Morgunblaðið - 20.03.2006, Page 26
26 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝ SigurbjörnÓlafsson fæddist
í Arnkötludal í
Strandasýslu 25. júlí
1919. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 9. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ólafía Hall-
dóra Árnadóttir, f.
19.10. 1893, d. 15.4.
1968, og Ólafur
Jónsson, f. 3.9. 1891,
d. 27.2. 1928. Þau
eignuðust fimm
börn, Sigurjón, f. 4.2. 1915, d. 11.2
1915, Sigríði, f. 13.4. 1916, Gísla, f.
21.5. 1918, d. 16.10. 2001, Sigur-
björn, sem hér er minnst, og Krist-
ínu, f. 5.2. 1923, d. 12.7. 1959. Sig-
ríður lifir systkini sín.
Faðir Sigurbjörns fórst með Jóni
Forseta 1928 og leystist heimilið þá
upp og fór Sigurbjörn þá í fóstur til
urbjörn Gauti, Hrefna Björk og
Þorsteinn Dagur. Fósturdóttir
Rafns er Ingibjörg Sigurðardóttir.
Fyrir átti Hrefna tvo syni, þeir eru:
1) Birgir Guðmundsson, f. 7.8.
1943, d. 13.1. 1999, kvæntur Hel-
enu Svavarsdóttur, börn þeirra eru
Linda Sólveig, Brynja Björk og
Birgir Fannar. 2) Guðmundur I.
Guðmundsson, f. 30.1 1945, d. 5.8.
2002, kvæntur Guðríði B. Pálma-
dóttur, börn þeirra eru Hrefna og
Pálmi. Barnabarnabörn Sigur-
björns eru 11.
Sigurbjörn fór í Bretavinnu á
stríðsárunum. Hann fór síðan í Iðn-
skólann og lærði útvarpsvirkjun
hjá Otto Arnar. Hann eignaðist síð-
ar verkstæði með Ólafi Jónssyni og
Sverri Bergmann á Ránargötu og
stofnaði loks Skiparadíó með
Sverri Bergmann og starfaði þar
til ársins 1996.
Sigurbjörn var virkur félagi í
Oddfellow reglunni, stúku nr. 1.
Ingólfi í 47 ár.
Útför Sigurbjörns fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði.
hjónanna Guðmundar
Árnasonar og Stein-
unnar Guðmunds-
dóttur í Naustvík á
Ströndum og ólst þar
upp fram á unglings-
ár. En Halldóra móð-
ir hans er þá flutt til
Reykjavíkur og held-
ur þar heimili með
börnum sínum.
Sigurbjörn kvænt-
ist Hrefnu Ingv-
arsdóttur, f. 6.10.
1921, d. 7.8. 1978.
Foreldrar hennar
voru Ingvar E. Einarsson og Sig-
ríður Böðvarsdóttir. Synir þeirra
eru: 1) Arnar 16.1 1949, kvæntur
Sigrúnu Sverrisdóttur, þau eiga
þrjú börn, Evu Ösp, Davíð Örn og
Gunnar Hrafn. Arnar átti áður
Hrannar Björn og Ólaf Stefán. 2)
Rafn, f. 31.1. 1955. Börn hans og
Guðrúnar Vilhjálmsdóttur eru Sig-
Það var óskaplega skrýtið að
fylgjast með Salla afa, síðustu miss-
erin sem hann lifði. Sjá hvernig
styrkurinn og orkan sem ávallt
voru hans aðalsmerki yfirgáfu hann
hægt og bítandi og lífsneistinn fjar-
aði út. Í mínum huga var Salli afi
nefnilega alltaf hress, snöggur og
hnyttinn í tilsvörum og óhræddur
við að segja það sem honum fannst.
Hann var sterkur, lét aldrei bilbug
á sér finna og hélt sínu striki hvað
sem tautaði og raulaði. Auðvitað
hlaut hann samt að láta undan síga
á endanum, við gerum það víst öll.
