Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Seyðisfjörður | Vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þátttakendur vinnustofunnar eru útskriftarnemendur frá myndlistar- deild LHÍ og fjórir erlendir listnem- ar frá Austurríki, Eistlandi, Dan- mörku og Skotlandi. Öll eru þau nýir meðlimir Dieter Roth Akademíunn- ar og er leiðbeinandi námskeiðsins prófessorinn og myndlistarmaður- inn Björn Roth. Hópurinn mun setja upp sýninguna Sleikjótindar (Lolli- tops) í Skaftfelli og verður sýningin formlega opnuð 18. mars kl. 16 og stendur til 29. apríl nk. Þetta er í sjötta skipti sem vinnu- stofa af þessari gerð er á Seyðisfirði og hafa listamennirnir notið stuðn- ings íbúa og fyrirtækja bæjarins við gerð verka sinna. Listamennirnir sem nú vinna í Skaftfelli eru þau Eva Thebert-Khaliba, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Gunnar Helgi Guð- jónsson, Jeannette Castioni, Júlía Embla Katrínardóttir, Kjartan Sig- tryggsson, Leen Vörno, Martine Sepstrup Jensen, Mhari Baxter og Soffía Guðrún Jóhannsdóttir. Garfað í listinni Útskriftarnemar í Listaháskóla Íslands undirbúa sýn- ingu í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sleikjó- tindar í Skaftfelli Egilsstaðir | Nú er undirbúningur elstu djasshátíðar landsins í fullum gangi. Að sögn Jóns Hilmars Kárasonar, framkvæmda- stjóra hátíð- arinnar, fer hún fram dagana 21. til 24. júní nk. og er það í 19. skipti sem hátíðin er haldin. „Fram að þessu hefur djassgúrúinn Árni Ísleifs verið við stjórnvölinn, en eftir síðustu hátíð ákvað Árni að hætta afskiptum af hátíðinni, enda unnið glæsilegt og merkilegt starf og hefur hann skap- að hátíðinni nafn og virðingu innan tónlistarheimsins,“ segir Jón Hilm- ar. Noregsdjass sterkur inn „Vinna hófst þegar við að finna hátíðinni farveg án Árna og var stofnaður Djassklúbbur Austur- lands sem sjá mun um Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi. Ákveðið var að halda áfram því sem Árni byrjaði á í fyrra, en það var að fara með djasshátíðina víðar um Austur- land. Nú er það svo að hátíðin verð- ur haldin á tveimur stöðum auk Eg- ilsstaða; á Seyðisfirði og á Norðfirði í Fjarðabyggð. Markmið hátíð- arinnar í ár er eins og áður að hafa metnaðarfulla dagskrá; djasstónlist við sem flestra hæfi.“ Jón Hilmar var ráðinn fram- kvæmdastjóri á dögunum, en í sam- starfshópi hátíð- arinnar eru auk Jóns þau Kristín Scheving, Karen Erla Erlingsdóttir og Einar Bragi Bragason. Einnig var verið að leggja lokahönd á nýtt lógó og innan skamms lítur heimasíða hátíð- arinnar, www.jea- .is, dagsins ljós. Jón Hilmar seg- ir dagskrána enn í mótun og mörg járn í eldinum en meðal þeirra lista- manna sem fram komi á hátíðinni verði tvær hljóm- sveitir frá Noregi sem þeir Jón Hilmar og Einar Bragi sáu í heim- sókn sinni til Sortland Jazzfestival sl. haust. „Með þeirri heimsókn hófst samstarf milli hátíðanna og koma sveitirnar sem liður í þessu samstarfi,“ segir Jón Hilmar. „Önn- ur sveitin kemur frá Sortland Jazz- og viseklubb en það er hljómsveit þeirra er halda Sortland Jazzfest- ival. Þess má einnig geta að hátíðin þeirra er jafngömul hátíðinni okk- ar. Hin hljómsveitin er Bodö Rythm Group en það eru drengir frá Bodö sem hafa innanborðs reynda og stórsnjalla spilara. Viðræður eru einnig hafnar við aðalnúmer hátíðarinnar sem verður vonandi kynnt fljótlega. Þá munu íslenskir tónlist- armenn skipa veglegan sess á hátíðinni sem og áður. Dag- skráin verður því kynnt fljót- lega og spennandi að sjá hvern- ig hún mun líta út.“ Jón Hilmar lofar að allir muni finna eitthvað við sitt hæfi. Djassklúbbur Austurlands heldur merki Árna Ísleifs á lofti og skipuleggur elstu djasshátíð landsins Djasshátíð Egilsstaða í skipulagssveiflu Jón Hilmar Kárason Iðnþing 2006 föstudaginn 17. mars á Hótel Loftleiðum Nýsköpun í hnatt- væddum heimi Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka iðnaðarins Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Hans Skov Christensen framkvæmdastjóri Dansk Industri Pallborðsumræður um framtíðarsýn, atvinnustefnu, hnatt- væðingu, gjaldmiðla og Evrópumál Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Borgartúni 35 - 105 Reykjavík Sími 591 0100 - Fax 591 0101 mottaka@si.is - www.si.is Nánari upplýsingar og skráning á www.si.is Dagskráin, sem hefst stundvíslega kl. 13:00 í sal-1 á Hótel Loftleiðum, er öllum opin og aðgangur ókeypis, en tekið er við skráningum á www.si.is. Ráðstefnulok eru áætluð um kl. 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.