Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 29
MENNING
Á MORGUN verður opnuð sam-
sýning þriggja listamanna í Gerð-
arsafni í Kópavogi. Listamennirnir
þrír eru Rúrí, Þór Vigfússon og
finnska listakonan Elina Broth-
erus. Sýningin ber heitið Tær-
leikar en tærleiki og skerpa í
framsetningu einkenna verk þess-
ara þriggja listamanna.
Þór Vigfússon hefur starfað að
myndlist í þrjá áratugi og haldið
fjölda sýninga. Verk hans á sýn-
ingunni eru unnin í gler. „Þetta
eru verk eins og ég hef verið að
vinna undanfarin ár, í gler með
innbrenndum lit. Tærleikar hljóm-
ar vel við það sem ég er að gera
enda er gler glært efni,“ segir Þór.
Verkin á sýningunni spegla
margvíslega þætti samtímans og
kallast á við umhverfið og segir
Þór sín verk gera það með því að
vera til. „Þau eru náttúrulega hluti
af samtímanum með því að vera
til, það er alltaf speglun í glerinu
og því er ég hrifinn af, en þetta er
ekki samfélagsspegill.“
Framhald af Feneyjaverkinu
Þór segist ekki geta sagt af
hverju þau þrjú voru fengin til að
sýna saman en segir þau þó eiga
vissa samleið í listinni og samsýn-
ing hafi staðið til nokkuð lengi.
„Ég þekki Elinu Brotherus ágæt-
lega og hef séð verk hennar í
gegnum tíðina, þetta er flott lista-
kona en ég hef ekki sýnt með
henni áður,“ segir Þór sem hefur
áður haldið nokkrar sýningar með
Rúrí.
Þrátt fyrir að Tærleikar sé sam-
sýning sýnir hver listamaður í sín-
um sal. Verk Þórs, Rúríar og El-
inu þykja hafa marga snertifleti
þótt þau séu unnin í mismunandi
efni og með ólíkum aðferðum.
Verk Rúríar á sýningunni eru í
beinu framhaldi af Feneyjaverk-
inu, Archive – endangered water,
frá 2003 sem vakti mikla athygli.
Þessi verk eru nú sýnd í fyrsta
sinn á Íslandi eftir að hafa verið á
mörgum sýningum erlendis.
Elin Brotherus er meðal virt-
ustu listamanna Finna af yngri
kynslóðinni, hún er þekkt fyrir
ljósmyndaverk sem oft hafa sjálfs-
ævisögulega skírskotun.
Sýningin Tærleikar verður opn-
uð á morgun, 18. mars, kl. 15.00 og
stendur til sunnudagsins 23. apríl.
Samsýning | Þrír listamenn fjalla um tærleikann í Gerðarsafni
Tærleiki og
skerpa ein-
kenna verkin
Rúrí sýnir verk sem eru í beinu framhaldi af verkinu, Archive – end-
angered water, sem var sýnt á Feneyjatvíæringnum.
Morgunblaðið/Ómar
Elin Brotherus er þekkt fyrir ljósmyndaverk sem oft hafa sjálfsævi-
sögulega skírskotun. Hún hefur áður sýnt á Íslandi í galleríinu i8.
Þór Vigfússon sýnir verk unnin í gler.
FÉLAG skólasafns-
kennara tilnefnir Ás-
laugu Jónsdóttur í ár
til Norrænu barna-
bókaverðlaunanna
2006 af Íslands hálfu.
Áslaug er tilnefnd sem
höfundur og myndlist-
armaður fyrir bókina
Gott kvöld sem út kom
fyrir síðustu jól. Í bók-
inni er sögð saga af
ungum dreng sem bíð-
ur einn og óttalaus
heima stutta stund en
bangsi hræðist allar
þær furðuverur sem
berja að dyrum. Unnið er að þýð-
ingu bókarinnar á tvö erlend
tungumál.
„Áslaug sýnir enn á ný hve
góður höfundur og myndlist-
armaður hún er, en myndir og
texti haldast í hendur og skapa í
senn fallega og skemmtilega
heild,“ segir í fréttatilkynningu
frá Félagi skólasafnskennara.
Af hálfu Dana er Josefine Otte-
sen tilnefnd á ný fyrir bókaflokk
um Krigeren, Finnar tilnefna
Annika Luther fyrir bókina
Ivoria, Norðmenn tefla fram
Eirik Newth fyrir bókina Hvorfor
dør vi?, og Svíar tilnefna Stefan
Casta fyrir bók hans Näkterga-
lens sång. Enginn er tilnefndur
frá Færeyjum í ár.
Norrænu barnabókaverðlaunin
eru heiðursverðlaun sem samtök
norrænna skólasafnakennara
standa að. Þau hafa verið veitt
um árabil og þrisvar fallið Íslandi
í skaut;1992 hlaut Guðrún Helga-
dóttir þau fyrir bókina Undan ill-
gresinu, 2003 komu þau í hlut
Kristínar Steinsdóttur fyrir bók-
ina Engill í Vesturbænum, og
2005 hlaut Ragnheiður Gests-
dóttir þau fyrir höfundarferil
sinn með sérstakri áherslu á
Sverðberann.