Ég var svo lánsamur að þrátt
fyrir skilnað foreldra minna og
landfræðilegan aðskilnað þegar ég
bjó á Akureyri og afi og amma í
Reykjavík, héldust fjölskylduböndin
alltaf óslitin. Á meðan Hrefnu
ömmu naut við voru heimsóknirnar
í Skeiðarvoginn, jólaballið hjá Odd-
fellow og skemmtilegu fjölskyldu-
stefnumótin ómissandi hluti tilver-
unnar og alltaf var Salli afi
nálægur. Traustur og rausnarlegur
við okkur barnabörnin, þó alltaf
hafi ég haft það á tilfinningunni að
amma stjórnaði gleðskapnum og
dekrinu en hann spilaði með.
Hrefna amma var nefnilega sann-
kölluð fjölskyldumóðir af gamla
skólanum. Fjölskyldan virtist henni
allt og ekkert var of gott fyrir okk-
ur barnabörnin.
Við fráfall ömmu, langt um aldur
fram breyttist margt. Vissulega
fækkaði fjölskylduboðunum en þess
í stað kynntist maður afa með nýj-
um hætti. Alltaf gaf hann sér tíma
til að spjalla þegar maður heimsótti
hann í vinnuna, alltaf kom hann
færandi hendi í afmæli og á hátíð-
arstundir fjölskyldu minnar og allt-
af tók hann fagnandi á móti manni í
Gullsmáranum. Ekki síst hefur mér
þótt afar vænt um stundirnar sem
við Salli afi höfum átt saman í ár-
legum skötuveislum fjölskyldu móð-
ur minnar. Þar var hann ómissandi
sem einn af fjölskyldunni og nær-
vera hans bar vott um einlæga vin-
áttu hans og tryggð.
Salla afa verður sárt saknað en
það er huggun harmi gegn að hann
var saddur lífdaga. Ég leyfi mér
líka að trúa því að nú sé söknuður
hans eftir Hrefnu ömmu á enda.
Það séu fagnaðarfundir eftir langan
aðskilnað.
Hrannar Björn Arnarsson.
Afi minn, Sigurbjörn Ólafsson, er
allur. Hann fékk að lifa í 87 ár. Í
mínum heimi var hann alltaf kall-
aður afi-Salli. Hann gekk að eiga
ömmu mína elskulegu, Hrefnu
Ingvarsdóttur, er hún var orðin
skyndilega ein með tvo unga
drengi. Unnusti hennar fórst með
Dettifossi 1945. Þetta voru án efa
fjörmiklir drengir og í mörgu að
snúast og því mikil breyting á hög-
um afa. Mér er sagt að ég hafi búið
í kjallaranum í Skeiðarvogi 141
fyrsta ár mitt meira og minna. Það
man ég auðvitað ekki, en hitt man
ég að mér fannst mikilvægt á
sunnudögum að fara til ömmu og
afa. Ekkert var ljúfara í þessari
veröld en að hlaupa af bílaplaninu
og beint upp tröppurnar í Skeið-
arvoginum og stökkva í opinn faðm
hennar ömmu. Þá var allt svo
öruggt í þessum heimi og allt var
gott. Amma var hjartað á heimilinu,
á því var aldrei vafi, og afi-Salli var
skynsemin og reglufestan. Afi
drakk te, alltaf var til tekex og svo
var farið í sund á morgnana og
aldrei borðað yfir sig, aldrei. Ég
man að afi setti reglurnar á heim-
ilinu og maður vissi að það bæri að
fara eftir þeim. Þetta skynjaði ég á
umhverfinu, en afi var mér góður
og sá í gegnum fingur sér þótt ég
væri ekki alltaf sú reglufastasta.
En þegar afi var að vinna fékk ég
að kíkja inn í skápinn sem hafði að
geyma forláta plötuspilara sem var
stolt heimilisins, hlaupa út í búð og
kaupa Spur eða Sinalco, borða mik-
ið af kexi og jafnvel kubba inni í
stofu og fara í tindátaleik á stofu-
gólfinu. Þegar afi kom heim varð
stofan síðan að verða snyrtileg aft-
ur. Heimili afa og ömmu í Skeið-
arvoginum var fallegt heimili með
mörgum framandi munum. Afi var
duglegur maður og lagði metnað
sinn í að byggja upp eigið fyrirtæki
og sinnti því af alúð. Afi fór í marg-
ar verslunarferðir til útlanda og
kom heim með alls konar varning
sem maður sá ekki annars staðar.
Ég man hvað amma og afi voru
glöð þegar þau komu frá útlöndum
með fullar töskur af alls konar
glingri; hálsfestar, skart og fallegar
slæður og ég fékk a.m.k. þjóðbún-
ingadúkku. Það var mikilvægt að
gleðja tengdadæturnar og barna-
börnin. Þá var mikil hátíð í Skeið-
arvoginum. Svo var alltaf veisla á
jóladag, mikið af fólki, góðar veit-
ingar og smitandi hlátur ömmu óm-
aði um allt. Ekki má heldur gleyma
því að afi breyttist í jólasvein á að-
fangadag og það var fastur punktur
í tilveru fjölskyldunnar. Hann og
Rabbi komu með úttroðna poka og
þáðu kerti. Mér finnst að afi hafi
verið undir miklum áhrifum frá
Bretlandi. Hann vann fyrir Bretana
í heimsstyrjöldinni síðari í Reykja-
vík og eignaðist þá góðan vin, Bill.
Þeir héldu alltaf miklu sambandi og
afi heimsótti hann og konu hans oft
til Bedford. Afi var sjálfur alltaf
snyrtilegur, skipulagður, stundaði
bridge og fílaði Bítlana. Plattarnir
uppi á veggjum með Elísabetu
Englandsdrottningu bera líka vitni
um hollustu hans við England. Sem
unglingur ætlaði ég eitthvað að
stríða honum á þessum plöttum, en
afi eyddi þeirri umræðu strax. Við
áttum líka ógleymanlegar stundir í
London. Afi kom tvisvar í heimsókn
er ég var þar við nám og þá var
gaman hjá okkur við Piccadilly Cir-
cus. Þar hittumst við, spiluðum
uppi á hótelherbergi, borðuðum
saman og fórum í göngutúra um
miðborg London. Þá lék við okkur
lífið. Afi var þannig maður að hann
var sannarlega ekki allra og lét
skapið stundum hlaupa með sig í
gönur, en hann var á mörgum svið-
um langt á undan sinni samtíð,
hafði ákveðnar skoðanir og hafði
stíl. Hann var alltaf glæsilegur og
fínn í tauinu, hávaxinn og grannur
og tamdi sér heilbrigt líferni. Hann
hefur eflaust ekkert alltaf átt dag-
ana sæla. En ömmu var hann
traustur og þótt hann hafi kannski
oft orðið þreyttur á tveimur ungu
drengjunum hennar, þá bættu þau
nú um betur með því að eignast tvo
drengi til viðbótar. Svo heimilið
hefur verið líflegt í Skeiðarvogin-
um. Ég man að það fékk mikið á
afa þegar amma-Hrefna dó. Þá sat
afi lengi í rauða plusssófanum, tin-
aði örlítið og ekkert var sagt, að
mér fannst til eilífðar. Við þetta
skyndilega fráfall ömmu 1978
breyttist allt. Afi flutti einn í Kópa-
voginn, en hann var duglegur að
stunda sína vini, Oddfellowregluna,
spilavinina og sund. Systir afa,
Sirrý, flutti síðan í námunda við
hann í Kópavoginn en hún kom alla
leið frá New York, orðin 86 ára
gömul. Síðustu ár hafa verið afa
erfið, heilsan var farin að bresta og
hann var orðinn þreyttur. Ég veit
að hann átti góðan vin, Helga Har-
aldsson, sem var honum góð stoð
og stytta þessi síðustu ár, auk fjöl-
skyldunnar. Ég get ekki annað en
hér í lokin áréttað hversu dýrmæt
amma og afi geta verið óhörðnuðu
barni. Ég hef orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi, í báðar ættir. Að finna
fyrir öryggi, fá tíma og næði til að
ræða hin ýmsu mál og finna fyrir
skilyrðislausri væntumþykju eru
auðæfi. Einu sinni spurði ég afa
hvort það væri ekki gott að vera
gamall og muna margt, þá var hann
ekki lengi að svara að það gæti
kannski verið en þá væri nú e.t.v.
minnið þó farið. Ég þakka afa allar
góðar stundir og samfylgdina og
vona að við honum taki góður faðm-
ur.
