Morgunblaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ALDREI hafa nokkur börn verið umlukt eins
áhrifamiklu og ágengu afþreyingarefni og þau
sem nú eru að vaxa úr grasi. Hugsa sér hvað
það er stutt síðan orðin voru ein um að hafa of-
an af fyrir fólki: „Einu sinni var...“
Seinna komu bíómyndirnar til sögunnar, í
smáum skömmtum fyrst (þrjúbíó á sunnudög-
um) og síðan með sjónvarpi, myndböndum og
tölvum í æ stríðari straumi. Og núna alla daga
vikunnar árið um kring ævina á enda.
Vonandi allt í góðu lagi með það. Og samt:
einu hættir til að verða útundan í öllu því
myndflæði, nefnilega ímyndunaraflinu, eða
hæfileika hvers og eins til
að búa til ævintýrið innra
með sjálfum sér.
ÍmyndunarAFL. Er ekki
maðurinn eina lífveran á
jörðinni sem ræður yfir
þessu afli? Kettir til dæmis
og hundar, já kindur, hest-
ar og kýr hafa tæplega getu
til að ímynda sér eitt eða
neitt, þau bara vita það sem
þau þurfa að vita, upp á hár. Öfugt við menn-
ina sem eru sjaldan alveg vissir, en á móti
kemur aflið að búa til í huganum nánast hvaða
atburðarás sem er.
En það er með ímyndunaraflið eins og lík-
amsaflið, ef það á að njóta sín verður að næra
það á hollustu og hreyfingu. Og leikhúsið er
einmitt ímyndunaraflinu það sem átakið er
vöðvaaflinu. Af því að leikararnir á sviðinu og
áhorfendurnir í salnum búa á vissan hátt til
sýninguna í sameiningu.
Með því minnisstæðara frá því ég var krakki
eru leikhúsferðirnar. Að koma inn í höllina
með rauða tjaldinu og þegar það var dregið frá
brast á atburðarás sem var eins og veruleikinn
sinnum þúsund. Snædrottningin, Litli Kláus
og Stóri Kláus, Kardimommubærinn, Anna
Frank, My Fair Lady, Nashyrningarnir, Del-
eríum Búbónis, Pétur Gautur, Þjófar lík og fal-
ar konur... Sumar þessara sýninga voru svo
magnaðar að þær soguðu mann næstum því
upp á sviðið, já manni finnst hreinlega að mað-
ur hafi leikið í þeim! Aftur á móti minnist ég
þess ekki að hafa leikið í einni einustu af öllum
þeim sæg bíómynda sem ég hef séð um dag-
ana. Og það stafar af því að leikhúsið virkjar
áhorfandann, gerir hann að þátttakanda – þeg-
ar vel tekst til.
Þetta er náttúrlega ekkert undir því að vera
töfrar. Og sá sem einusinni hefur orðið fyrir
þeim reynir að endurtaka þá aftur. Og aftur.
Þess vegna lifir leikhúsið. Það lengi lifi!
Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn
Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barna
Höfundur er rithöfundur.
Pétur Gunnarsson
Eftir Pétur Gunnarsson
Í DAG, mánudaginn 20. mars, er
alþjóðlegur barnaleikhúsdagur. Ís-
lensku barnaleikhússamtökin hafa
af þessu tilefni fengið Pétur Gunn-
arsson rithöfund til að semja
ávarp dagsins, sem lesið verður
upp á undan öllum leiksýningum
sem fara fram þennan dag í skól-
um borgarinnar.
Meðal leiksýninga sem færðar
verða upp í skólum í dag er Egla í
nýjum spegli, sem verður sýnd í
Norðlingaskóla í Grafarholti kl.
11. Þar munu þrír nemendur á
mismunandi aldri skiptast á að
lesa ávarpið fyrir sýningu. Gísla
saga Súrssonar verður sýnd í
Breiðholtsskóla og mun Pétur Eg-
gerz lesa ávarpið á undan sýning-
unni, og leiksýningin Sólarsaga
verður sýnd í leikskólanum Mýri í
Skerjafirði. Egla í nýjum spegli verður sýnd í Norðlingaskóla í Grafarholti.
Leiksýningar
í skólum í til-
efni dagsins
CAPUT-hópurinn er ekki beint vin-
sælasta hljómsveit áratugarins,
a.m.k. voru áheyrendur afar fáir á
tónleikum sem hópurinn hélt í Saln-
um í Kópavogi á miðvikudagskvöldið.
