Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 6

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 6
6 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Terra Nova býður beint flug tvisvar í viku til Parísar í sumar. Flogið er á mánu- og miðvikudögum. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Parísar í sumar. kr. 14.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (París-Kef.). Frá kr. 52.640 – Helgarferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur með morgunverði (miðvikud.- sunnud.) á Hotel Victoria. París frá kr. 14.990 Tvisvar í viku Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR VEGNA umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um raforkuverð frá Kára- hnjúkavirkjun hafa Hilmar Gunn- laugsson og Jón Jónsson lögmenn sent Morgunblaðinu eftirfarandi yf- irlýsingu. Lögmennirnir vinna fyrir hönd vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal. „Eins og fram kom í fjölmiðlum sl. fimmtudag, þá krefjast vatnsréttar- hafar við Jökulsá á Dal að heildar- verðmæti vatnsréttinda vegna Kára- hnjúkavirkjunar verði metið 96 milljarðar. Önnur lægri kröfugerð kom einnig fram í greinargerð okkar f.h. vatnsréttarhafa þar sem rökstudd er krafa upp á ríflega 60 milljarða. Í fyrrnefndu kröfugerðinni er miðað við líklegt söluverð raforku til álvers Alcoa, en í hinni síðarnefndu meðal- verð Landsvirkjunar árið 2005. Í tengslum við vinnu við greinar- gerð vatnsréttarhafa var aflað álits sérfróðra manna um þau atriði sem mestu máli skipta. Þannig leituðu vatnsréttarhafar til dr. Jóns Þórs Sturlusonar, sem er doktor í hagfræði með sérhæfingu á sviði atvinnuvega- og orkuhagfræði, og Sigurðar Ing- ólfssonar frá FRV (félagi ráðgjafar- verkfæðinga) til að fá hlutlaus og fag- leg sjónarmið um mikilvæg atriði í máli þessu. Eitt af því sem dr. Jón Þór Sturlu- son hagfræðingur var fenginn til að meta var líklegt orkuverð frá Kára- hnjúkavirkjun miðað við forsendur Landsvirkjunar, eins og þær birtast í greinargerð og fylgigögnum Lands- virkjunar í máli þessu, en þær upplýs- ingar sem þar koma fram eru að mestu frá árinu 2002. Niðurstaða dr. Jóns Þórs Sturlu- sonar hagfræðings var að miðað við óbreyttar forsendur Landsvirkjunar um álverð og gengisþróun þá væri orkuverð á verðlagi dagsins í dag í upphafi orkuframleiðslu á milli 1,8 og 1,9 kr. á KWst. Miðað við þróun ál- verðs og gengis USD er fjárhæðin á verðlagi dagsins í dag um 2,4–2,5 kr. á KWst.“ Orkuverð Kárahnjúkavirkjunar Segja verðið 2,5 kr. á KWst. drætti Háskólans okkur fyrir Sam- keppnisstofnun. Þegar við vorum komnir með fjórar kærur eitt árið var okkur nóg boðið og við óskuðum eftir að fá álit Samkeppnisstofnunar á því hvort þetta samræmdist sam- keppnislögum.“ „Þrátt fyrir að Samkeppnisstofn- un legði til að dómsmálaráðherra breytti lögunum liðu mörg ár þar til við fengum yfirvöld til að vinna eitt- hvað í okkar málum. Það er ekki fyrr en núna fyrst sem þetta er að fást í gegn, en þá með því að breyta lögum um Happdrætti Háskóla Ís- lands en ekki DAS eða SÍBS, sem er svolítið athyglisvert.“ „Barátta okkar fólst í því að fá leyfi til að greiða fólki vinninga í peningum. Sér í lagi hefur þetta ver- ið okkur erfitt nú á seinni tímum þar sem fólk hefur þurft að koma með reikninga til að fá vinningana greidda í peningum. Á síðustu árum hefur fólk fyrst við þegar það hefur verið krafið um slíka reikninga,“ segir Sigurður. Mikilvægt að lögum sé framfylgt Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Happdrættis SÍBS, segist fagna breytingunni. „Í ár eru 50 ár frá því að Happdrætti SÍBS lagði fyrst fram beiðni til yfirvalda um að fá að greiða út peningavinninga. Þessi barátta hefur tekið 50 ár. Við fögnum breytingunni og munum halda upp á þetta.“ Happdrætti Háskólans hefur haft einkaleyfi á rekstri happdrættis síð- an 1934 og greiðir sérstakt leyfis- gjald sem nemur 20% af hagnaði vegna þess. Gjaldtakan skal þó aldr- ei vera meiri en 150 milljónir árlega. Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar, forstjóra happdrættisins, hefur lagabreytingin nú ekki beina þýð- ingu. „Lögin hafa að mínu áliti verið sniðgengin í fjölmörg ár, vöruhapp- drættin hafa greitt vinninga út í peningum gegn framvísun kvittun- ar. Það er mikilvægt að lögum sé framfylgt og lagabreytingin ætti að leiða til þess. Happdrætti Háskólans greiðir enn leyfisgjald vegna einka- leyfis síns á happdrættisrekstri og það er mikilvægt að réttindin sem því fylgja verði virt.“ Löngu tímabær leiðrétting Afnám einkaleyfisins kemur nú sex árum eftir að samkeppnisyfir- völd mátu þágildandi fyrirkomulag andstætt samkeppnislögum. Sigurð- ur Ágúst hjá DAS telur lagabreyt- inguna seina á ferð. „Það er athygl- isvert að bera þetta mál saman við málefni „Varelotteri“ í Danmörku. Það gekk illa að vera með vöruhapp- drætti hjá þeim á tímum rafrænna viðskipta svo þeim var leyft að greiða vinninga út í ríkisskuldabréf- um. Það breyttist svo yfir í peninga fyrir um 15 árum síðan. Það eru allir löngu búnir að átta sig á óréttlætinu í þessu en íslensk yfirvöld voru fyrst að taka við sér núna.“ Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is EINKALEYFI Happdrættis Há- skóla Íslands til að greiða vinninga út í peningum hefur verið aflagt með lagabreytingu sem Alþingi sam- þykkti á laugardag. Breytingin hef- ur helst áhrif á Happdrætti DAS og Happdrætti SÍBS sem hafa hingað til aðeins haft leyfi til að greiða vinn- inga í formi vöru. Síðustu ár hafa vöruhappdrættin þó auglýst frjálsa vöruvinninga og greitt út peninga gegn kvittunum vinningshafa. Þó að Happdrætti Háskólans hafi haft einkaleyfi á að greiða vinninga út í peningum hefur ýmiskonar happdrættisstarfsemi farið fram sem ekki hefur þurft að greiða vinn- inga í vörum. Lottó, Víkingalottó og spilakassar Rauða krossins, svo dæmi séu tekin, hafa ekki verið skil- greind sem happdrætti heldur talnagetraunir og söfnunarkassar og hafa því ekki þurft að lúta einka- leyfi Happdrættis Háskólans. Í áliti Samkeppnisráðs frá árinu 2000 er þeim tilmælum beint til dómsmálaráðherra að afnema einkaleyfið en kvartandi í því máli var Happdrætti DAS. Samkeppnis- ráð taldi löggjöfina ósamstæða og ekki samrýmast samkeppnislögum. Löng barátta „Í sérlögum um Happdrætti DAS er tilgreint að þetta sé happdrætti með bíla, búvélar og búpening og svoleiðis hefur þetta verið í 52 ár,“ segir Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS. „Við höfum reynt að fá þessu breytt en allskonar skýringum hefur verið borið við til að hafna því, þá helst að Happdrætti HÍ sé með einkaleyfi á þessu. Barátta okkar hófst í raun fyrst þegar Lottóið fór að greiða út í peningum. Okkur fannst einnig óréttlátt þegar hér kom inn erlent happdrætti sem heitir Víkingalottó sem er sameign nokkurra þjóða en er erlent happdrætti í raun og veru.