Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Goða grillkjötið er heitast á grillið í sumar! E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 Vladíkavkaz. AFP. | Núrpashí Kúlajev var í gær fundinn sekur af dómara fyrir rússneskum rétti um manndráp og aðild að hryðjuverkinu í bænum Beslan árið 2004, en hann er eini eftirlifandi gíslatökumaðurinn úr röðum skæruliða frá Tétsníu sem tóku þátt í árásinni ör- lagaríku. „Rétturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kúl- ajev hafi tekið þátt í vopnaðri árás og gíslatöku … og framið morð á varnarlausu fólki,“ sagði Tamerlan Agúzarov, yfirdómari í hæstarétti í héraðinu Norður- Ossetíu, þar sem Beslan er, í gær. Kúlajev hefur viðurkennt aðild sína að árásinni en neitað því að hafa orðið manni að bana. Telja sérfræð- ingar að fallið verði frá dauðarefsingu yfir honum og hann verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Þá saka að- standendur fórnarlamba árásarinnar rússnesk stjórn- völd um að gera Kúlajev að blóraböggli í málinu í stað þess að viðurkenna að þau hafi stuðlað að auknu mann- falli með því að beita röngum vopnum við lausn gísl- anna. Hryðjuverkið í Beslan í Suður-Rússlandi fyrsta sept- ember 2004 vakti mikinn óhug um heim allan. Var krafa gíslatökumannanna, sem voru 32 skæruliðar frá Tétsníu, að rússneskir hermenn yrðu kallaðir á brott frá svæðum þeirra, gegn því að um 1.100 gíslar yrðu látnir lausir. Ekki var orðið við þeirri kröfu og féll 331, þar af 186 börn, í skotbardaga milli sérsveitarmanna og gíslatökumanna við frelsun gíslanna. AP Mæður fórnarlamba hryðjuverksins í Beslan ganga til réttarhaldanna. Dómur í Beslan-málinu FIDEL Castro, forseti Kúbu, vísar því á bug sem „firru“ og „ósvífnum áróðri“, að hann eigi 900 millj- ónir dollara, um 64 milljarða ísl. kr., á bankareikn- ingum. Var því nýlega haldið fram í bandaríska tímaritinu Forbes. Castro sagði, að þetta væri allt liður í ófræging- arherferð Bandaríkjastjórnar og bætti við, að gæti einhver fundið „einn einasta dollara“ á reikningi, sem hann ætti erlendis, myndi hann segja af sér. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkis- útvarpsins, í gær. Í greininni í Forbes, sem hét „Auðæfi konunga, drottninga og einræðisherra“, var gengið út frá því, að Castro réði öllu í kúbönskum ríkisfyrirtækjum og fengi prósentur af hagnaði þeirra. Út frá því var síð- an reiknað, að hann væri sjöundi ríkasti þjóðhöfðing- inn og til dæmis ríkari en Elísabet II Bretadrottning. Castro kvaðst tilneyddur til að vísa „þvættingnum“ í Forbes á bug vegna þess hve víða hann hefði farið og mikið í hann vitnað. Leiddi hann meðal annars fram bankastjóra kúbanska seðlabankans til vitnis um, að hann ætti enga reikninga erlendis en Forbes segir, að við matið á auðæfum Castros hafi ekki ver- ið átt við inneign í erlendum bönkum. „Hvers vegna ætti ég að sanka að mér peningum. Hvað ætti ég að gera við þá? Ég er að verða átt- ræður og á enga erfingja,“ sagði Castro, en erlend- um sendimönnum og kaupsýslumönnum í Havana, sem þekkja til Castros, ber saman um, að þótt af ýmsu sé að taka, þá sé fégræðgi ekki einn af löstum hans. Vísar „firru“ Forbes á bug AP Fidel Castro, forseti Kúbu, er hann sagði það þvætting að hann væri sjöundi ríkasti þjóðhöfðinginn. Washington. AFP. | Luis Ernesto Derbez, utanríkisráðherra Mexíkó, fordæmdi í gær þá fyrirætlan George W. Bush Bandaríkjaforseta að senda allt að sex þúsund þjóðvarðliða til að aðstoða landamæraverði við að gæta landamæranna að Mexíkó. Derbez sagði þetta þýða í raun „hervæðingu“ landamæranna, sem hafa myndi í för með sér að bandarískir hermenn færu að taka fólk höndum og setja það í varðhald. Um tólf milljónir ólöglegra inn- flytjenda eru í Bandaríkjunum, flest- ir frá Mexíkó og öðrum ríkjum Róm- önsku Ameríku. Bush sagði í sjónvarpsávarpi í fyrrakvöld að áríð- andi væri að gæta landamæra Bandaríkjanna betur. „Við höfum ekki enn fulla stjórn á landamærun- um