Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Telur Economist
hættu á
efnahagskreppu?
á morgun
ÍBÚAR við Heiðmörk, Þórsmörk og
Austurveg 61 og 63 á Selfossi mót-
mæla því harðlega að bæjarstjórn Ár-
borgar samþykkti 10. maí síðastliðinn
að staðfesta deiliskipulagstillögu lóða
nr. 51–59 við Austurveg. Í tillögunni
felst að reist verði tvö sex hæða hús á
umræddum lóðum. Íbúarnir krefjast
þess að umræddar nýbyggingar verði
lækkaðar um 2–3 hæðir hvor.
Í yfirlýsingu íbúanna rekja þeir
gang málsins og undrast afgreiðslu
bæjarstjórnarinnar. Þeim sýnist að
bæjarfulltrúar hafi hvorki kynnt sér
mótmæli íbúa við tillögunni né að-
stæður á vettvangi. Þá hafi bygginga-
og skipulagsnefnd Árborgar verið
einróma í afstöðu til málsins og ekki
viljað koma til móts við athugasemdir
íbúanna. Á bæjarstjórnarfundi 10.
maí hafi verið leitað afbrigða í upphafi
fundar til að taka þennan lið fundar-
gerðar bygginga- og skipulagsnefnd-
ar fyrir. Nefndarmenn hafi verið á
fundinum og fullyrt að komið hefði
verið til móts við óskir íbúanna. Þá
segir í yfirlýsingunni að ráðhúsið hafi
verið læst að sunnanverðu þegar bæj-
arstjórnarfundurinn fór fram og íbú-
ar ekki haft möguleika á að vita af
þessum fundi, enda ekki auglýst að
málið yrði afgreitt þar.
Rýri verðmæti fasteigna
Þá kemur fram að kjarninn í mót-
mælabréfum íbúanna, sem send voru
bygginga- og skipulagsnefnd, hafi
verið að verði nýbyggingarnar jafn
háar og gert er ráð fyrir og staðsettar
á fyrirhuguðum stöðum muni það
rýra verulega verðmæti fasteigna
fyrrgreindra íbúa.
Íbúarnir segja einnig að ekki hafi
verið farið að skipulags- og bygging-
arlögum við gerð deiliskipulagsins.
Einar Njálsson, bæjarstjóri í Ár-
borg, segir að ekki sé ljóst að fast-
eignaverð í nágrenni við nýbygging-
arnar lækki, þótt það gæti auðvitað
verið í einhverjum tilvikum. Í öðrum
tilvikum gæti það þvert á móti hækk-
að vegna framkvæmdanna. „Þá hefur
maður heyrt hugmyndir um það að
fjárfestar hafi áhuga á að byggja
stærri hús á svæðinu, og verðhækk-
unin leiddi af því að það væri áhugi á
uppkaupum á húsnæði þarna.“
Húsin sem á að reisa voru lækkuð
um einn metra frá því sem upphaflega
var ráðgert, niður í 17 metra hæð,
segir Einar. Hann segist ennfremur
ekki kannast við að þess sé krafist að
við gerð deiliskipulags fari fram húsa-
könnun, það hafi ekki verið gert í
þessu tilviki enda þess ekki krafist.
Einar segir að málið hafi verið tek-
ið á dagskrá bæjarstjórnarfundar
með afbrigðum til þess að hraða mál-
inu, það hafi oft áður verið gert með
deiliskipulagsmál. Spurður hvað hafi
legið á segir hann: „Er ekki alltaf ver-
ið að tala um að stjórnsýsla sveitarfé-
laganna sé allt of þung í vöfum? Ef ég
á að svara því almennt þá er heppilegt
að stjórnsýslan gangi hratt fyrir sig.
[…] Það var mat okkar að það væri
ekki eftir neinu að bíða með að af-
greiða málið.“
Segja ekkert tillit tekið
til athugasemda íbúanna
Var ekki eftir neinu að bíða, segir bæjarstjórinn á Selfossi
OPIN dagskrá verður í Háskóla
Íslands á morgun, fimmtudaginn
18. maí, þar sem kynntar verða
rannsóknarniðurstöður lokaverk-
efna fimmtán meistaranema í op-
inberri stjórnsýslu. Höfundar
rannsóknanna munu kynna þær
sjálfir og svara fyrirspurnum.
Kynningin verður í þremur mál-
stofum í Öskju náttúrufræðahúsi
HÍ, kl. 13.15–16.30, og er hægt að
sækja einstaka fyrirlestra að vild.
Þetta er ennfremur tilvalið tæki-
færi til að kynnast viðfangsefnum
MPA-námsins (www.mpa.hi.is) og
verða forsvarsmenn þess til viðtals
eftir lok dagskrár, þar sem boðið
verður upp á léttar veitingar.
Dagskrána í heild má finna á
heimasíðu Háskólans www.hi.is
Meðal viðfangsefna rannsóknanna
sem kynntar verða eru; skilvirkni
opinberra stofnana og sveitarfé-
laga með hliðsjón af stærð þeirra;
aðferðafræði í stefnumótun al-
mennt; fyrir íslenskt heilbrigðis-
kerfi; fyrir uppbyggingu og rekst-
ur meðferðarstofnana og hjá
smáum opinberum stofnunum.
Ennfremur rannsóknir á; hlutverki
hins opinbera í atvinnuþróun;
starfsmannasamtölum í framhalds-
skólum; hlutverki stjórna í ríkis-
stofnunum; um staðla og stjórn-
sýslu; breytingar á vísinda- og
tæknikerfinu á Íslandi; sameiningu
þjónustuskrifstofa Evrópuáætlana;
kenningar og rannsóknir á fé-
lagsauði og netnotkun; um ásókn
nemenda í fjarnám á háskólastigi;
landsaðgang að gagnasöfnum og
rafrænum tímaritum og loks um
rafræn lyfjafyrirmæli.
Í lok dagskrár verður stofnað
Félag stjórnsýslufræðinga fyrir þá
sem lokið hafa MPA-prófi eða sam-
bærilegu meistaranámi í stjórn-
sýslufræðum.
Íslensk stjórnsýsla
í samtímaspegli
AÐSTÆÐUR kvenna í Afganistan
eru mjög bágbornar, segir Jónína
Helga Þórólfsdóttir, sem hefur
starfað á vegum Íslensku frið-
argæslunnar í Afganistan frá því í
janúar sl. Hún er jafnframt stjórn-
arkona í UNIFEM á Íslandi, en
UNIFEM heldur úti fimm kvenna-
miðstöðvum í fjórum héruðum í
vesturhluta Afganistans. Mark-
miðið er að aðstoða konur í Afgan-
istan. Aðaláherslan er lögð á leið-
togaþjálfun og lestrarkennslu.
Afganistan er að sögn Jónínu
fimmta fátækasta ríki heims.
UNIFEM á Íslandi og Íþrótta- og
ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
gerðu í gær með sér formlegan
samstarfssamning, sem hefur það
að markmiði að vekja athygli á
starfi UNIFEM í þágu kvenna, sér-
staklega í Afganistan. Það þýðir að
fimmtíu krónur af hverjum seldum
bol í kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvár,
sem fram fer hinn 10. júní nk.,
munu renna til UNIFEM. Jónína
starfar með öðrum íslenskum
friðargæsluliðum í Ghor-héraði í
vesturhluta Afganistans. „Ég er
þróunarfulltrúi og er að búa til þró-
unarverkefni fyrir héraðið. Hér er
til dæmis verið að koma upp raf-
magnsveitu, skóla og heilsugæslu-
stöð. Þá þarf áveitur, brunna og
vegi.“
Erfitt að nálgast konurnar
Jónína segist auk þess leggja
mikla áherslu á að ná til kvenna og
reyna að hjálpa þeim. Það sé hluti
af þróunarstarfinu. Kvenna-
miðstöðvar UNIFEM eru í öðrum
héruðum, en Unnur starfar í, þ.e. í
Parwan-héraði, Kapisa-héraði,
Ghazni-héraði og Kandahar-héraði.
Jónína segir hins vegar að erfitt
geti verið að nálgast konurnar. Þær
klæðast allar búrkum og að sögn
Jónínu er þeim auk þess haldið inni
á heimilunum. „Talibanarnir héldu
konunum algjörlega niðri. Þeir
tóku þær úr skólunum og meinuðu
þeim aðgang að atvinnulífinu. Það
er erfitt að nálgast afganskar kon-
ur því þær eru faldar af sínum fjöl-
skyldum.“
Jónína segir ólæsi mikið meðal
afganskra kvenna, það sé á bilinu
85 til 95%. Talið er að ólæsið sé um
fimmtíu prósent meðal karla. Þá er
mæðradauði mikill m.a. vegna bágs
hreinlætis og sýkinga, segir Jónína.
Það sé eitthvað sem auðvelt sé að
koma í veg fyrir.
Jónína segir að frá reynslu afg-
anskra kvenna hafi aldrei verið
sagt. „Þess vegna er svo mikilvægt
að efla hlut þeirra í blaðamennsku í
landinu,“ segir hún og bendir á að
UNIFEM hafi m.a. lagt áherslu á
það. Þannig megi stuðla að því að
saga þeirra verði sögð í gegnum
fjölmiðlana. Karlkyns blaðamenn,
sem hafa viljað segja sögu þeirra,
hafi ekki átt þess kost, segir hún,
þar sem þær mega ekki ræða við
ókunnuga menn.
Jónína segir að Ghor-héraðið
sem hún starfi í sé mjög friðsamt.
Þar stundi flestir landbúnað og
sjálfsþurftarbúskap. Hún kveðst
fara á fætur eldsnemma á morgn-
ana og snúa heim úr vinnu á kvöld-
in. „Þetta er heilmikið reynsla og
mjög áhugavert.“ Hún gerir ráð
fyrir því að starfa í Afganistan
fram í september.
UNIFEM vill hjálpa konum í Afganistan
Morgunblaðið/Eyþór
Samningur undirritaður: Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Ingibjörg Bergrós
Jóhannesdóttir, formaður kvennahlaupsins, Edda Jónsdóttir, formaður
UNIFEM á Íslandi, og Jónína Helga Þórólfsdóttir sem starfar í Afganistan.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
FYRSTA flug Iceland Express til
tveggja nýrra áfangastaða félagsins,
Berlínar og Friedrichshafen í Þýska-
landi, var flogið í gær, og var af því til-
efni haldin athöfn í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar þar sem opnað var fyrir
þessar leiðir með því að klippa á
borða.
Einnig var klippt á borða vegna
annarra leiða félagsins, til Stokk-
hólms, Gautborgar, Alicante og
Frankfurt, auk Lundúna og Kaup-
mannahafnar en þangað verður einn-
ig flogið frá Akureyri.
Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri
Iceland Express, segir viðtökurnar
við nýju áfangastöðunum hafa verið
mjög góðar. „Þetta er búið að vera
frábært, og við sjáum fram á 50%
aukningu farþega miðað við í fyrra.
Hagnaðurinn hefur þrefaldast og
veltan aukist um 50%.“
Fyrstu árin flaug félagið til Kaup-
mannahafnar og Lundúna og í fyrra
bættist Frankfurt Hahn við, sem
gekk afar vel, að sögn Birgis. „Nú var
ákveðið að taka skrefið til fulls og
bæta við fimm stöðum.“
Hann segir að aukin samkeppni í
Lundúnafluginu sé eingöngu til góðs,
bókunarstaðan þar sé betri nú en á
sama tíma í fyrra þrátt fyrir komu
British Airways inn á markaðinn.
„Það að fá fleiri inn þýðir einfaldlega
meiri kynningarstarfsemi og fleiri
farþega, þannig stækkar kakan með
aukinni samkeppni.“
Hann segir að um 40-45% farþega
félagsins séu útlendingar og að mikið
kynningarstarf sé unnið til að fá
ferðamenn til Íslands. Akureyrar-
flugið sé mjög góð viðbót, bæði sé þar
um að ræða um 40 þúsund manna
markaðssvæði Íslendinga og Akur-
eyri sé spennandi fyrir útlendinga en
ætlunin sé að markaðssetja ferðir þar
sem áhersla sé lögð á skíði og jarðböð.
Félagið hefur endurnýjað flugflota
sinn og notar nú þrjár vélar af gerð-
inni Boeing MD90-30.
Fyrsta flug til Berlínar
og Friedrichshafen
Ljósmynd/Hari
Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, klippti á marga borða.