Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú reynir á félagsfærni hrútsins. Ný
sambönd hjálpa þér við að umbreyta
hugmynd yfir í áþreifanleg verðmæti.
Gættu þess að endurtaka ekki tiltekið
mynstur í samskiptum, sérstaklega ekki
ef það á eftir að enda með ósköpum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef nautið leggur of lítið undir leiðist því
bara og það byrjar að búa til vandamál.
Ef of mikið er í húfi missir það móðinn.
Þú veist þú ert á réttri leið ef þú ert ekki
viss um að vinna en langar samt til þess
að reyna þig.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þarftu virkilega að leggja svona mikið á
þig? Taktu það rólega. Það má alveg
vera gaman að sjá sér farborða. Yfir-
drifnar sögur létta lund. Áköfu fólki
hættir til að ýkja, ekki trúa öllu sem þú
heyrir en hlæðu með.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn hefur áhrif þegar hann
ákveður að stappa í sig stálinu. Passaðu
að hafa nóg svigrúm í dag. Annars fer
allt í vitleysu ef þú lendir í umferðarhnút
eða að fundur dregst á langinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Takmark hjálpar manni að komast
áfram en ekki þarf að gera allt að tak-
marki. Eitthvað sem verið hefur á verk-
efnalistanum um langt skeið má alveg
fara, þó að þér takist ekki að klára það.
Við þetta leysist aukaorka úr læðingi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Samningar sem meyjan hefur unnið að,
að því er virðist heila eilífð, eru enn á
döfinni. Þolinmæði er málið. Allt hefur
sinn tíma. Leiðbeindu þeim sem vinna
undir þér af gætni, einn góðan veðurdag
verður einn þeirra yfirboðari þinn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fólk sem segir að þú sért hugrökk mein-
ar yfirleitt að þú látir eins og kjáni. Hvað
veit það? Láttu eins og þú heyrir það
ekki og leyfðu hugrekkinu sem þú þarft
til fara aftur á fætur á morgun og leggja
þig alla fram.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Eitthvað í skjalabunkanum á borðinu
þínu lumar á þeim möguleika að þú getir
unnið þér inn smávegis peninga. Farðu
vel yfir öll smáatriði og leitaðu að smug-
um. Lestu smáa letrið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er gott að vera afkastamikill. Því
betur sem þér líður, því meiru kemur þú
í verk. Það er alger óþarfi að þrasa –
bíttu bara í tunguna og bíddu átekta.
Skyldustörf eru í höndum þeirra sem
bera ábyrgðina.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ástvinur hljómar eins og fiðla sem leikur
dramatískan og þunglamalegan tón.
Forðastu að láta of mikla samúð í ljós.
Þú vilt ekki ýta undir þá blekkingu að
viðkomandi sé fórnarlamb aðstæðna.
Segðu heldur: Ég trúi á þig!
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nýttu þér greiða sem þú átt inni til þess
að koma verkefni áleiðis. Allir eru að
leita að góðum málstað og hann gæti vel
verið þinn draumur. Að minnsta kosti
einn þverkálfur skiptir um skoðun, ekki
sætta þig við nei sem lokasvar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn sinnir verkefnum sínum af
slíkum stíl að þeir sem eru í kringum
hann suða af ánægju. Hann sér
skemmtilegasta vinkilinn og nálgast við-
fangsefnið þannig. Að tapa gæti verið
það sama og að sigra í kvöld og öfugt.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í steingeit er alvöru-
gefið og svalt, alvarlega
svalt. Það má líkja því við
James Dean hallandi sér upp að mótor-
hjóli, með krosslagðar hendur og sígar-
ettu sem hangir kæruleysislega. Viðskipti
fara fram án orða. Ástin lætur ekki á sér
kræla eða fellur í yfirlið með ljóðrænni
viðkvæmni. Meiriháttar atburðarás hefst
með smávægilegri höfuðbendingu.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 gamansemi, 4
kom við, 7 snúa heyi, 8
dans, 9 handæði, 11
groms, 13 geta gert, 14
drýsilinn, 15 krukku, 17
örlagagyðja, 20 hygg-
indi, 22 skrá, 23 fjand-
skapur, 24 eldstæði, 25
mannlaus.
