Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 19 ERLENT Gautaborg. Morgunblaðið. | Fréttir af eftirlaunasamningi Anitru Steen, forstjóra sænsku áfengisverslunar- innar (Systembolaget), hafa vakið harða gagnrýni stjórnarandstöðu, almennings og fjölmiðla í Svíþjóð. Samkvæmt samningnum getur Steen hætt störfum 60 ára og fengið sem samsvarar tæpri millj- ón íslenskra króna á mánuði í eft- irlaun frá ríkinu til æviloka. Steen samdi um að fá 70% af þeim launum sem hún hafði árið 2001, þ.e. 1,7 milljónir sænskra króna, í eftirlaun. Þetta er mun hærra hlutfall en aðrir ríkisfor- stjórar hafa samið um og fram hafa komið kröfur um að samning- urinn verði endurskoðaður. Sjálf hefur Steen ekki tjáð sig um samn- inginn í fjölmiðlum. Thomas Öst- ros, viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Görans Perssons, eiginmanns Steen, er einn af fáum stjórnarlið- um sem hafa tjáð sig um samning- inn og hann segir að þetta eigi al- farið að vera í höndum stjórnar fyrirtækisins. Ekki ástæða til að endurskoða Sú var ekki raunin þegar Martin Ivert, forstjóri ríkisfyrirtækisins LKAB, samdi um eftirlaun. Samn- ingur hans hljóðaði upp á 60 ára eftirlaunaaldur og 50% af launum, þ.e. minna en Steen. Þegar fréttist af þeim samningi sögðu ýmsir tals- menn Jafnaðarmannaflokksins nauðsynlegt að endurskoða hann þar sem hann væri allt of rausn- arlegur. Þeirra á meðal var Marita Ulvskog, ritari flokksins. Það hefur vakið athygli fjölmiðla að Ulvskog er hins vegar frekar þögul um samning Anitru Steen. Við Svenska Dagbladet segir hún þó að eitt skuli yfir alla ganga þeg- ar kemur að ríkisstarfsmönnum og ef eftirlaunasamningar verði of rausnarlegir eigi stjórnarformenn viðkomandi fyrirtækja að hafa frumkvæði að endurskoðun samn- ings. Stjórnarformaður sænsku áfeng- isverslunarinnar, Olof Johansson, hefur látið hafa eftir sér að hann telji ekki ástæðu til að endurskoða samninginn við Steen. Að hans mati er samningurinn ekkert sér- staklega góður frá sjónarhóli fyr- irtækisins, en þó betri en fyrri samningur sem gilti til 2003, og þessi að sama skapi verri fyrir Steen. Hann bendir einnig á að ríkisforstjórar fái mun lægri eft- irlaun en forstjórar einkafyrir- tækja sem hafa hlutabréf sín skráð í sænsku kauphöllinni. Í leiðara Göteborgs-Posten kem- ur fram að þögn og aðgerðarleysi ríkisstjórnar og Jafnaðarmanna- flokksins geti ekki verið vegna þess að Steen er gift Göran Pers- son forsætisráðherra. Það sé Sví- um framandi þegar ráðamenn hygla ættingjum og aðstandend- um. Umdeildur eftir- launasamningur for- stjóra Systembolaget Washington. AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst í engu víkja frá áður boðaðri stefnu, sem kölluð hefur verið „Bush- kenningin“, um að réttlætanlegt sé að fyrra bragði og í varnarskyni að ráðast gegn hryðjuverka- mönnum og óvin- veittum ríkjum, sem ráða yfir kjarnorku-, efna- eða sýklavopnum. Í nýrri útgáfu af stefnumótandi plaggi forsetans frá árinu 2002, sem kallast á ensku National Security Strategy, er tekið fram að viðræður og samráðsferli verði alltaf fyrsti kostur þegar bregðast þurfi við frek- ari útbreiðslu kjarnorkuvopna og annarra svonefndra gereyðingar- vopna. „Ef nauðsyn krefur hins veg- ar, á grundvelli gamalla sjónarmiða um sjálfsvarnarrétt, útilokum við ekki beitingu valds áður en á okkur er ráðist – jafnvel þó að óvissa ríki um hvenær og hvar óvinurinn hyggist láta til skarar skríða,“ segir þar síðan. Írönum sendur tónninn Sem fyrr segir er þetta ný útgáfa af skýrslu Bush frá árinu 2002, þar sem brugðist var við nýju hættumati hryðjuverkaógnarinnar eftir árásirn- ar 11. september 2001. Og má ráða að Bush hefur í engu skipt um skoðun, þó að engin gereyðingarvopn hafi fundist í Írak. En segja má að inn- rásin í Írak hafi verið fyrsta „hindr- unarárásin“ eða „árásin í forvarnar- skyni“ (e. preemptive strike) á grundvelli Bush-kenningarinnar. Í skýrslunni