Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UNGT FÓLK OG ÁFENGI Á blaðamannafundi, sem sam-tökin Samstarf um forvarnirefndu til í fyrradag, kom fram að rannsóknir sýni að líkurn- ar á því að einstaklingur muni glíma við áfengissýki minnka um 8% með hverju ári, sem unglingur frestar því að hefja drykkju. Þetta eru merkilegar niðurstöður, sem sýna mikilvægi þess að ungt fólk dragi það sem lengst að bragða áfengi. Sl. haust var efnt til forvarnar- átaks, sem nefnist „Ég ætla að bíða“ og hefur m.a. verið byggt á sjónvarpsauglýsingum, þar sem unglingar hafa lýst því yfir að þeir hyggist bíða með að hefja áfengis- neyzlu. Átak þetta hefur verið stutt af Reykjavíkurborg, Kaupþingi banka og 365 miðlum. Margt bend- ir til að þetta átak hafi borið árang- ur og vonandi verður því haldið áfram. Áfengi hefur verið bölvaldur í lífi margra í þessu landi og því miður er það svo að jafnvel mjög ungt fólk hefur orðið áfengissýki að bráð. Það eru of mörg dæmi um að áfengisneyzla hafi orðið til þess að ungt fólk hefur farið út af sporinu strax í upphafi lífsferils síns. Sumir segja að vínneyzla geti verið menning og ekki skal dregið úr því. En enginn veit fyrirfram hvort hann getur orðið fórnarlamb áfengissýki. Þess vegna skyldu menn ganga hægt um gleðinnar dyr í þeim efnum. En hvað sem því líður er bar- áttan fyrir því að ungt fólk dragi það sem lengst að bragða áfengi til fyrirmyndar og til sóma öllum þeim sem að henni standa. VÍMUEFNI OG GEÐVEIKI Geðveiki er alvarlegt heilbrigðis-vandamál. Um ástæður geð- veiki er lítið vitað, þótt þekkingin hafi aukizt umtalsvert á síðari tím- um. Í frétt í Morgunblaðinu í gær var sagt frá opnum fræðslufundi for- eldrafélaga í Heiðarskóla í Reykja- nesbæ með Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ. Í fréttinni sagði m.a.: „Þar kom fram, að ein helzta vá er steðjar að unglingum í dag er neyzla á kannabisefnum. Hún kemur af stað mikilli fíkn, kvíða, þunglyndi og gerir fólk vanvirkt í lífinu … Fram kom hjá Þórarni, að ef svo fer fram sem horfir, verða afleiðingar kannabisneyzlu að alvarlegu geð- heilbrigðisvandamáli á Íslandi.“ Það er erfitt að ráða við geðsýki og margvíslegar afleiðingar hennar á líf sjúklinga og fjölskyldna þeirra. En það er mikilvægt að koma vitinu fyrir ungt fólk, sem þarf ekki að kynnast geðsýki og afleiðingum hennar og kynna því hverjar afleið- ingarnar geta orðið af neyzlu þeirra vímuefna, sem Þórarinn Tyrfings- son gerði að umtalsefni. Það verður aldrei of miklum fjár- munum varið í forvarnir vegna þess að afleiðingar af misnotkun vímu- efna verða alltaf dýrari fyrir þjóðfé- lagið auk þess að verða örlagaríkar fyrir einstaklinginn. Þórarinn Tyrfingsson er sá Ís- lendingur sem hefur orðið mesta þekkingu á og mesta reynslu af að fást við þessi vandamál. Þess vegna á samfélagið að veita honum allan þann stuðning sem hann þarf á að halda í þeirri baráttu sem hann stendur í alla daga og öll ár. Getur maður eitthvað unniðeftir fjallgöngu? „Bless-uð vertu, þú vinnur helm-ingi betur á eftir,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og fararstjóri í göngunni sem er framundan. Ætlunin er að taka þátt í morgunfjallgöngu Ferðafélags Ís- lands sem farin er á hverjum morgni alla þessa viku. Lagt er af stað klukkan sex á hverjum morgni og miðað við að fólk sé komið í bæ- inn um níuleytið – tilbúið fyrir vinnudaginn. Farið er á ýmsa tinda í nágrenni Reykjavíkur, á mánudagsmorg- uninn var til dæmis gengið á Helga- fell rétt utan við Hafnarfjörð, en í þetta sinn er ferðinni heitið á Vífils- fell, 655 metra hátt fjall, rétt við Sandskeið, um 20 km frá Reykja- vík. Allir eru velkomnir í göngurnar og þátttaka er ókeypis. Fólk mætir við skrifstofur Ferðafélagsins í Mörkinni og svo keyra allir saman að fjallinu. Mér leikur hugur á að vita hvers konar fólk er tilbúið til að vakna klukkan fimm til að ganga á fjall áð- ur en vinnudagurinn hefst? Á skrif- stofublók í afleitu formi eitthvert erindi í göngu með