Lóðrétt | 1 mjó lína, 2
árás, 3 teikning af ferli, 4
litur í spilum, 5 skyld-
mennið, 6 bik, 10 kækur,
12 gætni, 13 elska, 15
leggja inn af, 16 skrínu-
kostur, 18 amboðið, 19
sonur, 20 sigra, 21 munn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 munntóbak, 8 byrst, 9 áfram, 10 auð, 11 arður,
13 aumur, 15 flagg, 18 saggi, 21 Rut, 22 tuddi, 23 ísöxi,
24 snakillur.
Lóðrétt: 2 umráð, 3 notar, 4 ónáða, 5 aurum, 6 obba, 7
ámur, 12 ugg, 14 una, 15 fætt, 16 aldin, 17 grikk, 18 stíll,
19 glöðu, 20 iðin.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Þjóðleikhúskjallarinn | Kristjana Stef-
ánsdóttir ásamt hljómsveit flytja lög og
texta eftir Abbey Lincoln ásamt standör-
dum sem hún hefur gert á ferli sínum. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.
Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Til 3. júní.
Anima gallerí | Björg Örvar barnasaga/
fiskisaga – málverk. Til 21. maí.
Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist-
arnemar úr Garðabæ með málverkasýn-
ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar.
Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir
málverk, teikningar og prjónaskap þar sem
sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní.
Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður
þráður. Til 19. maí.
Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu
Guðmarsdóttur í Galleríi Galileó, Hafn-
arstræti 1–3. Til 24. maí.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með
hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjöl-
ljóðahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur
Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira,
Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við
LHÍ sem sýna bókverk.
Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar hjá
Gallerí Lind er Guðrún Benedikta Elíasdótt-
ir. Til 20. maí.
Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York
sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin
„Sögur“ stendur til 31. maí.
Gel Gallerí | Dirk Leroux „A Model for The
Treeman“. Til 8. júní.
Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er
myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg.
Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn-
arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir
dagar“. Til 29. maí.
Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd-
höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar.
Til 29. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list-
málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Til 18. júní.
Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð-
mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Til 9.
júní.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kirkjuhvoll, Akranesi | Tolli sýnir olíu-
málverk til 28. maí.
Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í
Listasafni ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur
ókeypis. Til 28. maí.
Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25.
júní. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN?
Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær-
eysk náttúra.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
stein, brons, og aðra málma – og hvernig
sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam-
starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem-
endur í útskriftarárgangi myndlista- og
hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept-
listamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Til 5. júní.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn-
ing á verkum Marissu Navarro Arason
stendur nú yfir til 24. maí
Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás-
mundsson þróað með sér andlega tækni í
málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru
taldar hafa lækningamátt hafa vakið sterk
áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí.
Óðinshús | Málverkasýning Jóns Inga Sig-
urmundssonar – Við ströndina – í Óðins-
húsi, Eyrarbakka. Til 28. maí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn
á laugardögum. www.safn.is
Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí.
Skriðuklaustur | Svandís Egilsdóttir sýnir
olíumyndir og verk unnin í gifs og lakkrís í
gallerí Klaustri. Til 7. júní.
Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með
ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmynd-
irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær
vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og
erlendis. Til 9. júní.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob
Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um
Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og
vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamót-
um. En engin þeirra gerði myndlist að
ævistarfi.
Þjóðminjasafn Íslands | Rjúpnaskyttur
hjálpuðu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og
Mark Wilson að skapa listaverk. Líka var
unnið með nemendum Austurbæjarskóla
og má sjá afraksturinn á Torginu. Til 11. júní.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
kosningaminjum fyrri borgarstjórnarkosn-
inga. Sýning sett saman af nemendum
Guðmundar Odds í Listaháskóla og starfs-
mönnum Borgarskjalasafns. Staðsetning
Grófarhús, Tryggvagata 15, 1. hæð. Ókeypis
aðgangur. Til 26. maí.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn frá kl. 10–17 alla daga nema
mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-
unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Sjá
nánar á www.gljufrasteinn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða