Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vélamenn og meiraprófsbílstjórar óskast Óskum eftir að ráða vélamenn og meiraprófsbíl- stjóra til starfa. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Jarðvéla í síma 414 7500, Bakkabraut 14, 200 Kópavogi, eða fyllið út umsóknareyðublað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is. Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í að koma upp 18x33 m² sparkvöllum við Lundarskóla og Giljaskóla, 9x18 m² blakvelli við Lundarskóla og frágang á afmörkuðu svæði í kringum vellina samkvæmt útboðsgögnum. Helstu verkliðir eru jarðvinna og jarðvegsskipti í vallarstæðum, lagning regnvatnslagna og snjóbræðslulagna, tengingar lagna innanhúss, raflagnir og lýsing, hellulagnir, malbikun og þökulagnir, smíði girðinga og steypta stoðvegg við sparkvöll við Giljaskóla. Gervigras og lögn á því er ekki hluti þessa útboðs. Verktími er til 15. ágúst 2006. Útboðsgögn verða afhent í Þjónustuanddyri Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, frá og með 18. maí. Tilboðum skal skila til Fasteigna Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, og verða þau opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. maí kl. 11.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1128 Útboð Blak- og sparkvellir við Lundarskóla og Giljaskóla Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í byggingu fjölnota íþróttahúss í Hrísey. Húsið skal standa norðan núverandi sundlaugar. Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins ásamt aðlögun að núverandi mannvirki. Helstu stærðir: ● Íþróttahús og búningsaðstaða um 624 m² ● Lóðarframkvæmdir um 200 m² Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. júní 2007. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, frá og með 22. maí 2006. Bjóðendum er boðið í vettvangsskoðun 26. maí kl. 10:00 á verkstað. Bjóðendur eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna mætingu í skoðunina til Gylfa Snorrasonar, Fasteignum Akureyrarbæjar í síma 460 1125. Bjóðendur eru hvattir til að mæta og kynna sér aðstæður. Tilboðum skal skila til Fasteigna Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, fimmtudaginn 8. júní, kl: 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1128 Útboð á byggingu fjölnota íþróttahúss í Hrísey Atvinnuauglýsingar Félagslíf Í kvöld kl. 20.00 norsk þjóð- hátíðarsamkoma. Anne Marie Reinholdtsen stjórn- ar. Áslaug Haugland talar. Ath. dagskráin fer fram á norsku. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 Óska eftir Málverk Óska eftir að kaupa málverk eftir eftirtalda lista- menn: Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur, Svavar Guðnason og Guð- mundu Andrésdóttur. Upplýsingar í síma 864 3700. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FRÉTTIR MÁLFUNDUR verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag kl. 15 undir yfirskriftinni „Skipulagsmál í nýju ljósi.“ Dr. Mark Pennington lektor í stjórnmálafræði við Lund- únaháskóla flytur framsöguerindi og fjallar þar um rökin fyrir einka- framtaki í skipulagsmálum. Að loknu framsöguerindinu verða pallborðsumræður með þátttöku Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæj- arstjóra, Þórs Sigfússonar forstjóra, Þorkels Sigurlaugssonar fram- kvæmdastjóra og Egils Helgasonar blaðamanns. Fundarstjóri verður Birgir Tjörvi Pétursson fram- kvæmdastjóri RSE, sem stendur fyrir ráðstefnunni. Fundurinn verður haldinn í stofu 131b í Ofanleiti 2 og er öllum opinn. Málfundur um skipulagsmál KIWANISKLÚBBARNIR Eldey, Setberg, Sólborg, Hraunborg og Eld- borg héldu sinn árlega Kiwanisdans- leik fyrir fatlaða einstaklinga á sam- býlum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Hljómsveitin Ísafold lék fyrir dansi og Idolstjarnan Ragnheiður Sara kom og söng fyrir hópinn. Undirbúningur fyrir dansleikinn hefst í upphafi hvers árs og skipta klúbbarnir með sér verkum. Á annað hundrað fatlaðir einstaklingar og um 25 aðstoðarmenn frá sambýlum skemmtu sér konunglega og hátt í 40 Kiwanisfélagar inna af hendi sjálf- boðastarf við undirbúning, fram- kvæmd og frágang. Stuð á dansleik REYKJAVÍKURAkademían stendur fyrir málþingi á morgun, fimmtu- daginn 18. maí kl. 16.30, um mót- mæli og lýðræði. Málþingið er haldið í aðalsal ReykjavíkurAkademíunn- ar, Hringbraut 121, 4. hæð. Frummælendur verða Viðar Þor- steinsson heimspekingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur. Að lokn- um erindum verða pallborðs- umræður með frummælendum og Gesti Guðmundssyni, prófessor í fé- lagsfræði við KHÍ, og Írisi Ellen- berger, sagnfræðingi og umhverf- isverndarsinna. Fundarstjóri er Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Málþing