Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 20
ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUN Íslands byggði fyrsta barnaskólann í Malaví árið 1995. Síðan hafa verið byggðir þrír til viðbótar og sá fjórði mun vera í byggingu auk þess sem sex skólar hafa verið gerðir upp og endur- bættir. Þjálfun á vegum malavískra menntamálayfirvalda hefur verið styrkt sem m.a. felst í því að tala um mikilvægi menntunar við höfðingja og aðra heimamenn. Þeirri fræðslu er einkum ætlað að draga úr brottfalli nemenda vegna margvíslegra skylduverkefna þeirra heima fyrir sem aðallega á þó við um stúlkur, að sögn Stellu Samúelsdóttur, starfsmanns ÞSSÍ í Malaví. Í lögum um ÞSSÍ segir að eitt af hlutverkum stofnunar- innar sé að koma á menningartengslum milli Íslands og samstarfslandanna. „Okkur fannst því tilvalið að koma á tengslum milli þeirra skóla, sem við höfum byggt upp í Malaví, og íslenskra skóla, en auk Hvassaleitisskóla eru Mýrarhúsaskóli, Lágafells- skóli og Grundaskóli á Akranesi í sambandi við skóla hér í Malaví og söfnuðu m.a. fyrir sína vinaskóla fyrir jólin. Hungursneyð hefur geisað í landinu að undan- förnu sökum þurrka, en uppskeruhorfur líta nú mun betur út þar sem rigningar brugðust ekki í ár.“ Stella segir framtak krakkana vera frábært og að söfn- unarféð komi svo sannarlega í góðar þarfir. Ráðgert sé að kaupa bækur á skólabókasafn St. Augustine- skólans og alltaf sé þörf á stílabókum og pennum. Einnig mætti hugsa sér kaup á klukkum til að setja upp í skólastofurnar. Landakort og hnattlíkön gætu gert kennsluna áhugaverðari. Hjól kæmu að góðum notum fyrir kennara og fótboltar fyrir börnin. „Mikið er af munaðarleysingjum hér í landi vegna hárrar tíðni alnæmis og því hafa margar fjölskyldur ótrúlega mörg börn á framfæri þar sem ekkert félagslegt kerfi er til staðar. Þrjú þúsund nemendum St. Augustine var að mestu kennt undir skuggum trjánna áður en ÞSSÍ kom að uppbygg- ingunni. Nemendurnir búa í nærliggjandi þorpum, flest í leir- kofum, sem er algengusti húsakostur heimamanna. Flestar fjölskyldur stunda sjálfsþurftabúskap með maísræktun sem meginstoð,“ segir Stella. N emendur við Hvassa- leitisskóla í Reykja- vík hafa frá áramót- um verið duglegir við að finna upp á ýmsum fjáröflunarleiðum til að styrkja fá- tækari meðbræður í Afríkuríkinu Malaví. Afraksturinn nemur rúmum 630 þúsundum króna og verður söfnunarfénu varið til að kaupa námsgögn og námsbækur á bóka- safn St. Augustine-barnaskólans í Mangochi-héraði í Malaví sem Ís- lendingar hafa séð um að byggja. „Þetta er stórkostlegur árangur hjá krökkunum og með ólíkindum hvernig þau fóru að þessu, en segja má að allt grunnskólastigið, allt frá fyrsta bekk og upp í þann tíunda hafi með einum eða öðrum hætti tekið þátt,“ segir Pétur Orri Þórðarson skólastjóri. Hugmyndin reyndist stórgóð „Forsaga málsins er sú að fyrrver- andi nemandi okkar, Stella Sam- úelsdóttir, sem nú er orðin fullorðin og starfar hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands í Malaví, sendi mér tölvupóst fyrir jól og innti mig eftir því hvort möguleiki væri á að við efndum til söfnunar af einhverju tagi. Það komu upp ýmsar hug- myndir, en endirinn varð sá að pen- ingar kæmu sér best. Við könnuðum áhuga starfsmanna skólans og for- eldra nemenda sem fannst hug- myndin stórgóð. Stella kom síðan í jólafríinu til Íslands og kom í skól- ann fyrsta kennsludag eftir jólaleyfi til að sína okkur myndir og segja frá lífinu í Malaví. Strax daginn eftir komu strákar úr skólanum á minn fund og réttu fram peninga. Ég spurði strax hvernig í ósköpunum