Morgunblaðið - 20.03.2006, Síða 35
Epískt meistarverk frá Ang Lee
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
walk the line
V.J.V Topp5.is
S.V. Mbl.
M.M.J Kvikmyndir.com
eeee
DÖJ – kvikmyndir.comG.E. NFS
e e e
M.M.J. Kvikmyndir.com
e e e
S.K. DV
e e e
Ó.H.T Rás 2
e e e e
L.I.B. - topp5.is
eeee
Topp5.is
eee
kvikmyndir.com
eee
A.B. Blaðið
eeee
S.K. / DV
Sýnd kl. 8 og 10
ALLIR EIGA SÉR
LEYNDARMÁL
Rolling Stone Magazine
Kvikmyndir.com
eeee
Roger Ebert
Empire Magazine
ee e
Topp5.is
eeee
GOYA VERÐLAUNIN
Besta Evrópska myndin
MATCH
POINT
Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 6
MARTIN LAWRENCE
Mamma allra grínmynda
er mætt aftur í bíó!
FÓR BEINT
Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM
Sýnd kl. 6, 8 og 10
18 krakkar. Foreldrarnir.
Það getur allt farið úrskeiðis.
Sýnd kl. 6
eee
S.V. Mbl.
200 kr. afsláttur
fyrir XY félagawww.xy.is
Sími - 551 9000
Big Momma´s House 2 kl. 5.50, 8 og 10.10
Rent kl. 5.20 B.i. 14 ára
Capote kl. 5.30 og 8 B.i. 16 ára
Brokeback Mountain kl. 10
Constant Gardener kl. 10.20 B.i. 16 ára
HINSEGIN BÍÓDAGAR
Peter Berlin kl 6 Proteus kl 8
Sígauna pakk kl 8 Kisulórur kl 10
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is
-bara lúxus
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 35
TIL að byrja með, þá hefur und-
irritaður aldrei áttað sig alveg á (í
milljónum mynda) hvernig í ósköp-
unum Bandaríkjamenn geta orðið
ævilangir vinir eftir örstutt kynni,
mun auðkeyptara að fólk verði ást-
fangið við fyrstu sýn. Hvað með
það, því miður eru ekki allir jafn
fullkomnir og Íslendingar og það
kemur í ljós undir lokin að annað
og meira en Margaritaþamb ein-
göngu býr að baki vináttu aðal-
persónanna í The Matador.
Tæpast er hægt að ímynda sér
ólíkari manngerðir en sölumanninn
og Denverbúann Danny (Kinnear)
og leigumorðingjann Julian
(Brosnan), en örlögin leiða þá sam-
an á hótelbar í Mexíkóborg. Danny
er í öngum sínum, hann er sölu-
maður sem á framtíð sína undir
því að hann geti saumað saman
innan sólarhrings mikilvægan við-
skiptasamning sem virðist vera að
renna út í sandinn.
Undanfarna áratugi hefur Julian
haft sitt lifibrauð af manndrápum
og honum er tekið að förlast með
byssuna og vinnan farin að taka
sinn toll af fjallbröttum töffara og
kvennabósa. Hann er að ganga af
göflunum, það kemur þó ekki í veg
fyrir að þeir nái saman af og til,
sölumaðurinn og morðinginn, á sól-
björtum degi í Mexíkó með afleið-
ingum sem koma ekki fram fyrr en
undir lokin.
„Brosnan hefur aldrei verið
betri,“ segir í auglýsingunni, og
ekkert auðveldara en að taka und-
ir það því þessi reffilegi leikari
hefur ekki af mörgum leiksigrum
að státa en komist langt á útlitinu,
og er ekki einn um það. Brosnan
hefur örugglega verið orðinn
manna leiðastur á þessu orðspori
því hann er framleiðandi The
Matador, fyrstu myndarinnar sem
gefur honum færi á að losa sig
undan klisjunni sem Bond og önn-
ur ámóta hlutverk hafa límt á
hann. Brosnan hefur margsinnis
sýnt að hann er liðtækur gam-
anleikari og nú fær sú hlið leik-
arans að snúa upp. Framan af er
The Matador bráðfyndin „vina-
mynd“, í anda Odd Couple og ann-
arra slíkra, þar sem brandararnir
byggjast mikið til á samskiptum
ólíkra manngerða.
Kinnear er annar vannýttur
grínleikari og hann gerir sölu-
manninn að því sem ætlast er til af
honum: ósköp hversdagslegri og
lítið spennandi andstæðu hins sól-
bakaða ævintýramanns með
skammbyssuna í sokknum.
Handritshöfundunum tekst að
halda dampi í gamanmálunum allt
þar til undir lokin, þegar The
Matador er botnuð á ófyndnu og
óviðeigandi lokauppgjöri sem
gengur þvert á það sem á undan
er gengið. Hvað með það, The
Matador er bráðskemmtileg lengst
af með Brosnan og Kinnear í
miklu stuði og saman gera þeir
myndina að fínni afþreyingu.
„The Matador er bráðskemmtileg lengst af með Brosnan og Kinnear í miklu
stuði og saman gera þeir myndina að fínni afþreyingu,“ segir m.a í dómnum.
Vinátta með
blóðbragði
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri
Leikstjóri: Richard Shepard. Aðalleik-
arar: Pierce Brosnan, Greg Kinnear, Hope
Davis, Phillip Baker Hall. 97 mín. Banda-
ríkin 2005.
The Matador Sæbjörn Valdimarsson
Í KJALLARA Hins hússins rokkaði myndlist
af krafti á laugardaginn.
Þá gerðu þátttakendur í námskeiði fyrir
ungt fólk, sem Ásdís Sif Gunnarsdóttir og
Ragnar Kjartansson hafa leitt í Myndlista-
skólanum í Reykjavík, ýmsar tilraunir á
mörkum myndlistar og tónlistar á staðnum.
Markmið námskeiðsins var að opna augu
þátttakenda og almennings fyrir fjöl-
breyttum möguleikum myndlistar.
Ásamt því opnuðu nemendur á keramik-
kjörsviði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem
starfrækt er í samvinnu við Iðnskólann í
Reykjavík og nemendur af myndlista- og
hönnunarsviði, sýningu í Gallerý Tugt í Hinu
húsinu á ljósmyndum og listaverkum úr leir.
Opnun | Mörk myndlistar og tónlistar í Hinu húsinu
Ungt fólk
rokkar
Ragnar Kjartansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir höfðu umsjón með
sýningunni Myndlist rokkar.
Morgunblaðið/Eggert
Fjöldi gesta leit inn í Hitt húsið til að sjá fjölbreyttar sýningar.
Ragnar Jónsson málaði á sér höndina til að
sýna fram á möguleika myndlistar.
Margrét Helga og Ragnhildur Lára voru meðal þeirra ungmenna
sem sýndu á Myndlist rokkar.