Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 26
NEYTENDUR
BIÐRAÐIR í stórmörkuðum gætu
brátt heyrt sögunni til, þar sem s.k.
RFID-tækni mun að öllum líkindum
leysa strikamerkin góðkunnu af
hólmi. Litlum sendi á stærð við hrís-
grjón verður komið fyrir á öllum
vörum, sem þýðir að hægt verður að
keyra innkaupakerruna með hraði
fram hjá sérstökum nema eða skanna
sem leggur verð þeirra saman í hvelli.
Þýski smásölurisinn Metro Group
kynnti þessa nýju tækni á nýafstað-
inni upplýsinga- og fjarskipta-
tæknisýningu í Hanover, CeBIT 2006.
Án efa mun fólk taka þessari tækni
fegins hendi og ef RFID leysir
strikamerkin af hólmi má reikna með
því að biðraðir við innkaupakassa
verði brátt úr sögunni eða a.m.k. afar
stuttar.
Með sömu tækni verður hægt að
koma fyrir slíkum RFID-nemum í ís-
skápum, sem skrá þá sjálfkrafa hvaða
matur er í skápnum og hvað vantar.
Ísskápar munu þar af leiðandi geta
búið til innkaupalista.
Lesa má um þetta og aðrar tækni-
nýjungar í fréttaskýringu um Ceb-
BIT 2006 með því að smella á tengil-
inn hér fyrir neðan.
Engin biðröð við búðarkassa
Daglegtlíf
mars
Hjónanámskeiðin í Hafn-arfjarðarkirkju njótavinsælda og nú er svokomið að skráningu er
lokið á aukanámskeið, síðasta nám-
skeið vetrarins, sem auglýst var
fyrir skömmu. „Þar með er fullt á
öll námskeið vorsins og ekki hægt
að bæta fleirum við en þráðurinn
verður tekinn upp með haustinu,“
segir sr. Þórhallur Heimisson
sóknarprestur um leið og hann
þakkar sóknarnefnd og samstarfs-
fólki stuðninginn. „Áhuginn hefur
verið ótrúlegur, ár eftir ár þessi
tíu ár sem námskeiðin hafa verið
haldin og nú hafa um 7.500 manns
tekið þátt í þeim.“
Að öllu jöfnu miðast hvert nám-
skeið við 40 manns en vegna mik-
illar aðsóknar verða fleiri á auka-
námskeiðinu.
Les ekki yfir fólki
„Ég held að það sé efnið sem
farið er yfir og það að ég er ekki
að lesa yfir fólki heldur getur hver
og einn unnið út frá sínum að-
stæðum í framhaldinu,“ segir
hann. „Námskeiðið á við hvort sem
gifting stendur fyrir dyrum eða
eftir margra ára hjónaband og það
þarf enginn að tjá sig á námskeið-
inu frekar en hann vill. Það nægir
að hjónin tali saman. Það er ekki
gerð nein krafa um að fólk opni sig
algerlega en það getur verið gam-
an að heyra mismunandi skoðanir
fólks. Fólk er annars mjög duglegt
að tjá sig í einkaviðtölum sem boð-
ið er upp á.“
Öllu lokið
Þórhallur segir fólk á öllum
aldri sækja námskeiðin en flestir
eru 25 til 45 ára. Auk þess er mik-
ið um ung pör og töluvert um
eldra fólk en fæstir eru yfir sex-
tugt.
„Það lenda allt of margir í því að
tíminn hleypur frá þeim án þess að
þeir hugsi um sig eða ástarsam-
band sitt, rétt eins og það sé alveg
sjálfsagt,“ segir Þórhallur. „Svo
einn góðan veðurdag kemur í ljós
að allt er búið. Við vinnum allt of
mikið og erum auk þess upptekin
af öðrum áhugamálun eins og ýms-
um félagsmálum eða líkamsrækt-
inni, sem er ágætt, en það eru því
miður margar fjölskyldur sem
borða aldrei saman kvöldmat nema
á hátíðarstund, að ekki sé talað um
hádegismat. Það er löngu liðin tíð.
Það má enginn vera að neinu.
Krakkarnir stinga inn nefinu á
hlaupum og sama á við um full-
orðna fólkið. Á mörgum heimilum
er þetta orðið eins og á skiptistöð.
Fólk ætti að staldra aðeins við og
fara yfir sitt eigið líf.“
HJÓNANÁMSKEIÐ | Mikilvægt að tala saman
Of margir lenda í því að tíminn hleypur frá þeim án þess þeir hugsi um sig
eða ástarsamband sitt, rétt eins og það sé alveg sjálfsagt.
Heimili eins
og skiptistöð
krgu@mbl.is
FORLÁTA saumavél og sauma-
vélaskápur prýðir stofuna hjá
Unnþóri Sveinbjörnssyni, starfs-
manni Símans og tónlistarmanni.
„Ég fékk þetta frá ömmu minni
Jónu Magnúsdóttur, hún var löngu
hætt að nota saumavélina og gaf
mér hana fyrir sjö árum þegar
hún flutti úr húsinu sínu. Amma
keypti vélina notaða, ásamt skápn-
um, af vinafólki sínu á 1.000 krón-
ur fyrir um 65 árum. Saumavélin
var mikið þarfaþing og var notuð
til að sauma föt á fjölskylduna í
áraraðir.
Nánast öll föt voru saumuð á
þessa vél, lítið keypt.“ Unnþór
segir vélina hafa legið ónotaða
uppi á lofti hjá ömmu sinni í 20 til
30 ár áður en honum áskotnaðist
hún. „Amma fékk sér nýja sauma-
vél svo þessi var lögð til hliðar. Ég
man alltaf eftir henni þegar ég var
lítill að leika mér uppi á lofti hjá
ömmu, síðan varð ég ólmur í að fá
að eiga hana þegar þau fluttu.“
Unnþór hefur ekki sjálfur próf-
að að sauma á vélina. „Í upphafi
var hún fótstigin en síðan var
keyptur í hana rafmagnsmótor en
sá mótor var hirtur úr vélinni
þannig að núna vantar í hana fót-
stigið en annars væri hún líklega í
lagi. Seinasti tvinninn, sem amma
saumaði með í vélinni, er meira að
segja ennþá þræddur í hana og
allar nálar, títuprjónar og annað
sem amma notaði við saumaskap-
inn er allt í saumavélaskápnum
ennþá.“
Núna gegnir saumavélin og
saumavélaskápurinn hlutverki vín-
skáps og stofustáss. „Ég vissi ekki
hvað ég átti að geyma í skápnum
og plássið hentaði vel fyrir vín-
flöskurnar svo það varð úr.“
Unnþór er mikið fyrir gamla
hluti.
„Mér finnst gamalt dót miklu
skemmtilegra en það nýja, það er
sál í þessu gamla og það fæst ekki
lengur. Ég á líka tvo gamla stofu-
skápa frá ömmu sem voru smíð-
aðir í Vestmannaeyjum á sínum
tíma, en ég kem frá Eyjum. Skáp-
arnir eru orðnir mjög gamlir enda
voru þeir fyrstu húsgögnin hjá
ömmu og afa þegar þau byrjuðu
að búa og eru því líklega eitthvað
eldri en saumavélin,“ segir Unn-
þór.
HLUTUR MEÐ SÖGU
Stofustássið er
gömul saumavél
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Amma Unnþórs Sveinbjörnssonar keypti saumavélina á þúsund krónur.
Tala saman
Hjón sem höfðu verið gift nokkuð lengi sögðust hafa fundið fyrir
skorti á tíma fyrir hvort annað og ákváðu að taka frá eitt kvöld í mán-
uði og fara saman í bíó, svona til að gera eitthvað saman. En þrátt fyr-
ir það sprakk allt í loft upp eftir nokkurn tíma og þau fóru að hreyta
ónotum hvort í annað. „… og ég, sem hef farið með þér á þessar hund-
leiðinlegu bíómyndir í gegnum tíðina,“ sagði frúin. „Hvað, ég valdi
bara myndir sem ég hélt að þú vildir fara á …“, svaraði maðurinn sem
alltaf valdi myndir sem hann taldi hana vilja sjá fyrir þessa háheilögu
stund. Og hún hugsað með sér; „best að sjá þessa mynd fyrir hann úr
því hann endilega vill.“
Að halda við neistanum
Dugleg að tala saman.
Gefa sér tíma fyrir hvort
annað.
Setja sambandið við makann
í forgang.
Taka frá tíma til að rækta
ástina.
Sýna hvort öðru virðingu og
umhyggju.
Standa saman.
NÝ rannsókn, sem m.a. er greint frá
í Svenska Dagbladet, bendir til þess
að samband sé á milli mígrenis og
þess ástands þegar op er á milli
gátta í hjartanu, einkennis er nefnist
„foramen ovale“. Gera má ráð fyrir
að um 5% fólks hafi þetta einkenni
en meðal mígrenisjúklinga er talið
að hlutfallið sé mun hærra. Þátttak-
endur í breskri rannsókn voru mí-
grenisjúklingar með sjóntruflanir og
45% þeirra höfðu einnig hjartaein-
kennið. Þessar niðurstöður eru tald-
ar mjög áhugaverðar og gefa jafnvel
til kynna að hjartaeinkennið orsaki
mígreni líkt og aðrir utanaðkomandi
þættir eins og mataræði eða streita.
Frekari rannsóknir gætu leitt í ljós
að hægt sé að hjálpa mígrenisjúk-
lingum með hjartaaðgerð.
Yfirleitt er gerð aðgerð þegar áð-
urnefnt hjartaeinkenni er að finna
hjá fólki, sérstaklega til að fyr-
irbyggja hjartaáfall. Mígreni gæti
orðið önnur ástæða til að ráðast í að-
gerð.
Getur hjartaaðgerð hjálp-
að mígrenisjúklingum?
HEILSA