um mót- mæli og lýðræði SIÐMENNT, félag siðrænna húm- anista á Íslandi, og Mannréttinda- skrifstofa Íslands standa að mál- þingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög. Lífsskoðanafélög eru félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir fé- lagslegum athöfnum eins og nafn- gift, fermingu, giftingu og greftr- un. Tilgangur málþingsins er að fjalla um jafnræði trúfélaga, skráningu lífsskoðanafélaga og trúfrelsi á Íslandi. Fulltrúi Mannréttinda- skrifstofunnar talar um trúfrelsi út frá mannréttindasjónarmiðum, Oddný Mjöll Arnardóttir hdl., fjallar um skráningu trúfélaga út frá mannréttindasamningum og ákvæðum stjórnarskrár, Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar talar um lífsskoð- unarfélög og viðhorf Siðmenntar, og Lorentz Stavrum lögfræðingur Human Etisk Forbund (HEF) í Noregi, segir frá réttarþróun og stöðu mála í þar í landi. Að fyr- irlestrum loknum munu fulltrúar stjórnmálaflokka kynna viðhorf flokka sinna til viðfangsefnisins en að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar og um- ræður. Fundurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 18. maí kl. 16.15– 18, í Kornhlöðunni, Bankastræti 2. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Málþing um trúfrelsi og lífs- skoðanafélög BRIMBORG býður 75.000 kr. endurgreiðslu af sérstökum Evróvisjón-bílum ef Silvía Nótt vinnur ekki Evróvisjón. Alls verða 32 Evróvisjón-bílar til sölu hjá notuðum bílum Brimborg- ar og stendur tilboðið frá þriðju- deginum 16. fram á fimmtudag, 18. maí, en þá stígur Silvía einmitt á svið í forkeppninni. Endurgreitt ef Ísland vinnur ekki LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á sunnudag, 14 maí, á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Lista- brautar. Þar rákust saman grá Subaru Legacy fólksbifreið og blá Toyota Yaris fólksbifreið. Barst lögreglu tilkynning um áreksturinn kl. 10.21. Var Subaru bifreiðinni ekið suð- ur Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri austur Listabraut en Toyota bifreiðinni norður Kringlumýrar- braut og greinir ökumenn á um stöðu umferðarljósanna. Vitni að árekstrinum eru beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1130 eða 843 1133. Auglýst eftir vitnum NORRÆNA upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd stendur fyrir námskeiðum sem kallast „Að flytja til annars Norðurlands – hvað ber að hafa í huga“. Á námskeiðunum verður farið í gegnum helstu atriði sem hafa ber í huga við flutninga, hvaða réttindi og skyldur fylgja bú- setu á hinum Norðurlöndunum, hvert ber að snúa sér og fleira gagn- legt. Þátttakendur fá ýmsar gagn- legar upplýsingar um flutninga milli Norðurlandanna. Námskeiðin eru haldin á skrifstofu Norræna félags- ins að Óðinsgötu 7 sem hér segir: Danmörk: mánudaginn 22. maí kl. 18. Svíþjóð: þriðjudaginn 23. maí kl. 18. Noregur: þriðjudaginn 23. maí kl. 20. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á námskeiðin í síðasta lagi föstudaginn 19. maí Allar nánari upplýsingar veitir Esther á skrif- stofu Norræna félagsins, sími 511 1808 /netfang hallo@norden.is Námskeið fyrir fólk sem er að flytja utanROKK og pólitík er yfirskrift uppá- komu sem SFR og Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar gangast fyrir í nýrri félagamiðstöð BSRB á Grettisgötu 89 í dag, miðvikudaginn 17. maí og hefst kl. 20. Þar munu troða upp nokkrar rokkhljómsveitir og nokkrir þeirra stjórnmálamanna sem taka þátt í baráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Með þessari uppákomu vilja SFR og Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar auka áhuga ungs fólks á stjórnmálum og kynna þau málefni sem eru efst á baugi nú þegar kosn- ingabaráttan er komin á fulla ferð. Ljóst er að atkvæði ungs fólks geta ráðið úrslitum. Þarna gefst kostur á að slá tvær flugur í einu höggi, að ræða milliliðalaust við fulltrúa allra framboðanna og heyra í nokkrum hljómsveitum sem hafa verið að gera það gott. Hljómsveitirnar sem stíga á svið eru: Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Mammút og Rass – órafmagnaðir. Frá stjórnmálaflokkunum koma: Björn Ingi Hrafnsson, Framsókn- arflokki, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Frjálslynda flokknum, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Bolli Thoroddsen frá Sjálfstæðisflokki og Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn- um. Kynnir kvöldsins verður Þóra Arnórsdóttir fréttakona. Enginn aðgangseyrir er á Rokk og pólitík og þótt samkoman sé fyrst og fremst hugsuð fyrir unga kjós- endur í SFR og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Rokk og pólitík fyrir ungt fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.