og ég er staðráðinn í að breyta því,“ sagði Bush. Hann sagði hins vegar jafnframt að stjórnvöld í Bandaríkjunum yrðu að beita sér fyrir því að fólk sem kæmi til Banda- ríkjanna ætti auðveldara með að að- lagast bandarísku samfélagi. En öldungadeild Bandaríkjaþings ræðir nú lagafrumvarp sem er Bush þóknanlegt, felur það m.a. í sér að ólöglegir innflytjendur sem búið hafa í Bandaríkjunum lengur en fimm ár fái tækifæri á að öðlast ríkisborgara- rétt að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Skiptar skoðanir voru um ræðu Bush í Bandaríkjunum. Meðal repúblikana er að finna marga sem telja forsetann – þrátt fyrir ákvörðun hans í fyrrakvöld – ekki taka nægi- lega fast á ólöglegum innflytjendum. Og Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, sagðist óttast að aðgerðir Bush fælu aðeins í sér tíma- bundna lausn á vandanum. Þá gagn- rýndi hann að ekki hefði verið haft samráð við ríkisstjóra í þeim ríkjum sem landamæri eiga að Mexíkó. <A 0 $ %* .0 0 4 *2 * & ' ( ! ) *   +      M 6, :I ? $ %&  '   -% ! " N. = ?% : % = 8  , ! M  '* , %  .  %" " 0 %" 0  -% ! "  *" 0 $ O "". 0. ;  %*.P %  . 5.        : 2%  !"##$%&'(#)*%+,     # #   ( )  *  &  +   )    "  & ,--.* #*+$ - /  -+  0$%1   +/&-2%3 -#-  %  -   4 $-+# /  -+    Q2O00 0%   " 0 1 )0  0 ;02  0 # %*.P 0.  0    )  " % %" 1 7 %". " #;"" %" "          0 O ""  %%;2%* 0  %%"   B " /K D .0 . "  1 0 1 A #">  ) E 5-     0  "  'P %  -%% 0 )    %% Q2O00 0 1 %" A 2$%A Q . 0 P0 .1. .%   )A . %*.P 0. 2 " % ) . 1 0 2 " A   $    %% 21 0% %"  0 ;  * 1 0%. A )A ;% 0  %*.P  % 5%% ** 0  O%  A   %* O "". %%;2%*. . #;""2 1 A%%P% " .   P" 0    %% 21. "  P" 0 0 ""2 % 0  . #;""  1 )A 0 O "". %%;2%*. > " 0 .P ;  *O. " A0% R %* .P )  2*%  & A > %*  0  0 0 O ""  %%;2%* . "0   1 A  . 2O%  1 21 A #"> 1 %*%. 0 >   "2  6 %   7  +         ,-           -% 0 #;"" %" " 0 %" $ 1 " 21% . %1 .;%* 1 (;  %* %% 0 ,SAOO Yfirvöld í Mexíkó ósátt við Bush París. AFP, AP. | Öll spjót stóðu á Dominique de Villepin, forsætisráð- herra Frakklands, í gær þegar van- trauststillaga af hálfu stjórnarand- stöðunnar var lögð fram á franska þinginu. Tillagan var lögð fram af Sósíalistaflokknum, sem er í stjórn- arandstöðu, en henni er „ætlað að snúa við blaðinu“ í stjórn landsins. Þannig hefur Francois Hollande, leiðtogi sósíalista, hvatt þingmenn í stjórn og stjórnarandstöðu til að gera uppreisn gegn stjórn sem „hafi glatað öllum trúverðugleika“. Til að gera illt verra sakaði Jean-Louis Debre, forseti þingsins, Francois Bayrou, leiðtoga Lýðræðisbanda- lagsins (UDF), um að hafa „stungið pólitíska vini sína í bakið“ með því að styðja tillöguna. Þrátt fyrir að tillagan hafi verið felld kom hún sér engu að síður illa fyrir de Villepin, sem þurfti að svara erfiðum spurningum í þingsal. Þann- ig hefur forsætisráðherrann verið undir miklum þrýstingi um að segja af sér embætti vegna Clearstream- málsins svokallaða, sem kom upp 2004, en um fátt hefur verið jafn mikið rætt í Frakklandi að undan- förnu. Clearstream-málið til ama Í stuttu máli er de Villepin sak- aður um að hafa fyrirskipað rann- sókn á áskökunum um að Nicolas Sarkosy innanríkisráðherra hafi ver- ið meðal þeirra sem þáðu mútur inn á leynireikninga hjá alþjóðlega uppgjörsfyrir- tækinu Clear- stream Banking í Lúxemborg, vegna sölu á her- skipum til Taív- ans árið 1991. Enginn fótur reyndist fyrir þessum ásökun- um og er de Villepin grunaður um að hafa fyrirskipað rannsóknina til að koma höggi á Sarkozy, sem er talinn líklegur keppinautur hans í forseta- kosningunum að ári. Fyrir utan að koma de Villepin afar illa hefur málið dregið úr trausti almennings á stjórn Jacques Chirac Frakklands- forseta, en forsetinn er talinn hafa átt þátt í því að leyniþjónustunni var falið að rannsaka málið. Enn eykst þrýsting- ur á de Villepin Dominique de Villepin Þingið hafnar vantrauststillögu gegn forsætisráð- herra Frakklands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.