Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra afhenti í gær fyrstu skyrdós-
irnar sem framleiddar eru hjá Thise
Mejeri í Danmörku. Skyrið var afhent
til sölu í verslun IRMA í Illumshúsinu
á Strikinu í Kaup-
mannahöfn. Síðan
fór fram kynning í
veitingahúsinu
NOMA (Nordisk
Mad) á Nord-
atlantens Brygge
þar sem íslenski
landbúnaðarráð-
herrann og Hans
Christian Scmidt,
matvælaráðherra
Danmerkur, voru meðal gesta.
Skúli Böðvarsson, framkvæmda-
stjóri Agrice sem hefur samið um
framleiðslurétt á skyri í Danmörku,
sagði að Thise Mejeri framleiddi
skyrið samkvæmt uppskrift skyr.is
og markaðssetti það í eins 170
gramma dósum. Boðið er upp á þrjár
bragðtegundir: Hreint skyr, með
jarðarberjabragði og með peru/ban-
anabragði. „Þetta er framleitt sam-
kvæmt sömu hugmynd og skyr.is, en
úr danskri mjólk,“ sagði Skúli. Hann
sagði viðstadda hafa lýst mikilli
ánægju með danska skyrið. „Hér
voru gestir frá Hollandi, Svíþjóð og
Bretlandi sem voru að fylgjast með
því á hvaða máta þetta væri gert hér
og fá upplýsingar frá danska mjólk-
urbúinu.“
Ár er liðið frá því skrifað var undir
samninga við Thise Mejeri um fram-
leiðslurétt á skyrinu. Agrice, sem er
að 2/3 í eigu Mjólkursamsölunnar og
að þriðjungi í eigu skosks ráðgjafar-
fyrirtækis og Remedia, selur fram-
leiðslurétt á skyri og fær framleiðslu-
gjöld. Skúli sagði að framleiðsla á
skyri hæfist í Bretlandi í ágúst næst-
komandi, í Svíþjóð síðar á árinu og
síðan fylgdu Sviss og fleiri lönd. Að
sögn Skúla er ekki hægt að gefa upp
hvert framleiðslugjaldið af skyrinu er
sem fellur í hlut Íslendinga.
Skyrið frá Thise Mejeri verður til
sölu í verslunum IRMA á Sjálandi,
sem eru 71 talsins. Síðar er stefnt að
því að Brugsen-verslanirnar um alla
Danmörku hafi skyrið til sölu.
Danskt
skyr komið
í verslanir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
DÓMARI hefur að ósk lögreglunnar í
Kópavogi úrskurðað tvo menn í gæslu-
varðhald, en tók sér frest til kl. 11 í dag
til að úrskurða í máli þess þriðja. Menn-
irnir þrír rændu 18 ára pilti frá heimili
sínu í Garðabæ á laugardagskvöld og
óku með hann upp í Heiðmörk þar sem
hann var barinn. Pilturinn fannst á
gangi við Elliðavatn en þangað höfðu
árásarmennirnir ekið honum og hent
honum út. Var hann hruflaður og mar-
inn eftir ofbeldið sem hann sætti þá um
kvöldið.
Hestamaður í reiðtúr hafði séð pilt-
inn meiddan á gangi við Guðmundar-
lund en þá þegar var lögreglan að leita
að bíl árásarmannanna eftir lýsingu
annars vegfaranda sem hafði séð að
verið væri að lúskra á einhverjum í bíl.
Piltinum hent í skottið
Tildrög málsins voru þau að árásar-
mennirnir komu heim til piltsins og
fengu hann til að koma inn í bíl sem þeir
voru á. Ekið var upp í Heiðmörk og kom
til átaka á leiðinni. Átökin héldu áfram
utan við bílinn og var piltinum að lokum
hent í skottið og ekið með hann að
Elliðavatni þar sem honum var sleppt.
Fórnarlambið vildi í fyrstu ekki tjá
sig við lögreglu um málið en síðar kom
skýrari mynd á það sem leiddi til þess
að einn árásarmannanna gaf sig fram
við lögregluna á mánudagskvöld og var
handtekinn. Hinir tveir gáfu sig fram í
gær.
Að sögn lögreglunnar er rótin að mál-
inu rakin til einhvers konar ágreinings
vegna bíls að því er talið er. Ekki var þó
talið að verið væri að innheimta neinar
fíkniefnaskuldir.
Handteknir
vegna
mannráns
í Garðabæ
„ÞARNA erum við að selja hugvit
sem við Íslendingar höfum varð-
veitt í eitt þúsund ár og var þekkt
meðal víkinganna til forna á öllum
Norðurlöndum,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðaráðherra.
„Mér fannst að við værum að
sýna Dönum virðingu með því að
færa þeim þennan dýrmæta mat
sem skyrið er í okkar augum. Það
er fæða hreystinnar, fegurðarinnar
og aflsins. Þetta er kalkrík fæða,
próteinrík og fitusnauð og hentar
mjög vel nútímamanninum.“
En hvernig fannst Guðna danska
skyrið?
