Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 25
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Vestmannaeyjar | Vestmanna-
eyingar minnast þess árlega 12.
mars, að þann dag árið 1984 vann
Guðlaugur Friðþórsson það fræki-
lega afreka að synda um þrjár sjó-
mílur í land eftir að Hellisey fórst
austur af Heimaey. Fimm voru á en
Guðlaugur komst einn af.
Til að minnast þessa er synt svo-
kallað Guðlaugssund í sundlauginni í
Eyjum en það er sex kílómetrar og
var það haldið í 20. skiptið í ár. Ým-
ist syndir fólk alla vegalengdina eða
að hópar skiptast á um að synda.
Fjórtán eldri borgarar tóku að þessu
sinni þátt auk starfsfólks sem skipt-
ust á að synda. Berglind Brynj-
arsdóttir, 14 ára, Óskar Óskarsson
og Alan Friðrik Allison syntu í
þriðja sinnið alla vegalengdina. Í
hópi eldri borgara var Elías Gunn-
laugsson frá Gjábakka elstur, 84 ára,
og synti ríflega sinn skammt eða yfir
30 ferðir.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sjötíu ára munur Elsti Vestmannaeyingurinn sem þreytti Guðlaugssundið
í ár, Elías Gunnlaugsson frá Gjábakka, og sá yngsti, Eyþór Kjartansson,
sem verður 14 ára í ár, voru ánægðir. Á þeim er sjötíu ára aldursmunur.
Sá elsti synti ríf-
lega sinn skammt
Aðaldalur | „Lífið fékk ég til að
lifa því,“ var ræðuheiti hjá Þór-
unni Snæbjarnardóttur sem sigr-
aði í ræðukeppni ITC Flugu sem
haldin var í Hafralækjarskóla nú í
vikunni.
Þar kom hún inn á ýmsa þætti
tilverunnar og náði að heilla dóm-
arana sem gáfu henni mörg stig
fyrir góð efnistök, gott íslenskt
mál og athyglisvert fas í ræðustól.
Fluga sem er deild innan Lands-
samtaka ITC á Íslandi hefur starf-
að í Suður-Þingeyjarsýslu um
langt árabil og er það samdóma
álit þeirra sem tekið hafa þátt í fé-
lagsskapnum að það hafi verið
mjög þroskandi og kennt fólki
m.a. góða ræðutækni sem hefur
komið að góðum notum.
„Lífið fékk ég til
að lifa því“
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Keppendur Þær kepptu í ræðukeppni ITC Flugu, fv. Sigrún Jóns-
dóttir, Kornína B. Óskarsdóttir, sigurvegarinn Þórunn Snæbjarn-
ardóttir, Fanney Óskarsdóttir og Ágústa Pálsdóttir.
Húsavík | Þessir ungu menn, Aðal-
steinn J. Friðriksson og Nói Björns-
son th. stóðu uppi sem sigurvegarar
á Opna Húsavíkurmótinu í boccia
sem fram fór á Húsavík fyrir
skemmstu.
Þeir kepptu fyrir Tóninn ehf. og
sigruðu sveit Landsbankans í hörku-
úrslitaleik.
Sigruðu á
Húsavík-
urmótinu í
boccia
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hús Alpan til sölu | Húsnæði Al-
pan á Eyrarbakka verður á næstu
dögum auglýst til sölu og er ásett
verð 76 milljónir króna, segir á
fréttavefnum sudurland.is. Alpan
flytur á næstunni með rekstur sinn
til Rúmeníu og er reiknað með að
húsið verði laust til afhendingar í
sumar.
Húsið er um 1.700 fermetrar að
stærð og er byggt á áttunda áratug
síðustu aldar.
www.toyota.is
Panasonic 42” plasmasjónvarp
að verðmæti 250.000 kr. fylgir öllum Avensis