Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. NÝTT KORTATÍMABIL Samkvæmisklæðnaður PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna. Wheat grass ÓRAUNSÆ óskhyggjutillaga, seg- ir Eiríkur Jónsson verkfræðingur um skipulagstillögu vegna endur- skoðunar á aðalskipulagi Akureyr- arbæjar, en hann fjallaði um miðbæinn á fundi sem efnt var til um tillöguna og það sem að mið- bænum snýr. „Og eftir því sem ég skoða hana betur þá sannfærist ég um að í henni felast líka hættu- legar gildrur sem ég tel talsvert miklar líkur á að lent verði í, fái til- lagan að standa eins og hún er sett fram.“ Akureyrarbær hefur auglýst eft- ir fjárfestum og byggingarverktök- um til að taka að sér uppbyggingu samkvæmt nýju miðbæjarskipu- lagi, um er að ræða fimm bygging- arreiti á svæðinu frá samkomuhúsi og norður eftir að Sjallareit svo- nefndum. Fram kemur að það sé ásetningur bæjaryfirvalda að mið- bærinn verði þungamiðja mannlífs og menningar í bænum, en áhuga- sömum er boðið að leggja fram hugmyndir um uppbyggingu reit- anna og samið verður við þá sem skila inn áhugaverðustu tillögunum að því er fram kemur í áðurnefndri auglýsingu. Eiríkur bendir á að svo virðist sem byggja eigi á stærstum hluta núverandi bílastæða á miðbæjar- svæðinu og leysa bílastæðaþörf með bílakjöllurum. Lauslega megi áætla segir hann að ef gerður yrði samfelldur bílakjallari undir öllum Sjallareitnum og að Glerárgötureit nyrðri og syðri sem svo nefnast gætu rúmast þar allt að 300 bíla- stæði. Kostnaður við gerð þeirra yrði a.m.k. einn til einn og hálfur milljarður króna. Með slíkum kjall- ara yrði þó alls ekki fullnægt lág- marksþörf stæða fyrir þær 300– 400 nýju íbúðir sem áformað er að reisa á miðbæjarsvæðinu. Þá geri menn sér vonir um að atvinnuhús- næði muni aukast á svæðinu, um allt að 16 þúsund fermetrum, og eftir er að uppfylla bílastæðaþörf atvinnustarfseminnar. Nú sé bíla- stæðakrafa sett niður í eitt stæði fyrir hverja 75 fermetra atvinnu- húsnæðis og eitt stæði fyrir hverja íbúð óháð stærð. Nefnir Eiríkur að finna megi vís- bendingu um í deiliskipulagi að ekki sé unnt að uppfylla þessa lág- markskröfu, því verði mætt með greiðslum húsbyggjenda til bæjar- ins fyrir gerð almennra bílastæða annars staðar. Lítið sé hins vegar um slík svæði segir Eiríkur. Engin ástæða til að fjölga íbúðum á miðsvæði miðbæjar Hann telur ekki nokkra ástæðu til að fjölga íbúðum á miðsvæði miðbæjarins, þar eigi að leggja áherslu á þjónustustarfsemi. Þjón- ustukjarnar eins og miðbærinn þurfi að uppfylla tvö skilyrði til að þrífast; fjölbreytt framboð á þjón- ustu á litlu svæði og samgöngu- kerfi fyrir notendur og veitendur þjónustunnar. Einkabíllinn sé og verði áfram samgöngutæki fjöld- ans. „Ef bílnum verður ekki komið við til ferða að miðbænum vegna skorts á bílastæðum byggjast upp kjarnar annars staðar, sem hafa hvort tveggja, bílastæði og fjöl- breytta þjónustu,“ segir Eiríkur. Verkfræðingur um skipulagstillögu vegna miðbæjar Akureyrar Óraunsæis- leg tillaga Morgunblaðið/Eiríkur Jónsson Miðbær Akureyrar Auglýst hefur verið eftir tillögum fjárfesta og bygging- arverktaka um uppbyggingu á fimm reitum sem fyrirhugað er að byggja á í miðbænum og hafa nokkrir þegar sýnt áhuga. Aðrir óttast að skortur verði á bílstæðum þegar búið verður að byggja á öllum þeim svæðum sem nú eru nýtt undir bílastæði. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is FRESTUR til að skila inn at- hugasemdum við endurskoðað aðalskipulag Akureyrarbæjar sem gilda á til ársins 2018 rennur út í dag kl. 16. Fjöl- margar athugasemdir hafa þegar borist að sögn Finns Birgissonar hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar, en tölur um fjölda munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Langflestar beinast athuga- semdirnar að tengibrautum, en miklar umræður hafa verið í bænum að undanförnu um tvær slíkar, Dalsbraut og Mið- húsabraut. Bæjarstjórn sam- þykkti í fyrrasumar að falla frá áformum um áframhald- andi lagningu Dalsbrautar frá Þingvallastræti og suður í Naustahverfi. Umferð hefur aukist mjög að undanförnu um Mýrarveg og Þórunnarstræti og hafa menn lýst áhyggjum vegna þess. Í gangi er undir- skriftalisti sem skilað verður til bæjaryfirvalda í dag þar sem harðlega er mótmælt þeim áformum að fella Dals- braut út úr skipulagi. Þá geng- ur einnig listi þar sem því er mótmælt að Miðhúsabraut verði færð upp fyrir mjólkur- samlag. Foreldrafélag Brekku- skóla hyggst afhenda undir- skriftalista einnig í dag og gera athugasemdir við aðal- skipulagið og loks má nefna lista sem liggur frammi þar sem yfirvöld eru hvött til að breyta landnotkun á Akureyr- arvelli frá því sem tilgreint er í endurskoðuðu aðalskipulagi, þ.e. að þar verði ekki aðeins íbúðabyggð og fjölskyldugarð- ur heldur verði opnað fyrir blandaða starfsemi. Fjölmarg- ar athuga- semdir hafa borist Tillaga að endurskoð- uðu aðalskipulagi MÓT fjögurra karlakóra verður haldið í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 15. Hugmyndin kviknaði hjá Snorra Guðvarðarsyni, formanni Karla- kórs Akureyrar-Geysis á liðnu hausti þegar landsmót karlakóra var haldið í Hafnarfirði. Nokkrir kórar urðu veðurtepptir heima, Siglfirðingar og Egilsstaðabúar voru á meðal þeirra sem sitja þurftu heima. Með mótinu á Ak- ureyri er ætlunin að bæta það að nokkru leyti upp. Yfirskrift mótsins er; Hæ, tröll- um á meðan við tórum, en dag- skráin er með þeim hætti að hver kór flytur stutta efnisskrá og síðan sameinast karlarnir í kórunum fjór- um í sameiginlegan söng, syngja nokkrar helstu perlur íslenskra karlakórsbókmennta. Alls verða flutt 35 kórlög, þar af 7 af kórunum sameiginlega. Þá munu tenórarnir Ari Jóhann Sigurðsson og Þorkell Pálsson flytja dúett og sá síðar- nefndi einnig einsöng. Píanistinn Aladar Rácz leikur einnig einleik. Karlakórarnir sem fram koma eru Drífandi frá Egilsstöðum og Þrestir úr Hafnarfirði, Karlakór Siglufjarðar og Karlakór Akureyr- ar-Geysir. Hæ, tröllum á meðan við tórum Hraðskák | Rúnar Sigurpálsson sigraði örugglega á hraðskákmóti Akureyrar sem lauk nýlega, en hann hlaut 16,5 v. af 17. Í 2. sæti varð Kazimers Olzininsky með 15 v. og í 3.