Hrefna Guðmundsdóttir.
Elsku Salli afi.
Þegar ég rifja upp árin sem ég
fyrst man eftir mér eru heimsókn-
irnar á Skeiðarvoginn ofarlega í
huga. Ferðirnar í sund með ykkur
Hrefnu ömmu og svo hafragrautur,
haustkex og Sanasól á eftir. Lyktin
af nýlöguðu kaffi kveikir alltaf
myndina af því þegar þið amma
komuð í kvöldheimsókn í Hjalta-
bakkann og við krakkarnir fengum
þá að vaka lengur og sitja með ykk-
ur og spjalla. Enn í dag er eitthvað
sem segir mér að þegar maður fær
einkunnir á að hringja í afa og
ömmu til að gefa skýrslu og er það
siður sem Steinar Hrafn og Sandra
Hrönn hafa tekið upp.
Nú þegar þú ert farinn rifjast
upp tjaldferðalagið sem þið Hrefna
amma buðuð mér í um Verslunar-
mannahelgina þegar ég var tólf ára.
Við fórum í sund og lékum okkur
og nutum lífsins, þangað til amma
veiktist og kvaddi þennan heim.
Þau voru þung skrefin þín inn spít-
alaganginn þá og ekki létt að þurfa
að hugsa um stelpuna líka, en þú
komst okkur heilum heim og hélst
áfram.
Á meðan við bjuggum í Dan-
mörku var Kópavogurinn einn af
þeim stöðum sem við heimsóttum
þegar komið var heim til Íslands og
alltaf tókstu glaður á móti okkur þó
að aðeins þyrfti nú að hressa upp á
minnið með það hvað börnin væru
nú orðin gömul.
Elsku afi, nú ert þú aftur kominn
í faðminn hennar Hrefnu ömmu og
færð að hvíla þig hjá henni og
pabba og Munda, farðu í friði.
Linda.
„Koss á kinnina, takk!“. Þannig
ávarpaði Salli mig gjarnan þegar
við hittumst, árum og áratugum
eftir að hann var tilvonandi tengda-
pabbi minn í örfá ár á seinni hluta
sjöunda áratugarins. Hispurslaus
og brattur, alltaf heldur að flýta
sér, hvorki gefinn fyrir hangs eða
umkvartanir.
Á árum áður var hann harður af
sér til vinnu, gerði til sín miklar
kröfur sem höfuð fjölskyldunnar í
takt við tíðarandann þegar verka-
skipting kynjanna var klippt og
skorin. Hrefna hans uppfyllti ýtr-
ustu kröfur um fyrirmyndarhús-
móðurina auk þess að umvefja allt
sitt fólk ást og umhyggju, ekki síst
barnabörnin. Mikils hefur Salli
misst þegar hún hvarf á augabragði
yfir móðuna miklu, langt fyrir aldur
fram. Að komast aftur í hennar
faðm trúi ég að hafi verið honum
tilhlökkunarefni.
Hugur Salla var mikill sem og
framtakssemi langt fram eftir aldri.
Hann vílaði ekki fyrir sér að ferðast
til útlanda á efri árum og heim-
sækja ættingja og vini sem hann
átti þar. Suma sem hann hafði
bundist sterkum böndum í
tengslum við vinnu sína. Viðskipta-
vinir sem gerðu hann að fjölskyldu-
vini.