þeir hefðu komist yfir þá. Þeir svör- uðu því til að þeir hefðu strax eftir fundinn með Stellu farið heim til eins þeirra, bakað kökur, farið út í Aust- urver og selt þær gestum og gang- andi. Síðan hafa viðbrögð krakkana ekki látið á sér standa. Þar sem hér er mjög góð aðstaða til að brenna leir, bjuggu allir nemendur skólans til leirfugla, sem þeir buðu til sölu heima hjá sér á 100 til 500 krónur. Kökur voru bakaðar og boðnar til sölu eftir messur í Grensáskirkju, bóndadags-, konudags- og valent- ínusarkort voru búin til og seld í Austurveri, tombólur voru haldnar, gengið var í hús til að safna flöskum, gengið var í fyrirtæki til að safna peningum og ungur piltur málaði með vatnslitum á harðsoðin egg og seldi ættingjum í fjölskylduboðum um páskana,“ segir Pétur Orri, sem snaraðist að vonum út í næsta bankaútibú til að stofna bók þegar peningarnir tóku að streyma inn. Af- raksturinn verður afhentur Þróun- arsamvinnustofnun Íslands á næstu dögum. Að sögn Péturs Orra hefur verið einkar ánægjulegt að sjá hve vel krökkunum hefur verið tekið enda hafi nemendur verið bæði duglegir og hugmyndaríkir við að finna fjár- öflunarleiðir. Buðu upp á söng gegn greiðslu Vinkonurnar Alexandra Elva Þórkötludóttir og Þuríður Hermannsdóttir úr 7.G báru mest úr být- um þegar þær gerðu stormandi lukku með því að labba í hús og bjóða upp á söng gegn greiðslu. Af liðlega 630 þúsundum náðu þær tvær að safna 100 þúsund krónum með þessu uppátæki sínu enda hafa þær báðar gaman af söng. Mark- mið þeirra í upphafi hafði hins- vegar verið sett á 30 þúsund krónur, en svo hljóp þeim kapp í kinn þegar aurarnir fóru að flæða inn enda segja þær að söfnunin hafi haft al- gjöran forgang um- fram annað í nokkr- ar vikur fyrir páska. Alexandra hefur stundað söng- nám í Söngskóla Maríu undanfarin fimm ár og segist hafa hug á því að halda sig við sönginn auk þess sem hana langi líka til að verða lögfræð- ingur síðar meir. Þegar Þuríður er spurð út í framtíðaráformin segist hún alltaf hafa verið svolítið spennt fyrir kennarastarfinu. Báðar eru þær stöllur svo miklar áhugamann- eskjur um hestamennsku. „Okkur var yfirleitt mjög vel tekið og sjaldan fórum við fýluferð, en einu sinni áttum við fótum okkar fjör að launa undan brjáluðum manni, sem greinilega var eitthvað pirr- aður,“ segja þær Alexandra og Þuríður. Oftast sungu þær Lion King-lagið og léku smáleikþátt með og algeng- ast var að fólk léti 500 eða 1.000 krónur af hendi rakna. „Gamla fólkið reyndist gjafmildara en það yngra og metið átti maður í eldri kantinum sem rétti okkur heilar fimm þúsund krónur. Við lögðum m.a. leið okkar á tvö elliheimili og einu sinni bað mað- ur okkur að koma að sjúkrabeði konu sinnar, sem lá rúmföst með krabbamein, til að syngja fyrir hana. Eldra fólkið hefur sér í lagi verið mjög þakklátt og ánægt með þetta framtak okkar og við höfum verið beðnar um að koma aftur til að syngja fyrir það.“ Þær segja það vera nokkuð ljóst að ólíku sé saman að jafna í aðbúnaði skólabarna á Íslandi og í Afríku. „Nú hefur uppskeran brugðist í Malaví enn eitt árið og þörfin fyrir hjálp er brýn. Hver króna skiptir því máli.