„Þetta var afbragðsgott skyr en
auðvitað fannst mér vanta íslensku
mjólkina á bakvið. Við eigum sér-
lega bragðgóða mjólk. Mér fannst
ég finna aðeins bragðmun, en þetta
var prýðileg vara og vel gerð.“
1.000 ára hugvit
Guðni Ágústsson
FULLTRÚAR General Motors kynntu fram-
tíðaráætlanir sínar varðandi þróun vetnisbíla
við Þjóðmenningarhúsið í gær og kom þar
meðal annars fram að árið 2010 ætlar fyrir-
tækið að hafa þróað vélbúnað sem gerir því
kleift að hanna samkeppnishæfa vetnisbíla.
GM lítur til ýmissa orkugjafa í þessu sam-
bandi, orku úr jarðvarma, vind- og sólarorku,
kjarnorku og orku úr lífrænum leifum. Fyr-
irtækið bauð fulltrúum frá fjölmiðlum víða í
heiminum að fylgja fyrirtækinu eftir um
heiminn og fræðast um þá möguleika sem eru
fyrir hendi varðandi vetnisvinnslu. Tilgangur
heimsóknarinnar hingað til lands er að mynda
tengslanet við fyrirtæki og stjórnvöld.
Til sýnis við Þjóðmenningarhúsið í gær var
nýjasta útgáfa af vetnisbíl GM og gafst Val-
gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, færi á að prófa bílinn og sagði hún
ferðina hafa verið afar þægilega. Hún sagði
áhuga GM á Íslandi vera ánægjulegan enda
hefði ríkisstjórnin stefnt að þessu markmiði
lengi og hér væri næga orku að fá.
Þess má geta að orka frá Kárahnjúkavirkj-
un myndi duga til að framleiða nóg af vetni til
að knýja allan bíla- og skipaflota Íslendinga.
Fjöldaframleiðsla á næsta áratug
Britta Gross, hjá GM, sagði að fyrirtækið
legði afar hart að sér við að ná markmiði sínu
um framleiðslu vélbúnaðar árið 2010 og á ára-
tugnum 2010–2020 yrði svo reynt að hefja
fjöldaframleiðslu á vetnisbílum en hún lagði
áherslu á að slíkir bílar yrðu að vera sam-
keppnishæfir við bensínbíla í dag hvað varð-
aði drægni, kraft og fleira. Hún tekur fram
að vetnisbílar verði ekki litlir „golfbílar“ held-
ur venjulegir bílar, knúnir vetni í stað bens-
íns.
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Ís-
lenskrar nýorku, segir að stefnt sé að aukinni
samvinnu fyrirtækisins og GM í framtíðinni
með það í huga að Ísland geti orðið eitt af
fyrstu kynningarsvæðum fyrir vetnisfarar-
tæki GM. Varðandi vetnisframleiðslu hér á
landi segist Jón Björn sjá fyrir sér að olíu- og
orkufyrirtæki hér á landi þrói framleiðslu
sína í þá átt, eins og dæmi séu um erlendis
frá.
Til að mynda hafi breska fyrirtækið British
Petrol breytt nafni sínu í Beyond Petrol. Nú
þegar sé vetni nýtt til að knýja hluta af
strætisvagnaflota höfuðborgarsvæðisins og sú
tilraun hafi vakið nokkra athygli erlendis.
GM sýnir vetnisframleiðslu áhuga
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lét vel af ökuferðinni í vetnisbílnum.
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson
borgarfulltrúi mun í dag leggja fram
tillögu fyrir hönd sjálfstæðismanna á
stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavík-
ur (OR), þess efnis að fyrirhugaðar
framkvæmdir vegna sumarbústaða-
lóða við Úlfljótsvatn verði dregnar
til baka og að málið verði allt endur-
skoðað frá grunni. Segist hann þeirr-
ar skoðunar að fyllsta ástæða sé til
að láta fleiri sjónarmið en hagnaðar-
sjónarmið ráða för þegar ákvarðanir
eru teknar um almenningsútivistar-
svæðið Úlfljótsvatn.
Guðlaugur Þór segir m.a. verið að
skipuleggja inni á landi sem Starfs-
mannafélag Reykjavíkur hefur af-
notarétt af, en Geir Hallgrímsson
gaf félaginu þann afnotarétt þegar
hann var borgarstjóri. „Svæðið er
búið að vera miðstöð skáta á Íslandi í
sextíu ár og mikil náttúruperla, svo
það ætti að horfa til fleiri sjónarmiða
en gróðasjónarmiða. Okkur hefur
fundist menn hafa gleymt þeim
ábyrgðum sem þeir hafa, sem stýra
Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Guð-
laugur. „Það ætti ekki að vera mark-
mið að setja þéttar sumarbústaða-
byggðir umhverfis hvert einasta
vatn í nágrenni Reykjavíkur.“
Hópur fólks, sem lætur sig fram-
tíð og náttúru Úlfljótsvatns varða,
hefur skorað á borgaryfirvöld, OR
og Klasa að hætta við fyrirhugaða
sumarbústaðabyggð og fleira við
Úlfljótsvatn. Með jörðinni Úlfljóts-
vatni gefist Orkuveitu Reykjavíkur
einstakt tækifæri til að halda á lofti
þeirri ímynd að fyrirtækið sé í far-
arbroddi í umhverfismálum. Auðvelt
sé að byggja svæðið upp sem fram-
tíðar útivistarsvæði skáta og al-
mennings og þá séu íbúar Reykja-
víkur ekki undanskildir.
Vill draga til
baka fram-
kvæmdir við
Úlfljótsvatn