Verðlaunin verða afhent á
bókamessunni í Gautaborg nk.
haust. Fulltrúi Íslands í dóm-
nefndinni er Þóra Sjöfn Guð-
mundsdóttir, skólasafnskennari í
Langholtsskóla.
Áslaug Jónsdóttir
tilnefnd til Norrænu
barnabókaverðlaunanna
Áslaug Jónsdóttir
fylgir hverri
OROBLU vöru
Kaupauki
Kynningar
á n‡ju vorvörunum
frá OROBLU
Föstudag, 17. mars kl. 14-18
á Smáratorgi og í Lágmúla.
Laugardag, 18. mars kl. 13-17
í Smáralind.
Kynningar í Lyfju
FJÖLSÓTTIR tónleikar til heiðurs
Jóni Nordal fóru fram í Hafnarborg á
sunnudagskvöld á vegum Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar í sam-
vinnu við Tónskáldafélag Íslands.
Sáust og kvikmyndatökumenn við tól
sín á þrífæti, og mun Ari Alexander
Ergis Magnússon þar hafa verið að
taka upp heimildamynd.
Líkt og á sinfónískum afmælistón-
leikum Jóns þremur dögum áður voru
hér fimm verk á boðstólum, en í þetta
sinn flutt í réttri tilurðarröð. Spönn-
uðu kammerverkin nokkru lengra
tímabil en hljómsveitarverkin, því hið
yngsta var frá 1998 og hið elzta allt
frá 1944. Á því mikla örlagaári, þegar
sýnt varð um úrslit seinni heimsstyrj-
aldar um sama leyti og íslenzka lýð-
veldið var stofnað, samdi Jón á 18.
aldursári hið sjarmerandi þríþætta
verk Systur í Garðshorni innblásið af
samnefndri þjóðsögu; þjóðernisróm-
antíska sónötu að öllu leyti nema að
nafni til.
Stokkið var síðan fram um hálfa stí-
löld úr nærri griegslegri heiðríkju í
hindemithleitt ferundalagferli hinnar
átta árum yngri Sónötu fyrir fiðlu og
píanó, þar sem bólaði ögn á Bartók í
krefjandi lokaþættinum. Hvort
tveggja var líflega leikið af þeim Guð-
nýju Guðmundsdóttur og Peter Máté
þrátt fyrir fáeina pínda hátíðnistaði í
fiðlunni. Og þó að eðlilega væri þreif-
að fyrir sér innan um fyrirmyndir
miðevrópskra samtímastórskálda örl-
aði þegar í frumsköpun unglings-
áranna á ýmsum persónulegum
fangamörkum.
Þau eiginhandartjábrigði komu vit-
anlega enn skýrar fram í síðustu
þremur verkum kvöldsins, enda þá
umliðin þrjátíu ár meðan tónskáldið
beindi athyglinni að smíði hljómsveit-
arverka. T.a.m. litauðugt hljómferlið,
er birtist í furðuþykkri mynd úr að-
eins tveimur strokhljóðfærum í Dú-
óinu fyrir fiðlu og selló. Eða íhugul
náttúrulýríkin í hinu fjórþætta Mynd-
ir á þili fyrir selló og píanó, þó að
spannaði annars með ólíkindum víð-
feðmt andrúm – allt frá drungadimm-
um hljómklasahöggum og gadd-
köldum hjartapúlsi í þokkafulla
kaffihúsadillu.
Náttúrulýríkin færðist í æðsta
skáldveldi í hinu kyrrlátt áhrifamikla
en jafnframt formrænt kristalstæra
lokaverki kvöldsins, Andað á sofinn
streng fyrir píanótríó frá 1998. Þrátt
fyrir á köflum ógnvænan undirtón
leiddi verkið sterkast hugann að fimm
strengja Eólusarhörpu í loftfingr-
uðum meðförum vindaguðsins er fjar-
aði út eins og lífið sjálft á diminuendo
al niente. Hér var sem andagift tón-
málsins tæki beinlínis völdin af flytj-
endum, enda hefði mátt heyra marga
saumnál detta í einbeittri upplifun
hlustenda á þessu kortérslanga
meistaraverki fyrir sannkallaða inn-
blásna túlkun Tríós Reykjavíkur.
Hinn íslenzki Eólus
TÓNLIST
Hafnarborg
Jón Nordal: Systur í Garðshorni (1944);
Fiðlusónata (1952); Dúó f. fiðlu og selló
(1983); Myndir á þili (1992); Andað á
sofinn streng (1998). Tríó Reykjavíkur
(Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar
Kvaran selló og Peter Máté píanó).
Sunnudaginn 12. marz kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson