Morgunblaðið - 20.03.2006, Page 40

Morgunblaðið - 20.03.2006, Page 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 568 6625 ALTERNATORAR FYRIR BÁTA OG BÍLA BIFREIÐ valt við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut í gær og slasaðist ökumaður hennar alvarlega. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík barst henni tilkynning um bílveltuna klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í gær og var bíllinn á hvolfi þegar hún kom á vettvang. Beita þurfti klippum til að losa tvo unga karlmenn úr honum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, með brjóstholsáverka og brot á tveimur hryggjarliðum en farþeginn var talinn minna slasaður. Gert var að brjóstholsáverkum ökumannsins í gærkvöldi en stefnt var að aðgerð vegna brotanna í dag. Óljóst er um tildrög slyssins en talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum eftir hraðakstur, hann rekist í brúarstólpann og oltið. Bíllinn er talinn ónýtur. Morgunblaðið/Júlíus Valt á Kringlumýrar- braut eftir hraðakstur „ÞAÐ EINA sem liggur fyrir er þessi heildarákvörðun og menn vita ekki hvaða einingar [af starfsemi varnar- liðsins] verða áfram og hverjar ekki,“ segir Bjarni Birgisson, fram- kvæmdastjóri Kögunar, um brott- hvarf varnarliðsins frá Keflavík. Kögun hefur um árabil veitt varnar- liðinu þjónustu í tengslum við ís- lenska loftvarnakerfið, sem er eftir- litskerfi flugumferðar hér við landið. Bjarni segir að þörf fyrir kerfið sé hins vegar enn til staðar þrátt fyrir brotthvarf varnarliðsins, enda séu ratsjárgögn þess einnig nýtt við al- menna flugumferðarstjórn og kerfið hluti af heildarloftvarnakerfi NATO. Nauðsynlegur grunnþáttur Kerfið var fjármagnað af NATO á sínum tíma og í fyrra var bætt við kerfið svonefndri Link-16 tengingu sem gerði kleift að nýta stafræn sam- skipti við ratsjár- og orrustuvélar. Kögun hannaði þá viðbót og um 20-30 starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið við þjónustu við varnarliðið í tengslum við eftirlitskerfið, að sögn Bjarna. „Það eru í sjálfu sér tiltölulega litl- ar stærðir í okkar rekstri eins og staðan er í dag, en engu að síður verkefni sem hefur skipt okkur miklu í gegnum tíðina og menn þurfa að setjast yfir þetta. Það er mín skoðun að ef halda á úti einhvers konar vörn- um þá sé þetta jafnnauðsynlegur grunnþáttur og þoturnar sjálfar. Þær eða aðrar þotur gera lítið gagn ef eft- irlitskerfið er ekki til staðar,“ segir Bjarni. Íslenska loftvarnakerfið tekur við gögnum frá ratsjárstöðvunum fjór- um sem eru staðsettar á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli. Fylgst er með flugumferð allan sólarhringinn og tryggt að allar flugvélar séu auðkenndar áður en þær koma inn í íslenska lofthelgi. Bjarni segir að þrátt fyrir fyrirhugað brotthvarf varnarliðsins sé ekki þar með sagt að kerfið sé ónauðsynlegt, nema síður sé. „Ef til stendur, eins og heyrst hefur, að staðsetja þotur í Skotlandi, Noregi eða Kanada, verð- ur hlutverk slíks eftirlitskerfis enn mikilvægara en það er í dag. Enn- fremur sendir kerfið upplýsingar um flugumferð til sambærilegra kerfa í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Bretlandi og gegnir þannig óbeinu hlutverki í loftvörnum þeirra landa. Gæti nýst við aðra starfsemi Ólíklegt er að þessar þjóðir vilji missa þetta upplýsingastreymi til sinna eigin varnakerfa,“ segir Bjarni. Farið gæti svo að aðrar leiðir við mönnun kerfisins verði skoðaðar og nefnir Bjarni sem dæmi að starfs- menn Landhelgisgæslunnar gætu hugsanlega tekið þetta yfir enda myndi kerfið og tækjabúnaður þess geta nýst við aðra starfsemi, t.d. stjórnun aðgerða við leit og björgun. Hann segist ekki eiga von á að mál- ið skýrist fyrr en eftir nokkrar vikur. Óvissa um framtíð loftvarnakerfisins Nauðsynlegur þáttur í vörnum og flugumferð Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór 20–30 starfsmenn hafa þjónustað varnarliðið í tengslum við kerfið. „Þotur gera lítið gagn ef eftirlitskerfi er ekki til staðar“ Flutt með þyrlu Gæsl- unnar eftir vélsleðaslys KONA slasaðist á hrygg í vélsleða- óhappi á Langjökli í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til að flytja hana á sjúkrahús. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni barst tilkynning um slysið klukkan rúmlega fimm og var þyrlan komin í loftið um hálftíma síðar. Aðstæður voru ekki sem bestar og var skyggni á slysstað vont og tók flugferðin þangað tals- verðan tíma, en heimferðin var mun styttri og var þyrlan lent við Land- spítala – háskólasjúkrahús klukkan 19.42. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi var konan nokkuð hress þrátt fyrir óhappið, en hún var í símasambandi við lögregluna allt þar til hjálp barst. Við skoðun á slysadeild kom í ljós að um var að ræða samfallsbrot á hryggjarlið, en meðferð við þeim felst í töku verkjastillandi lyfja og réttri hreyfingu. Var konan útskrif- uð og send heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slasaðist á vél- sleða í Bansko í Búlgaríu BETUR fór en á horfðist þegar ís- lensk kona lenti í vélsleðaslysi í bæn- um Bansko í Búlgaríu síðastliðinn föstudag. Konan var í hópi starfs- manna Novators, fjárfestingafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, en fólkið var þarna í skíðaferð. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, tals- manns Novators, var konan farþegi á vélsleða sem keyrði fram af hengju og kastaðist hún af sleðanum með þeim afleiðingum að hún brotnaði illa á höndum. Talið var að hún hefði slasast mun alvarlegar og var hún flutt á sjúkrahús í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, en við nánari rannsóknir kom í ljós að svo var ekki. Konan var flutt heim til Íslands á laugardaginn og mun dvelja á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi næstu daga. DÓMSTÓLAR eru oft fljótir að vísa frá skaða- bótakröfum brotaþola í smærri brotamálum, segir Bogi Nilsson, ríkissaksóknari. Á þetta t.d. við í málum á borð við innbrot þar sem sá sem brotist er inn hjá leggur fram kröfu á innbrotsþjófinn vegna þess sem stolið var. Karitas Bergsdóttir lýsti einu slíku tilviki í les- andabréfi í Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem kröfum hennar á hendur manni sem játaði að hafa brotist inn á heimili hennar og stolið frá henni var vísað frá dómi. Þetta er kunnuglegt stef í dómum af þessu tagi, og þær ástæður sem gjarnan eru gefnar fyrir frá- vísun á bótakröfum eru að þær tefji málsmeðferð, að þær séu ekki studdar gögnum eða ekki nægi- lega rökstuddar, segir Bogi Nilsson. „Stundum finnst manni að þetta sé ekki kannað nægilega. Þetta eru réttarfarsúrræði sem sett eru brotaþolum til hagsbóta, það er að geta komið að skaðabótakröfum í sakamáli sem ákæruvaldið höfðar. Það virðist oft sem dómstólarnir séu ansi fljótir að vísa kröfunum frá, það fari ekki fram prófun á þeim fyrir dóminum,“ segir Bogi. Dómstólar eyði meiri tíma í bótakröfur Bogi segir umræðu um skjóta málsmeðferð vissulega eiga rétt á sér, en þegar líði jafnvel ár frá því að brot var framið þar til málið sé tekið fyrir hjá dómstólnum geti ekki skipt höfuðmáli hvort dagur bætist við vegna meðferðar á skaðabóta- kröfunni. Hann segir þetta þó ekki benda til þess að smáglæpir af þessu tagi séu að verða dómskerf- inu ofviða. Hann segist einnig vera þeirrar skoðunar að of algengt sé að menn sem fremji ítrekað afbrot af þessu tagi fái ítrekað skilorðsbundna dóma. „Það er dómstólanna að meta þetta, gjarnan er það svo að þegar brotamenn eru ungir að árum fá þeir skilorðsbundna refsingu, en það ekki bara einu sinni og jafnvel ekki bara tvisvar. Það er ekki til- laga okkar ákærenda að þannig sé staðið að mál- um, en vissulega eru fleiri sjónarmið uppi, margir tala um að fangelsi bæti ekki menn, og rétt sé að gefa ungum brotamönnum fleiri tækifæri,“ segir Bogi. Hann segir það trúlega oft á tíðum staðreynd að viðkomandi brotamaður sé ekki borgunarmaður fyrir skaðabótakröfum, en það eigi ekki að ráða neinu um meðferð dómstóla á bótakröfu. „Mér finnst að brotaþolinn eigi að fá tækifæri til þess fyrir dómstólnum að skýra kröfu sína og gera grein fyrir henni. Það verður að eyða meiri tíma til þess en dómstólar hafa verið fúsir til að gera fram að þessu.“ Ríkissaksóknari telur dómstóla of fljóta að vísa bótakröfum í smærri brotamálum frá Ætti að láta reyna oftar á bótakröfur þolendanna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Mega heita Róman og Vápni MANNANAFNANEFND hefur samþykkt karlmannsnöfnin Róman, Hnikarr og Vápni sem eiginnöfn, og Núpdal sem millinafn. Þá hefur kvenmannsnafnið Sessilía verið samþykkt. Öll þessi nöfn skulu færð í mannanafnaskrá samkvæmt úr- skurði nefndarinnar frá 4. mars. Nefndin hafnar hins vegar kven- mannsnafninu Jovina þar sem það er ekki ritað í samræmi við almenn- ar ritreglur. Ekki er heldur hefð fyrir rithættinum, enda ber aðeins ein íslensk kona nafnið í dag. Eins var karlkyns millinafninu Kort hafnað á þeim forsendum að nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem eiginnöfn eru ekki heimil sem milli- nöfn. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.