Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 35 Laugardaginn 13. mars bar Val-gerður Sverrisdóttir, viðskipta- ogiðnaðarráðherra, undirritaðan ogaðra þingmenn VG alvarlegum sökum. Hún ásakaði okkur um að hafa fals- að ummæli hennar. Ráðherrann sagðist byggja ásakanir sínar á sönnunum og gerði því skóna að þingmenn VG kynnu jafnvel að „safna í fæl fölsuðum um- mælum“. Orðrétt sagði Val- gerður Sverrisdóttir á Al- þingi um þetta efni: „… En það sem ég ætla að segja hér fyrst og fremst er – af því að hv. þm. Ögmundur Jónasson hóf þessa umræðu og vitnaði í orð ákveðins manns í við- skiptalífinu – að það er ekk- ert að marka það sem þessir þingmenn Vinstri grænna koma hér fram með og vitna í ummæli manna og þing- manna og ráðherra. Ég er með sönnun þess að þeir hafa reynt að falsa það sem ég hef sagt. Það er þannig að ég kem í Kastljósþátt fyrir all- löngu þegar undirrituð var viljayfirlýsing vegna kaupa ríkisins á eignarhlut sveitar- félaganna í Landsvirkjun. Þeir hafa tvisvar sinnum sagt rangt frá því sem ég sagði. Þeir eru með þetta í fæl þannig að ég veit ekkert nema þeir safni bara í fæl fölsuðum ummælum. Þegar ég er spurð hvort þetta sé fyrsta skrefið í einkavæðingu Landsvirkj- unar segja þeir að ég hafi sagt: Já, það eru uppi áform um að breyta þessu fyrirtæki sem verður til í hlutafélag o.s.frv. Ég er bú- in að fá þennan þátt og er búin að horfa á þetta og ég segi: Ja, ég er að hugsa mig um og segi svo: Það eru uppi áform um að breyta síðan þessu fyrirtæki sem verður til í hlutafélag. Þetta er hikorð, ja, og síðan held ég áfram og segi: Það eru uppi áform um þetta. Þannig að það er búið að segja hér tvisvar sinnum að ég hafi sagt já, og það er falsað. Þeir eru með þetta í fæl og ég fór til hv. þingmanns til að vita hvort þetta væri bein útskrift af Fjölmiðlavaktinni. Nei, það er búið að pikka þetta upp aftur og breyta því. Þetta eru Vinstri grænir á Alþingi.“ Ásakanir um skjalafals Það er alvarlegt að saka menn um fals eins og hér er gert. Þessi kostulegi mála- tilbúnaður ráðherrans er reyndar kapítuli út af fyrir sig því ja eða já úr munni Val- gerðar Sverrisdóttur í umræddu viðtali skiptir engum sköpum. Deilur snerust um efnisinnihald ummæla ráðherrans, hvort til stæði að opna á einkavæðingu raforkugeir- ans. Hinn 23. febrúar á síðasta ári reyndi iðnaðarráðherra að bera það af sér á Al- þingi að hún hefði gefið það afdráttarlaust út að ákveðið hefði verið að gera Lands- virkjun að hlutafélagi. Það voru þingmenn VG sem höfðu þá á Alþingi vakið máls á um- mælum hennar í fjölmiðlum. Ráðherra brást sem endranær ókvæða við og sagði að erfitt væri að tala til þeirra „sem heyra ekki það sem maður segir“. Hún hefði aðeins sagt að það „gæti verið“ að fyrirtækinu yrði breytt í hlutafélag „sem opnaði á möguleika á að ný- ir aðilar komi að rekstri fyrirtækisins, þá eru það ákveðin skilaboð. Þetta getur komið til greina“. Þessi ummæli urðu þess valdandi að farið var að kanna hvað ráð- herra hefði áður sagt um þetta efni op- inberlega. Í ljós kom að fjölmiðlar höfðu ekki skilið yfirlýsingar ráðherrans í því samhengi sem það nú var sett fram heldur á nákvæmlega sama hátt og þingmenn VG. Þannig hafði eftirfarandi frásögn verið í forsíðufrétt Morgunblaðsins föstudaginn 18. febrúar 2005: „Lífeyrissjóðirnir kunna hugsanlega að verða framtíðareigendur sameinaðs fyr- irtækis Landsvirkjunar, Orkubús Vest- fjarða og Rafmagnsveitna ríkisins að sögn Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Viljayfirlýsing um að ríkið leysi til sín eign- arhluta Reykjavíkur og Akureyrar var und- irrituð í gær og mun ríkið eignast fyr- irtækið að fullu um næstu áramót, takist að ná samkomulagi um verð hlutar sveitarfé- laganna tveggja. Áform eru uppi um að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hluta- félag eftir þrjú ár.