Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
ÞVERPÓLITÍSKT framboð á Blönduósi hefur nú orð-
ið að veruleika undir merki E-lista. Það má greina mik-
inn áhuga íbúa á að allir leggist á árarnar þegar reynt
verður að hverfa frá þeirri varnarbar-
áttu sem einkennt hefur héraðið um
skeið. Það var skaði fyrir Húnvetninga
að stjórnvöld báru ekki gæfu til að lög-
festa lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi
við 1.000 fyrir 15–20 árum. Síðan hafa
Húnvetningar fundið fyrir atgervisflótta
og brestum í innviðum samfélagsins á
eigin skinni þrátt fyrir aukna hagsæld í
ríkisfjármálum. Það ber að virða sjónarmið þeirra íbúa
sem vilja einangrast enda eðlilegt að óttast framtíðina.
Að auki liggur verðmætur menningarsögulegur arfur
bundinn í tilurð, starfsháttum og stjórnskipulagi hinna
fornu hreppssveitarfélaga en þau sem ekki ná 1.000 íbú-
um eru ekki rekstrarhæf og því síður samkeppnishæf.
Ósamstaða hefur leitt af sér að sá flutningur verkefna
frá ríki til sveitarfélaga sem þegar er hafinn og hefur
gefið góða raun hér eins og annars staðar á Vestur-
löndum og gæti skapað gríðarlega möguleika, tefst
vegna sundurþykkju fólks í héraði þar sem stjórnsýslan
er rígbundin á óskilvirku stjórnsýslustigi. Þátttaka okk-
ar í Evrópska efnahagssvæðinu leggur kvaðir á sveit-
arfélög vegna aukinna réttinda íbúanna. Þessu verður
að mæta hvort sem mönnum líkar betur eða verr og ekki
nægir að uppfylla lágmarkskröfur heldur verður að
gera betur en aðrir. Atvinnulíf í Húnaþingi hefur gengið
í gegnum hremmingar þótt margt jákvætt hafi átt sér
stað en ekki farið hátt. Nýta verður landfræðilega kosti
héraðsins og sögu þess til eflingar smáiðnaðar, þjónustu
og ferðamennsku. Stóriðja og framhaldsskóli á svæðið
virðist langsótt mál en vel má hugsa sér lýðháskóla í
tengslum við nýstofnað Textílsetur í hinu fornfræga
menntasetri Kvennaskólanum á Blönduósi. Þátttaka í
nýtingu auðlindarinnar sem beisluð var í Blöndu á sínum
tíma hlýtur að koma til greina eins og nokkuð var rætt
um í tengslum við framkvæmdina. Leggja þarf áherslu á
innra starf skólanna og setja ungviðið í forgang með fjöl-
breyttu íþrótta- og menningarstarfi enda eitt mikilvæg-
asta atriðið þegar ungt fólk horfir til framtíðarbúsetu.
Gera þarf sveitarfélagið enn þá fjölskylduvænna sem
þannig getur stuðlað beint að eflingu atvinnulífs og
auknum tekjum til samfélagsins. Þó byggðasamlög hafi
með undantekningum skilað viðunandi árangri er það
staðreynd að þessi tími er á enda runninn. Það hefur
ekki farið leynt að Sveitarfélagið Skagafjörður horfir nú
til Skagastrandar og sameiningar sveitarfélaganna.
Ekki verður beðið með umræðu um raunverulega sam-
einingarkosti því núverandi staða er óásættanleg. Ný
kynslóð sveitarstjórnarmanna í Húnaþingi mun gera
kröfu um fullkomna endurskipulagningu og uppstokkun
á samráðs- og samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á
svæðinu og fullt jafnræði þegnanna á öllum sviðum. Með
kunnáttufólk í sveitarstjórnarmálum innanborðs er
E-listinn tilbúinn að nýta þau sóknarfæri sem eru fyrir
hendi til að stuðla að fegurra mannlífi á þessu svæði sem
okkur er svo kært.
Hjáseta Húnaþings eystra
Eftir Héðin Sigurðsson
Höfundur er læknir, formaður Sjálfstæðisfélags Blöndu-
óss og skipar 2. sæti E-listans á Blönduósi.
HVERNIG getum við aukið atvinnu og umfang ferðaþjónustunnar hér
á Akureyri og gert bæjarlífið líflegra og kraftmeira? Hvað er hægt að
gera til að þjónusta og laða að innlenda og erlenda ferðamenn og fá þá til
að dvelja og una sér hér í bænum lengur en nú er?
Tvímælalaust er Akureyri einn fallegasti og hlýlegasti
staður landsins og hér í bæ eru veitingahús á heimsvísu,
sem eru farin að bjóða norðlenskan mat sem er rakinn
beint til framleiðandans og hans getið á matseðli. Mörg
dæmi þekki ég af Reykvíkingum sem hafa komið til Akur-
eyrar til að fara út að borða. Hér eru góð hótel og kaffi-
hús, góðar verslanir, besta sérleyfisbifreiðastöð landsins
og gamalgróin leigubílastöð með bílstjórum sem eru leið-
sögumenn ef með þarf. Hér eru ljómandi tjaldsvæði í fögru umhverfi,
hrein og falleg flugstöð (með frábærum veitingum), margvísleg söfn og
frábærar sundlaugar, grasagarður í Lystigarðinum og perla Eyjafjarðar,
Hrísey, innan seilingar. Og menningin er í Listagilinu, Leikhúsinu og víð-
ar. Er þá nokkuð sem vantar?
Ylströnd í Innbæinn
Já, okkur vantar almenna afþreyingu fyrir fjölskyldufólk, innlenda og er-
lenda ferðamenn sem koma í bæinn og vilja gera eitthvað skemmtilegt
saman. Væri ekki tilvalið að setja upp ylströnd í Innbænum með baðhúsi
og leiktækjum og góðri sandfjöru? Styðja siglingaklúbbinn okkar í því að
gera tilbúna eyju á Pollinum og bjóða upp á stangveiði og leigja út veiði-
stangir, báta með glugga í botninum til að skoða lífríkið í sjónum.
Frá því er ég sá fyrst myndir af Höpfnersverlun frá seinni hluta 19.
aldar hefur mig dreymt um að setja upp krambúð með þeim vörum sem
þar fengust. Ég er þess fullviss að hugsjónafók eins og hjónin í Jólahús-
inu gætu rekið svona verslun með góðum árangri ef þeim væri hjálpað til
með húsnæðið. Einnig mætti reyna að fá stóru lyfsölufyrirtækin til að
kaupa gamla apótekið í Innbænum og gera það upp í upprunalegri mynd
og vera með verslun í gamaldags stíl og íbúð lyfsalans uppi.
Beint millilandaflug frá Akureyri
Ef millilandaflug gengur vel frá Akureyrarflugvelli á næstu árum getum
við flutt 30–50 þúsund erlenda ferðamenn til Norðurlands, sumar og vet-
ur, ef björtustu vonir ganga eftir. Og með sæeyrnarækt og kræklinga-
rækt ásamt þorskeldi og lúðurækt hér í Eyjafirði ásamt u.þ.b. 15.000
tonnum af ferskfiski á viku má áætla að fragtflug með fiskafurðir frá Ak-
ureyri verði arðbært og að verðið á slíkri ferskvöru yrði í hæsta kanti.
Forsenda þessa er að við fáum lengingu á flugbrautinni svo flestar gerðir
flugvéla geti lent þar. Einnig þarf að stækka flugstöðina. Þá mun lifandi
miðaldaþorp á Gáseyri draga til sín þúsundir ferðamanna þegar fram líða
stundir.
Góðir Akureyringar, tjöldum því sem til er og bætum við. Gerum bæinn
okkar að helstu ferðamannaparadís landsins að sumri sem vetri og tökum
á móti ferðamönnum með bros á vör og miklu stolti. Aukum avinnuna í
bænum, hækkum launin og gerum bæinn enn betri og fallegri.
Ferðaþjónusta er framtíðin
Eftir Baldvin H. Sigurðsson
Höfundur er matreiðslumaður og skipar 1. sæti á V-listanum á Akureyri.
BETRI Mosfellsbær eru einkunnarorð B-listans í
Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
hinn 27. maí nk. B-listinn hefur sent stefnuskrá sína
í hvert hús í Mosfellsbæ. Í stefnuskrá
listans er lagt fram með skýrum og
afdráttarlausum hætti hvernig við
viljum bæta samfélagið okkar.
Vinna að þessari stefnuskrá hefur
verið mjög skemmtileg en við höfum
fundað um hana á fjölmörgum opnum
fundum þar sem öllum íbúum bæj-
arins var gefinn kostur á að mæta og
koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ennfremur
var sent út bréf til allra bæjarbúa þar sem þeir gátu
sent til baka tillögur sínar. Það er skemmst frá því
að segja að fjöldi svarbréfa barst með tölvupósti í
gegnum heimasíðuna www.mosfellsfrettir.is og í
pósti. Því má segja að viðbrögðin við dreifibréfinu
hafi verið frábær. Stefnuskrá þessi er því gerð með
nýjum hætti því allir bæjarbúar höfðu kost á að
móta hana og má því segja að hún sé mótuð með
gagnvirkni.
Þegar stefnuskráin er skoðuð má sjá að B-listinn
vill auka íbúalýðræði þar sem skoðanir, álit og til-
lögur eru virtar. Velferð íbúanna, menntun
barnanna okkar, félagslegt öryggi, drifkraftur og
frumkvæði einstaklingsins sé tryggt og í heiðri haft.
