Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Reykjanesbær | Léttsveit Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar, eldri
deild, heldur vortónleika sína
næstkomandi föstudag, klukkan
20. Tónleikarnir verða haldnir í
Frumleikhúsinu.
Léttsveit Tónlistarskólans fer í
viku langa tónleikaferð til Búlg-
aríu 1. júní næstkomandi og á
þessum vortónleikum mun sveit-
in meðal annars flytja þá efnis-
skrá sem ætlunin er að leika í
ferðinni.
Tónleikarnir í Frumleikhúsinu
eru jafnframt fjáröflunartón-
leikar og rennur ágóðinn óskipt-
ur í ferðasjóð Léttsveitar Tónlist-
arskólans. Stjórnandi Léttsveitar
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
er Karen Janine Sturlaugsson.
Léttsveitin með tónleika
Keflavík | Séra Sigfús Baldvin
Ingvason lýsti því yfir við lok messu
síðastliðinn sunnudag að hann
myndi starfa áfram sem prestur við
Keflavíkurkirkju. Deilur risu í sókn-
inni vegna þess að Sigfús var ekki
ráðinn í embætti sóknarprests á
dögunum. Fjöldi fólks var við messu
og opið hús sem Sigfús og kona hans
efndu til eftir messu til að þakka
sóknarbörnum fyrir stuðninginn.
„Það voru vonbrigði, þær mann-
legu tilfinningar sem hellast yfir
mann. Einnig höfnunartilfinning
sem ég held að flestir upplifi ein-
hvern tímann á ævinni,“ segir séra
Sigfús þegar hann er spurður um
fyrstu viðbrögð við ákvörðun val-
nefndar Keflavíkursóknar um að
mæla með öðrum umsækjanda í
embætti sóknarprests. Hann við-
urkennir að sér hafi verið það of-
arlega í huga að segja starfinu lausu.
Sigfús segist ekki hafa haft neina
vissu um að fá embættið. „Ég taldi
mig hafa nokkuð góða möguleika
miðað við þá reynslu og þekkingu
sem ég hef á starfinu.“
Sigfús útskrifaðist sem guðfræð-
ingur árið 1992 og vígðist árið eftir.
Hann hefur starfað sem prestur við
Keflavíkurkirkju í þrettán ár. Í
fyrstu var hann aðstoðarprestur og
síðan prestur eftir að lögum var
breytt. Frá því Ólafur Oddur Jóns-
son sóknarprestur lést, í lok síðasta
árs, gegndi hann starfi sóknar-
prests, eða þar til um síðustu mán-
aðamót að séra Skúli Sigurður
Ólafsson tók við því embætti.
Hefði viljað fá hlutina
upp á borðið
Sigfús segist ekki hafa fengið
neinar athugasemdir við störf sín en
viðurkennir að hafa fundið fyrir því í
ráðningarferlinu að einhver spenna
hafi verið í loftinu. „Ég hefði gjarnan
viljað að hlutirnir kæmu upp á borð-
ið. Þá hefðu verið fleiri möguleikar í
stöðunni, til dæmis að biðja um al-
menna kosningu. En maður er kall-
aður til að þjóna og einhvern veginn
var maður bara í því að þjóna fólkinu
og hefur gert það áfram,“ segir Sig-
fús.
Sigfús lýsti því yfir við lok guðs-
þjónustu í Keflavíkurkirkju síðast-
liðinn sunnudag að hann myndi
starfa áfram. Sigfús og kona hans,
Laufey Gísladóttir, buðu sóknar-
börnun til opins húss í safnaðar-
heimilinu Kirkjulundi að athöfn lok-
inni til að þakka fyrir þann stuðning
sem þau hafa fengið undanfarnar
vikur.
„Alls staðar þar sem ég hef komið
hef ég fundið mikinn hlýhug og fólk
hvatt okkur til að vera áfram og
sömu skilaboð höfum við fengið í
óteljandi símhringingum. Það er
okkur mikils virði og er í raun
ástæðan fyrir þessari ákvörðun okk-
ar. Það að upplifa fulla kirkju af þess
tilefni og það á sólríkum sumardegi
færði okkur einnig mikla gleði og
hvatningu.“
Sóknarprestur og prestur starfa
hlið við hlið í kirkjunni en sóknar-
presturinn ber stjórnsýslulega
ábyrgð. Sigfús segist lengi hafa haft
þá skoðun að tveir sóknarprestar
ættu að vera í sókninni og að þeir
deildu með sér verkum og ábyrgð.
„Mér finnst að ég hefði aldrei átt að
þurfa að sækja um þessa stöðu. En
það var vissulega ekki um annað að
ræða, fyrst lögin eru svona.“ Þá tel-
ur hann að valnefndarfyrirkomulag-
ið sé úrelt og veltir því fyrir sér
hvort ekki sé rétt að fela starfs-
mannastjóra hjá Þjóðkirkjunni að
ráða presta, að teknu tilliti til þekk-
ingar þeirra og reynslu.
Tekur tíma að jafna sig
Þegar valnefnd ákvað að mæla
með öðrum umsækjanda í embætti
sóknarprests risu mörg sóknarbörn
upp til mótmæla. Birtist það meðal
annars í því að meirihluti fulltíða
sóknarbarna skrifaði undir yfirlýs-
ingu á netinu til stuðnings honum og
var hún afhent biskupi Íslands og
dómsmálaráðherra. Þá liggur fyrir
að nokkuð hefur verið um úrsagnir
úr Þjóðkirkjunni eftir að niðurstaða
lá fyrir. Því vakna spurningar um
það hvernig samstarfið sé í kirkj-
unni. „Það tekur tíma að jafna sig,
bæði fyrir mann sjálfan og þá sem
eru í kring um mann. Það er engin
leið önnur en að vinna út frá stöð-
unni eins og hún er en ekki eins og
hún gæti hafa orðið,“ segir Sigfús.
Hann segir að prestarnir verði að
læra að vinna saman og síðan verði
að meta stöðuna út frá því hvernig
hlutirnir þróast. „Það er ekkert
hægt að segja fyrirfram um það.
Maður verður að leggja sig fram til
að hlutirnir gangi. En þetta er sárt,
sérstaklega í ljósi þess hvað ég er
búinn að starfa hér lengi,“ segir séra
Sigfús Baldvin Ingvason.
Séra Sigfús Baldvin Ingvason hefur ákveðið að starfa áfram sem prestur við Keflavíkurkirkju
Alls staðar
fundið hlýhug
og hvatningu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á vinnustaðnum Séra Sigfús Baldvin Ingvason verður áfram prestur í
Keflavíkurkirkju en segir að það taki tíma að jafna sig eftir vonbrigðin.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Vogar | Hreystivöllur hefur verið
tekinn í notkun við grunnskólann í
Vogum. Þetta er fyrsti völlur sinn-
ar tegundar sem rís við grunn-
skóla og er hann liður í því að
auka á hreyfingu skólabarna.
Á annað hundrað manns voru
viðstaddir athöfnina sem fram fór
síðastliðinn laugardag og fylgdust
með því þegar margfaldur Íslands-
meistari í fitness, Kristján Ársæls-
son, fór fyrstu ferðina.
Völlurinn er hannaður og byggð-
ur af Andrési Guðmundssyni
kraftlyftingakappa en Andrés hef-
ur staðið fyrir skólahreysti, keppn-
um í grunnskólum landsins. Í til-
efni dagsins var boðið upp á
heilsuveitingar sem runnu ljúft of-
an í gesti.
Ljósmynd/Sverrir Agnarsson
Opnun Andrés Guðmundsson og Jón Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar,
aðstoðuðu börnin við að opna hreystivöllinn.
Hreystivöllur vígður
Náms- og rannsóknarstyrkir
Landsbankans við Háskólann á Akureyri
Landsbankinn veitir árlega tvo náms-/rannsóknastyrki til nemenda við Háskólann á
Akureyri. Hvor styrkur er 500 þúsund krónur og eru þeir veittir til nemenda sem
brautskráðir eru frá auðlinda- eða viðskiptadeild.
Styrkirnir verða veittir til framhaldsnáms í greinum sem tengjast sjávarútvegi og/eða
fjármálum/bankastarfsemi. Einnig er hægt að sækja um ofangreinda styrki vegna
rannsóknarverkefnis á sömu sviðum.
Einn nemandi frá hvorri deild hlýtur styrk en þó er heimilt að veita báða styrkina
nemendum annarrar deildarinnar ef ekki eru styrkhæfar umsóknir frá báðum.
Umsóknum skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
• Nafn, kennitala og heimilisfang umsækjanda.
• Upplýsingar um náms- og starfsferil.
• Staðfesting frá Háskólanum á Akureyri um að umsækjandi hafi
brautskráðst frá auðlinda- eða viðskiptadeild skólans.
• Upplýsingar um framhaldsnám/rannsóknarverkefni sem er grundvöllur
umsóknarinnar. Ef sótt er um styrk til rannsóknarverkefnisins skal
fylgja stutt lýsing á verkefninu.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um ofangreinda styrki og skulu þær sendar til
rektors Háskólans á Akureyri, Borgum v/Norðurslóð, 600 Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2006.
Landsbankinn