–4. sæti urðu þeir Ágúst Bragi Björnsson og Tómas Veigar Sigurðarson með 13,5 v. en Ágúst hafði betur í einvígi 2-0 um verðlaun. Efstur af unglingum varð Ólafur Ólafsson með 2,5 v. HRÓKURINN og Landsvirkjun hafa tekið höndum saman til að út- breiða skáklistina um allt Ísland. Skákhátíðir verða haldnar á Akur- eyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og í Reykjavík. Fyrsta hátíðin fer fram á Akureyri nú á laugardag, 18. mars. Þá munu Skákfélag Akureyrar og Skákfélagið Hrókurinn standa fyrir skákmóti í KEA salnum, í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Mótið er fyrir alla krakka á grunnskólaaldri. Teflt verður í einum opnum flokki en verð- launað í eftirtöldum þremur flokk- um: 1. til 3. bekk, 4. til 6. bekk og 7. til 10. bekk. Glæsileg verðlaun eru í boði. Í lok móts fá svo allir krakkar veitingar. Mótið hefst kl. 13, en mæting er á milli kl. 12 og 12.45. Skráning er á staðnum. Jafnframt munu liðsmenn Hróks- ins færa öllum 3. bekkingum á Norð- urlandi bókina Skák og mát í sam- starfi við Eddu og Olís.    Breiða út skák- listina SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli hefur verið opið í 45 daga í vetur og um 12.000 gestir hafa mætt á svæðið. Að sögn forráðamanns svæðisins er það mjög gott, sérstaklega í ljósi þess að nýliðnir janúar og febrúar voru hlýj- ustu og vætusömustu í manna minn- um. Í vikunni skrifaði Akureyrarbær undir samning við hóp fyrirtækja sem skuldbindur þau til þess að leggja fram um 20 milljónir til snjó- framleiðslu á næstu fimm árum. „Staðreyndin er sú að ef snjófram- leiðslukerfið væri ekki til staðar þá væri skíðasvæðið búið að vera lokað síðan um jól. Með framleiðslu á snjó er einnig búið að tryggja að Andrés- ar Andarleikarnir verða haldnir á sumardaginn fyrsta um ókomna tíð,“ segir í frétt frá Akureyrarbæ. Meðalhitastig við snjóframleiðsl- una í vetur hefur verið -5,8 gráður og rakastigið hefur verið 75,5%. Nú er búið að framleiða snjó í rúmlega 380 klukkustundir og er afrakst- urinn um 30.000 rúmmetrar af snjó; skothríð eins og Morgunblaðið hefur kallað afurðina. Vinir Hlíðarfjalls „Vinir Hlíðarfjalls er hópur fyr- irtækja sem öll eru leiðandi í ís- lensku atvinnulífi. Þau tóku höndum saman í kjölfar umræðna um snjó- framleiðslu og möguleika og hafa skuldbundið sig til þess að leggja fram um 20 milljónir króna til snjó- framleiðslunnar í Hlíðarfjalli á næstu fimm árum. Þau vilja með samstarfssamningnum renna styrk- um stoðum undir rekstur skíðasvæð- isins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða- og atvinnumál á Akureyri. Samhliða gefst þessum fyrirtækjum kostur á að nýta sér sóknarfæri gagnvart aukinni ferðaþjónustu sem á eftir að dafna í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að með snjófram- leiðslunni er kominn grunnur á að skíðasvæðið geti verið opið um jól og áramót, sem eru nýir og góðir ferða- mannamöguleikar,“ segir í frétt frá bænum. Vinir Hlíðarfjalls eru: Avion Gro- up, Baugur Group, Flugfélag Ís- lands, Glitnir, Greifinn, Höldur – Bílaleiga Akureyrar, Icelandair Group, ISS Ísland, KEA, Landsbank- inn, SBA-Norðurleið og Sjóvá. Vinir Hlíðarfjalls láta 20 milljónir króna af hendi rakna til snjóframleiðslu á næstu fimm árum Skothríðin gjörbreytir aðstöðunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, í forgrunni, þakkar fulltrúum Vina Hlíðarfjalls eftir undirskrift samningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.