Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sesar Þór Við-arsson fæddist á Akureyri 16. júní 1986. Hann lést af slysförum 4. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Við- ar Þorsteinsson, f. 14.6. 1952, og Elín- rós Sveinbjörnsdótt- ir, f. 23.3. 1953, þau búa á Brakanda í Hörgárbyggð. For- eldrar Viðars eru Þorsteinn Jónsson, látinn, og Steingerð- ur Jósavinsdóttir. Foreldrar Elín- rósar eru Sveinbjörn Níelsson, lát- inn, og Erla Stefánsdóttir. Systkini Sesars eru Sigurður Elvar, f. 3.12. 1975, Sigrún Alda, f. 2.4. 1977 og Sara Hrönn, f. 13.8. 1984. Sonur Sigrúnar Öldu er Viðar Guðbjörn, f. 5.1. 2000. Sesar Þór var þrjár annir í Verk- menntaskólanum á Akureyri að loknum grunnskóla. Hann tók þátt í mörgum mótum á vegum Ungmennafélagsins Smárans og einnig keppti hann á vegum UMSE, með ágætum árangri. Sesar Þór hóf störf hjá J.B. Arasonum í janúar 2003 við múrbrot og steinsögun. Breytti síðan um og fór að vinna við strengja- steypu hjá BM Vallá í ágúst síðast- liðnum. Meðfram skóla og vinnu æfði hann knattspyrnu fyrst með KA og síðan með Þór. Sesar Þór byrjaði að spila með meistara- flokki Þórs síðastliðið haust. Útför Sesars Þórs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku bróðir minn. Ég man eftir þeim degi er þú fæddist, þá var ég í fjósinu með Diddu, pabbi sagði okkur að við hefðum eignast lítinn bróður. Þá hugsaði ég með mér þá er jafnt í lið- um loksins. Uppvaxtarárin ein- kenndust af frekju hjá þér og á ég mínar minningar um það þegar þú fékkst þín æðisköst þegar mamma og pabbi sögðu nei við þig. Þá stappaðirðu niður fótunum, kastaðir þér í gólfið og barðir í það. Þrátt fyrir þessi frekjuköst þín ertu samt dásamlegur bróðir og ég mun sakna þeirra stunda sem við höfum átt saman. Þú varst svo stríðinn að það var með ólíkindum, eflaust geta allir minnst þess að hafa verið strítt af þér. Þú kallaðir mig stundum „Feiti“ en aðeins þú munt fá að kalla mig það. Sumarið 2003 unnum við saman hjá J.B. Arasonum þá tengdumst við meira en við höfðum gert. Ég skipti um vinnu sumarið 2004 en í janúar á þessu ári urðum við aftur vinnufélagar, þar sem ég hóf störf á sama stað og þú hjá B.M. Vallá. Átti ég þar margar góðar stundir með þér og Binna frænda, þar sem flugu brandarar og sögur frá þér um allt og ekkert. Í hádeg- inu á hverjum föstudegi var farið á Litlu kaffistofuna og borðað. Það verður aldrei eins að fara aftur með vinnufélögunum þangað þar sem enginn sprelligosi verður með í för. Þú varst alltaf svo orðheppinn og snöggur að svara fyrir þig þegar þú varst að spjalla við foreldra, systk- ini eða einfaldlega vinnufélaga þína. Þú tengdist vinnufélögum og þá sér- staklega Stefáni sterkum böndum þar sem hann hlakkaði alltaf til á hverjum morgni að þú mættir á svæðið. Þegar ég vaknaði rétt fyrir klukk- an sex hinn 4. mars, skildi ég ekki af hverju ég vaknaði svona snemma. Reyndi að sofna en gat það ekki. Fór í vinnuna um sjö, sá að bíllinn þinn væri ekki heima en pældi ekki í því. Fékk að vita það um hálf níu af hverju það var þegar séra Gylfi tilkynnti mér um það að þú hefðir kvatt þennan heim. Ég mun alltaf minnast þín, drengsins með gullhjartað. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Þinn bróðir Sigurður. Elsku litli fallegi bróðir minn. Það var óendanlega sárt að vera vakin upp á laugardagsmorgni við það að Siggi bróðir og Gylfi prestur hringdu dyrabjöllunni hjá mér. Ég hef aldrei fundið eins mikið til í hjarta mínu og þá, þessi stund er mér í móðu enn í dag. Ég hef aldrei grátið eins mikið og þennan dag og ég virðist alltaf eiga nóg af tárum sem renna niður kinnar mínar þeg- ar ég hugsa til þín. Í minningarat- höfninni um kvöldið sá ég þig fyrir mér sitjandi í tröppunum við altarið og brosa þínu fallega brosi og ég veit líka að þú ert hjá okkur. Þegar við fengum að sjá þig daginn eftir slysið varstu svo fallegur eins og alltaf og það ríkti friður yfir þér. Þegar ég fór úr sveitinni á föstu- dagskvöldið langaði mig til að knúsa þig, ég veit ekki af hverju. Ekki datt mér þá í hug að það væri í síðasta sinn sem ég fengi að sjá þig. Ég vil bara að þú vitir að mér þykir óend- anlega vænt um þig, þú varst sann- ur bróðir og alltaf reiðubúin til að hjálpa mér ef svo bar undir. Manstu þegar við bjuggum í Bakkahlíðinni, það fór svo í taugarnar á mér hvað þú gekkst illa um í herberginu þínu og þurrkaðir ekki brauðmylsnuna af borðinu þegar þú fékkst þér brauð með súkkulaði á. Við leystum þenn- an ágreining okkar og ég held að þetta sé í eina skiptið sem við höfum verið ósátt hvort við annað. Manstu þegar ég vann í Bónus, þú þekktir flestallar stelpurnar sem unnu með mér, þeim fannst þú líka svo sætur. Manstu þegar við fórum suður í fyrra sumar á Toyotunni þinni, þetta ætluðum við að gera aftur, þú verður með mér næst þegar ég fer í langferð það veit ég vel. Þú lifir með okkur áfram og minning um dreng með hjarta úr gulli mun geymast í hjarta mínu um ókomna tíð. Einhvern daginn mun- um við hittast á ný. Ég sakna þín óendanlega mikið og ég veit að þér líður vel í dag. Hér er ljóð eftir Jó- hönnu vinkonu, sem er búin að hjálpa mér mikið í gegnum sorgina sem nístir hjarta mitt. Víst er þetta löng og erfið leið, og margt að huga að allar minningarnar, gleðistundirnar, já og svo allt sem þessi gleðigjafi hefur gefið okkur, margar góðar stundir sem við geymum og varðveitum í hjarta okkar. Minnumst þess hvað hann var jákvæður með mikinn húmor og ávallt glaður í hjarta sínu, vildi öllum vel og rétti hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Við minnumst þín með gleði og sorg í hjarta okkar. (J.F.S.) Hvíl þú í friði, elsku Sesar minn, ég elska þig miklu meir en þig grunar. Þín systir Sigrún Alda. Elsku litli bróðir. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn til himna og að ég fái aldrei að sjá þig aftur í lifanda lífi. Ég sakna þín svo mikið að ég myndi gera hvað sem er til að fá að eiga með þér einn dag enn, bara til að leyfa þér að stríða mér, þér fannst það alltaf svo gam- an að sjá hve auðveldlega þú gast gert mig reiða fljótt. Stundum var stríðnin þannig að ég roðnaði og þá kom alltaf spurningin, „af hverju roðnar þú svona?“ auðvitað varð ég rauðari fyrir vikið. Ég sakna að heyra þig hlæja að allskyns bröndurum og sögum sem þú bjóst til eða hafðir heyrt, stund- um var ekkert vit í bröndurunum eða sögunum en alltaf hlóstu að SESAR ÞÓR VIÐARSSON Við fórum í mjög eftirminnilega ferð vorið 1951. Herdís móðir mín lánaði okkur litla Austin bílinn sinn og Tryggvi faðir minn útvegaði okkur far með togara til Grimsby. Við hrepptum hið versta veður, sérstak- lega fyrsta sólarhringinn, svo vont að það tók fjóra til fimm daga að rétta bílinn af eftir að við komum til Grims- by.Við Villi reyndum að bera okkur vel á siglingunni og hlúa vel að okkar konum sem lágu í kojum en þess á milli fórum við upp á dekk til að spúa. Þegar bíllinn var komin í lag var hald- ið af stað til Parísar, Nice og sex vik- um síðar komum við aftur til Íslands. Ferðir okkar um Ísland og til út- landa urðu fjölmargar. Óteljandi eru einnig samverustundir á heimilum okkar beggja, með fjölskyldum okkar og sameiginlegum vinum af ýmsum tilefnum. Við brölluðum margt sam- an. Spiluðum bridge í mörg ár með okkar góðu félögum Vilhjálmi Jóns- syni og Guðmundi Ásmundssyni, fór- um framan af í laxveiði en síðar í golf- ið og urðum báðir helteknir af þeirri íþrótt. Villi vinur minn var mikill félags- málamaður og átti auðvelt með að umgangast fólk. Hann var vinsæll og átti auðvelt með að tala. Svo auðvelt að í 70 ára afmæli mínu var hann bú- inn að halda blaðalaust svo langa ræðu að ég varð að stoppa hann af. Þegar ég 10 árum síðar hélt upp á 80 ára afmælið mitt stóð Villi upp og kláraði ræðuna. Fáir hefðu leikið þetta eftir. Villi var traustur, einlægur og góð- ur vinur. Hann vann traust manna og gat haldið fram skoðunum sínum án þess að móðga aðra. Hann var alltaf mjög kvikur í hreyfingum og vel á sig kominn. Þegar ég heimsótti hann hel- sjúkan á Borgarspítalanum í febrúar sl. hugsaði ég að það væri ekki hans stíll að liggja lengi svona mikið veik- ur. Í dag ríkir sorg og söknuður í huga og hjarta vinkonu minnar Siggu, barna og tengdabarna og barnabarna þeirra auk hins mikla frændgarðs sem að þeim stendur. Ég og mín fjölskylda vottum þeim okkar dýpstu samúð og þökkum Villa áratuga farsæla samfylgd. Blessuð sé minning Vilhjálms Árnasonar. Páll Ásgeir Tryggvason og fjölskylda. Það var bjart yfir brosi hans og festa í augum, þegar hann birtist fyrst í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri vorið 1939 ákveðinn í að þreyta þar gagnfræðapróf utanskóla og ganga síðan menntaveginn sem kallað var, ef gæfan yrði honum hlið- holl. Hann var af harðsæknum fiski- mönnum kominn í allar ættir og alinn upp við fisk og sjó, hlífði sér hvergi og var orðinn fullgildur háseti 14 ára og formaður 19 ára. Þetta var oftast þrælavinna, en gaf þó stundum harla lítið í aðra hönd, því að þetta var á kreppuárunum. Hann fór þó einn vet- ur á Eiðaskóla og borgaði skóla- vistina með saltfiski, peningar voru ekki handbærir. En skólagangan varð ekki lengri að sinni og ekki hækkaði fiskverðið. Þá fór hann að hugsa ráð sitt og framtíð og komst að þeirri niðurstöðu, að líklega væri skárra að vera sýslumaður en sjó- maður. En til þess þyrfti langt nám, mörg próf og mikla einurð. Af henni átti hann nóg, og hér var hann kominn undirbúningslítill. Ýmsir góðir drengir urðu til þess að hlaupa með honum yfir helstu prófgreinar í skyndi, en þó var mjög tvísýnt um er- indislok. En gæfan brást honum ekki frekar en fyrri daginn og því síður þorsk- urinn, gamall félagi hans af Aust- fjarðamiðum. Síðasta prófgreinin var munnleg náttúrufræði hjá Steindóri. Þar dró hann auðvitað prófmiða, sem á stóð „Þorskurinn“, vissi allt um hann, brilleraði og flaug inn í mennta- deildina. Við smásveinar í bekknum um- gengumst Vilhjálm af mikilli virðingu og kurteisi, hvísluðum hver að öðrum, þegar við nálguðumst hann: „Þetta er víst skipstjóri að austan. Betra að styggja hann ekki.“ En skipstjórinn reyndist ekki stygglyndur, heldur glaðvær og elskulegur félagi í námi og leik og síðar meir leiðtogi og for- ingi í félagsmálum. Þegar fram í sótti og komið var í 6. bekk, var hann út- nefndur inspector scholae og þar með trúnaðarmaður og tengiliður milli nemenda og skólayfirvalda. Þetta sannaðist best og staðfestist, þegar 6. bekkur skoraði á kennarastofuna að heyja við sig knattspyrnukappleik í allra augsýn, en bauðst jafnframt til að styrkja lið hennar með því að lána Vilhjálm. Þetta varð að samningum með því skilyrði, að kennarar mættu auk hans hafa í liði sínu Guðmund