Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið MI : 3 kl. 6, 9 og 11 B.i. 14 ára MI : 3 LÚXUS kl. 6 og 9 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6 og 8 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 The Hills have Eyes kl. 10.10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 og 6 FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl eee JÞP blaðið pénelope cruz Salma hayek Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 6 (KR 500) Inside Man kl. 8 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 Lucky Number Slevin kl. 10:20 B.i. 16 ára FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN S.U.S. XFM FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR 2 DAGAR Í FRUMSÝNINGU • FORSALA AÐGÖNGUMIÐ Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Magnaður spennutyllir sem fær hárin til að rísa! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! TUGIR Íslendinga eru í hópi tug- þúsunda aðkomumanna, sem eru að tínast á frönsku rivíeruna um þessar mundir alls staðar að úr heiminum. Aðdráttaraflið er hin árlega stórhátíð kvikmyndanna sem hefst í Cannes í dag í 59. sinn. Hundruð kvikmynda verða sýnd í Cannes á næstu tíu dögum en hæst ber þær tuttugu myndir sem keppa um aðalverðlaunagrip hátíð- arinnar, Gullpálmann, í ár. Keppnismyndirnar í ár þykja hafa á sér svolítið pólitískan blæ en þær eru vitanlega af ýmsum toga. La Raison Du Plus Faible (Réttur hinna verst settu), Selon Charlie (Samkvæmt Charlie), Fast Food Nation (Skyndibitaþjóð), El Laberinto Del Faunto (Völund- arhús fánsins) og Volver (Snúið aftur) eru nokkrar þeirra sem hljóma álitlegar á komandi bíó- dögum. Og meðal leikstjóranna eru vel kunn nöfn. Spænski stórvesírinn Pedro Almodóvar, Finninn Aki Kaurismäki, Ken Loach hinn breski og leik- stjóraafkvæmið bandaríska Sofia Coppola ásamt fleirum. Um hver myndanna tuttugu verður hlutskörpust er vandi að spá, eða hvaðan hún kemur. Skyn- samlegast væri þó að veðja á franska mynd en það vill svo til að ekki færri en ellefu myndir í keppninni um Gullpálmann eru að hluta eða öllu leyti frá Frakklandi. Bretland, Bandaríkin og Ítalía koma að þremur myndum hvert um sig. Aðeins eina mynd má rekja til Norðurlandanna og er hún finnsk. Íslenskir framleiðendur með í slagnum Íslenska mynd er ekki að finna í keppninni um Gullpálmann þetta árið en Íslendingarnir láta þó að sér kveða hér og hvar í Cannes. Mynd framleidd af þekktasta kvik- myndaframleiðanda okkar, Sig- urjóni Sighvatssyni, um franska knattspyrnusnillinginn Zinedine Zidane hefur verið valin ásamt 27 öðrum til sýningar utan keppni. Þar situr hún við sama borð og t.a.m. flugslysamyndin United 93 og þriðja myndin í seríunni um of- urmennin X-Men. Sigurjón er einnig framleiðandi stuttmyndasafnsins Destricted, sem valið hefur verið valið í flokk- inn Critic’s Week. Í þeim flokki er jafnframt myndin Den Brysomme Mannen (Uppáþrengjandi gaurinn) sem þeir Ingvar Þórðarson og Júl- íus Kemp tóku þátt í að framleiða og var að hluta tekin upp á Ís- landi. Að auki eru fjölmargir hing- að komnir til að kynna myndir sín- ar, leita fjármögnunar, skoða það sem er í boði annars staðar frá og ekki síst að vekja athygli kvik- myndagerðarmanna og framleið- enda á Íslandi. Þannig stendur Al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík fyrir hádegisverðarboði á sunnudag þar sem stendur til að iðnaðarráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir, verði viðstödd ásamt ýmsu áhrifafólki úr kvikmyndageiranum. París opnunarmynd Sjálfsagt verður mikið um dýrð- ir á opnunarhátíðinni í Cannes í dag. Dómnefndin viðruð og mynd- uð. Að ógleymdri heimsfrumsýn- ingu opnunarmyndar kvik- myndahátíðarinnar um Da Vinci- lykilinn margfræga, í leikstjórn Rons Howards með Tom Hanks í hlutverki Langdons prófessors. Myndin er nú þegar orðin umdeild líkt og bókin sem hún er byggð á og er hennar beðið með eftirvænt- ingu. Og frá Louvre-safninu í París út í hverfi borgarinnar. Í flokki kvik- mynda sem sérstök athygli er vak- in á, „Un Certain Regard“, voru valdar 25 kvikmyndir. Opn- unarmyndin í þeim flokki, Paris, je t’aime, lofar góðu en um er að ræða tilraunaverkefni þar sem 20 leikstjórar skiptu með sér hverfum Parísarborgar og gerðu hver um sig stutta ástarsögu úr sínu hverfi. Myndina prýðir fjöldi þekktra leik- ara og leikstjóra og verður athygl- isvert að sjá hvernig til hefur tek- ist. Kvikmyndir | Kvikmyndaveislan í Cannes hefst í dag í 59. sinn Stórhátíð kvikmyndanna      -      ,   .//0 *- 8% 9:-;  '55-  :-     +<  +- 6  - 6 8  6+ =- > - +--9# 5 +"    - 5 " 7  5? 9+    & -  - - @+$?  9# - A-+A B- 8# - B # + - B-C 9- #-. + # B#-  #-* -4 7 - 4+ 5-  $% 5+ 2%* %T1T 5%1  5  * 1% ?%  . ! : M * ' % % !.% 6  " ?;% 6%% , M  *   8* ?  '  S  ( .U 8 -% % -  ? I  %% %* %* 6    M * (; ' N (% '  8* .* $ %&  & ./$ %& *  /*  &     /   0 & /    /$ #/ & /* & 1# - /  /) * & /    /23 /   0 & /   *  &   *     *  & '& /   *  /0 /0 & /23 /. . Reuters Leikkonurnar Carmen Maura og Penelope Cruz leika í myndinni Volver eft- ir spænska leikstjórann Pedro Almodovar, sem keppir um Gullpálmann í ár. Indigenes eftir leikstjórann Rachid Bouchareb tekur þátt í aðalkeppninni. Ron Howard leikstýrir Da Vinci-lyklinum sem er heimsfrumsýndur á hátíðinni. Verðlaunagripurinn Gullpálminn er frá Chopard-skartgripafyrirtækinu. ’Skynsamlegast væriþó að veðja á franska mynd en það vill svo til að ekki færri en ellefu myndir í keppninni um Gullpálmann eru að hluta eða öllu leyti frá Frakklandi.‘ Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.