Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 14

Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Með fingurna í efninu á morgun „ÞETTA er búið að vera æv- intýri,“ sagði Sigurður R Gunn- arsson, hafnarvörður á Rifi, spurður um aflabrögð. „Dragnót- bátarnir hafa verið að mokfiska að undanförnu,“ sagði Sigurður, „bátarnir hafa verið að koma með allt að 27 tonn að landi yfir dag- inn, einnig hafa netabátar verið að gera það gott ásamt línubát- um. Það eru allir að fiska.“ Sigurður sagði að þetta væri mikil breyting frá síðasta ári. Í mars í fyrra hefðu komið 792 tonn á land fyrsta hálfa mánuðinn en í ár hafa bátarnir fært 1.332 tonn að landi. Tók Sigurður sem dæmi að dragnótabáturinn Esjar hefði fengið 38 tonn fyrstu tvær vikurnar í fyrra en nú væri hann kominn með 131 tonn. Í sama streng tók Pétur Boga- son hafnarvörður í Ólafsvík. „Þetta er bara mokstur og í öll veiðarfæri, ég man ekki eftir svona miklum aflabrögðum í jan- úar og febrúar síðan ég kom til Ólafsvíkur fyrir 40 árum,“ sagði Pétur og sagði hann að gamlir menn hefðu sömu sögu að segja. Síðastliðinn þriðjudag komu 219 tonn að landi í Ólafsvík, af 19 bátum og þar af voru 8 smábátar, samkvæmt upplýsingum Péturs sem sagði að menn væru þegar farnir að hægja á því flestir bát- arnir væru langt komnir með kvótann og erfitt að fá leigu- kvóta. Tíðarfar hefur verið erfitt fyrir smærri bátana en þegar gefið hefur á sjó eru þeir að fá fínan afla. Anton Ragnarsson, skipstjóri á Esjari SH frá Rifi, var að von- um ánægður með aflabrögðin að undanförnu. „Við höfum verið að fá þetta 10 til 22 tonn eftir dag- inn. Það er mokafli alstaðar og er þetta fínn fiskur, um 30% aflans eru ýsa og hitt vænn þorskur. Við erum að fá ágætis verð fyrir fisk- inn á markaðinum. Það er fiskur úti um allan sjó, það liggur við að það sé sama hvar nótinni er dýft niður, það er alstaðar fiskur,“ seg- ir Anton. Brynjar Kristmundsson, skip- stjóri á Steinunni SH frá Ólafsvík, brosti sínu breiðasta er þeir fé- lagar voru að landa 33 tonnum eftir daginn. „Blessaður vertu,“ sagði Brynjar spurður um gang mála, „það er mokfiskur út um allt, fiskurinn er í miklu æti hér, hann liggur í síld og loðnu, svo það er nógu af að taka. Bátarnir gætu verið að koma að landi með fullfermi ef þeir kærðu sig um, en það er svo lítill kvóti að menn verða að fara sparlega og hægja á sér. Ég held að við séum komn- ir með um190 tonn í þessum mán- uði. Ég á samt ekki von á því að við náum sama afla og í mars í fyrra en þá vorum við með 452 tonn, en það er þó aldrei að vita, mánuðurinn er þó ekki nema rétt hálfnaður,“ sagði Brynjar. „Mokstur í öll veiðarfæri“ Allt fullt Davíð Óli Axelsson, hendir þorski upp á bryggjuna enda voru öll ker orðin full á Esjari. Sjómennirnir á Esjari eru ánægðir með aflabrögðin. Morgunblaðið/Alfons Bræður Sumarliði og Óðinn Kristmundssynir landa úr Steinunni SH í Ólafsvíkurhöfn en báturinn er einn af aflahæstu dragnótabátum landsins. Eftir Alfons Finnsson Allir eru að fiska við Snæfellsnes ÚR VERINU SIGURJÓN Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði dóms- málaráðherra í gær hvort hann ætlaði að axla pólitíska ábyrgð í Baugsmál- inu í ljósi sýknudómsins í héraðsdómi og ummæla sem ráðherra hefði við- haft um málið á heimasíðu sinni. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði að ræða Sigurjóns hefði verið fyrir neðan virðingu Alþingis. Sagðist Björn ekki hafa fjallað um Baugsmálið á vefsíðu sinni og myndi ekki gera það í sölum þingsins. Sigurjón sagði nauðsynlegt að rannsaka upphaf Baugsmálsins og hvað hratt því af stað. Hann gerði kostnað við málið einnig að umfjöll- unarefni. Sagði Sigurjón að viðbrögð dómsmálaráðherra hefðu væntanlega orðið með öðrum hætti ef dómur hefði fallið á annan veg, jafnvel hefðu kveð- ið við siguróp á heimasíðu dómsmála- ráðherra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sagði að málið væri mjög athyglisvert og hefði haft mikil áhrif í þjóðfélaginu. Sagði Lúðvík að sýknudómurinn hefði verið áfall fyrir ákæruvaldið og burðarvitni þess máls virðist ekki hafa staðið undir vænt- ingum sem ákæruvaldið gerði til þess. Lúðvík sagði mikilvægt, að þær miklu ásakanir, sem liggi í loftinu og sakborningar hafi velt upp um tilurð málsins, fái einhverja skoðun. Þá virt- ist það embætti, sem rak málið, ekki í stakk búið til að fjalla um stór mál. Sagði Lúðvík að trúverðugleiki byggðist að miklu leyti á því að eft- irlitsstofnanir gætu tekist á við stór mál. Hvatti Lúðvík síðan til þess að fram færi opinber skoðun á málinu öllu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að Íslendingum bæri að taka alvarlega þau varnaðarorð og ábendingar sem borist hefðu erlendis frá, um að efla beri þá starfsemi innan lögreglunnar sem snýr að efnahags- brotum. Ráðherra spurður um Baugsmálið á þingi ÍSLAND Panorama nefnast grasrót- arsamtök sem stofnuð verða á morg- un, laugardag, í Norræna húsinu, kl. 14, en hlutverk þeirra verður að standa vörð um fjölbreytni og vinna gegn mismunun. Hafa þau það að markmiði að beita sér í baráttunni gegn fordómum, útlendingafælni og -hatri og hvers konar mismunun á grundvelli trúar, útlits eða uppruna. Samtökin munu einbeita sér að því að auka skilning og efla gagnkvæma virðingu milli fólks af ólíkum upp- runa hér á landi og eru þau opin öll- um þeim sem hafa áhuga á málefninu og hafa löngun og vilja til að vinna að þessum markmiðum. Samtökin eru óháð öllum stjórnmálaflokkum og -stefnum. Gagnkvæm virðing mikilvæg Akeem Oppong, einn af stofn- endum Ísland Panorama, er fæddur í Ghana. Hann hefur búið hér á landi í ellefu ár og unnið árum saman með unglingum og í félagsmálum sem tengjast m.a. fjölmenningu. Segir hann Ísland Panorama vera afurð sex mánaða undirbúningsvinnu. „Með stofnun þessara samtaka vilj- um við reyna að koma í veg fyrir alls konar misskilning og leiðindi sem geta komið upp í samfélaginu vegna þeirra breytinga sem fylgja fjöl- menningarsamfélaginu,“ segir Akeem. „Við viljum læra á því sem hefur gerst hér á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, forðast það sem á að forðast og bæta það sem þarf að bæta.“ Akeem segir mismunun vera veru- leika hér á landi, en hún sé gjarnan falin og dulin. „Það er hættuleg mis- munun, því það er dulin mismunun sem kemur í veg fyrir að fólk kynnist hvað öðru og geti lifað í samlyndi í samfélaginu,“ segir Akeem. „Ég hef oft sagt að fyrst og fremst þurfi sá sem er að fara til nýs lands að gera sér grein fyrir að hann er að fara í nýtt land með nýrri menningu og þar þarf að ríkja gagnkvæm virðing. Ís- land Panorama er m.a. ætlað að að- stoða þá sem koma hingað til lands að átta sig á mörkum samfélagsins og veita þeim upplýsingar og fræðslu og ekki síður að upplýsa Íslendinga sjálfa um mismunandi menningar- heima.“ Stofna samtök gegn mismunun Morgunblaðið/Kristinn Akeem Oppong fræðir nemendur 9. bekkjar Húsaskóla um ólíka menning- arheima á lifandi bókasafni sem boðið var upp á fyrir nokkru.  Heimur hönnunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.