Karl Pétursson skólalækni og Stefán Gunnbjörn Egilsson húsvörð. Ein- kennisbúningur kennaraliðsins var dökk peysa og svartar stuttar leik- fimisbuxur utan yfir hvítri síðri brók. Nú er löngu fyrnt yfir úrslit þessa leiks, nema hvað allir gengu heilir og glaðir af velli. Síðasta embættisverk Vilhjálms sem inspectors scholae var að mæla fyrir ferföldu húrrahrópi fyrir Noregi og norsku þjóðinni í kveðjusamsæti, sem Sigurður skólameistari hélt okk- ur nýstúdentum og vandamönnum okkar, sem til náðist, að kvöldi 17. júní 1942, þegar norska skáldið Nor- dal Grieg kom í óvænta heimsókn, ávarpaði samkomuna og flutti henni kvæði. Fórst Vilhjálmi þetta sköru- lega eins og önnur verk er hann vann. Ytra tákn virðingarstöðunnar var skólabjallan, sem hann hringdi við upphaf og lok hverrar kennslustund- ar og tvíhringdi, ef kallað var á Sal. Fyrir áratug að sumarlagi heimsótti Vilhjálmur gamla skólann sinn, sem honum þótti alltaf afar vænt um, gekk þar um ganga og gættir, endur- lifði horfnar stundir og gömul ævin- týr og heilsaði upp á frænda sinn, Tryggva Gíslason, sem þá var skóla- meistari. Tryggvi var ekki seinn á sér að fá honum skólabjölluna fornu til að rifja upp gömlu handtökin og fylla aldið hús gamalkunnum hljóm, báð- um til mikillar gleði. Haustið 1942 hóf Vilhjálmur nám í lögfræði og lauk því á fjórum árum með glæsilegum einkunnum, en al- gengast var þá, að það tæki sex ár. (Sama leik lék Tómas bróðir hans raunar seinna. Segir þetta nokkuð til um vinnulag og skerpu Hánefsstaða- manna.) Ekki fór þó svo, að Vilhjálm- ur yrði sýslumaður, enda víðar guð en í Görðum, heldur gekk hann í fyrstu til liðs við samvinnuhreyfinguna, en gerðist svo málflutningsmaður og rak eigin lögmannsstofu, ýmist einn eða í félagi við aðra. Jafnframt sat hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Þá lét hann málefni þroskaheftra mjög til sín taka, og munaði þar um manns- liðið. Öll þessi störf leysti hann af hendi af skörugleik, vandvirkni og heiðarleik eins og eðli hans bauð. Jafnframt stundaði hann holla útivist, svo sem við golf og laxveiðar, auk þess að sinna heimilinu og barna- hópnum sínum. En sífellt togaði sjó- mennskan í hann í aðra röndina, ým- ist minningar um góðan feng á björtum sólskinsmorgnum undan Austfjörðum eða glímuna við kaf- þykka, þögla og hrákalda þokuna, glímuna, sem krafðist sífellt nýrra ráða til að týna ekki veiðarfærunum og rata svo áfallalaust til réttrar hafn- ar með áhöfn og afla, þótt ekki sæist út úr augunum. Á 85 ára afmæli sínu fékk Vilhjálmur að fljóta með í nokk- urra daga veiðiferð á togaranum Gullveri frá Seyðisfirði og naut þeirr- ar ferðar af lífi og sál. Á formannsárum Vilhjálms bættist svo þriðji háskinn við, heimsstyrjöld, sem teygði loppur sínar til Íslands- stranda. Bretar hernámu Ísland, og fregnin barst norður, meðan bekkur- inn okkar Vilhjálms var í miðju vor- prófi í íslenskum stíl. Seint á næsta vetri lá Vilhjálmur í flensu á efstu hæð í húsinu París, Hafnarstræti 96, þar sem hann bjó þá ásamt fleiri skólapiltum. Þegar þeir fóru að hressast, tóku þeir að banka í þilin til að senda boð milli herbergja. Loks vildu þeir sanna kunnáttu sína í Morse-merkjakerfi með því að fikta við ljósaperu, skrúfa hana úr og í. Skyndilega var barið harkalega að útidyrum og þegar húsráðandi, Aust- firðingurinn og mannasættirinn Þor- steinn M. Jónsson, lauk upp, var þar fyrir breskur foringi ásamt herflokki með alvæpni til þess að handtaka meinta njósnara og Þjóðverjadindla, sem leyndust í húsinu, og senda þá með fyrstu ferð í