Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á síðastliðnum áratug hefurinnflytjendum fjölgað tals-vert á Íslandi og má segjaað Ísland sé með hverju árinu sem líður að breytast úr eins- leitu menningarsamfélagi í fjölmenn- ingarlegt samfélag. Til þess að þessar breytingar geti orðið á sem farsæl- astan hátt þarf að vanda vel til verka og taka meðal annars til fyrirmyndar verkefni sem unnin hafa verið erlend- is í þágu innflytjenda. Þegar innflytj- endur setjast að í nýju landi hafa þeir ákveðna þekkingu og verkkunnáttu sem getur skilað sér á jákvæðan hátt í samfélagið. Má þar nefna ýmiss kon- ar háskólamenntun, menningu, hefð- ir, listir og handverkskunnáttu. Í Hollandi hafa innflytjendamál vakið eftirtekt hönnuða. Lotte Van Lattum er ein þeirra sem tóku málin í sínar hendur og fór í samstarf við tyrkneskar konur í Hollandi þegar hún vann að mastersverkefninu sínu, en þá var hún í námi við hönnunar- skólann í Eindhoven. Lotte Van Latt- um sérhæfði sig í hönnun í þágu sam- félagsins, „Man and humanity“, sem er hluti af mastersviði skólans. Áherslur „Man and humanity“-deild- arinnar eru að fá nemendur til að sjá hönnun sem þátt til að byggja upp betra samfélag. Tyrknesku konurnar sem Lotte Van Lattum valdi í verkefnið búa í bænum Utrecht í Hollandi og eru hluti af fyrstu kynslóð tyrkneskra kvenna sem settust að í Hollandi í kringum 1970. Þeim hefur fjölgað ört síðastliðna áratugi og eru í dag um það bil 90.000. Margar hverjar búa við léleg kjör og eiga ekki eins góða möguleika á að taka virkan þátt í samfélaginu og innfæddir Hollend- ingar, ástæður liggja meðal annars í menntunarskorti tyrknesku kvennanna, en um það bil 80% hafa aðeins hlotið grunnskólamenntun. Handverkið skipar stóran sess í lífi þessara kvenna og sagt er að þær byrji strax frá blautu barnsbeini að tileinka sér tyrkneska handverks- kunnáttu. Unnið út frá tyrknesku handverki Útskriftarverkefnið hennar kallast „Bloei“ og samanstendur af skart- gripum í margskonar litum sem unnir eru út frá tyrknesku handverki sem kallast „Oya“. Margar gamlar hand- verksaðferðir voru í boði, en Lotte Van Lattum fannst „Oya“ vera áhugaverðasta handverkið til að vinna með. „Oya“ er skrautlegur borði sem heklaður er í kringum sjöl og blæjur tyrknesku kvennanna. Blómamynstur er mikið notað í „Oya“-handverkinu og innihalda blómin ákveðin skilaboð. Þegar stúlka ber sjal með hýasintublóma- mynstri táknar það að hún sé ást- fangin og hamingjusöm en ef hún ber sjal með mynstri af rauðum pipar á hún í deilum við tengdamóður sína. Þessi saga og menning Tyrklands er yfirfærð á nútímalegan hátt í „Bloei“- skartgripunum. Þeir eru hugsaðir sem skartgripir um hálsinn eða sem höfuðskraut líkt og „Oya“-sjölin og blæjurnar hjá tyrknesku konunum. Vinnuferli „Bloei“-verkefnisins var vel skipulagt hjá Lotte Van Lattum, til að byrja með hafði hún samband við ýmis múhameðstrúarfélög, bæna- hús og alþjóðleg félög. Eftir marga fundi var henni bent á tyrknesku kon- urnar í Hollandi, sérstaklega á þjóð- félagsstöðu og handverkskunnáttu fyrstu kynslóðarinnar. Eftir tveggja mánaða tedrykkju meðal kvennanna var Lotte Van Lattum búin að mynda góð tengsl við þessar konur og skipu- lagði tíu manna vinnuhóp í kringum „Bloei“-verkefnið. Í þrjá mánuði hitt- ust Lotte Van Lattum og tyrknesku konurnar til að vinna að verkefninu, farið var vel yfir liti, efni og hand- verksaðferðir til að vinna með ásamt því sem hópurinn fór í vettvangsferð til Tilburg til að skoða textílsafnið í bænum, þarna fengu konurnar sýn á mikilvægi textíls í Hollandi. Engin hliðstæða hér á landi Verkefnið gekk vonum framar og enn í dag er Lotte Van Lattum í sam- starfi við tyrknesku konurnar og hef- ur hannað nýja línu af skartgripum sem eru hugsaðir til skreytingar fyrir heimilið. Verkefnið var til sýnis fyrr á þessu ári á „Salone Internazionale del Mobile“-sýningunni og vakti mikla eftirtekt gesta sýningarinnar. „Bloei“-verkefnið er áhugaverð leið til að nálgast innflytjendur