Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 25 MINNSTAÐUR LANDIÐ Vestmannaeyjar | Vestmanna- eyingar minnast þess árlega 12. mars, að þann dag árið 1984 vann Guðlaugur Friðþórsson það fræki- lega afreka að synda um þrjár sjó- mílur í land eftir að Hellisey fórst austur af Heimaey. Fimm voru á en Guðlaugur komst einn af. Til að minnast þessa er synt svo- kallað Guðlaugssund í sundlauginni í Eyjum en það er sex kílómetrar og var það haldið í 20. skiptið í ár. Ým- ist syndir fólk alla vegalengdina eða að hópar skiptast á um að synda. Fjórtán eldri borgarar tóku að þessu sinni þátt auk starfsfólks sem skipt- ust á að synda. Berglind Brynj- arsdóttir, 14 ára, Óskar Óskarsson og Alan Friðrik Allison syntu í þriðja sinnið alla vegalengdina. Í hópi eldri borgara var Elías Gunn- laugsson frá Gjábakka elstur, 84 ára, og synti ríflega sinn skammt eða yfir 30 ferðir. Morgunblaðið/Sigurgeir Sjötíu ára munur Elsti Vestmannaeyingurinn sem þreytti Guðlaugssundið í ár, Elías Gunnlaugsson frá Gjábakka, og sá yngsti, Eyþór Kjartansson, sem verður 14 ára í ár, voru ánægðir. Á þeim er sjötíu ára aldursmunur. Sá elsti synti ríf- lega sinn skammt Aðaldalur | „Lífið fékk ég til að lifa því,“ var ræðuheiti hjá Þór- unni Snæbjarnardóttur sem sigr- aði í ræðukeppni ITC Flugu sem haldin var í Hafralækjarskóla nú í vikunni. Þar kom hún inn á ýmsa þætti tilverunnar og náði að heilla dóm- arana sem gáfu henni mörg stig fyrir góð efnistök, gott íslenskt mál og athyglisvert fas í ræðustól. Fluga sem er deild innan Lands- samtaka ITC á Íslandi hefur starf- að í Suður-Þingeyjarsýslu um langt árabil og er það samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í fé- lagsskapnum að það hafi verið mjög þroskandi og kennt fólki m.a. góða ræðutækni sem hefur komið að góðum notum. „Lífið fékk ég til að lifa því“ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Keppendur Þær kepptu í ræðukeppni ITC Flugu, fv. Sigrún Jóns- dóttir, Kornína B. Óskarsdóttir, sigurvegarinn Þórunn Snæbjarn- ardóttir, Fanney Óskarsdóttir og Ágústa Pálsdóttir. Húsavík | Þessir ungu menn, Aðal- steinn J. Friðriksson og Nói Björns- son th. stóðu uppi sem sigurvegarar á Opna Húsavíkurmótinu í boccia sem fram fór á Húsavík fyrir skemmstu. Þeir kepptu fyrir Tóninn ehf. og sigruðu sveit Landsbankans í hörku- úrslitaleik. Sigruðu á Húsavík- urmótinu í boccia Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hús Alpan til sölu | Húsnæði Al- pan á Eyrarbakka verður á næstu dögum auglýst til sölu og er ásett verð 76 milljónir króna, segir á fréttavefnum sudurland.is. Alpan flytur á næstunni með rekstur sinn til Rúmeníu og er reiknað með að húsið verði laust til afhendingar í sumar. Húsið er um 1.700 fermetrar að stærð og er byggt á áttunda áratug síðustu aldar. www.toyota.is Panasonic 42” plasmasjónvarp að verðmæti 250.000 kr. fylgir öllum Avensis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.