Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 23 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is Reykjavík | Reykjavíkurmót grunnskólanna í skák 2006 fer fram í kvöld og hefst það kl. 17. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi með 10 mínútna umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opn- um flokki, en veitt verða verð- laun fyrir þrjár efstu sveitirnar og þrjár efstu stúlknasveitirn- ar. Auk þess verður happdrætti að móti loknu þar sem allir keppendur geta unnið til verð- launa. Að þessu móti loknu munu fjórar efstu sveitirnar tefla inn- byrðis um titilinn Reykjavíkur- meistari grunnskóla 2006 á laugardag og sunnudag. Verða þá tefldar kappskákir, 1,5 klst. á 30 leiki og svo 30 mín. til að klára. Úrslitakeppnin verður tefld kl. 10–14 og 15–19 á laug- ardag og kl. 13–17 á sunnudag. Á laugardag verður líka boðið upp á opið ókeypis skákmót í einstaklingsflokki. Mótið hefst kl. 14 og lýkur kl. 17. Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili T.R., Faxa- feni 12, Reykjavík. Mikilvægt er að skólarnir sendi fylgdarmann með sínu liði, keppendum til halds og trausts. Skákmót grunnskóla í kvöld STARFSMENN framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hafa undanfarna mánuði unnið ötullega að því að hreinsa götur til að reyna að koma í veg fyrir svif- ryksmengun. Þá eru einnig notuð rykbindiefni eins og magnesíum- klóríð, bæði til að binda rykið og auka þann tíma sem göturnar eru blautar, því að sögn Sighvats Arnarsonar, skrifstofu- stjóra gatna- og eignaumsýslu hjá framkvæmdasviði, þyrlast svifrykið ekki upp af blautum götum. Engu að síður gefur baráttan við svifrykið litlar vonir um árangur að sögn Sighvats. Bæði hafi norsk rann- sókn sýnt fram á að þrif vega hafi mjög lítið að segja um svifryksmynd- un, því svifryk þyrlist upp óháð þrif- um. Hins vegar sé framleiðsla ryksins viðstöðulaus á meðan Reykvíkingar aki um á nagladekkjum. Dæmigerður heimilisbíll á nagladekkjum rífi upp um eitt kíló af malbikuðu slitlagi á dag, en allt að þremur prósentum af því verði að svifryki. „Þannig erum við að tala um allt frá einu til þrjátíu gramma af svifryki á dag á hvern bíl,“ segir Sighvatur og bendir á að ef margfaldað er með bílaflota höfuð- borgarsvæðisins sé þetta gríðarlegt magn ryks. Um tíu þúsund tonn af slitlagi séu rifin upp af nagladekkjum borgarbúa á ári og kosti tæpar tvö hundruð milljónir króna að endurnýja það. „Þá er ónefndur kostnaðurinn við þrifin á svifrykinu sem hleypur á tugum milljóna. Það er vissulega mik- ill kostnaður fyrir borgarbúa í því fal- inn að nota nagladekk, en það hefur sýnt sig að á öðrum dekkjum eru bæði slitið og svifryksmyndunin mun minni.“ Frost og stilla verst Sighvatur segir svifrykið verða al- varlegast í frosti og stillu, en ógerlegt sé að vinna að þrifum og sópun í frosti. Sveiflur í hitastigi og nætur- frost valdi vandræðum við aðgerðir gegn svifryki. Þá sé einnig vandamál að svifrykið sé næstum því þyngdar- laust, svo það setjist mjög rólega, það geti legið í loftinu dögum saman í stillu og þyrlist upp við minnsta um- gang. Hreinsun á vegköntum og -öxl- um, þar sem svifryk safnast fyrir, hafi hins vegar minnkað svifryk og stytt þann tíma sem það er til vansa, sam- kvæmt norsku rannsókninni. „Við höfum verið heppin undanfarna mán- uði að göturnar hafa verið frekar blautar, það hefur verið bleytutíð í janúar og febrúar, en þegar þornar í veðri og vindinn lægir rýkur svifrykið upp,“ segir Sighvatur. Sighvatur segir ljóst að þótt svifryk sé ekki eins alvarlegur heilsuspillir og t.d. reykingar sé hér vissulega um að ræða heilbrigðisvanda. „Bæði er um það að ræða að fólk sem lendir í svif- rykinu hefur ekkert um það að segja, en fólk getur valið að reykja ekki,“ segir Sighvatur og bætir við að það tjón sem svifrykið veldur sé algerlega háð þeim tíma og uppsöfnun sem það nær. Langar stillur geti þannig verið mun verri fyrir heilsuna. „Það sem hefur verið sýnt fram á er að svifrykið samanstendur af svo litlum ögnum að þær fara beint inn í blóðrásina gegn- um lungun og geta valdið heilsutjóni. Sænsk rannsókn sýndi fram á tengsl milli aukningar í svifryki og fjölgunar dauðsfalla. Þau voru þannig að ef magn svifryks jókst um 10 µgr á rúm- metra yfir ákveðið magn á ákveðnum tíma fjölgaði dauðsföllum um 6% á sama tíma.“ Sighvatur segir ljóst að starfsmenn borgarinnar vinni eins og þeir geti í því að takast á við svifryksvandamál- ið. Stór hluti svifryksins sé fasti, sem eigi sér m.a. náttúrulegar orsakir eins og uppblástur jarðvegs eða bruna ým- issa efna, en breytilegi hlutinn, sem raunverulega veldur hinni miklu aukningu, sé kominn úr umferðinni. Ljóst sé að á meðan nagladekkin spæni upp malbikið á götum borgar- innar verði aldrei nógu vel þrifið, því svifrykið myndist alltaf jafnóðum, um leið og bílarnir keyra á götunum. „Gætum við losnað við nagladekkin myndum við losna við stærstan hluta af því viðbótarsvifryki sem myndast,“ segir Sighvatur, en bætir við að vissu- lega sé ekki hægt að neyða borgarbúa til að hætta að aka á nagladekkjum. Hugarfarsbreytingu þurfi til. „Við viljum hvorki né getum bannað fólki að aka á nagladekkjum, því vissulega þurfa sumir að aka á þeim, t.d. þeir sem eiga erindi út á land við aðstæður þar sem nagladekk auka öryggi veg- farenda. Starfsmenn borgarinnar vinna ötullega að hálkueyðingu, en samfara hækkandi hitastigi veldur það því að borgarbúar aka lang- stærstan hluta vetrarins á auðum göt- um.“ Borgaryfirvöld reyna að vinna gegn mengun vegna svifryks með ýmsum hætti Endalaust framboð á vandamálinu Morgunblaðið/Þorkell Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Sighvatur Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.