Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ vísan til áður sendra at- hugasemda vegna laga og reglugerða um öryggi sjófarenda, sem háttvirtur ráðherra hefur forðast að svara vegna skorts á skilningi hvað sé öryggi á sjó, þykir rétt að taka fyrir og gera athugasemdir við fræðslurit sem ein af undirstofnunum ráð- herra hefur sent frá sér og varðar öryggismál sæfarenda. Fræðslurit þetta nefnist „Siglinga- reglur“ og inniheldur auk þess vaktreglur og stjórnskipanir um borð í skipum. Fræðslurit Siglingastofnunar Rit þetta er með mörgum illskilj- anlegum málfræðiágöllum sem sýnir mikla vanvirðingu við íslenska tungu. Sem dæmi um málfræðigalla má nefna „skip að köfunarstörfum“: Skip sem slíkt er aldrei að köfunar- störfum. Skipið er notað við störf eins og öll önnur tæki og tól sem mað- urinn notar. Blýanturinn skrifar ekki heldur er tæki mannsins og efni til þess að skrásetja. Málfarsgallar eru fleiri t.d. rithátturinn á „lugt“ sem er allundarlegur þar sem réttur rithátt- ur er með k „lukt“ sem dregið er af lokað ljósker. Er þetta linmæli í ætt við dönskuna og lítt skiljanlegt. Margsinnis kemur fyrir í umræddu fræðsluriti að skipin gera þetta og skipin gera hitt. Í reglum þessum er skipið per- sónugert eins og áður er getið og kemur hvað skýrast fram í 36. reglu þar sem stendur: „Ef nauðsynlegt er að vekja athygli annars skips má sér- hvert skip sýna ljós eða gefa hljóð- merki …“ Ritháttur þessi sýnir slæman skort á skilningi, þeirra manna er hafa unnið að ofangreindu fræðsluriti, á íslensku máli og er þetta ein vísbendingin um hnignun á íslensku máli frá því að frumkvöðlar hreinsunar á íslenskri tungu gengu á vit feðra sinna. Frumkvöðlar þessir gerðu kraftaverk um miðja síðustu öld við hreinsun á dönskuslettum úr málinu. Síðustu áratugi hefur málinu hnignað vegna lin- og latmælis margra menntamanna sem almenn- ingi þykir fínt að nota sem fyrirmynd í málnotkun. Rit þetta, Fræðslurit Siglinga- stofnunar, hefur upp á að bjóða marga óskiljanlega agnúa. Orðalagið „eðlilegur stafnhalli“ er illskiljanlegt og nýyrði sem þarfnast skýringa. Ef til er eitthvað sem kall- ast – eðlilegur stafnhalli – er þörf á ít- arlegum skýringum hvað átt er við. Allur annar stafnhalli skips hlýtur þá að vera óeðlilegur stafnhalli eða er til eitt- hvert orð yfir stafnhalla á milli eðlilegs stafn- halla og óeðlilegs stafn- halla? Í gegnum áratugi ef ekki árhundruð hefur verið talað um „æski- legan stafnhalla“ sem er stafnhalli hvers skips sem kemur best út gagnvart siglingu skipsins svo og öryggis skips, skipverja og farms. Ekkert er til sem kallast eðlilegur stafnhalli nema það sé einhver ný þekking sem er þá æskilegt að verði skýrð svo skilj- anlegt verði. Því er spurt: 1. Er „eðlilegur stafnhalli“ stafn- halli skips aftur og þá hve mikill halli? 2. Er „eðlilegur stafnhalli“ djúp- rista skips að framan og aftan jöfn? 3. Er „eðlilegur stafnhalli“ stafn- halli skips fram og þá hve mikill halli? Mörg skip sem sigla með fullfermi hafa stafnhalla fram sem í flestum til- vikum er óæskilegur stafnhalli fyrir fjölda skipa. Stafnhalli fram á sumum skipum við fulla lestun er halli miðað við hönnun skipsins. „Eðlilegur stafn- halli“ er nýtt hugtak sem þarfnast skýringa. Orðið skipsklukka í reglunum er eitt nýyrðið sem er allsérstætt í notk- un þar. Orðið skipsklukka hefur merkt tímamælir og verið aðal- tímamælir um borð í skipi sem ráðið hefur vaktaskiptum og tímasetningu við skráningu í skipsbækur. Allar aðrar klukkur um borð hafa verið stilltar eftir skipsklukkunni. Í regl- unum er allt í einu farið að tala um að glamra á skipsklukkuna og hún orðin að bjöllu sem hringja má með þegar kólfi er slegið í hana. Fram að því síð- asta hefur það áhald