“ „Á þeim tímapunkti verður að meta hvenær er rétt að opna fyr- irtækið fyrir nýjum eigendum,“ segir Val- gerður. „Það er búið að móta þá stefnu að til þess muni koma. Það er ekki okkar fram- tíðarsýn að ríkið eitt muni eiga þetta fyr- irtæki til framtíðar.“ Hún sagði ekki búið að móta hugmyndir um framtíð- arsamsetningu hluthafa, „en því er ekki að leyna að t.d. lífeyr- issjóðir hafa verið nefndir í því sambandi“. Í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins fimmtudaginn 17. febrúar 2005, viðraði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra viðhorf sín í hinu margumrædda ja eða já viðtali, sem hún segir mig hafa „pikkað upp“ og „breytt“. Staðreyndin er sú að ég fékk viðtalið í gegnum upp- lýsingaþjónustu Alþingis og naut aðstoðar Alþingis. Ásökun Valgerðar Sverrisdóttur um að ég hafi falsað viðtalið jafngildir ásökun um skjalafals sem er sak- næmt athæfi. Í þessu viðtali í Kastljósi Sjón- varpsins kemur skýrt fram hver er ásetningur stjórnvalda um framtíð Landsvirkjunar: „Frétta- maður: En þessi viljayfirlýsing, sem var undirrituð í dag, er þetta eins og er talað er um fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu Landsvirkjunar? Valgerður Sverrisdóttir: Já, það eru uppi áform um það, að síðan breyta þessu fyrirtæki sem verður til í hlutafélag, hugsanlega árið 2008. Þá erum við komin í gegnum Kárahnjúkauppbygginguna og eftir að fyrirtækið er orðið hlutafélag að þá er ekki ólíklegt og reyndar áform uppi um það að aðrir aðilar geti komið að fyrirtækinu. Þetta er náttúrlega gríðarlega verðmætt fyrirtæki. Vonandi verður það ekki síður verðmætt á þessum tíma og það er engin sérstök ástæða til þess að ríkið haldi eitt ut- an um það. Fréttamaður: Sérðu fyrir þér hverjum verði boðið að kaupa hluti í þessu hlutafélagi sem þá verður stofnað um Landsvirkjun? Getur almenningur keypt eða verður þetta boðið út einhvern veginn öðruvísi? Valgerður: Við erum náttúrlega bara ekki komin svo langt. Þetta er svo langt frammi í framtíðinni, en almennt hef- ur það verið þannig þegar ríkið hefur verið að selja eignir sínar að þá hefur það verið gert allt mjög faglega, vil ég halda fram. Og það hefur svo sem gengið ágætlega, það sem við höfum einkavætt fram að þessu.“ Ráðherra hefur rangt við Í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrr sama kvöld viðurkenndi ráðherrann að vissulega gætu fjárfestar á markaði tekið arð út úr fyrirtækinu og að ekki væri hægt að útiloka að eignarhaldið yrði erlent, en studdi áform sín um einkavæðingu með eftirfarandi um- mælum: „Ég held að við séum nú svona al- mennt séð orðin þeirrar skoðunar, Íslend- ingar, að ríkisreksturinn sé ekki endilega besta formið.“ Hér kemur fram svo ekki er um að villast að Valgerður Sverrisdóttir hefur lýst því á afdráttarlausan hátt að áform séu uppi um að gera Landsvirkjun að hlutafélagi, taka það úr ríkisrekstri og fela það í hendur öðr- um aðilum, hugsanlega fjárfestum á borð við lífeyrissjóði. Ég gæti hæglega vitnað til fleiri ummæla ráðherrans sem öll eru á sama veg en læt hér staðar numið – að sinni. Hvers vegna sé ég mig knúinn til að tína til þessi ummæli Valgerðar Sverrisdóttur frá síðasta ári? Það er vegna þess að hún hefur leyft sér að saka mig og aðra þing- menn Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs um að falsa ummæli sín. Ég hef nú sett fram gögn á Alþingi sem sýna ótvírætt að ásakanir ráðherrans byggjast á ósann- indum. Hvorki ráðherrar né alþingismenn, né nokkur annar ef því er að skipta, eiga að komast upp með að ljúga fölsunum upp á pólitíska andstæðinga sína. Að slíku hefur Valgerður Sverrisdóttir nú orðið uppvís. Valgerður Sverrisdótt- ir sakar pólitíska andstæðinga ranglega um falsanir Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson ’Ég hef nú settfram gögn á Al- þingi sem sýna ótvírætt að ásakanir ráð- herrans byggj- ast á ósann- indum.