Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | Nýr bátur hefur bæst við safn Reykjanesbæjar. Vertíðarbáturinn Örninn sem nú hefur fengið einkennisstaf- ina KE var afhentur Byggðasafninu til varðveislu í tengslum við Víkingaheim og Íslending, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Örninn er annar af tveimur bátum sem voru þjóðargjöf Norð- manna til Íslendinga árið 1974. Það var Norðmaðurinn Jón Godal sem hafði veg og vanda af smíði og siglingu bátanna til Íslands. Örninn er ekki eig- inlegt víkingaskip heldur vertíðarbátur af þeirri gerð sem mjög vinsæl var til fisk- veiða í Lofoten í Norður Noregi og víðar. Örninn hefur verið varðveittur í Árbæj- arsafni. Báturinn samrýmdist ekki lengur safnastefnu Árbæjarsafns og var Reykja- nesbæ boðið að taka hann til varðveislu. Fram kemur á vef bæjarins að í framtíð- inni verður báturinn hafður til sýnis á svæðinu við Víkingaheim á Fitjum í Njarð- vík þar sem byggt verður yfir Íslending. Árbæjarsafn kostaði flutning hans til Reykjanesbæjar og greiðir efniskostnað vegna viðgerða á Erninum en þær annast Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri Ís- lendings. Morgunblaðið/Kristinn Þjóðargjöf Örninn hefur staðið á Árbæj- arsafni og þarfnast viðgerðar. Þjóðargjöfin er- komin til Reykja- nesbæjar Keflavík | „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég stefni að því að gera þetta í lífinu,“ seg- ir Alexandra Ósk Sigurðardóttir, formaður Vox Arena, leiklistarfélags Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Keflavík. Vox Arena og Leikfélag Keflavíkur hafa samvinnu um uppsetningu á gamanleik um lífið í Keflavík sem leikhópurinn samdi sjálfur. Verkið verður frumsýnt í kvöld. Leikritið heitir „Keflavík, Ísland, alheim- urinn eða mamma þín“ og er leikstýrt af Sigurði Eyberg. „Við byrjuðum á þessu með tvær hend- ur tómar,“ segir Alexandra. Þátttakendurnir tóku viðtöl við fólk á Suðurnesjum og annars staðar frá, meðal annars um það hvað því fynd- ist um Keflavík, og sauð kjarnann úr leikritinu upp úr þeim. Unnið var upp úr þessum upplýs- ingum af hæfilegu kæruleysi og staðreyndum snúið á hvolf, ef svo bar undir. „Leikritið bygg- ist upp á stuttum atriðum. Það er mikill húmor í þessu, kannski svolítið súr á köflum,“ segir Alexandra. Hún segir að allir Suðurnesjamenn ættu að skilja skopið en var ekki viss um aðra. Titill verksins er þessu marki brenndur og vísar að hluta til orðatiltækis sem hún segir algengt að menn noti í Keflavík þegar þeir þrátta. „Ég held að vel hafi tekist til með þetta. Það er viss hætta á að svona vinna fari út í algert rugl en ég vona að þetta sé vel skiljanlegt hjá okkur,“ segir Alexandra. Mikil vinna Alexandra hefur mikinn áhuga á leiklist og er á kafi í henni. „Ég fékk þessa bakteríu þegar ég var lítil. Ég og vinkona mín vorum alltaf að semja asnaleg leikrit. Seinna frétti ég af því að það væri leikfélag hér í Keflavík og gaf mig fram. Ég hef verið á kafi í þessu síðan.“ Hún hef- ur tekið þátt í verkefnum Leikfélags Keflavíkur frá árinu 2002 og er varaformaður félagsins. Þá er hún formaður Vox Arena í Fjölbrautaskól- anum. Það er ekki nóg með að hún leiki í verkinu og sé eins og útspýtt hundskinn í undirbúningi heldur tók hún einnig þátt í því að semja tónlist fyrir sýninguna og leikur á bassa í henni. „Þetta er rosaleg vinna. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað við þurfum að hafa mikið fyrir þessu. Ég gef allan minn tíma í þetta,“ segir Alexandra og viðurkennir að það bitni á náminu. Hún lætur jafnframt þá skoðun í ljós að svona starf mætti meta til eininga í nám- inu, eins og tónlist. „Ég gef allan minn tíma í þetta“ Ljósmynd/Hreggó Mamma þín! Húmorinn er nokkuð súr á köflum í leiksýningu Vox Arena og Leikfélags Keflavíkur. Ljósmynd/Hreggó Leikur Alexandra Ósk Sigurðardóttir ætlar að verða leikari þegar hún verður „stór“. Leikhópurinn tók viðtöl við fólk og samdi upp úr því leikrit Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Næst ekur þú Avensis Stundum er afskaplega erfitt að bæta við. Avensis er þannig bíll. Hann hefur einfaldlega allt sem þú þarft. Hvort sem um er að ræða afl, tæknibúnað, aksturs- eiginleika eða þægindi. Avensis uppfyllir og fer fram úr væntingum þínum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 76 9 03 /2 00 6 Avensis er hugarsmíði þess bílaframleiðanda sem hefur komist í fremstu röð Formúlu 1 á aðeins fimm árum. Við væntum mikils á komandi keppnistímabili og í kjölfar fyrstu keppninnar í Bahrain bjóðum við 42” Panasonic plasmasjónvarp að verðmæti 250.000 kr. með öllum Avensis sem afhentir eru fyrir 20. júní n.k. Innst inni langar alla… Verð frá 2.240.000 kr. Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.