og ýta undir frekari þátttöku þeirra í sam- félaginu. Hver innflytjandi er ólíkur öðrum og þess vegna þurfa verkefnin sem unnin eru í þágu innflytjenda að vera eins fjölbreytileg og kostur er. Verkefni á borð við „Bloei“ á sér enga hliðstæðu hér á landi en væri góður kostur í málefnum innflytjenda á Ís- landi, vegna þess að íslenskt samfélag er orðið fjölbreyttara sem kallar á aukna víðsýni og skilning allra lands- búa. Kostir fjölmenningar Ýmis fyrirtæki og stofnanir á Ís- landi hafa verið í lista- og menning- arlegu samstarfi við innflytjendur. Meðal annars hefur Alþjóðahúsið skipulagt ýmis verkefni tengd listum og menningu í samstarfi við innflytj- endur. Alþjóðahúsið er eitt af þremur þekkingar- og þjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í málefnum innflytj- enda. Fyrirtækið byggir starf sitt á hugmyndinni um fjölmenningarlegt samfélag þar sem íbúar, innflytjend- ur jafnt og innfæddir, geta notið þeirra kosta sem fjölmenning felur í sér og er markmið þess að stuðla að gagnkvæmri aðlögun. Þar er veitt túlkaþjónusta, lögfræðileg ráðgjöf, íslenskukennsla, þar fer fram kynn- ingar- og fræðslustarf til einstak- linga, stofnana, skóla, félagasamtaka og fyrirtækja sem og félagslegt menningarstarf. Stöðugur straumur innflytjenda kemur til Alþjóðahússins og nýtir sér þá þjónustu sem þar er í boði. Einnig er starfseminni vel tekið af innfædd- um og virðast þeir vera opnir gagn- vart þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Þjóðahátíð er eitt af árlegum verk- efnum Alþjóðahússins og hafa hátíð- irnar sett svip sinn á Reykjavík. Markmið þjóðahátíðar er að kynna hvernig innflytjendur og aðrir af er- lendum uppruna hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi. Viðbrögð borg- arbúa gagnvart hátíðunum hafa verið mjög góð, þarna fá innflytjendur tækifæri á að kynna upprunalönd sín og jafnframt fá innfæddir möguleika á að kynnast ólíkum menningarheim- um. Einnig má geta þess að síðastliðin ár hefur Kramhúsið verið í góðu sam- starfi við innflytjendur, þar fá þeir tækifæri á að kenna innfæddum ýmis dansspor frá heimalandi sínu eins og afró, tangó, salsa og fleira. Innflytjendur koma með mikið framlag af menningu frá sínum heimalöndum sem getur nýst þjóð- inni til framdráttar. Mikilvægt er að innfæddir séu með opinn huga gagn- vart innflytjendum vegna þess að það er ekki auðvelt að setjast að á nýjum stað í ókunnugu og framandi landi og tileinka sér nýja siði. Hingað til höf- um við Íslendingar tekið vel á móti innflytjendum en það er alltaf hjá ákveðnum hópi fólks sem fordóma gætir. Með tilkomu ýmissa menning- arlegra verkefna í samstarfi við inn- flytjendur stuðlum við að bættum hag allra borgarbúa. Ein af tyrknesku konunum sem voru í samstarfi við Lotte Van Lattum. Konan ber sjal með hekluðum „Oya“-borða, sem er gömul handverksaðferð frá Tyrklandi. Alþjóðahúsið tekur þátt í ýmsu menningarstarfi í samstarfi við innflytjendur, m.a eru haldnar árlega þjóðahátíðir á vegum Alþjóðahússins. Hönnun og fjölmenning „Oya“-handverkið hefur verið mikilvægur þáttur í lífi tyrk- neskra kvenna í áraraðir. Sérstök skilaboð fylgja borðunum, til dæmis ef stúlka ber sjal með hýjasinta-blómamynstri táknar það að hún sé hamingjusöm og ástfangin. Hér eru hekluðu skartgripirnir hugsaðir til að skreyta heimilið, verkefnið var til sýnis á hönnunarsýningu í Mílanó og vakti mikla eftirtekt. Í hlutarins eðli | Ísland er að breytast í fjölmenningarlegt samfélag og fylgir þar í kjölfar nágrannalanda. Í Hollandi hafa hönnuðir gert verkefni þar sem sótt er í menningararf innflytjenda og leitað samstarfs við þá. Guðrún Edda Ein- arsdóttir fjallar um Lotte van Lattum og verkefnið Bloei. Saga og menning Tyrklands er útfærð á nútímalegan hátt í „Bloei“-skartgripunum. Höfundur er vöruhönnuður. | hann- ar@mbl.is Sjómenn Sjómannablaðið Víkingur Hjartanlega til hamingju með daginn. — skemmtilegt, fróðlegt og svolítið salt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.