Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ, þegar sveitarstjórnarkosningar nálgast, eru allir stjórnmálaflokkar í óða önn við að tilkynna stefnuskrár sínar. Allir ætla að verða voða góðir við aldraða og öryrkja og margir eru orðnir mjög „grænir“, þ.e.a.s. svona umhverfisvænir, a.m.k. að nafninu til. Nú á að leggja stíga, gróðursetja heil ósköp, flokka heimilisrusl, vera á móti virkjunum og ég veit ekki hvað og hvað. En … ekki nokkur einasti flokkur hefur minnst á aðal umhverfisvanda- málið, fyrir utan gróður- og jarðvegs- eyðingu, nefnilega hina sískítandi og mígandi ketti út um allar trissur. Ég skil reyndar ekkert í því hvers vegna fólk hefur ketti, þeir eru úti allan sól- arhringinn nema þegar þeir reka inn trýnið heima hjá sér til að éta. Annars á lóðaríi út um allan bæ og sveitir, klórandi upp plöntur í nærliggjandi görðum og gerandi þarfir sínar í sandkassa barnanna , utan í bíla, ét- andi fugla og … bara nefndu það. Enn á að humma það fram af sér að koma böndum á flökkudýrin og gera eigendur þeirra ábyrga fyrir þeim, eins og hundaeigendur eru nú þegar orðnir. Hver þorir að ríða á vaðið? Allir hræddir um atkvæðin sín? Annað umhverfisvandamál virðist ekki vera til staðar í nokkru sveitarfé- lagi, nefnilega ruslið í vegköntum og öllum opinberum stöðum. Merkilegt fyrirbæri að hér á landi er aðeins einu sinni á ári tekið til á landinu, nefni- lega í byrjun júní. Svo ekki söguna meir. Allt árið verður maður að horfa upp á allt draslið sem safnast fyrir hér og þar. Ekki er nóg að ein og ein góðhjörtuð kona með Bónuspokann sinn fari um héruð og hreinsi eftir al- múgann í ruslalandinu þeirra. Það þarf miklu meira til. Það þarf heila hreinsunardeild sem starfar allt árið, landið um kring. Hvernig væri að virkja alla heilsu- góða atvinnuleysingja við að hreinsa allt draslið eftir okkur, þessa frábæru Íslendinga, sem erum jú „bestir“ í öllu, líka í því að rusla til? Það er til háborinnar skammar fyr- ir okkur sem viljum hafa allt vaðandi í erlendum túristum, allan ársins hring, að bjóða þeim upp á allt hvíta plastið og annað drasl við alla vegi og götur landsins sem og annars staðar. Ég skora hér með á alla þessa frá- bæru stjórnmálamenn sem öllum vilja vel að banna lausagöngu katta og stofna öfluga hreinsunardeild sem sér um að vera sífellt að störfum við að tína upp eftir okkur sígarettu- stubba, tyggjóklessur, heyplast af girðingum og úr gróðri og alls konar umbúðir af öllum stærðum og gerð- um. Svo mætti setja á stofn rukkunar- deild með óeinkennisklæddu fólki sem sér um að sekta fólk sem staðið er að því að henda rusli, svona eins og þeir gera í Singapúr, hreinasta landi heims. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Rusla- og skítahaugurinn Ísland Frá Margréti Jónsdóttur Í AÐDRAGANDA kosninganna reikar hugurinn ósjálfrátt 12 ár aftur í tímann, þegar íhaldið átti borgina. Það er með ólíkindum hversu mikið hefur unnist á ekki lengri tíma, ekki síst í réttindamálum kvenna. Allir grunnskólar eru einsetnir, og öll börn eiga kost á heilsdagsvistun á leikskóla, en þessi atriði eru grundvöllur að at- vinnuþátttöku kvenna. Biðlistar á leik- skóla heyra einnig sögunni til, en í tíð íhaldsins færðust börn jafnvel aftar á biðlistunum eftir því sem tíminn leið, ef samböndin voru ekki nógu góð. Reykjavík jafnréttisborg Kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg hefur snarminnkað en er óbreyttur hjá ríkinu, þar sem sjálfstæðismenn og Bélistinn (Framsókn) hafa ráðið ríkjum í meira en áratug. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri sýndi svo um munar í haust að Samfylkingin berst ekki bara fyrir meiri jöfnuði í orði heldur líka á borði þegar lægstu laun borg- arstarfsmanna voru hækkuð, þrátt fyrir hávær mót- mæli sjálfstæðismanna. Einnig er athyglisvert að bera saman mál sem varða Reykjavíkurborg annars vegar og ríkið hins vegar hjá jafnréttisnefnd, kæru- nefnd jafnréttismála og hjá dómstólum en ítrekað hefur verið sett ofan í við ríkið fyrir að brjóta jafn- réttislög og stjórnsýslulög við ráðningar og upp- sagnir starfsmanna. Það þarf vilja og snerpu Hvers vegna hefur Reykjavíkurborg hefur náð svona góðum árangri í réttindamálum kvenna. Svarið er einfalt, Reykjavíkurlistinn, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og fleiri kvenfrelsishetjur í broddi fylkingar, setti þessi mál einfaldlega á dagskrá og hrinti þeim í framkvæmd. Aðrir flokkar virðast þó ekki enn búnir að átta sig. Stefna íhaldsins í dagvistunarmálum er í besta falli óljós og Bélistinn vill leysa málin með því að borga konum 50 þúsund krónur á mánuði fyrir að vera heima (sem var á stefnuskrá íhaldsins í kosningum 1998). Kvennagildran Slík heimsendingarþjónusta er auðvitað móðgun við allar konur. Fleiri konur en karlar ljúka nú stúdents- prófi og fleiri konur en karlar stunda nám við há- skóla. Konur, sem hafa fjárfest í menntun, hafa áhuga á að nýta sér þá fjárfestingu samhliða því að eignast börn og hafa ekki áhuga á því að vera heima- vinnandi og borga 20 þúsund krónur í skatta af þess- ari kvennagildrugreiðslu. Kjósið Samfylkinguna Fjölmörg tækifæri bíða í framtíðinni. Það skiptir öllu máli hverjir taka við stjórn borgarinnar eftir kosn- ingarnar í vor. Reykjavíkurborg verður að halda áfram að vera framsækin og jafnréttissinnuð, bæði hvað varðar mál sem snerta borgarbúa almennt og þau mál sem snúa að rekstri borgarinnar. Það eina rétta er að setja X við S hinn 27. maí. Reykjavík og réttindi kvenna Eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur Höfundur er lögfræðingur, varaformaður Ungra jafnaðarmanna og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. SJÁLFSTÆÐISMENN í Garða- bæ hafa í málflutningi sínum lagt ríka áherslu á ábyrga fjármála- stjórn. Ef samn- ingur þeirra við Klasa hf. um upp- byggingu miðbæjar í Garðabæ er dæmi um ábyrga fjár- málastjórn þá hef ég greinilega mis- skilið hugtakið ábyrg fjármálastjórn og hvað í því felst að vera ábyrgur. Vissir þú: Að Klasi hf. fær alla vega, jafn- vel þó ekkert verði gert með þeirra tillögur, yfir 20 milljónir í greiðslu frá bænum? Að komi til þess að Garðabær gangi til liðs við aðra um tillögur Klasa hf. skal Garðabær greiða Klasa hf. að auki 1,3% af áætluðu lokaverðmæti verkefnisins? Þetta er kallað „sérstök þóknun“ í samn- ingnum. Að í upphaflega samningnum frá maí 2005 var aðeins eitt ákvæði sem verndaði hagsmuni Garðabæjar, þannig að hægt væri að segja samningnum upp, en það hljóðar svo að „verði veruleg eignabreyting á leiðandi hlutum í Klasa hf. er Garðabæ heimilt að segja samkomulagi þessu upp ein- hliða“? Í sömu grein samningsins er sagt að „ákvæði þetta um breyt- ingar á eignar- og starfs- mannahaldi fellur niður í árslok 2005“. Meirihlutinn gerir sem sagt samning sem felur í sér eina út- gönguleið fyrir bæinn, en semur jafnframt um að ákvæðið falli úr gildi nokkrum mánuðum síðar. Hvaða hagsmuni er verið að vernda þarna? Að í viðaukasamningi, des. 2005, er Garðabæ gert að lýsa því yfir, að þrátt fyrir að forstjóri Klasa hf., Þorgils Óttar Mathiesen, hafi eignast 40% hlut í Klasa hf. þá muni bærinn ekki nýta heimildina úr upphaflega samningnum sem kvað á um útgönguleið? Hvers konar samningamenn eru þessir sjálfstæðismenn? Hverra hagsmuni eru þeir að vernda með þessu ákvæði? Í mínum huga er þetta fullkomlega óábyrg fjármála- stjórn. Að það hefur hvergi komið fram að Klasi hf. skuli greiða fyrir það landsvæði sem færi undir versl- unarmiðstöð og íbúðablokkir á verðmætum Sveinatungureitnum við Hafnarfjarðarveginn? Hvernig skyldi standa á því? Að forstjóri Klasa hf. og hans fjölskylda eiga 40% í félaginu? Hvaða hag af verkefninu hefur hann, annan en að það skili Klasa sem mestum arði? Að öllu þessi ferli átti að ljúka í desember 2005? Hvernig má það vera að jafn ábyrgt fyrirtæki og Klasi hf. skuli ekki ná að standa við tíma- og verkáætlanir? Hver er eiginlega styrkur Klasa hf. í þessu máli? Þeir voru nú einu sinni vald- ir til verksins af sjálfstæðis- mönnum í meirihlutanum. Kæri kjósandi. Myndir þú fara svona með þínar eigur? Ef ekki; af hverju ættir þú þá að sætta þig við að sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Garðabæjar ráðskist svona með okkar verðmætu sameign upp á hundruð milljóna? Nei, það er staðreynd að væru- kærðin hefur leitt af sér óábyrga fjármálstjórnun og ógagnrýna stjórnsýslu af hálfu meirihlutans. Látum sjálfstæðismenn í bæj- arstjórn axla ábyrgðina af eigin vinnubrögðum. Komum í veg fyrir fúsk og sérhagsmunapot. Ég hvet þig kæri kjósandi til að hugleiða þetta mál áður en þú tekur ákvörðun. Sérstaklega ef þú ert talsmaður ábyrgrar fjármála- stjórnar í Garðabæ. Bæjarlistinn er tilbúinn til for- ystu. X-A! Ábyrg fjármálastjórn í Garðabæ? Er samningurinn við Klasa hf. dæmi um ábyrga fjármálastjórn? Eftir Þorgeir Pálsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Bæjarlistans í Garðabæ. Fréttir á SMS Heimsferðir bjóða frábær tilboð til Rimini í maí og júní. Njóttu lífsins í sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rimini Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 29.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.