“  HJÁLPARSTARF | Krakkar í Hvassaleitisskóla fundu margar fjáröflunarleiðir til styrktar malavískum jafnöldrum sínum Fóru sjaldan fýluferð Morgunblaðið/Eyþór Vinkonurnar Þuríður Hermannsdóttir og Alexandra Elva Þórkötludóttir brugðu á það ráð að ganga í hús og heimsækja elliheimili og syngja til styrktar malavískum börnum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is maí Daglegtlíf Steik, franskar og sósa hljómar kannskiekki ýkja spennandi þegar verið er aðleita að matsölustað í heimsborginniParís. Engu að síður er þetta upp- skriftin sem veldur hvað mestri lukku meðal gestkomandi Íslendinga á einum stað í borginni. Af röðinni að dæma sem myndast á hverju kvöldi fyrir utan má áætla að fleiri þjóðir og jafnvel heimamenn sjálfir kunni að meta einfald- leika „grænu sósu“ staðarins. Staðurinn heitir reyndar „l’Entrecote“ eða „Le relais de l’Entrecote“ eftir því hvar hann er staðsettur í París. Þar er ekki hægt að panta borð en staðurinn er fullur öll hádegi og öll kvöld og því er um það bil hálftíma röð til þess að kom- ast að, sem virðist ekki slá á vinsældirnar. Undirrituð var ekki laus við tortryggni þegar hún fór á stúfana til að kanna þessa undra- samsetningu og komast að því hvað í ósköpunum gæti réttlætt þessa löngu röð fyrir steik og franskar á heilar 1.800 krónur. (Verðið er í hærra lagi miðað við það sem gerist og gengur.) L’Entrecote er óvenjulegur veitingastaður fyrir þær sakir að einungis er boðið upp á rétt dags- ins, sem í 30 ár hefur verið sá sami: góður biti af nautakjöti, franskar og leyndardómsfulla græna sósan. Hún veldur jafnvel mestu mat- gæðingunum verulegum heilabrotum og það er sósunnar vegna sem viðskiptavinirnir koma aft- ur og aftur. Í glæsilegu hverfi Flóra viðskiptavinanna er einstaklega litrík í Rue Marboeuf í 8. hverfi, sem þykir með glæsi- legri hverfum borgarinnar og hefur að geyma hinn fræga Sigurboga. Þar er að finna allt frá sterkefnuðum unglingsstúlkum frá Mið- Austurlöndum sem biðja bílstjórana um að bíða meðan borðað er, til franskra millistéttarmanna sem hafa komið hingað frá því þeir muna fyrst eftir sér. Staðurinn sjálfur og afgreiðslan minna eilítið á Hard Rock Cafe, allt fer fram með hraði og gólfflísarnar gera það að verkum að kliðurinn verður nær óbærilegur. Lítið pláss er til annars en að bíða eftirvæntingarfullur eftir sósunni miklu og er biðin sem betur fer ekki löng. Maturinn er borinn fram á bökkum og settur á diskana fyrir framan viðskiptavininn. Nauta- kjötið er eins og best verður á kosið, steikt alveg eins og beðið er um og frönskurnar eru svokall- aðar eldspýtur eða „allumettes“, fíngerðar og heimatilbúnar. Svo er það sósan. Hún er frekar grá með grænu ívafi en skærgræn eins og maður gæti hafa ímyndað sér og smakkast með besta móti. Ekki skemmir fyrir að boðið er upp á ábót. Leyndardómur grænu sósunnar verður hins vegar ekki opinberaður hér, né verið með vangaveltur um innihald hennar, því samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið einkaleyfi á henni í nokkur ár og virðist hún hafa valdið miklum fjölskyldudeilum í fortíðinni. Þannig eru það tvær systur sem halda úti sitt hvorum „l’Entrecote“-staðnum í París með nákvæmlega sömu sósuuppskriftinni en þær hafa ekki talast við í áratugi. Hvort sósan er valdur ósættisins er alls óvíst en þar sem hér er ekki verið að ræða um neina miðlungssósu er vissulega hægt að ímynda sér að hún eigi einhvern þátt í stórkost- legri fjölskylduharmsögu sem nær aftur í aldir. Það er með nokkrum skilningi sem blaðamaður fór út af staðnum, velmettaður af góðum mat. Að lokum er mælt með því að smakka einn af dásamlegum eftirréttum hússins með kaffinu til þess að fullkomna matarupplifunina á franska vísu.  PARÍS | Sérstakur matsölustaður Leyndardómsfulla græna sósan Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Relais de l’Entrecote er í Rue Marboeuf í 8. hverfi en móðurstaðurinn er við Porte Maillot í 17. hverfi. „Frábært framtak hjá krökkunum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.