Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 23 MENNING Tár Díónýsusar sameinar kraftmikla og framsækna tónlist Lars Graugaard og sérstæða sköpun hins þekkta danshöfundar Thomas Hejlesen sem byggir kvikmynd sína m.a. á þöglum svart/hvítum erótískum myndum þriðja áratugarins. Textinn er eftir Nietzsche úr „Hin díónýsíska heimssýn”. Tónlistin er flutt af Caput hópnum. Sögumaður er hin þekkta sænska leikkona Stina Ekblad. Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Miðasalan Bankastræti 2: Stjórnandi: Guðni Franzson Háskólabíói 17. maí kl. 19.30 Miðaverð: 2.500 kr. Caput hópurinn og Stina Ekblad Stórvirkið Tár Díónýsusar frumflutt á Listahátíð í kvöld Bræðingur ólíkra listgreina á stefnumóti fremstu listamanna Norðurlandanna í dag Svo virðist sem skoðanir fólká Silvíu Nótt og lagi hennarCongratulations í Evró- visjónkeppninni séu tvískiptar, og lítill millivegur þar. Annaðhvort líkar fólki framlag Íslands til keppninnar mjög vel eða alls ekki. Í óformlegri könnun á vettvangi í Aþenu segjast þeir sem hafa dá- læti á henni hafa það vegna frum- leika persónunnar, stílsins, leiks- ins, framkomunnar og þess sem Silvía stendur fyrir – hún er stjarnan sem ætlar á toppinn. Það er áberandi að þessi atriði eru nefnd á undan laginu sjálfu, – þótt vissulega nefni aðdáendur Silvíu það líka, ekki síst textann, sem þykir góður. Svo merkilegt sem það kann að virðast, þá nefna þeir sem hafa ekkert álit á Silvíu Nótt sömu at- riði, og í nokkurn veginn sömu röð; þeim líkar ekki við Silvíu vegna þess að hún er leikin per- sóna; karakter sem tekur sjálfan sig og sína stjörnudýrð hátíðlegar en þá staðreynd að Evróvisjón- keppnin er „söngvakeppni“, ekki „stjörnukeppni“.    Christer Björkman er öllumhnútum kunnugur í Evró- visjónkeppninni, en hann var keppandi Svía árið 1992. Hann hefur stundað fjölmiðlun síðan, og verið framkvæmdastjóri sænsku landskeppninnar frá 2002. Hann er jafnframt stjórnandi norrænu þáttanna um Evróvisjón sem sýndir eru á Norðurlönd- unum við miklar vinsældir. Hann segir það einkenna keppnina að hún stækki stöðugt og verði íburðarmeiri. „Mér finnst keppnin vera að færast frá tónlistinni sjálfri, og verða stöðugt meiri fjöl- miðlasirkus þar sem keppendur reyna að ná athygli með leik. Þessi þróun er mér ekki að skapi. Trúðslætin verða æ meira áber- andi og það er synd,“ segir Björk- man. Hann telur að þessi þróun sé komin að endastöð nú, hún deyi eins og hver önnur tískubóla, og að eftir þessa keppni verði meiri áhersla lögð á góðan flutning góðra dægurlaga. Dana International, ísraelskur sigurvegari keppninnar árið 1998, var sennilega sá keppandi sem ruddi brautina fyrir þá „show- mennsku“ sem síðan hefur verið svo áberandi í Evróvisjón. Christer Björkman telur að nú sé tímabil ballaðanna aftur að renna upp – það sé komin þörf fyrir góða söngva og að Evrópu- búar, sem séu um það bil búnir að fá nóg af sjörnustælum og leikara- skap, vilji nú sjá söngvara sem geta staðið hógværir og lítillátir á sviðinu og sungið vel samin lög.    Jónatan Garðarsson, hópstjóriíslensku þátttakendanna í Evróvisjón, segir að oft sé það þannig að þegar þjóðum gengur illa í keppninni reyni þær að koma með eitthvert sprell næsta ár, – gera eitthvað allt annað og alveg nýtt. „Þetta eru ekki óeðlileg við- brögð.“ Paul Gomez er breskur fjöl- miðlamaður sem gjörþekkir Evróvisjónkeppnina. Hann hefur fylgst vel með gengi Íslending- anna á síðustu árum og vinátta skapast milli hans og félaga hans Peters og Jonathans og íslensku sendinefndanna. Þeir þrír hafa þann starfa að senda sjálfstæðum fréttamiðlum á Bretlandi og víðar fréttir af keppninni og keppend- unum; – bæði slúður og alvöru. Þeir eru vel að sér í tungumálum; Paul er málvísindamaður, og þeir leggja mikið upp úr því að tala við keppendur á móðurmáli þeirra, til að ná bestu innanbúðarupplýsing- unum. Paul Gomez er þeirrar skoðunar að leikurinn og gleðin sem fylgt hefur þeim keppendum sem hafa lagt meira í „show- mennskuna“ hafi hleypt nýju blóði í keppnina og frískað upp á hana. Paul Gomez var á Íslandi í fimm daga kringum undankeppnina og segir að það hafi tekið sig alla þá fimm daga að átta sig á leikritinu Silvíu Nótt. „Vandamálið er auð- vitað að með þessari rannsókn minni á því hver Silvía er – þá veit ég það að hún er leikur. Það er miklu erfiðara að koma heilli Evrópu í skilning um hvers eðlis hún er. En það er segin saga, að um leið og augu fólks opnast, og það skilur hana, fer það að kunna mjög vel við hana og sönginn hennar. Suður-Evrópubúarnir eiga erfiðast með að skilja þessi leiknu atriði hér og kómíkina bak við persónuna Silvíu Nótt.“ Gomez telur möguleika Silvíu þó mikla, vegna þess að fólk vili sjá hana og heyra. Forvitni almennings sé vakin, og um leið og almenningur vilji heyra eitthvað aftur sé grundvöllurinn fyrir velgengni kominn. „Það er rétt að þróunin er í átt frá lögum og textum í þá átt að keppendur komi til leiks með heilu atriðin í kringum sig og jafnvel heilu leikritin. En það er ekki endilega slæmt. Í dag þarf hver listamaður að ná til fólks – ná í gegn – og það er sviðslist hvort tveggja, hvernig sem á það er litið, að syngja lag annars veg- ar og að leika. Carola kann þessa list vel, hún hefur skapað ímynd í kringum sig sem er í sjálfu sér leikrit, og hún kann á fjölmiðlana og allt sem í kringum þetta er. En það eru ekki allir sem kunna. Ég sótti blaðamannafund hjá ungu portúgölsku keppendunum, og það var eins og að horfa á kvik- mynd af árekstri – sýnda hægt – því þau kunnu ekki að fóta sig í þessum bransa og höfðu engin tök á fjölmiðlafólkinu. Þetta skemmir vafalaust fyrir þeim og var hræði- legt fyrir þá sem á horfðu.“ Paul Gomez lítur svo á að allt sé þetta einn pakki – lag, texti, flytjandi, framkoma, og það sem til þarf til að koma sér áfram. Það er því ekki að undra að hann skuli hafa mikið álit og dálæti á Silvíu Nótt. „Ef það er rétt sem Jónatan segir, þá er það allavega öruggt að eins og margir þráðu að sjá Selmu ganga vel í fyrra, þá er Silvía Nótt hin fullkomna hefnd fyrir það að Selmu skyldi ekki ganga betur. Silvía gerir grín að keppn- inni, en á mjög góðlátlegan og kómískan máta, og það er í góðu lagi.“ Lög eða leikaraskapur ’Paul Gomez lítur svo áað allt sé þetta einn pakki – lag, texti, flytj- andi, framkoma, og það sem til þarf til að koma sér áfram. Það er því ekki að undra að hann skuli hafa mikið álit og dálæti á Silvíu Nótt.‘ Morgunblaðið/Eggert Thomas Lundin ásamt Crister Björkman, sem segir keppnina færast frá tónlistinni og verða fjölmiðlasirkus. BLOGG: begga.blog.is Paul Gomez segir að leikurinn og gleðin, sem fylgt hef- ur þeim keppendum sem hafa lagt meira í „show- mennskuna“, hafi hleypt nýju blóði í keppnina. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is 17.00 Norðurlandahraðlestin. Leiklestur í Borgarleikhúsinu. Síðari hluti. 19.30 Caput – Tár Díónýsusar. Frumflutningur í Háskólabíói. 20.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. Við erum öll Marlene Dietrich. FOR í Borgarleikhúsinu. Þriðja sýning. Miðvikudagur 17. maí Hjá Máli og menn- ingu er komin út í kilju Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson. „Á fáeinum dög- um eru þrír gæsa- veiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögregl- unni berst orðsending frá morðingj- anum sem segir: „Ég veiði menn og sleppi aldrei ...“ Frá þeim degi hefst æsileg glíma milli lögreglu og óvenju- legs morðingja upp á líf og dauða þar sem ekki má á milli sjá hvor er í hlut- verki kattar og músar.““ Viktor Arnar Ingólfsson er í hópi þekktustu spennusagnahöfunda landsins. Nýjar kiljur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.