‘ Höfundur er formaður þingflokks VG. er enginn. Menn lögðu komust aldrei þangað ér og eru aftur á byrj- n fyrir því er augljós. eð úrelta heimsmynd í samningsmarkmið og um eigin stöðu gagn- tjórnkerfinu. opinberast þjóðinni að r þeirra forystu, hefur rekald í utanríkismál- n sagði að ekkert hefði álum frá því að samið in 1993 um fækkun á m hér væru. „Síðan rinn tók við þessum kert gerst, enginn ár- ystumenn Sjálfstæðis- vísu farið margar ferð- on og boðið hingað herrum og embættis- a dregið íslensku þjóð- stur í Írak í þeirri von unað fyrir það í þess- æðum. Þeir hafa talað r gætu höndlað þessi nni trú um að fyrrver- herra sé í svo góðum h og núverandi utan- ð Condoleezzu Rice. framhjá bandaríska hver er árangurinn? á þeirra eigin mæli- asson, þingmaður VG, hersins markaði mikil ærir okkur sanninn um órn er ekki og hefur á Íslandi nema til að smunum. Þegar það um hagsmunum þá eru a ekki lágmarks kurt- jórnvöld og verður þó n hér sitji á valdastól- i þjónað þeim vel. Gert Íslendinga samseka í einhverjum mestu voðaverkum síðari ára.“ Samfylkingin minnist ekki á Nató eða varnarsamninginn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að þáttaskil væru að verða í örygg- ismálum Íslands. Breytingin varðaði ekki einvörðungu Ísland heldur öryggis- hagsmuni á N-Atlantshafi. Varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna væri hluti af varnarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins. „Ég átti þess vegna í þessu samhengi samtal snemma í morgun við fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og gerði honum grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdastjórinn mun eiga á mánudagsmorgun fund með Banda- ríkjaforseta og hann mun að minni beiðni taka þetta mál upp enda snertir það ekki eingöngu Íslendinga, það snertir allt Atlantshafsbandalagið og því er eðlilegt að við ræðum þetta mál á vettvangi þess.“ Halldór sagði að í því bréfi sem hann myndi senda Bandaríkjaforseta yrði óskað eftir að Bandaríkjamenn kæmu með tillögur um hvernig þeir ætluðu að vera hér með trúverðugar varnir án þess að vera með þotur hér að staðaldri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu hald- ið því fram að þetta væri hægt, en aldrei lagt fram tillögur um hvernig ætti að gera þetta. Halldór sagði að stefna Íslands í varn- armálum hlyti áfram að byggjast annars vegar á varnarsamningnum við Banda- ríkin og hins vegar Atlantshafssáttmál- anum. Hann sagðist þess vegna furða sig á því að formaður Samfylkingarinn- ar ræddi varnarmál landsins á Alþingi án þess að minnast einu orði á þessar tvær meginstoðir. Halldór greindi einnig frá því að hann hefði átt fund með verkalýðsforingjum á Suðurnesjum um þá stöðu sem komin væri upp í atvinnumálum þar. Hann sagðist hafa rætt við bæjarstjórann í Reykjanesbæ og fyrirhugaður væri fundur með þeim tveimur og utanrík- isráðherra um þessi mál. Hann lagði áherslu á að þrátt fyrir þessa niðurstöðu væru mörg tækifæri á Suðurnesjum sem við þyrftum að vinna úr. Hvatti til samstarf við Evrópuríkin Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins, sagði eins og fleiri ræðumenn að lengi hefði verið ljóst að þetta gæti orðið niðurstaðan. Magnús sagðist lengi hafa hvatt til þess að við tækjum upp nánara samstarf við Evrópuríki og Nató í varnarmálum úr því Bandaríkin vildu ekki halda þessu samstarfi áfram. Sú niðurstaða sem nú lægi fyrir sýndi að þetta væri sú stefna sem menn ættu að marka. Hann sagði að það væri „aumingjaskapur“ að halda áfram að leita til Bandaríkjamanna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði því algjörlega sem Ingibjörg Sólrún hélt fram að ekkert hefði verið gert í öryggis- og varnarmálum þjóðar- innar