sem reglugerð- armeistararnir skíra „skipsklukku“ verið kallað skipsbjalla og talað um að hringja skipsbjöllunni þegar skipi hefur verið lagt fyrir akkeri í þoku og dimmviðri. Svona nýyrðabreytingar eru síst fallnar til að bæta skilning manna á hvað löggjafarvaldið er að fara með setningu reglna sem eiga að vera til fyrirmyndar og eftirbreytni. Orðið „útvörður“ er nýyrði sem ekki hefur verið gerð grein fyrir hvað merki. Orðið sjálft segir ekkert um merkingu þess ef fara á eftir um- ræddum reglum. Ekki er verið að amast við orðinu sem slíku en skýra þarf fyrir hvað það stendur. Spurt er: 4. Nær það yfir skipstjórnarmann á vakt á stjórnpalli skips sem er laust? 5. Nær það einnig yfir aðstoðar- mann skipstjórnarmanns (háseta) á stjórnpalli? 6. Nær það yfir skipverja sem settur er á vakt fram á stefni þegar siglt er í þoku eða dimmviðri eða skipverja sem hafður er á vakt í krákuhreiðri á framsiglu? 7. Nær það yfir skipverja sem settur er á vakt utan stýrishúss á brúarvæng, hábrú eða hvar sem er annars staðar á skipinu? 8. Nær það yfir skipverja sem settur er til að stýra skipi þegar handstýrt er? Skýring á þessu orði hefði mátt fylgja í 3. reglu sem almenn orðskýr- ing. Samkvæmt 13. lið I viðauka /Vakt- reglur / Undirkafli A-VIII/ I er fjallað um útvörð og skyldur hans. Þessar skýringar á starfi útvarðar ná aðeins yfir skipstjórnarmann sem þarf að sanna við sjónpróf og heyrn- armælingu að hann sé hæfur til starfans. Aðrir skipverjar s.s. háset- ar (eða bera þeir ekki hásetatitilinn lengur) eru ekki skyldugir að skila sjón- og heyrnarvottorði né skyldug- ir til að hafa fullkomið litaskyn við ráðningu á skip. Samkvæmt samtali við einn af höfundum þessa rits þótti dönskuslettan „utkig“ eða orðið rýni, svo og siglingavakt sem notuð hafa verið um áratugi ekki vera tilhlýðileg lengur. Því var ráðist í breytingu og úr varð útvörður. En þá vantar orð yfir það starf sem útvörður fram- kvæmir. Því má bæta hér við að í stað út- varðar, sem getur staðið fyrir sínu, mætti huga að hugmynd kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík að nota orðið köguður um varðmanninn og þá fellur orðið „kögun“ vel að því verki sem hann framkvæmir. Er þetta dregið af orðinu Kögunarhóll sem er hóll á Suðurlandi þaðan sem útsýni er gott yfir Suðurlandið og ef rétt er frá skýrt var hóllinn notaður til að fylgjast með óvinveittum mannaferðum. Finna má þessi orð í íslenskri orðabók. Opið bréf til samgönguráðherra Kristján Guðmundsson fjallar um siglingareglur og Fræðslu- rit Siglingastofnunar ’Rit þetta er með mörgum illskiljanlegum málfræðiágöllum sem sýnir mikla vanvirðingu við íslenska tungu.‘ Kristján Guðmundsson Höfundur er skipstjóri. ÁLFASALAN og Samtök áhuga- fólks um áfengismeðferð er tvennt sem í hugum almennings heyrir sam- an. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið SÁÁ og ánægjulegt að upplifa og sjá hve góðar undirtektir beiðni sam- takanna um stuðning frá almenningi með þessum hætti hefur fengið á undanförnum árum. Það er full ástæða til að hvetja alla til að styrkja SÁÁ því verkefnin eru eðli máls- ins samkvæmt ærin. Þegar ég staldra við og lít til baka og velti fyrir mér baráttunni gegn vímuefnaneyslu þá taka SÁÁ talsvert mikið pláss í þeirri mynd sem blasir við. Starfsemi samtakanna hefur haft mikil áhrif á umræður um áfengis- og vímuefnaneyslu í landinu, ekki hvað síst meðal ungmenna, og bæði bein og óbein áhrif af starfi SÁÁ hafa að mínum dómi skilað verulegum ár- angri. Nýleg alþjóðleg könnun meðal barna í tíunda bekk grunnskólans bendir til þess að enn dragi nokkuð úr neyslu barna á tóbaki, áfengi og vímuefnum. Ánægjulegt er til þess að vita að börn okkar Íslendinga standa sig einna best á þessu sviði í Evrópu. Vímuefnaneysla hefur farið minnk- andi síðustu tíu árin og það dregur meira úr neyslunni eftir því sem börnin eru yngri. Það hefur dregið verulega úr reykingum en um- fram allt úr vímuefna- og áfengisneyslunni. Fjölmargir hafa lagt sitt af mörkum til að ýta undir þessa þróun, for- eldrar barna, hið op- inbera með stefnu sinni í áfengis- og vímuvarna- málum, stofnanir hins opinbera eins og Lýð- heilsustöð, félaga- samtök, einstaklingar og fyrirtæki. Með sam- starfi af þessu tagi getum við gert okkur vonir um árangur og þannig bægjum við frá börnum okkar áfengi og vímuefnum. Oft er það svo að þótt árangur sé almennt séð góður getur ástandið versnað eða verið brothætt hjá til- teknum hópum og oft þeim sem eiga við mesta erfiðleikana að stríða. Oft eru það einstaklingar í þessum hópi sem leita til SÁÁ og þess vegna hvet ég alla til að styrkja samtökin með því að kaupa álfa. Margir þekkja þá erfiðleika og það böl sem ofneysla áfengis og annarra vímuefna er fyrir einstaklingana sem einhverra hluta vegna verða fórn- arlömb fíknarinnar. Margir kannast við það af eigin raun eða óbeint hve illa ofneysla getur farið með fjöl- skyldurnar, vinina og vandamenn þess sem í hlut á. Og mörg þekkjum við til barna og ungmenna sem hafa orðið illa úti vegna neyslu og of- neyslu. Þeir sem leita eftir samfélags- þjónustunni sem SÁÁ veitir vilja sjálfir leita sér hjálpar og við sem styrkjum SÁÁ almennt með því að kaupa álfinn erum um leið að rétta þeim hjálparhönd sem eru að biðja um hjálp. Þess vegna ætti það að vera sjálfsagt að leggja sitt af mörkum. Kaupum álfinn Siv Friðleifsdóttir hvetur fólk til að styrkja SÁÁ ’… við sem styrkjumSÁÁ almennt með því að kaupa álfinn erum um leið að rétta þeim hjálp- arhönd sem eru að biðja um hjálp.‘ Siv Friðleifsdóttir Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. ÞAÐ er margt skrítið í heil- brigðiskerfinu okkar sem við þó annars erum stolt af. Það er ótrú- legt að enn skuli sjúkraflutningar geta sligað fjárhag fólks. Ekki að- eins frá útlöndum heim heldur einnig við bráðaatvik utan af landi eða bara á flakki milli deilda og stofnanna í höf- uðborginni. Eða að þó sjálfsagt sé ef „at- vik“ verður í flugi fái farþegar áfallahjálp – sé ekki áfallahjálp fyrir fólk sem fær úr- skurð um lífshættu- legan og langvinnan sjúkdóm. Í mars og apríl sl. fór fram mikið og merkilegt stefnumót- unarstarf í samvinnu Öryrkjabandalags Ís- lands við Lands- samband eldri borg- ara og Lands- samtökin Þroska- hjálp, og með samvinnu við fjölda fræðimanna af mörg- um sviðum. Undirritaður stýrði hópi um heilbrigðiskerfið, eða öllu heldur um „aðgang og hönnun heilbrigð- iskerfisins“. Að leiðarljósi voru ákvæði stjórnarskrár, mannrétt- indasáttmála og markmiðsákvæði sérlaga um málefni fatlaðra, aldr- aðra og sjúklinga. Hvert? Hvaðan? Hvernig? Við spurðum okkur einfaldlega þriggja spurninga. Hvernig þarf kerfið að vera? Hvers er vant? Og hvaða leiðir liggja þar á milli? Til grundvallar höfðum við reynslu- og þekkingarsjóð félag- anna, fræðilega ráðgjöf og mikið efni frá opinberum fundum og ráðstefnum liðins vetrar um mála- flokkinn og skýrslur opinberra nefnda og stofnana. Sumt af því hefur náð til almennings í gegnum fjölmiðla en annað ekki. Flestir kannast við skýrslur Jónínu- nefndar og Guðríðarnefndar og yfirmanna Tryggingastofnunar og jafnvel um rafræna sjúkraskrá, en fæstir vita enn neitt um „hinn upplýsta sjúkling“ sem þó á að verða meginstoð að nýrri heil- brigðisstefnu Evrópu samkvæmt ákvörðun Evrópuráðsins frá síð- asta ári og að mati Evrópusam- bandsins við vinnu að nýrri heil- brigðisstefnu þess. Að fella múra og brúa gjár nær allvel utan um kjarnann í þeirri hugsun sem varð til í hópnum. Ekki aðeins múra og gjár á leið notanda til þjónustunnar heldur ekki síður innan kerfisins, milli deilda, milli stétta, milli stofnana og frá nútíð til framtíðar. „Fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra þurfa að treysta á gott aðgengi að heil- brigðisþjónustu að staðaldri, þar sem þarfir hvers notanda geta gert kröfu til þjónustu mismun- andi sérgreina læknisfræðinnar. Hins vegar er ástæða til að óttast að sú heildarsýn og þau langtíma- viðhorf, sem einkenna þurfa skipulag og stjórnun á meðferð við langvinnum sjúkdómum verði undir nú þegar mikil áhersla er á valaðgerðir og bráðaþjónustu.“ Segir m.a. í forsendum okkar. Þorkell Helgason lýsti ágætlega á opnum fundi í Öskju, þar sem skýrslur Jónínunefndar og Guð- ríðarnefndar voru kynntar, eigin reynslu af þeim múrum og gjám sem mæta notendum og aðstand- endum þeirra inni á sjúkrahúsum. Eins og fáum er betur gefið dró Þorkell fram hinn mikla kostnað sem hindranir og tvítekningar við þjónustuna hefur í för með sér. Að vekja hinn upplýsta sjúkling Samfelld og aðgengileg þjón- usta, þvert á stéttir og stofnanir voru að okkar mati mikilvægustu þarfir sjúklinga og margvíslegar óþarfar og kostnaðarsamar hindranir og tvítekn- ingar verstu gallar kerfisins. Þeim sem hafa áhyggjur af kostn- aðinum við hug- myndir okkar má því benda á að hagur kerfisins og sjúklinga fer saman um mik- ilvægustu atriðin í okkar hugmyndum. Í ofanálag er hug- myndin um „hinn upplýsta sjúkling“ að sögn Fernand Sauer framkvæmdastjóra heilbrigðismála hjá Evrópuráðinu, það einasta sem getur mögulega bjargað heilbrigðiskerfi Vest- urlanda. Þetta sagði Sauer m.a. á samráðs- fundi ESB með Evrópsku sjúk- lingasamtökunum (Europian Patient’s Forum) sem ég sat síð- astliðið sumar. Sú vinna var að ósk ESB til að leita ráða um hvernig skrefið verður stigið frá „pabbi veit best“ hugmyndinni um samband læknis og sjúklings, til „hins upplýsta sjúklings“, en ég var þana fyrir hönd FAAS. Mikilvægustu fyrstu skref Mikilvægustu fyrstu skref að betra heilbrigðiskerfi væru að okkar mati, auk þess að vekja hinn upplýsta sjúkling, að mynda brú milli almennrar heilsugæslu og sérhæfðrar þjónustu svo lang- veikir geti notið samfelldrar al- hliða heilbrigðisþjónustu á einum stað til hagræðis fyrir notendur jafnt sem heilbrigðiskerfið sjálft. Saman tekið í styttu máli þá verði þegar: 1. Hvatt til opinnar og upp- lýstrar umræðu um heilbrigð- isþjónustuna. 2. Komið á samræmdri rafrænni sjúkraskrá, sem sjúklingur hefur gagnvirkan aðgang að. 3. Komið verði á símati á heil- brigðisþjónustu með virkri þátttöku notenda á vegum mats- eða eftirlitsstofnunar sem verði óháð fram- kvæmdavaldinu. 4. Brúað bilið milli þjónustu sjúkrahúsa og frum- heilsugæslu með því að ein- staka heilsugæslustöðvar sér- hæfi sig í þverfaglegri heilbrigðisþjónustu við fólk með fötlun og langvinna sjúk- dóma. 5. Skipulag þjónustunnar miðist við notandann í fyrirrúmi sem fullgildan þátttakanda og heildstæða, samfellda þjón- ustu innan sem utan sjúkra- húsa. 6. Að réttur notenda verði gerð- ur aðgengilegur og virkur réttur í reynd. 7. Í lögum verði gert ráð fyrir því að heildarsamtök notenda komi að stefnumörkun og skipulagi þjónustunnar með beinum og formlegum hætti. Að fella múra og brúa gjár Helgi Jóhann Hauksson fjallar um stefnumótunarstarf í samvinnu Öryrkjabandlags Íslands við Landssamband eldri borgara og Lands- samtökin Þroskahjálp Helgi Jóhann Hauksson ’Að fella múraog brúa gjár nær allvel utan um kjarnann í þeirri hugsun sem varð til í hópnum.‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur og hópstjóri heilbrigðishóps Öryrkja- bandalagsins, Landssambands eldri borgara og Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.