Á efnisskránni voru fimm „lög“ –
svo ég haldi áfram eins og poppskrí-
bent – og nýtur einn „lagahöfunda“
alþjóðlegrar hylli. Enda er hann með-
al meintra stórmeistara Síonsbræðra
samkvæmt höfundi Da Vinci lykilsins.
Þetta er auðvitað Debussy og var
leikin eftir hann sónata fyrir flautu,
víólu og hörpu.
Flutningur þeirra Kolbeins
Bjarnasonar flautuleikara, Elísabetar
Waage hörpuleikara og Guðmundar
Kristmundssonar víóluleikara var í
fremstu röð, áferðin var mjúk, jafnvel
ófókuseruð; alveg eins og Debussy á
að hljóma. Helst mátti finna að ögn
ónákvæmum víóluleiknum, en annað
var verulega fínt. Rauði þráðurinn á
tónleikunum var hörpuleikur El-
ísabetar, en hann var í öndvegi í öll-
um atriðum dagskrárinnar. Kannski
var hann mest áberandi í sér-
kennilega töfrandi verki eftir Sofiu
Gubaidulinu, Garði gleði og sorgar,
fyrir sömu hljóðfæraskipan og tón-
smíð Debussys. Innblásturinn sótti
tónskáldið í tvö bókmenntaverk,
prósaljóðið Sayat-Nova eftir Iv Og-
anov og ljóð eftir Francisco Tanzer. Í
hinu fyrrnefnda eru afar safaríkar
lýsingar á framandi garði og eftir því
var tónlistin tímalaus og heillandi.
Tónarnir úr hörpunni höfðu yfir sér
austurlenskan blæ og mikið var um
flautukennda tóna úr víólunni. Verkið
var fallega útfært af þríeykinu; a.m.k.
fannst mér eins og ég fengi í nokkur
augnablik að sjá inn í aldingarðinn
Eden. Í lokin las Elísabet upp ljóðið
eftir Tanzer, um eilífa endurnýjun og
takmarkanir sem eru í raun blekking.
Þetta var hrífandi ljóð og viðeigandi
endir á nýaldarlegri tónlistinni.
Önnur magnþrungin tónsmíð var
eftir japanska tónskáldið Toshio
Hosokawa. Hún nefndist Arc-Song
og var flutt af þeim Elísabetu og Ey-
dísi Franzdóttur óbóleikara. Djarft
tónmálið, sem að einhverju leyti mun
byggjast á fornri japanskri tónlist og
heimspeki búddismans, kom manni
stöðugt á óvart og var unaður á að
hlýða. Túlkunin var líka rafmögnuð,
enda meistaralega byggð upp og voru
tæknileg atriði eins og best verður á
kosið.
Ég var síður hrifinn af þremur
köflum úr The Juggler’s Tent eftir
Atla Ingólfsson. Tónlistin sjálf var að
vísu í hressilegum takti sem jaðraði
við að vera poppaður og stemningin
varð notalega myrk er á leið. Hins
vegar var hornleikur Emils Frið-
finnssonar ekki alltaf nægilega mark-
viss og kom tónlistin því ekki eins vel
út og hún hefði átt að gera.
And then I knew ’twas Wind eftir
Takemitsu var ekki heldur neitt til að
hrópa húrra fyrir. Þótt tónlistin væri
sjarmerandi í byrjun varð hún fljótt
óttalega fyrirsjáanleg og hefði
kannski mátt gera hana bitastæðari
með sprækari, litríkari flutningi. Per-
sónulega fannst mér hún vera eins og
veggfóður sem maður varð fljótt
þreyttur á að virða fyrir sér og var út-
koman illilega svæfandi.
Gægst inn í Eden
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Caput flutti tónlist eftir Gubaidulinu, De-
bussy, Takemitsu, Hosokawa og Atla Ing-
ólfsson. Miðvikudagur 15. mars.
