Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 63
eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com Sími - 551 9000 Big Momma´s House 2 kl. 6.50, 9 og 11.10 Rent kl. 5.20 B.i. 14 ára Capote kl. 5.30 og 8 B.i. 16 ára Brokeback Mountain kl. 9 B.i. 12 ára Constant Gardener kl. 10.20 B.i. 16 ára HINSEGIN BÍÓDAGAR Ferðalagið kl. 6 Siðari dagar kl. 8 Peter Berlin kl. 10 Vinsælasta myndin á Íslandi 2 vikur í röð BEYONCÉ KNOWLES STEVE MARTINKEVIN KLINE JEAN RENO BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI RACHEL WEISZ G.E. NFS e e e M.M.J. Kvikmyndir.com e e e S.K. DV e e e Ó.H.T Rás 2 e e e e L.I.B. - topp5.is 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… eeee Topp5.is eee kvikmyndir.com eee A.B. Blaðið eeee S.K. / DV kl. 10 Sýnd kl. 8 EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS SUM ERU HÆTTULEGRI EN ÖNNUR ALLIR EIGA SÉR LEYNDARMÁL Rolling Stone Magazine Kvikmyndir.com eeee Roger Ebert Empire Magazine ee e Topp5.is eeee GOYA VERÐLAUNIN Besta Evrópska myndin Scarlett Johansson Jonathan Rhys Meyers MATCH POINT Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10:15 Ein besta mynd Woody allen Sýnd kl. 4 og 6 TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MARTIN LAWRENCE Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! FÓR BEINT Á TOPPIN Í BANDARÍKJNUM Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. Sýnd kl. 4 og 6 eee S.V. Mbl. 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga www.xy.is ALLRA SÍÐASTA SÝNINGARHELGI eee Kvikmyndir.com eee Topp5.is VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA SÝNUM VIÐ ÞESSA STÓRKOSTLEGU VERÐLAUNAMYND AFTUR. EINGÖNGU UM HELGINA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 63 TERRENCE Malick er sérstæður og hugaður kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, sem leyfir sér að nota allan þann tíma sem hann telur sig þurfa til að vinna verkin sín. The New World er aðeins fjórða myndin frá því að frumraunin Badlands, vakti óskipta athygli árið 1973. The New World á ýmislegt sam- eiginlegt með The Thin Red Line, báðar átakamyndir með alvarlegan boðskap örgrunnt undir fögru yf- irborði. Ádeilur á lesti mannsins, ekki síst hroka, græðgi og skamm- sýni, undirstrikaðir með Paradís- arlegu, óspilltu umhverfi. Í The New World, stillir Malick að auki upp á eftirminnilegan hátt, frumbyggj- anum, náttúrubörnum Nýja heims- ins, gegn siðmenntuðum útsend- urum Gamla heimsins. Nostrið skilar sér. Þegar myndin hefst eru um 200 ár liðin frá því að Columbus fann Am- eríku og Englendingar eru farnir að þreifa fyrir sér norðar í álfunni. Nokkur skip undir stjórn Newports skipstjóra (Plummer), leggjast fyrir festar í árósum, þar sem nú er Virg- iníufylki. Landið er ósnert af hvíta manninum og verða báðir ámóta for- viða, skipverjarnir og indíánarnir þegar fundum þeirra ber fyrst sam- an. Til að byrja með eru indíánarnir vinsamlegir í garð Englendinga, eða allt þangað til að þeir gera sér ljóst að hvítu mennirnir eru komnir til að vera. Einn aðkomumanna, Smith skipstjóri (Farrell), er valinn til að hafa uppi á Powhatan, (Schellen- berg), höfðingja ættbálksins sem rík- ir á svæðinu. Eftir langt og strangt ferðalag upp með ánni, nær hann fundi höfðingjans og eftir margvísleg átök fella þau hugi saman, sendiboð- inn og Pocahontas (Kilcher), dóttir Powhatans og augasteinn föður síns. Svo fer að þau giftast að sið frum- byggjanna, með