frá 1993. Hann sagði að ítarlegar skýrslur hefðu árið 1993 og 1999 verið unnar um hættur sem við stæðum frammi fyrir í breyttum heimi og varn- arþörf. Hann minnti á frumkvæði sitt um eflingu sérsveitar lögreglunnar. Á næstunni yrði lagt fram frumvarp um eflingu Landhelgisgæslunnar. Búið væri að endurskoða lög um almanna- varnir. Búið væri að koma á fót samhæf- ingarmiðstöð í Skógarhlíð í Reykjavík. Það væri því alls ekki svo að stjórnvöld hefðu setið með hendur í skauti. Björn sagðist ennfremur vilja að við gerðum formlegan samning við Dani um samvinnu við öryggiseftirlit á hafinu. Hann sagðist hins vegar telja misskiln- ing að Evrópuríkin gætu tekið að sér þær skyldur sem Bandaríkin hefðu tekið að sér með varnarsamningnum. Össur Skarphéðinsson, alþingismað- ur Samfylkingarinnar, sagði að það sem Björn nefndi hefðu stjórnvöld átt að vera búin að gera fyrir löngu. Menn hefðu ekki búið sig undir breytingar þó að vilji Bandaríkjamanna varðandi varn- artilhögun í Keflavík hefði legið fyrir ár- um saman. Össur sagði að Samfylkingin vildi áfram byggja á varnarsamningnum við Bandaríkin og samstarfinu í Nató. Þetta kæmi fram í landsfundarsamþykkt Samfylkingarinnar. Það væri hins vegar ekki óeðlilegt þó spurt væri hvaða hald væri í varnarsamningi þegar Bandaríkin væru ekki með neinar sýnilegar varnir hér á landi. Jónína Bjartmarz, sem sæti á í utan- ríkismálanefnd, sagði að þessi nýja staða kallaði á ný úrræði. Loftvarnir yrðu áfram mikilvægar. Við þyrftum hins vegar að efla Landhelgisgæsluna, almannavarnir, lögregluna og slökkvi- liðið og samhæfa störf þessara aðila í þágu öryggishagsmuna þjóðarinnar. rnarmál Íslands við forseta Bandaríkjanna ós hvort Bandaríkin uldbindingar sínar Morgunblaðið/Ásdís grein fyrir nýrri stöðu í varnarmálum Íslands. g þjóðarinnar og skal ávallt haft í huga hve fámennir Íslendingar eru, svo og það að þeir hafa ekki öldum saman vanist vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig að það raski úrslita- yfirráðum Íslands yfir íslenskum málefnum. 6. gr. Samningur sá, er gerður var hinn 7. októ- ber 1946 milli Íslands og Bandaríkjanna um bráða- birgðaafnot af Keflavíkurflugvelli, fellur úr gildi við gildistöku samnings þessa og mun Ísland þá taka í sínar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flug- starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Ísland og Banda- ríkin munu koma sér saman um viðeigandi ráðstaf- anir varðandi skipulag á rekstri flugvallarins til þess að samræma starfsemi þar því að hann er jafn- framt notaður í þágu varnar Íslands. 7. gr. Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinnar ríkisstjórn- arinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlants- hafsbandalagsins að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu og geri til- lögur til beggja ríkisstjórnanna um það hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleit- an um endurskoðun leiðir ekki til þess að rík- isstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða, frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor rík- isstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samn- ingnum upp og skal hann þá falla úr gildi tólf mán- uðum síðar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður-Atlantshafssamningsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þess- um, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það. 8. gr. Samningur þessi er gerður á íslensku og á ensku og eru báðir textar jafngildir. Hann gengur í gildi er hann hefur verið undirritaður af réttum yf- irvöldum Íslands og Bandaríkjanna og ríkisstjórn Íslands hefur afhent ríkisstjórn Bandaríkja Am- eríku tilkynningu um að samningurinn hafi verið fullgiltur af Íslands hálfu.“ n frá 1951
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.