nú er stjórnvöldum í Íran sendur tónninn. Sakar Bush ráðamenn þar um að styðja við bak hryðjuverkamanna, ógna Ísrael og um að reyna að sporna við lýðræði- svæðingu í Írak. „Eigi að afstýra því að í odda skerist verða pólitískar þreifingar [um málefni Írans] að skila árangri,“ segir í plagginu. Ekki afhuga „hindrunar- árásum“ George W. Bush IBRAHIM Jaafari, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, léði í gær máls á því að hann léti af embætti til að greiða fyrir myndun þjóðstjórnar. „Ef þjóðin biður mig að víkja þá geri ég það,“ hafði breska ríkisút- varpið, BBC, eftir Jaafari eftir að nýtt þing Íraks var sett, þremur mánuðum eftir kosningar. Stærsta kosningabandalag sjíta tilnefndi Jaafari í embætti forsætis- ráðherra en tilnefningin mæltist illa fyrir meðal súnní-araba og Kúrda. Hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert nóg til að binda enda á blóðsúthell- ingarnar í landinu og að hafa skipað sjíta í mikilvæg embætti. Margir telja að myndun þjóðstjórnar sé eina leiðin til að afstýra því að allsherjar borgarastyrjöld blossi upp. Formaður Þjóðaröryggisráðs Ír- ans sagði í gær að Íranar væru til- búnir að semja við Bandaríkjastjórn um samstarf til að koma á friði í Írak. Verði af þessu yrðu það fyrstu beinu viðræður stjórnvalda í löndunum tveimur frá því að Bandaríkjastjórn sleit stjórnmálasambandi við Íran í apríl 1980 eftir íslömsku byltinguna. Stjórnvöld í Íran hafa verið í nán- um tengslum við nokkra af helstu flokkum íraskra sjíta. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Írana um af- skipti af stjórnmálum Íraks; en virt- ust í gær tilbúinn til að ræða málin. Nýtt leiðtogaráð stofnað Jalal Talabani, forseti Íraks, spáði því að ný stjórn yrði mynduð fyrir lok mánaðarins en aðrir stjórnmála- menn töldu það of bjartsýna spá. Ja- afari taldi að ný stjórn yrði mynduð fyrir miðjan næsta mánuð. Fréttastofan AFP hafði eftir öðr- um stjórnmálamönnum í Írak að þeir efuðust um að samkomulag næðist um nýja stjórn á næstu vikum. „Ég býst ekki við stjórn fyrir maímánuð,“ sagði Hassan Shumari, þingmaður helsta bandalags sjíta. Setningarfundur þingsins stóð aðeins í hálfa klukkustund þar sem þingið gat ekki kosið þingforseta vegna valdabaráttu flokkanna. BBC kvaðst hafa heimildir fyrir því að flokkarnir hefðu samþykkt í meginatriðum þá hugmynd að komið yrði á fót nýju leiðtogaráði, meðal annars vegna þrýstings frá banda- rískum stjórnvöldum. Gert er ráð fyrir því að í ráðinu verði forseti landsins, forsætisráð- herrann, forseti þingsins, forseti hæstaréttar og leiðtogar stjórnmála- flokkanna. Ekki hefur þó náðst sam- komulag um hvaða hlutverki ráðið eigi að gegna nákvæmlega en að sögn BBC vona menn að stofnun ráðsins verði til þess að deilan um embætti forsætisráðherra leysist. Mikill öryggisviðbúnaður var í Bagdad vegna setningar þingsins. Umferð bíla var bönnuð til að koma í veg fyrir bílsprengjuárásir og her- og lögreglumönnum var fjölgað á götunum. Ríkisstarfsmönnum var sagt að mæta ekki til vinnu og margir aðrir borgarbúar héldu kyrru fyrir heima hjá sér af ótta við sprengjutilræði. Flestar verslanir voru lokaðar. Forsætisráðherra Íraks ljær máls á því að víkja AP BANDARÍSKAR hersveitir í samstarfi við íraska herinn gerðu í gær loftárásir á það sem fullyrt var að væru höf- uðvígi íraskra uppreisnarmanna norður af Bagdad í gær, nálægt borginni Samarra. Greindu talsmenn hersins frá því að um umfangsmestu loftárásir væri að ræða frá því að Bandaríkjaher réðist inn í Írak fyrir þremur árum. Á myndinni má hins vegar sjá íbúa í Ramadi, vestur af Bagdad, sækja pjönkur sínar í hús sem fullyrt er að hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í borginni í fyrrinótt. Íranar vilja ræða við Bandaríkja- stjórn um Írak Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Miklar loftárásir norður af Bagdad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.