Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÆDDI VIÐ SCHEFFER Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra ræddi í gærmorgun við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, og óskaði eftir því að hann ræddi við George W. Bush um varn- armál Íslands. Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra segir að viðræður við Bandaríkjamenn séu framundan á næstu vikum. Ráðstefna um vatn Heimsráðstefna um vatnsbúskap í heiminum hófst í Mexíkó í gær og taka þúsundir sérfræðinga þátt í henni. Fram kom að skortur á öruggu drykkjarvatni veldur dauða um 3.900 barna á hverjum degi í heiminum. Var hvatt til þess að gripið yrði til ráðstafana til að farið yrði betur með auðlindina. Vilja flýta undirbúningi Forsvarsmenn Norðuráls vilja flýta undirbúningi að nýju álveri í Helguvík á Reykjanesi í kjölfar þess að bandaríska varnarliðið er á förum. Gangsetning álversins er áætluð 2010 og er það undir orkufyrirtækjum komið hvort það getur orðið fyrr. Býðst til að víkja Forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari, sagðist í gær vera reiðubú- inn að víkja ef það gæti greitt fyrir myndun þjóðstjórnar helstu flokka og fylkinga. Óánægja með vaktakerfi Flugumferðarstjórar eru ósáttir við upptöku nýs vaktakerfis á Reykjavíkurflugvelli og hyggst félag þeirra stefna Flugmálastjórn fyrir Félagsdóm vegna breytinganna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Bréf 37 Úr verinu 14 Minningar 38/49 Viðskipti 16/17 Dans 53 Erlent 18/19 Myndasögur 54 Minn staður 20 Dagbók 54/57 Akureyri 22 Staður&stund 56/57 Höfuðborgin 23 Leikhús 58 Suðurnes 24 Af listum 60 Landið 25 Bíó 62/65 Daglegt líf 26/28 Ljósvakamiðlar 66 Menning 29, 58/65 Veður 67 Umræðan 30/37 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                     MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s hefur staðfest óbreytt lánshæfismat á ríkissjóði og met- ur horfurnar áfram stöðugar. Staðfestar eru lánshæfiseinkunnir á langtíma- skuldbindingum í erlendri mynt sem AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Í tilkynningu frá S&P segir að lánshæfisein- kunnin byggist á stöðugu stjórnkerfi, auðugu og sveigjanlegu hagkerfi, ásamt góðri stöðu opin- berra fjármála. Það sem haldi aftur af frekari hækkun lánshæfismatsins sé bæði mjög mikil er- lend fjármögnunarþörf og miklar erlendar skuldir hagkerfisins, segir Kai Stuckenbrock, sérfræðing- ur S&P um Ísland. „Opinber fjármál standa áfram traustum fótum. Vegna mikils hagvaxtar, tekna af einkavæðingu og tekjuafgangs ríkissjóðs til og með 2006 munu heildarskuldir hins opinbera halda áfram að lækka ört og verða um 21% af VLF árið 2009, samanbor- ið við 50% árið 2001,“ segir í tilkynningu fyrirtæk- isins, sem send var inn í Kauphöllina í gær. S&P segir að hreinar erlendar skuldir haldi áfram að vaxa þrátt fyrir verulega lækkun á skuldum ríkissjóðs. Þrátt fyrir það ættu lok stór- framkvæmda, minnkandi innlend eftirspurn og vaxandi útflutningur að draga töluvert úr við- skiptahallanum frá og með 2007. Nýleg veiking krónunnar sé enn vel innan þeirra marka sem Standard & Poor’s hafi reiknað með. Vaxandi ójafnvægis gæti í þjóðarbúskapnum vegna hrað- vaxandi innlendrar eftirspurnar sem knúin sé áfram af væntingum neytenda og fyrirtækja, vegna mikilla fjárfestinga í orkufrekum iðnaði og útlánaþenslu. Þrátt fyrir meiri tekjuafgang hjá hinu opinbera árin 2005 og 2006, hafi peninga- málastefnan borið meginþungann í mótvægisað- gerðum gegn áhrifum þenslunnar. Þetta auki lík- urnar á ójafnri aðlögun þegar eftirspurnarþensl- unni ljúki. Ennfremur er haft eftir Stuckenbrock að til að viðhalda lánshæfiseinkunninni skipti sköpum að staðið verði við langtímastefnu stjórnvalda í rík- isfjármálum og helst að auka aðhaldið enn frekar. Ef hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins aukist verulega frá því sem orðið er, eða ójafnvægi grafi frekar um sig í þjóðarbúskapnum í kjölfar stór- framkvæmdanna, geti lánshæfið versnað. Krónan styrktist Gengi krónunnar styrktist eftir að niðurstaða Standard & Poor’s var tilkynnt í gær. Í lok dags hafði krónan styrkst um 1,19% frá deginum áður, eftir að hafa sveiflast til fram eftir degi. Á þetta er bent í Hálffimm fréttum greining- ardeildar KB banka í gær. Þar segir að gengi krónunnar hafi verið mjög næmt fyrir nýju frétta- flæði. Ljóst sé að ákvörðun S&P um lánshæfisein- kunn sé stór frétt og ekki hafi komið á óvart að markaðsaðilar hafi talið fréttina krónunni til tekna og hún styrkst í kjölfarið. Mat S&P á ríkissjóði óbreytt SÝNINGIN Verk og vit, sem er um byggingariðnað, skipulagsmál og mannvirkjagerð og sú stærsta sinnar tegundar hér á landi, var opnuð í íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardal í gær. Þar eru til sýnis ýmsar nýjungar í íslenskri fram- leiðslu auk tækja, hönnunar, ráðgjafar og þjónustu sem ýmis fyrirtæki bjóða. Þá eru skipulagsmál sveitarfélaganna einnig hluti af sýningunni og hægt að kynna sér þróun, einstök verk- efni og framtíðarsýn á þessu sviði. Alls kynna um 120 fyrirtæki starfsemi sína á sýning- unni og var hún opin fagaðilum í gær og verður hið sama upp á teningnum í dag. Á laugardag og sunnudag gefst almenningi hins vegar kostur á að sækja sýninguna. 120 fyrirtæki sýna á Verki og viti Morgunblaðið/Árni Sæberg LÖGREGLAN í Keflavík kom að ökumönnum á tveimur óskráðum og ljóslausum fjórhjólum á götu í Sandgerði í gærkvöldi. Lögreglan veitti þeim þegar eftirför, því bann- að er að aka slíkum farartækjum innanbæjar og um umferðargötur. Annað fjórhjólið hvarf út í myrkrið en hinu var fylgt eftir þar sem það fór í loftköstum yfir hraða- hindrun. Ökumaður þess reyndi að sveigja inn á göngustíg, en náði ekki beygjunni og tókst lögreglunni að króa hann af upp við girðingu. Hann var kærður fyrir athæfið, enda mörg ákvæði umferðarlaga brotin og stöðvunarmerkjum lög- reglu ekki sinnt. Eltingarleikur við fjórhjólaknapa í Sandgerði LÖGREGLAN og tollgæslan í Borg- arnesi, með aðstoð Tollgæslunnar í Reykjavík, lögðu hald á smyglvarn- ing sem komið var frá borði m/s Dettifoss í fyrrinótt. Alls var lagt hald á um 24 lítra af áfengi, 120 munntóbaksdósir og um 30 kg af nautakjöti. Fjórir skipverjar viðurkenndu að eiga varninginn en fimm menn verða trúlega kærðir í málinu. Þetta er í annað skiptið á fjórum mánuðum sem smyglvarningur er tekinn af skipverjum á m/s Detti- fossi í Grundartangahöfn. Smygl á Grundartanga FRUMVARP iðnaðarráð- herra að nýjum vatnalögum var samþykkt sem lög frá Al- þingi síðdegis í gær. Alls greiddu 26 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, 19 á móti og 18 voru fjarstaddir. Með atkvæðagreiðslunni lýkur umræðum um málið, en þær hafa alls staðið í um 50 klukkustundir á fundum Al- þingis undanfarna daga. Lögin taka gildi 1. nóvem- ber 2007 samkvæmt tillögu sem meirihluti iðnaðarnefnd- ar gerði fyrir aðra umræðu frumvarpsins en í upphaf- legri útgáfu var gert ráð fyr- ir því að lögin tækju strax gildi. Vatnalög samþykkt á Alþingi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 19 ára pilt í eins árs fangelsi fyrir að ræna pitsusendil við Hvassaleiti í fyrrasumar. Ræninginn var með hettu fyrir andliti og ógnaði sendlinum með dúkahníf og hafði 5 þúsund krónur upp úr krafsinu. Ákærði játaði sök og sagðist hafa verið nýbyrjaður aftur í fíkniefna- neyslu að lokinni meðferð þegar hann framdi ránið. Þegar hann vant- aði peninga fékk hann þá hugmynd að ræna pitsusendil og hringdi því í Dominos og sat fyrir sendlinum. Auk peninganna, sem hann eyddi í áfengi, stal hann farsíma af sendl- inum og peningatösku. Dómurinn tók tillit til þess að ákærði hafði ekki brotið hegning- arlög áður. Þar sem hann væri ung- ur að árum og hefði markvisst reynt að bæta ráð sitt fékk hann refs- inguna á skilorði. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari dæmdi. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Sig- ríður Elsa Kjartansdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Eins árs fangelsi fyrir að ræna pitsusendil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.