Trygglyndi Salla afa, eins og
hann var alltaf kallaður í mínum
húsum, hélst ekki aðeins við mig og
afastrákinn hans, son minn. Hann
var ómissandi heiðursgestur í Þor-
láksskötu foreldra minna og að
þeim látnum á heimilum bræðra
minna. Eignaðist líka vinfengi og
virðingu mannsins míns. Mig dreif
hann einhverju sinni með sér í ætt-
arkaffi stórfjölskyldu sinnar þótt
langt væri liðið síðan ég tilheyrði
henni. Fyrir þetta er ég þakklát.
Líka Sigrúnu hans Adda og þeirra
börnum fyrir að taka fortíðarkær-
ustu af elskusemi í samhenginu við
vináttu okkar Salla.
Það segir sitt um Sigurbjörn
Ólafsson að tvær fyrrverandi
tengdadætur hans voru saman
komnar ásamt nánustu fjölskyldu
hans þegar leið að lokum á Land-
spítalanum.
Ég kveð minn vin og þakka
traustu fjörutíu ára kynnin. Fjöl-
skyldunni hans vottum við Óskar
og Melkorka innilega samúð.
Kristín Á. Ólafsdóttir.
Elsku Salli.
Nú er leiðin þín hérna megin á
enda. Það er alltaf eftirsjá að þeim
sem manni þykir vænt um, þrátt
fyrir að vitað sé að brottfararstund-
in sé að nálgast. Mig langar að
þakka þér góð, heiðarleg og
skemmtileg kynni. Þú reyndist
börnunum okkar Rabba góður afi
og varst alltaf einlæglega áhuga-
samur um líf þeirra og tilveru. Þú
hvattir þau til að standa sig vel í
skólanum sem og öðru sem þau
voru að taka sér fyrir hendur. Það
er ómetanlegt veganesti fyrir börn
sem eru að alast upp og þroskast
að vita að fólkið manns hefur trú á
manni og því sem maður er að
gera.
Þau voru ekki orðin gömul þegar
þú byrjaðir að kenna þeim að spila
rommí og að sjálfsögðu giltu „þínar
reglur“. En ekki leið á löngu þar til
þeirra góða leiðsögn varð til þess að
þau gátu sigrað þig í spilinu og það
gladdi þig jafnvel enn meir. „Í
kvöld ætla ÉG að vinna“ voru iðu-
lega þín fyrstu orð þegar þú gekkst
inn um dyrnar heima hjá okkur og
ætlaðir að borða með okkur kvöld-
mat og spila síðan á eftir. Þú varst
keppnismaður í þér og það sást líka
vel þessa síðustu daga sem þú varst
á spítalanum.
Þrjóskari manni hef ég líklega
aldrei kynnst um dagana, en þú
vildir samt vera sanngjarn og ekki
gera á neins hlut. Það var líka mjög
stutt í þinn ljúfa og hlýja innri
mann og ég man að það snerti mig
mjög þegar þú sagðir mér að eftir á
að hyggja þá sæir þú svo eftir því
að hafa ekki reynt að vinna minna
þegar strákarnir ykkar Hrefnu
voru litlir svo þú hefðir getað varið
meira tíma með þeim. Mér fannst
þú meiri maður, ekki bara að hafa
áttað þig á þessu, heldur líka að
segja það og ég veit að þú meintir
þetta í einlægni.
Elsku afi. Ingibjörg, Gauti,
Hrefna og Þorsteinn þakka þér allt
sem þú varst þeim og segjast allt
munu hugsa til þín, ekki síst þegar
spilað verður rommí og „eplakak-
an“ sem ævinlega var bökuð á
spilakvöldunum okkar verður tekin
úr ofninum.
Kær kveðja,
Guðrún Sigríður.
SIGURBJÖRN
ÓLAFSSON
Okkar elskulega frænka og mágkona,
JÓNA I. HANSEN
dönskukennari,
Hraunbæ 90,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
21. mars kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjálpar-
starf kirkjunnar.
Magnús Nielsson Hansen,
Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen,
Guðbjörg Nielsdóttir Hansen,
Guðlaug Kristófersdóttir,
Þórður G. Hansen.