stríðsfangabúðir í Bretlandi. Þorsteinn fékk þó sefað ofsa gestanna og benti á, að gluggar piltanna sneru í vestur upp í brekk- urnar, en ekki út að höfninni, þó að aldrei væri að vita, hvar þýskir kaf- bátar laumuðust. Á þetta féllust Bret- arnir, en sögðu þó, að ekki þyrfti neinna griða að biðja, ef þetta kæmi fyrir aftur. Þetta kom heldur ekki fyrir aftur. Könnunarflugvélar Þjóðverja, vist- aðar í Noregi, fylgdust vel með ströndum Íslands og því, sem þar gerðist, áttu meira að segja til að gera mannskæðar árásir. Einhverju sinni var Vilhjálmur að veiðum á bátnum Magnúsi austast á Vopnafjarðarflóa í glampandi veðri. Sér hann þá flugvél birtast við hafsbrún, hugsar með sér, að best sé að hafa allan vara á, ef þetta skyldi vera Þýskari, og keyrir fulla ferð til lands. Grunurinn reynd- ist réttur. Flugvélin flaug nokkrum sinnum yfir bátinn, en óðum styttist í var hárra sjávarkletta við Fagradal. Loks fóru vélbyssurnar að gelta. Það vildi til happs, að engar afbragðs- skyttur voru þar á ferð, svo að hvorki sakaði menn né bát. Ekki leist Þjóð- verjunum heldur á að fremja frekari fluglistir eða hreystiverk þarna undir hamraveggjunum og létu sig hverfa. Af þessu má sjá, að friðsamur og flekklaus námsmaður og fiskimaður gat orðið fyrir barðinu á hvoru her- veldinu sem var, jafnvel báðum. Hin síðari ár fékkst Vilhjálmur við ritun endurminninga sinna, sem jafn- framt og ekki síður eru atvinnusaga Austfjarða, þar sem einkum er lýst útgerð og sjósókn, skipum, tækjum og vinnubrögðum, afla, veiðum, af- urðasölu og yfirleitt öllum þáttum, sem máli skipta og nú eru margir hverjir gerbreyttir, af lagðir eða horfnir og hvergi til nema í söfnum, bókum og minni gamalla manna, sem þekktu þetta svið af eigin raun. Ég þykist vita, að þetta ritverk Vilhjálms sé gullvæg fróðleiksnáma, sem mikill fengur er að. Von mín er sú, að hún verði prentuð og gefin út hið fyrsta. Okkur Vilhjálmi varð snemma vel til vina, og styrktist sú vinátta, eftir því sem árin liðu og æskuárin stóðu í bjartari ljóma hillinga og fjarlægðar. Við hringdum oft hvor til annars, rifj- uðum upp gömul atvik og kynni af mönnum og stöðum. Oft gaukaði hann að mér fróðleik um ætterni fólks, sjálfs sín og annarra, og mörgu öðru góðgæti. Alltaf var hann glaður og hress í bragði og lét vel af sér. Þó duldist honum ekki, að líkamsvélin gengur ekki endalaust fremur en June Munktel eða Alfa Laval. Hann viðurkenndi líka nú á haustdögum, að hann væri ekki orðinn sérlega vel fall- inn til gangs og blóðdælan væri að verða léleg, en tók því sem eðlilegum hlut, þegar aldurinn færðist yfir, og um slíkt væri ekki hafandi mörg orð. En þegar hann viðurkenndi, að hann hefði ekki treyst sér til að fylgja alda- vini sínum og bekkjarbróður okkar, Vilhjálmi Jónssyni, síðasta spölinn, vissi ég, að ekki væri allt með felldu og hann fyndi lokaþáttinn nálgast. Þó var stutt í bjartan hlátur og kappinn glaður og reifur að hætti höfundar Hávamála, sáttur og þakklátur. Loks kom að því, að hann var ekki lengur til viðtals, þegar ég hringdi. Hann var kominn á spítala, tvísýnt um líf hans. Nokkru seinna var því lokið. En minning góðs drengs og dugmikils lif- ir í þakklátum huga okkar vina hans. Blessuð sé sú minning. Einlægar samúðarkveðjur til Sig- ríðar og fjölskyldunnar allrar frá okk- ur Ellen. Sverrir Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Vil- hjálm Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Birgir Þorgilsson, Jón Þórisson, Gunnar Örn Harð- arson. VILHJÁLMUR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.