Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 37 DAGBÓK Oddafélagið í samstarfi við Stofnun ÁrnaMagnússonar, Heimspekistofnun Há-skóla Íslands og Stofnun Sæmundarfróða stendur á laugardag fyrir mál- þingi um Sæmund fróða. Þór Jakobsson er formaður Oddafélagsins: „Sæmundur fróði Sigfússon fæddist 1056 og eru því liðin 950 ár frá fæðingu hans. Sæmundur lést 22. maí 1133 og hefur Oddafélagið haldið árlega Oddastefnu, Sæmundardag, þá helgi sem næst er þeim degi. Í tilefni 950 ára frá fæðingu Sæmundar er dagskráin sérlega vegleg í ár,“ segir Þór. „Við í Oddafélaginu teljum Sæmund fróða með- al merkustu Íslendinga. Ungur drengur var hann sendur til meginlandsins til náms og menn hafa haldið námsstað hans vera það sem í dag er Frakkland, en um það eru ekki allir sammála. Margt bendir til að hann hafi lært til hæsta stigs sem hægt var að læra til, það sem við myndum kalla doktorsgráðu núna. Hann hefur líkast til numið það sem kallað var hinar sjö frjálsu listir, ekki aðeins guðfræði heldur einnig flatarmáls- fræði, stærðfræði, tónlist, stjörnufræði, málfræði og heimspeki, og virðist enginn annar íslendingur sem sendur var utan til náms hafa lært jafnmikið og Sæmundur.“ Þór segir viðfangsefni ráðstefnunnar á laugar- dag að reyna að svara því hvað það var sem Sæ- mundur lærði og hvar hann lærði. Lykilerindi ráðstefnunnar flytur John Maren- bon frá Cambridge í Englandi. Hann mun fjalla um skólahald á elleftu öld. „Þetta var skemmti- legur tími og menntun í Norður-Evrópu að örvast. Hann mun fjalla um hvert námsefnið var sem Sæ- mundur fékkst við, sendur út í heim til að læra jafnvel aðeins 10 ára gamall.“ Gunnar Harðarson hjá Heimspekistofnun Háskólans ræðir um heim- speki miðalda og handrit. Þá flytur Sverrir Tóm- asson erindið „Hvað skrifaði Sæmundur?“, um þau verk sem kennd hafa verið við Sæmund. „Njáll Sigurðsson frá stofnun Árna Magnús- sonar flytur erindið „Elstu kirkjusöngshandrit miðalda í íslenskum söfnum“ og fjallar þar um rannsóknir Jóns Þórarinssonar tónskálds og ann- arra fræðimanna. Jón hefur verið að semja rit um tónlistarsögu Íslands og er gaman frá að segja að þetta mun vera í fyrsta sinn sem lesið verður úr verkinu.“ Edward Booth, prestur kaþólsku kirkjunnar í Stykkishólmi, mun eftir hlé gera grein fyrir ætlan sinni um að Sæmundur hafi í raun lært þar sem nú er Þýskaland og Helgi Skúli Kjartansson, pró- fessor við KHÍ, kynnir landafræði samtíma Sæ- mundar og fjallar nánar um deiluna um hvert námsland Sæmundar hafi verið. Að lokum fjallar Garðar Gíslason hæstaréttar- dómari um hvort Sæmundur lærði lög og fjallar um rök fyrir því að námsstaðurinn hafi verið Frakkland. Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða. Málþingið fer að hluta fram á ensku og er hald- ið í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands. Dag- skráin hefst kl. 13 og er aðgangur ókeypis. Sagnfræði | Oddafélagið heldur málþing um Sæmund fróða í Þjóðminjasafninu á laugardag Hvar lærði Sæmundur fróði?  Þór Jakobsson fædd- ist í Kanada 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1956, cand. mag. í jarðeðlisfræði frá Osló- arháskóla og Háskól- anum í Bergen og cand. real. í veðurfræði frá Háskólanum í Bergen. Árið 1973 hlaut hann doktorsgráðu í veður- fræði frá McGill-há- skóla í Montreal. Þór starfaði hjá Umhverfis- stofnun Kanada 1973-79 en frá 1980 hefur hann verið verkefnisstjóri hafísþjónustu Veð- urstofu Íslands. Þór er kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 17. maí,verður sextug Helga Hrönn Þórhallsdóttir húðsjúkdómalæknir. Ferðablað Morgunblaðsins Sumarferðir 2006 fylgir blaðinu miðvikudaginn 24. maí. Vertu með í Sumarferðurm 2006 - blaðinu sem verður á ferðinni í allt sumar. Sumarferðir 2006 Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 18. maí. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Meðal efnis er: • Fjölskylduhátíðir • Gististaðir • Tjaldsvæði • Skemmtigarðar • Hellaferðir • Afþreying fyrir smáfólkið • Bátsferðir • Gönguferðir • Sundlaugar • Uppákomur • Veiði • Hestaleigur • Söfn Cavendish. Norður ♠D8 ♥Á1095 N/Allir ♦G1065 ♣KG8 Vestur Austur ♠1052 ♠643 ♥D763 ♥8 ♦84 ♦K972 ♣ÁD76 ♣109432 Suður ♠ÁKG97 ♥KG42 ♦ÁD3 ♣5 Hið árlega uppboðsmót Cavendish- klúbbsins í New York fór fram í síð- ustu viku. Fyrst var spiluð sveita- keppni, sem lið egyptans Wafikabdou vann (Pratap, Goldberg og Landen) en tvímenninginn unnu hollensku lands- liðsmennirnir Huub Bertens og Ton Bakkeren eftir harða baráttu við Eric Rodwell og Geoff Hampson. Spilið að ofan er frá tvímenningnum. Vestur Norður Austur Suður Levin Blanchard Weinstein Meckstroth – Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 lauf * Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Sex hjörtu er auðvitað vond slemma, en hún vinnst með því að finna hjarta- drottninguna úr því að tígulkóngur liggur fyrir svíningu. Út kom laufás og tígull í öðrum slag, sem Meckstroth tók heima, lagði niður hjartakóng og svínaði gosanum: 12 slagir. Sagnir NS eru athyglisverðar. Kerf- ið er Standard og grandsvarið krafa. Stökk suðurs í þrjú lauf sýnir sterk spil, en getur verið eitt af þrennu: (1) lauf, (2) einlita spaðahönd, (3) fjórlitur í hjarta. Þrír tíglar norðurs er biðsögn og hér sýnir suður hjartalit, en með myndi melda þrjá spaða með einlita hönd og þrjú grönd eða fjögur lauf með ekta lauflit. Kosturinn við þessa sagnvenju er augljós – til dæmis myndi stökk beint í þrjú hjörtu sýna fimmlit. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Of mjó göngu- og hjólreiðabraut ÉG geng að staðaldri niðri í Foss- vogi þar sem er mjög góð göngu- og hjólreiðabraut. En málið er að þar er nú orðið svo mikið af hjólreiðafólki og skautafólki að brautin sem ætluð er fyrir hjólreiðafólk er of mjó. Það þarf að breikka hana um helming. Þá er hún orðin jafnbreið göngu- brautinni því eins og þetta er núna þá truflar þetta mjög fótgangandi fólk og eldra fólk verður mjög hrætt því það er of lítið pláss. Þessi braut liggur vestur í Nauthólsvík og er mikið notuð og aldrei eins og núna. Því vil ég biðja þá sem þessu ráða hjá Reykjavíkurborg að athuga þetta mál og breikka hjólreiðabraut- ina um helming. 190923-4799. Ótrúleg hræsni ÉG er fæddur Íslendingur og var hér til 20 ára aldurs þegar aðstæður urðu til þess að ég fór til Bretlands og gifti mig svo þar. Eignaðist 2 börn sem fæddust 1979 og 1982. Ég sótti aldrei um annað ríkisfang, enda fyrirfinnst ekki meiri Íslendingur, var með heimþrá mestan tímann, sem ég bjó þar. Ég kom svo heim smám saman fyrir 8-9 árum. Fyrst ein og svo langaði dóttir mína að koma líka. Ég hafði komið heim með hana og bróð- ur hennar í 2 ár þegar þau voru 6 og 9 ára, og lærðu þau þá íslenskuna, en ég ákvað að fara með þau út aftur, þar sem syni mínum líkaði ekki hér. Ég gæti alltaf komið aftur þegar hann yrði sjálfstæður, sem og ég gerði. Síðan voru sett ný lög um að öll börn fædd eftir 1982 með annað for- eldri íslenskt fengju íslenskan rík- isborgarétt, að sjálfsögðu. En hvers eiga þeir að gjalda sem fæddir eru fyrir þann tíma? Dóttir mín telur sig vera Íslending og ég hef aldrei litið öðruvísi á en það sé móðurréttur hennar. Er hún skráð í ættarbækur á Íslandi, sem og Íslendingabók, og er skírð hérna í þjóðkirkjunni. En nú vill dómsmálaráðuneytið fá sönnun þess að hún sé dóttir mín og að ég hafi aldrei tekið upp annað rík- isfang. Það virðist ekkert mál vera fyrir fólk eins og Bobby Fischer að fá íslenskt ríkisfang. Svo er talað um Íslendinga eins og Bjarna geimfara frá Kanada sem fær heiðursorðu, fyrir hvað? Að hann hafi menntað sig vel í Kanada. Hann talar ekki einu sinni íslensku og hafði aldrei komið hingað. Ef dóttir mín væri heimsfræg fyrir eitthvað væri þetta sennilega ekkert mál. Mér er mjög misboðið. Svo er þvílík umræða í gangi varð- andi erlenda aðila – hvað með okkur Íslendinga? Hvar er okkar réttur og barnanna okkar? Rannveig Einarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þessi duglegi drengur, Stefnir Guðmundsson, hélt tombólu og safnaði 7.500 kr. til styrktar abc-barna- hjálpinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.