilla leiksýninga kennir áreið-
anlega framhaldsskólanemum betur
en margt annað sem þeim er sett
fyrir. Þar með eru innihald verksins
og raunveruleiki aðstandendanna í
fallegri harmóníu.
Reyndar er ómaksins vert að geta
þess hve vel virðist að þessu söng-
leikjastarfi staðið í Garðabænum.
Gríðarmikill fjöldi leggur hönd á
plóg, uppsetningin er áfangi sem
gefur einingar og samhljómur leik-
listar og skólastarfs virðist vera til
fyrirmyndar.
Það skemmir svo ekki hvað vel er
vandað til verka á listræna sviðinu.
Það er mín reynsla af fyrri heim-
sóknum í hátíðarsal skólans og svo
er einnig nú. Flottir dansar sem eru
vel fléttaðir inn í verkið. Lýtalaus
söngur og allskýr framburður á
sniðugum söngtextum Guðna Kol-
beinssonar. Og snörp, hröð og kraft-
mikil sviðsetning hjá Erni Árnasyni.
Atriðin renna hvert inn í annað, hóp-
atriði bæði lífræn og öguð. Þá hefur
Örn náð að leggja til grundvallar
leikstíl þar sem allir njóta sín. Ein-
faldur týpuleikur þar sem það á við,
einlægni ef hennar er þörf. Sýningin
vinnur með styrkleikum hópsins og
sneiðir snyrtilega hjá óhjákvæmileg-
um veikleikum sem nýgræðingum
fylgir. Harla vel gert.
Leikhópurinn vinnur saman sem
smurð vél og á stærsta hrósið skilið
sem heild. Auðvitað hvílir mikið á
Emilíu Björgu Kofoed Hansen sem
leikur Delores og hún gerir það vel,
hefur bæði sviðssjarma og rödd til
að skila verkefninu. Nunnurnar eru
stórskemmtilegar, krakkahópurinn
litríkur og önnur hlutverk vel leyst.
EINS kjánalegt og það virðist í
fyrstu að gera sviðsgerð af fram-
haldsmynd sem vísar nokkuð stöð-
ugt í fyrri myndina þá eru aðdrátt-
arafl og kostir Sister Act 2 nokkuð
augljósir fyrir þá sérstöku iðju sem
framhaldsskólaleikhóparnir stunda
hvað mest í dag. Myndin er fyndin,
og ekki bara af því að Whoopi Gold-
berg er sniðug, sagan er einföld og
fjallar um unglinga og tónlist (já og
nunnur) og gefur hópnum drjúg
tækifæri til að blómstra í því sem
einatt er helsti styrkur framhalds-
skólahópa; söng og dansi. Enda er
niðurstaðan hér aldeilis prýðileg
sýning þrátt fyrir að einstaka atriði
vísi í fyrri myndina og hefði mátt
leggja meiri vinnu í að þurrka út.
Rokk í klausturbænum
LEIKLIST
Leikfélag og nemendafélag
Fjölbrautaskólans í Garðabæ
Byggt á kvikmyndinni Sister Act 2. Leik-
stjóri: Örn Árnason. Danshöfundur:
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Kórstjóri: Gróa
Hreinsdóttir. Búningar: Guðlaug Erla
Magnúsdóttir. Leikmynd: Helgi Hreinn
Hjálmarsson.
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 12. mars.
SISTER ACT
Þorgeir Tryggvason