svona hópi? Í símann á toppnum Um 35–40 manns eru mættir, ald- urinn er 25 ára og upp úr. Það kem- ur á óvart að 80% göngumanna eru konur, sérstaklega þar sem fyr- irmælin frá fréttastjóranum voru þau að ég myndi ganga með áleiðis, svona til að „tékka á stemningunni hjá strákunum“. „Göngur eru algjört kvenna- sport,“ segir ein konan í hópnum þegar við erum komin áleiðis í fjall- ið. Konan, sem er sjálf fararstjóri og hefur farið með gönguhópa til útlanda, segir að konur séu alltaf í meirihluta í hópunum og að þegar karlarnir komi með sé það yfirleitt með konunum sínum sem hafi pant- að ferðina og dregið þá með sér. Páll fararstjóri vill nú ekki alfarið taka undir þetta en segir þó að yf- irleitt séu fleiri konur en karlar í gönguferðum félagsins almennt. Þær séu hins vegar mun duglegri en karlarnir að mæta í morgun- göngurnar. „Ég held nú bara að þið kon- urnar séuð að taka allt yfir, hvort sem það eru göngur eða viðskipti eða eitthvað annað,“ gellur þá í ein- um göngumanninum. Mér heyrist flestir þarna vera nokkuð vant göngufólk. Þe er ég hissa á því að þegar á er komið taka margir upp s og hringja. Ég spyr sjálfa m hvort það geti verið að gön sé svona stolt af því að vera toppinn að það hringi til að vita? Kann samt auðvitað e að spyrja út í þetta. „Er verið að vekja?“ hey konu fyrir aftan mig segja síðar við vinkonu sína sem hringja. Það kemur þá á da þau eru öll að vekja og athu hina í fjölskyldunni enda k orðin átta. „Maður er að at hvort krakkarnir eru ekki lega á leiðinni í skólann og segir konan. Á leiðinni niður segir Pá Ferðafélag Íslands stendur fyrir morgungöngum á fjöll Í fjallgöngu fyrir Hvað er það sem rekur stóran hóp fólks á fjöll klukkan sex að mo Mestalla leiðina var þoka sem var magnað á sinn sérstaka hátt. S gægðist þó fram í stutta stund og brosti við morgunhönunum á V Hvað fær fólk til að vakna klukkan fimm á morgnana til að ganga á fjall áður en mætt er til vinnu? Bryndís Sveinsdóttir fór í fjall- göngu með árrisulum göngugörpum í gær- morgun. RUSLFÆÐI OG RANNSÓKNIR Á undanförnum árum hefur orðiðathyglisverð viðhorfsbreyting til mataræðis á Vesturlöndum. Smátt og smátt hefur fólk vaknað til vitundar um afleiðingar svonefnds ruslfæðis fyrir heilsufar og heilbrigt líf. Skyndibitakeðjur um allan heim hafa verið fljótar að finna fyrir þessu breytta viðhorfi og hafa lagað þann mat sem þær bjóða til sölu að nýjum kröfum. Þrátt fyrir það blasa afleið- ingar við hverjum og einum í holda- fari fólks, líka hér á Íslandi. Á þessu hefur orðið tiltölulega snögg breyt- ing á skömmum tíma. Í fyrradag kynnti Rannsóknar- stofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala – háskóla- sjúkrahús niðurstöður nýrrar könn- unar á mataræði 9 ára barna og 15 ára unglinga. Í ljós kom að græn- metisneysla hinna yngri svaraði til hálfrar gulrótar á dag og hinna eldri til hálfs tómats á dag. Ekki er allt neikvætt í þessari könnun vegna þess, að í ljós kom að vatnsdrykkja er að aukast í þessum aldursflokkum og reyndar líka neyzla á ávöxtum og grænmeti. Það liggur í augum uppi, að breyttur lífsstíll, nýir þjóðfélags- hættir og vinna beggja foreldra utan heimilis hefur orðið til þess að ekki er jafn vel vandað til matargerðar og áður fyrr. Fólk er fljótt að venja sig á að kaupa ruslfæði, hvort sem er á skyndibitastöðum eða í verzlunum enda er það alls staðar á boðstólum. Að mörgu leyti má segja, að nær- ingarfræðingarnir boði afturhvarf til fortíðar og þess mataræðis, sem áður var algengast með þjóðinni. Þeir hvetja til aukinnar lýsisneyzlu. Enn eru til kynslóðir á Íslandi, sem kynntust því á skólaárum sínum, að volgu lýsi var hellt upp í nemendur í upphafi skóladags í skólanum sjálf- um. Þeir hvetja til aukinnar fisk- neyzlu. Og þeir hvetja til neyzlu á meira grófmeti. Það á við um þessar ráðleggingar að þær eru líklegar til að tryggja fólki hamingjuríka fram- tíð og gott heilsufar ef þeim er fylgt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.