Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 31 MINNINGAR ✝ Halldór ErlingurÁgústsson fædd- ist á Patreksfirði 5. desember 1932. Hann lést á Land- spítalanum í Reykja- vík aðfaranótt 4. maí síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Ágúst Halldórsson, f. í Stykkishólmi 30. ágúst 1907, d. 20. mars 1973 og Kristín Snæbjörnsdóttir, f. á Tannanesi í Tálkna- firði 4. febrúar 1911, d. 29. apríl 1989. Hálfsystir Hall- dórs er Elín Ágústsdóttir, f. 22. mars 1953, maki José Ramos Falcón. Halldór kvæntist 28. maí 1955 Sigrúnu Sigurjónsdóttur, f. 7. október 1933, d. 25. desember 2001. Þau skildu. Börn þeirra eru: Sigurjón Ólafur, f. 26. október 1954; Kristín Ásta, f. 5. ágúst 1960, sambýlismaður Pét- ur Eyvindsson, f. 17. apríl 1969, dóttir hennar er Diljá Catherine Þiðriks- dóttir, f. 19. mars 1989; og Linda Björg, f. 4. júní 1963. Seinni kona Hall- dórs var Þuríður Ax- elsdóttir, f. 11. októ- ber 1945, d. 8. janúar 2005. Þau skildu. Dætur hennar eru Herborg Þuríðar- dóttir, f. 23. desem- ber 1968, og Matthildur Þuríðar- dóttir, f. 20. desember 1970. Halldór lauk námi í Iðnskólan- um í Reykjavík 1954 og lauk vél- stjóraprófi 1958. Hann var vél- stjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1958 til 1997. Halldór verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku pabbi. Ekki áttum við systkinin von á því þegar við keyrðum upp á Landspít- ala aðfaranótt 4. maí að við værum að fara að kveðja þig í hinsta sinn. Allt gerðist þetta svo hratt og eig- inlega erum við enn að meðtaka þau orð læknanna að þú værir dáinn. Við vorum svo viss um að þú kæm- ir heim frá þessari sjúkrahúsvist eins og þú varst vanur að gera. En ekki í þetta skipti, elsku pabbi. Við eigum margar góðar og fal- legar minningar um þig sem við geymum með okkur alla tíð. Yndis- legar stundir þar sem fjölskyldan var öll saman komin eins og á jól- unum undanfarin ár, sjötugsafmælið þitt og fimmtugsafmæli Sigga. Minningar okkar um siglingarnar með þér á Fossunum voru sem æv- intýri fyrir okkur sem börn og lifa alltaf með okkur. Einnig gleymist seint siglingin þegar þú hafðir Diljá, barnabarnið þitt, hjá þér í nokkra daga á leið yfir hafið. Þú varst stolt- ur afi þá. Elsku pabbi, við kveðjum þig nú. Góða ferð inn í ljósið. Guð geymi þig. Þín Kristín og Sigurjón. Elsku pabbi minn. Þegar Siggi hringdi til mín og sagði mér að þú værir kominn á spít- alann átti ég ekki von á að Kristín myndi hringja í mig nokkrum dögum síðar til að segja mér að þú værir dá- inn. Þá var erfitt að vera ein í Sví- þjóð, svo langt frá fjölskyldunni. Þrátt fyrir langa veru mína í Sví- þjóð vorum við dugleg að hringja í hvort annað og gátum talað saman um allt mögulegt, því við skildum hvort annað svo vel. Það verður skrýtið að koma aftur til Svíþjóðar og eiga ekki von á símtali frá þér og að geta ekki hringt í þig. Ég er þakklát fyrir að við áttum svo góðan tíma saman um síðustu jól, keyptum jólagjafir, fórum á kaffihús og þú bauðst mér út að borða. Ég mun fara næst á Laug- arás, pabbi, og borða skötuna þar eins og við vorum búin að ákveða að gera. Það var svo yndislegt að heim- sækja þig í Ljósheimana, því alltaf tókstu fagnandi á móti mér, bauðst upp á kaffi og meðlæti á meðan við ræddum saman. Það gladdi mig mjög mikið þegar þú sagðir mér í vetur að þig langaði að heimsækja mig til Svíþjóðar í maí. Ekki grunaði mig að ég kæmi þá heim til að kveðja þig. Elsku pabbi minn, ég sakna þin mikið og reyni að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur. Ég vil trúa því að þér líði betur núna elsku pabbi og að þú sért laus við öll veikindi. Þakka þér fyrir að vera pabbi minn. Ég elska þig. Þín Linda. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Elsku afi minn, þetta gerðist svo skyndilega, ekkert okkar bjóst við að þetta myndi fara á þennan veg. Það er skrýtið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur, jólin verða aldrei söm án þín, elsku afi minn. Stundirnar sem við áttum saman voru allar góðar og þær mun ég allt- af geyma í hjarta mínu, þeim mun ég aldrei gleyma. Þó svo að ég myndi miklu frekar vilja að þú værir ennþá hérna með okkur þá veit ég að það hefur verið tekið vel á móti þér og að nú líður þér vel. Ég veit líka að þú finnur fyrir allri ástinni sem við öll höfum og sendum til þín og þú vakir yfir okkur. Þín verður sárt saknað og ég elska þig að eilífu. Bless afi minn, nú hefur þú hafið nýtt líf og ég veit að þú fylgist með mér og leið- beinir mér. Ég elska þig. Þín Diljá. Kveðja. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Halldór, við þökkum fyrir allt sem þú varst okkur í lifenda lífi og biðjum góðan Guð að geyma þig. Ástarkveðjur, stjúpdætur og fjölskyldur þeirra. HALLDÓR ERLING- UR ÁGÚSTSSON Granítlegsteinar og fylgihlutir Legsteinasala Suðurnesja, s. 421 3124 Móðir okkar, GUÐRÚN ÓLÖF ÞÓR, sem lést fimmtudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Kristkirkju Landakoti föstudaginn 19. maí kl. 15.00. Gunnar Harðarson, Helga Harðardóttir, Hildur Harðardóttir, Hrafn Harðarson, Hulda Harðardóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURÐSSON, Kleppsvegi 94, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 10. maí verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Lilja Ólafsdóttir, Gaukur Gunnarsson, Helena Kristinsdóttir, Íris Birna Gauksdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur minnar, SÓLVEIGAR GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR hjúkrunarkonu, áður til heimilis í Ljósheimum 10A, Reykjavík. Þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Seljarhlíðar. Guðrún Sigvaldadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, NÚMA ÓLAFSSONAR FJELDSTED, Ljósheimum 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks á líknardeild Landspítalans Kópavogi og hjúkrunarþjónustunnar Karítas. Guð blessi ykkur öll. Ásta Þ. Fjeldsted og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HARALDAR SIGURGEIRSSONAR, Fossgötu 7, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Seyðis- fjarðar fyrir frábæra umönnun og hlýju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Jónína Gunnarsdóttir, Sigrún M. Guðmundsdóttir, Kristinn R. Sigtryggsson, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, Anna I. Lúðvíksdóttir, Geirdís Lilja Guðmundsdóttir, Indriði Gunnar Grímsson, Eyþór Sigurgeir Guðmundsson, Jóna Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Karl Helgason, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ÓLAFSDÓTTIR frá Vindhæli, Hléskógum 5, Reykjavík, lést á Droplaugastöðum laugardaginn 13. maí. Guðrún Guðmannsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Anna Guðmannsdóttir, Sigurður Halldórsson, Einar Guðmannsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Ólafur Guðmannsson, Magnús Guðmannsson, Erna Högnadóttir, Halldóra Guðmannsdóttir, Ísleifur Jakobsson, barnabörn og langömmubörn. Aðstoða við gerð minningargreina Flosi Magnússon sími 561 5608 eða 896 5608 Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Óskars vinar okkar sem lést nýlega. Kynni okkar hófust fyrir um 50 árum þegar nokkrar færeyskar konur byrj- uðu saman í saumaklúbb, en Nicolína kona Óskars er færeysk. Eftir að börnin okkar uxu úr grasi fórum við í saumaklúbbnum og makar að hittast oftar og ferðast mikið saman. Margar ógleymanlegar minningar eigum við um Óskar úr ferðalögum okkar innan- lands sem utan. Við höfum t.d. farið saman til Portúgals, Færeyja og Kan- aríeyja. Ekki eru síðri allar minning- arnar úr sumarbústaðaferðum víða um land, oft höfum við t.d verið í Hraunborgum í Grímsnesi og Vík í ÓSKAR VIGFÚSSON ✝ Óskar Vigfússonfæddist í Hafnar- firði 8. desember 1931. Hann andaðist 23. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 31. mars. Mýrdal. Í þessum ferð- um okkar hefur Óskar yfirleitt haldið uppi fjör- inu, því hann hafði mik- inn áhuga á tónlist og átti gott safn af henni. Sérstaklega var hann hrifinn af íslenskri tón- list og sveitatónlist (kántrí). Oft höfum við einnig haldið færeysk kvöld í heimahúsum. Er þá borðaður færeyskur matur og oft mikið fjör. Við hittumst einmitt heima hjá Óskari og Nicolínu hinn 11. febrúar síðastlið- inn og áttum saman yndislegt kvöld, en engan óraði fyrir að þetta yrði í síð- asta skipti sem Óskar yrði með okkur. Óskars á eftir að verða sárt saknað í hópnum en það voru þau hjónin Nicolína og Óskar sem hafa verið driffjaðrirnar í flestu sem við höfum gert saman. Elsku Nicolína, Valborg, Óskar, Ómar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn, megi Guð vera með ykkur. Saumaklúbburinn og makar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.