“ Eftir að þessi happdrætti fengu að greiða út í peningum harðnaði samkeppnisstaða DAS. „Þeir tóku af markaðshlutdeild hinna happ- drættanna. Við gátum ekki auglýst vinninga í peningum og það varð fljótlega þreytandi að þurfa að aug- lýsa vinninga í formi húsbúnaðar og ferðalaga. Við fórum því að auglýsa peningavinninga en þá kærði Happ- Einkaleyfi Happdrættis HÍ til að greiða í peningum aflagt 50 ára baráttu lokið Í LÖGUM um Happdrætti DAS segir að félaginu sé leyfilegt að stofna happdrætti um „bifreiðar, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóð- færi, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga“. Í lögum um Happ- drætti SÍBS er hinsvegar aðeins tal- að um vörur almennt. Starfsemi beggja þessara happdrætta hófst um miðja síðustu öld og þá hefur þjóðfélagið eflaust verið opnara fyr- ir vöruhappdrættum en nú er. Þrátt fyrir þessar takmarkanir fóru happdrættin einhverntíma að greiða út peninga til vinningshafa sinna. Það var talið nægilegt að vinningshafarnir skiluðu inn kvitt- unum fyrir einhverjum vörum sem þeir höfðu keypt. Yfirleitt var ekki krafist þess að ein kvittun nægði fyr- ir allri upphæðinni heldur mátti safna mörgum kvittunum saman og stundum var einnig horft framhjá því hvort kaupandi vörunnar var sá sami og vinningshafinn. Þannig nægði manni að safna saman kvitt- unum, jafnvel úr matvörubúðum, frá nánustu fjölskyldu og vinum til að innleysa vöruvinninga sem gátu numið milljónum. Upphæðin var svo greidd vinningshafanum í peningum og í seinni tíð lögð inn á bankareikn- ing hans. Vöruhappdrættin greiddu út peninga ÁRRISULUM vegfarendum, sem leið áttu um Hring- braut í gærmorgun, brá heldur betur í brún þar sem töluvert magn af dagblöðum fauk þar um eða sátu föst í trjám og girðingum, líkt og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Má segja að þekja af dagblöðum hafi leg- ið allt frá BSÍ og upp að gatnamótum Snorrabrautar. Jón Bergvinsson, rekstrarfulltrúi í hverfastöð Reykjavíkurborgar við Njarðargötu, segir að því miður komi það æ oftar fyrir að ákveðnu fríblaði sé komið fyrir hér og þar og þá vilji það gerast þegar pakkningar séu opnaðar og þannig viðri að blöðin taki að fjúka um. Borgin þurfi svo að þrífa upp. Mik- ið átak hafi þó verið gert í hreinsunarmálum nú í vor. Morgunblaðið/Jim Smart Dagblöð fuku við Hringbraut „EKKI einblína bara á námið, hafa nóg annað að gera líka til að hvíla sig frá náminu,“ segir Egill Tómasson, dúxinn í MS í ár, þegar hann er spurður hvað hann telji að sé besta leiðin til að standa sig vel í skólanum. Hann fékk 9,8 í með- aleinkunn, tólf tíur og sex 9,5. Egill er á fullu í fótbolta þar sem hann spilar með meist- araflokki Þróttar auk þess sem hann mun þjálfa þriðja flokk karla í sumar. „Ég hef alltaf haft mikið að fást við með náminu, verið í fót- bolta, leikið mér að spila á gítar og verið duglegur að hitta vinina. Maður getur ekkert verið alltaf að læra hvort sem er, maður verður að fá hvíld inn á milli þar sem maður hugsar um eitthvað allt annað.“ Í sumar verður hann að vinna með krökkum í sumarskóla Þrótt- ar auk þjálfarastarfsins. Þá hyggst hann grilla mikið en hann er ein- mitt formaður í tuttugu manna grillklúbbi, sem hann og félagar hans stofnuðu. Egill var á eðlisfræðibraut og segist hafa mjög gaman af stærð- fræði og eðlisfræði. Hins vegar hafi honum þótt valfögin sín, spænska og ljósmyndun, mjög skemmtileg, gaman hafi verið gaman að takast á við eitthvað allt annað líka. Hann stefnir á að taka sér ársfrí frá námi í haust og skella sér til útlanda með vinum sínum, jafnvel keyra um Evrópu í þrjá mánuði. „Svo langar mig í háskóla hér heima eða úti. Ætli ég fari ekki í stærðfræði og tölvunarfræði sem aukagrein. Annars hef ég alveg heilt ár til að ákveða mig,“ segir hann að lokum. Best að hafa nóg að gera með náminu Morgunblaðið/Jim Smart Egill Tómasson fékk 9,8 í meðal- einkunn í MS í vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.