vorinu snýr hann til baka til nýlendunnar. Hún heldur á eftir honum til stöðva hvítu mann- anna, sem taka höfðingjadótturinni vel. Smith hverfur á braut og hún kynnist John Rolfe (Bale), sem vinn- ur hjarta hennar um síðir og heldur með Pocahontas til Gamla heimsins. Upphafsatriðið er þrungið fegurð og hreinleika óspilltrar náttúru og huga frumbyggjana. Kvikmynda- tökumaðurinn fangar ólýsanlega feg- urð þessarar Paradísar sem byrjar að líða undir lok um leið og fyrsti skipverjinn stígur fæti á jörð. Smith er undarlegur náungi sem virðist hrí- fast af landi og þjóð en snýr auðveld- lega við því baki þegar tækifæri gefst til að kanna nýjar lendur. The New World er byggð að nokkru leyti á minningum þessa manns, sem sagnfræðingar gruna um græsku þegar kemur að sambandi hans við Pocahontas (og Disney verksmiðjan pakkaði fagurlega inn í teiknimynd). Hvað satt er í þeim efnum er auka- atriði, svik Smiths þjóna þeim til- gangi einum í mynd Malicks að vera hluti þeirrar ómennsku og græðgi sem einkenna öll samskipti og virð- ingarleysi hvíta mannsins gagnvart Paradís og íbúum hennar. Þau end- urspegla hegðun þjóða sem kalla sig „siðmenntaðar“, gagnvart Þriðja heiminum og umhverfinu, allt frá því að við fórum að ná völdum á jarð- arkringlunni. Malick ber jafnóskoraða virðingu fyrir trúarbrögðum og hugsunar- hætti frumbyggjanna sem umhverf- inu, myndin er áþekk kennslustund The Thin Red Line, hvernig við höf- um fjarlægst okkar innsta eðli og virðingu fyrir sameign okkar, Móður Jörð. Því verður fráfall Pocahontas léttbærara, hún er horfin á vit feðra sinna, sameinuð fegurðinni sem um- lykur hana. Hin unga og óreynda Q’orianka Kilcher, er hrífandi í stóru og erfiðu hlutverki Pocahontas (Malick er það smekklegur að nota aldrei það nafn, heldur Rebekka – það sem hvítu mennirnir skírðu hana.) Kilcher var „uppgötvuð“ í tengslum við gerð The New World og verður hornsteinn hennar. Farrell er mátulega skálks- legur til að henta hlutverki Smiths og Bale sýnir að hann getur einnig túlkað „mjúka manninn“. Tónlist Horners, krydduð tónum gömlu meistaranna, og kvikmyndataka Emmanuels Lubezki, lyfta The New World upp yfir klisjurnar. Hún er fjarri því að vera gallalaus, Malick er einstrengingslegur í söguskoðun og heimspekilegar vangaveltur persón- anna, sem þær muldra ofan í barm- inn, eru gróflega ofnotaðar. Myndin er engu að síður sérstæð perla, sem minnir okkur á að við erum geggj- uðustu og blóðþyrstustu skepnurnar í frumskóginum. Vargur í óspilltri veröld KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Terrence Malick. Aðalleikarar: Colin Farrell, Christopher Plummer, August Schellenberg, Q’orianka Kilcher, Christian Bale. 130 mín. Bandaríkin 2005. Nýi heimurinn (The New World)  Sæbjörn Valdimarsson Reuters „Hin unga og óreynda Q’orianka Kilcher er hrífandi í stóru og erfiðu hlut- verki Pocahontas,“ segir m.a. í dómi. Fyrirsætan Kate Moss er sögðhafa stungið upp á því við barnsföður sinn, Jefferson Hack, að þau eignist annað barn saman, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Vinir fyrirsætunnar segja að hún vilji að dóttirin, Lila Grace, eignist systkini og að Jefferson sé eini mað- urinn sem hún treysti nógu vel til að eiga barn með enda sé hann frábær faðir. Fólk folk@mbl.is Reuters Kate Moss á tískusýningu Burberry Prorsum í Mílanó í síðasta mánuði.                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.