Það er auðvitað alltaf erfitt að draga út úr
stefnuskrá fáein áhersluatriði en ég vil nú samt
nefna eftirfarandi punkta sem við leggjum mikla
áherslu á:
Fjölskylduvæn fjármálastefna þar sem álögum
og gjaldtöku er stillt í hóf
Komið verði til móts við foreldra barna á
grunnskólaaldri með frístundagreiðslum
Lýðræðisleg vinnubrögð í skipulagsmálum í
sátt við umhverfið og í samvinnu við íbúana
Tryggt verði metnaðarfullt starf í skólum bæj-
arinns
Daggæsla verði tryggð frá lokum fæðingar-
orlofs
Þetta er aðeins fátt eitt af þeim stefnu- og
áhersluatriðum sem hægt er að finna í stefnuskrá
okkar „Betri Mosfellsbær“ .
Framtíðarsýn okkar er skýr.
Betri Mosfellsbær
Eftir Martein Magnússon
Höfundur skipar 1. sæti B-listans í Mosfellsbæ.
Í STARFI mínu sem skólameistari eins stærsta framhaldsskóla landsins
síðastliðin sjö ár, Verkmenntskólans á Akureyri, hef ég haft náið og gott
samstarf við lögreglu og sýslumann. Hefur lögreglan unnið ötullega með
okkur að forvörnum og verið okkur innan handar hvenær
sem við höfum þurft á að halda, þó að tilefnin séu sjaldnast
stórvægileg, en jafnan mikilvæg. Á Akureyri starfar vaskur
hópur lögreglumanna af báðum kynjum og oft hef ég dáðst
að dugnaði þeirra, þolinmæði, innsæi og þekkingu á starfi
sínu, eðli þess og margbreytileika.
Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þess-
um 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum
að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum
en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a.
á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörg-
um ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar.
Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði
Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart
er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess
að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir
bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og aug-
lýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Kom-
ið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inn-
göngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurs-
takmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á
tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk fram-
haldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur inn-
an vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tíma-
bært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.
Stöðugildum lögreglumanna hefur fækkað
Fyrir um 30 árum voru stöðugildi lögreglumanna á Akureyri 30. Síðan hef-
ur íbúum bæjarins fjölgað um mörg þúsund og ekki síst hlutfall fólks á
framhaldsskólaaldri, en það er að líkindum hvergi jafnhátt og hér. Stór-
aukin bílaumferð er öllum ljós. – Og hvað ætli stöðugildi lögreglumanna
séu mörg í dag? Þau eru 29!
Virkt eftirlit lögreglu þarf að stórbæta, hvort sem er í tengslum við
hraðakstur á þjóðvegum og innanbæjar eða áfengis- og vímuefnaneyslu.
Okkur ber að vernda unga fólkið og veita því og heimilum þess nauðsyn-
legt öryggi.
Af ofangreindum sökum hef ég viðrað þá hugmynd á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri að kannað verði hvort málefni lögreglunnar
beri að færa yfir til sveitarfélagsins að öllu eða einhverju leyti. Geta sýslu-
mannsembættisins í bænum virðist ekki vera í samræmi við þörfina. Með
aðkomu sveitarfélagsins verða meiri líkur á því að svo verði.
Verndum unga fólkið, stöðvum unglingadrykkju og komum í veg fyrir
frjálsan aðgang eiturlyfjasala að unglingum bæjarins. Styrkjum lögregl-
una, verndum unga fólkið. Það ætlum við sjálfstæðismenn að gera.
Verndum unga fólkið
Eftir Hjalta Jón Sveinsson
Höfundur er skólameistari og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Kristinn Pétursson: „Endur-
vinna gagnagrunni ICES og
Hafró.“
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
KOSNINGAR 2006
Toshiki Toma: „Spurning til allra
frambjóðenda.“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Kópavogsbúar skuldsettir um
110 þúsund.“
Gunnar G. Bjartmarsson:
„Kosningaloforðin.“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Sjálfstæðismenn lesa Moggann.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fréttir á SMS
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag
Njálsgata 35
Glæsileg í gömlum stíl
Glæsileg 108,1 fm 3ja herb. hæð á 1. hæð m. 2,8 m lofthæð í fallegu
steinhúsi frá árinu 1932. Ekta gamaldags hús með yndislegum fataskáp m.
útskornum hurðum, fallegri hurð með lituðu gleri fram á ganginn, viðar-
handrið á stiganum milli hæða, falleg rosetta í kringum ljósastæði í stofu,
stór gamall skápur á baði og fleira sem gerir íbúðina og húsið ótrúlega
sjarmerandi. Tvö stór herbergi, stofa, bað, eldhús og borðkrókur. Möguleiki
að breyta t.d. bæta við herbergjum. Gott parket úr aski á gólfum og margt
endurnýjað s.s. eldhúsinnrétting og bað. Góður sólpallur í garðinum.
Skemmtileg, heillandi eign sem gaman er að skoða. Verð 25 millj.
Kristrún og Ólafur taka vel á móti gestum í dag milli kl. 17og 19.
Bjalla merkt Kristrún/Ólafur.