Kammertónleikar
Morgunblaðið/Sverrir
Elísabet Waage
Jónas Sen
BARNAÓPERAN Undir dreka-
væng eftir Messíönu Tómasdóttur
og Misti Þorkelsdóttur, sem ætluð
er börnum á aldrinum 2-9 ára, hef-
ur fengið afar góðar móttökur og
umfjöllun á ferðalagi um Svíþjóð og
Finnland að undanförnu. Óperan
fjallar um tígrisdýrið Tígur, Fjólu
fiðrildi og Litla Dreka og afdrifarík
ævintýri þeirra í heimi tónlistar-
innar.
Finnska dagblaðið Jakobstads
Tidning sagði Messíönu og Misti
hafa skrifað grípandi óperu fyrir
allra yngstu áhorfendurna. „Ætl-
unin er að kynna óperu fyrir leik-
skólabörnum. Og það er varla hægt
að gera á betri hátt!,“ segir í um-
sögninni. „Óperan er grípandi, mús-
íkölsk og spennandi, og inniheldur
auk þess þor og boðskap.“
Þá hrósar blaðið flytjendum öll-
um í hástert og segir það afslapp-
andi að heyra framúrskarandi tón-
listarfólk flytja nokkuð flókna
tónlist, svo hún hljómi einföld og
falleg.
Góð í sænskunni
Morgunblaðið náði tali af Mes-
síönu þar sem hún var stödd ásamt
Misti, söngvurunum Mörtu G. Hall-
dórsdóttur og Bergþóri Pálssyni og
píanóleikaranum Erni Magnússyni í
Kokkola, sem á sænsku nefnist
Karleby, í Finnlandi.
„Það gengur alveg rosalega vel;
við erum með níu sýningar í ferð-
inni og alls staðar troðfullt,“ sagði
hún. „Allir eru svo yndislegir, börn-
in búin að gera grímur fyrirfram
sem þau klára síðan í smiðju hjá
okkur. Svo æfum við með þeim lög-
in og þau syngja með, og eru raun-
ar mjög lifandi og skemmtilegir
þátttakendur, á margan hátt mjög
ólíkir íslenskum áheyrendum.“
Síðasta sýning ferðalagsins verð-
ur haldin annað kvöld í Umeå. Sýn-
ingarnar fara fram á sænsku, hvort
sem þær eru settar upp í Finnlandi
eða Svíþjóð. „Við erum öll orðin
ansi góð í sænskunni,“ segir Mess-
íana hlæjandi að lokum.
Tónlist | Barnaóperan Undir drekavæng á vel heppnuðu
sýningaferðalagi um Finnland og Svíþjóð
Troðfull hús af syngjandi
skemmtilegum börnum
Úr barnaóperunni Undir drekavæng.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
NORRÆNA húsið og Stofnun Sig-
urðar Nordals gangast í dag fyrir
umræðufundi um fjölmenningu á
Norðurlöndum, einkum í Dan-
mörku, í samvinnu við Alþjóðahús.
Fundurinn, sem hefst kl. 14, verður
í Norræna húsinu.
Aðalfyrirlesari verður Inge
Thorning, stofnandi og for-
stöðukona Interkulturelt Center í
Árósum í Danmörku (www.ikc.dk).
Fyrirlestur hennar nefnist: „Vi kan
ikke integrere os alene, vi kan kun
integrere os sammen.“ Inge Thorn-
ing hefur unnið að innflytjenda-
málum í Danmörku síðan 1972,
skrifað um fjölmenningu, staðið
fyrir námskeiðum og ráðstefnum
og komið að alþjóðasamstarfi á
þessu sviði.
Aðrir málshefjendur verða: Gest-
ur Guðmundsson, félagsfræðingur,
prófessor við Kennaraháskóla Ís-
lands, Jon Milner, uppeldisfræð-
ingur, lektor í dönsku við Háskóla
Íslands, Sesselja T. Ólafsdóttir,
mannfræðingur, sérfræðingur er-
lendra málefna hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, og Sigrún Sig-
urðardóttir, menningarfræðingur,
stundakennari við Kennaraháskóla
Íslands og Listaháskóla Íslands .
Á eftir framsöguerindum verða
almennar umræður sem Úlfar
Bragason, forstöðumaður Stofn-
unar Sigurðar Nordals, stýrir. Mál-
þingið fer að mestu fram á dönsku
en starfsfólk Alþjóðahúss sér um
túlkun.
Boðið verður upp á kaffiveit-
ingar og eru allir velkomnir.
Umræðufundur um fjölmenningu á Norðurlöndum
www.nordals.hi.is