Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 61
Bætt líðan
með betra lofti
Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 511 1001
Skúlagötu 63 - 105 Reykjavík
Hreinsar loftið | Eyðir lykt | Drepur bakteríur
TÓNLEIKAFERÐINNI Rás 2
rokkar hringinn lýkur í kvöld þegar
hljómsveitirnar Ampop, Dikta og
Hermigervill troða upp á NASA við
Austurvöll. Segja má að þar með sé
hringnum lokað því að ferðin hófst á
Egilsstöðum, fór svo um Akureyri,
Ísafjörð, Reykjanesbæ og Akranes
og lýkur í kvöld í höfuðstaðnum.
Hljómsveitameðlimir hafa haldið úti
bloggsíðu á meðan á ferðinni stóð og
þar hafa aðdáendur og aðrir fylgst
með því sem á daga tónlistarmann-
anna hefur drifið.
Birgir Hilmarsson úr Ampop seg-
ir að ferðin hafi gengið mjög vel en
þó ekki áfallalaust.
„Tónleikarnir á Egilsstöðum
gengu vonum framar og þar var fullt
af fólki. Svo var uppselt á Akureyri
en nokkuð dræm mæting á Ísafirði.
Við komumst að því daginn sem við
komum að hálfur bærinn lá í flensu
svo að það var kannski ekki hægt að
búast við miklu fjöri.“
Þá segir Birgir að á Selfossi hafi
verið fámennt en góðmennt og svo
hafi Keflavík komið skemmtilega á
óvart og ekki hafi það skemmt fyrir
að rokkkóngurinn Rúnar Júl hafi
heiðrað tónleikagesti með nærveru
sinni. Í gærkvöldi lék sveitin á Akra-
nesi og bjóst Birgir við góðri stemn-
ingu.
Hringferðin stóð í eina viku og
Birgir er spurður hvað hafi komið
honum mest á óvart í ferðinni.
„Fyrir utan það hvað þetta getur
verið erfið vinna þá var það eft-
irminnilegast að upplifa hversu fal-
legt landið okkar er. Þessi ferð gekk
mjög vel en það fór líka mikill kostn-
aður í hana sem við hefðum ekki get-
að farið út í ef Rás 2 hefði ekki stutt
við bakið á okkur.“
– En hvernig gekk samvistin við
hina tónlistarmennina?
„Það var mjög góð stemning inn-
an hópsins allan tímann. Þetta eru
ekkert svo ólíkar tónlistarstefnur
þegar grannt er skoðað og ég varð
ekki var við annað en að allir
skemmtu sér konunglega.“
– Gæti þessi hópur ferðast saman
um allan heim?
„Ég er ekki alveg viss um það. Við
látum Ísland duga í bili,“ segir Birg-
ir og hlær.
Áður en þríeykið stígur á svið í
kvöld á NASA ætlar hljómsveitin
Vax að hita tónleikagesti upp. Vax er
sjö ára gamalt tríó sem sendi frá sér
sína fyrstu breiðskífu, Oh no!, í
fyrra.
Dyr NASA verða opnaðar klukk-
an 20 og tónleikarnir hefjast stund-
víslega klukkan 21. Forsala að-
göngumiða er á midi.is.
Tónlist | Tónleikaferðinni Rás 2 rokkar hringinn lýkur í kvöld
Vel heppnuð hringferð
Hljómsveitin Ampop hefur farið mikinn að undanförnu og ekkert lát er á
vinsældum sveitarinnar.
Hermigervill hélt uppi heiðri dansvænnar tónlistar í hljómleikaferðinni.
Hljómsveitin Ókind sendi á dög-unum frá sér sína fyrstu plötu
og nefnist hún Hvar í Hvergilandi.
Hljómsveitin blés af því tilefni til tón-
leikaraðar en þeir fyrstu fóru fram í
gær á Gauki á Stöng þar sem Ókind
tróð upp ásamt Benny Crespo’s Gang
og El Rodeo. Í dag leikur sveitin í
Smekkleysubúðinni á Laugavegi.
Eru þeir tónleikar öllum að kostn-
aðarlausu og hefjast kl. 17.30. Á
morgun leikur svo sveitin ásamt
Diktu á Grand Rokk og reiknað er
með að tónleikarnir hefjist stuttu eft-
ir miðnætti. Aðgangseyrir er 500
krónur.
Frásagnir herma að söng- og leik-konan Jennifer Lopez muni
leika Sue Ellen Ewing í kvikmynda-
útgáfu af sjón-
varpsþáttunum
vinsælu um Dall-
as sem nú er ráð-
gert að kvik-
mynda á næst-
unni. Það var
leikkonan Linda
Gray sem lék Sue
Ellen, eiginkonu
J.R. Ewing, í þáttunum sem nutu
gríðarlegra vinsælda á níunda ára-
tugnum og þótti Linda Gray túlka
taugaveiklun hinnar áfengisþjáðu og
illa giftu konu með einstökum ár-
angri.
Meðal annarra stjarna sem bendl-
aðar eru við hlutverk í kvikmyndinni
eru John Travolta sem mun að öllum
líkindum taka að sér hlutverk J.R.,
Luke Wilson og Shirley MacLaine.
Fólk folk@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111