Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 61 Bætt líðan með betra lofti Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 511 1001 Skúlagötu 63 - 105 Reykjavík Hreinsar loftið | Eyðir lykt | Drepur bakteríur TÓNLEIKAFERÐINNI Rás 2 rokkar hringinn lýkur í kvöld þegar hljómsveitirnar Ampop, Dikta og Hermigervill troða upp á NASA við Austurvöll. Segja má að þar með sé hringnum lokað því að ferðin hófst á Egilsstöðum, fór svo um Akureyri, Ísafjörð, Reykjanesbæ og Akranes og lýkur í kvöld í höfuðstaðnum. Hljómsveitameðlimir hafa haldið úti bloggsíðu á meðan á ferðinni stóð og þar hafa aðdáendur og aðrir fylgst með því sem á daga tónlistarmann- anna hefur drifið. Birgir Hilmarsson úr Ampop seg- ir að ferðin hafi gengið mjög vel en þó ekki áfallalaust. „Tónleikarnir á Egilsstöðum gengu vonum framar og þar var fullt af fólki. Svo var uppselt á Akureyri en nokkuð dræm mæting á Ísafirði. Við komumst að því daginn sem við komum að hálfur bærinn lá í flensu svo að það var kannski ekki hægt að búast við miklu fjöri.“ Þá segir Birgir að á Selfossi hafi verið fámennt en góðmennt og svo hafi Keflavík komið skemmtilega á óvart og ekki hafi það skemmt fyrir að rokkkóngurinn Rúnar Júl hafi heiðrað tónleikagesti með nærveru sinni. Í gærkvöldi lék sveitin á Akra- nesi og bjóst Birgir við góðri stemn- ingu. Hringferðin stóð í eina viku og Birgir er spurður hvað hafi komið honum mest á óvart í ferðinni. „Fyrir utan það hvað þetta getur verið erfið vinna þá var það eft- irminnilegast að upplifa hversu fal- legt landið okkar er. Þessi ferð gekk mjög vel en það fór líka mikill kostn- aður í hana sem við hefðum ekki get- að farið út í ef Rás 2 hefði ekki stutt við bakið á okkur.“ – En hvernig gekk samvistin við hina tónlistarmennina? „Það var mjög góð stemning inn- an hópsins allan tímann. Þetta eru ekkert svo ólíkar tónlistarstefnur þegar grannt er skoðað og ég varð ekki var við annað en að allir skemmtu sér konunglega.“ – Gæti þessi hópur ferðast saman um allan heim? „Ég er ekki alveg viss um það. Við látum Ísland duga í bili,“ segir Birg- ir og hlær. Áður en þríeykið stígur á svið í kvöld á NASA ætlar hljómsveitin Vax að hita tónleikagesti upp. Vax er sjö ára gamalt tríó sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Oh no!, í fyrra. Dyr NASA verða opnaðar klukk- an 20 og tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 21. Forsala að- göngumiða er á midi.is. Tónlist | Tónleikaferðinni Rás 2 rokkar hringinn lýkur í kvöld Vel heppnuð hringferð Hljómsveitin Ampop hefur farið mikinn að undanförnu og ekkert lát er á vinsældum sveitarinnar. Hermigervill hélt uppi heiðri dansvænnar tónlistar í hljómleikaferðinni. Hljómsveitin Ókind sendi á dög-unum frá sér sína fyrstu plötu og nefnist hún Hvar í Hvergilandi. Hljómsveitin blés af því tilefni til tón- leikaraðar en þeir fyrstu fóru fram í gær á Gauki á Stöng þar sem Ókind tróð upp ásamt Benny Crespo’s Gang og El Rodeo. Í dag leikur sveitin í Smekkleysubúðinni á Laugavegi. Eru þeir tónleikar öllum að kostn- aðarlausu og hefjast kl. 17.30. Á morgun leikur svo sveitin ásamt Diktu á Grand Rokk og reiknað er með að tónleikarnir hefjist stuttu eft- ir miðnætti. Aðgangseyrir er 500 krónur.    Frásagnir herma að söng- og leik-konan Jennifer Lopez muni leika Sue Ellen Ewing í kvikmynda- útgáfu af sjón- varpsþáttunum vinsælu um Dall- as sem nú er ráð- gert að kvik- mynda á næst- unni. Það var leikkonan Linda Gray sem lék Sue Ellen, eiginkonu J.R. Ewing, í þáttunum sem nutu gríðarlegra vinsælda á níunda ára- tugnum og þótti Linda Gray túlka taugaveiklun hinnar áfengisþjáðu og illa giftu konu með einstökum ár- angri. Meðal annarra stjarna sem bendl- aðar eru við hlutverk í kvikmyndinni eru John Travolta sem mun að öllum líkindum taka að sér hlutverk J.R., Luke Wilson og Shirley MacLaine. Fólk folk@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.