Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 30

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 30
30 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á síðastliðnum áratug hefurinnflytjendum fjölgað tals-vert á Íslandi og má segjaað Ísland sé með hverju árinu sem líður að breytast úr eins- leitu menningarsamfélagi í fjölmenn- ingarlegt samfélag. Til þess að þessar breytingar geti orðið á sem farsæl- astan hátt þarf að vanda vel til verka og taka meðal annars til fyrirmyndar verkefni sem unnin hafa verið erlend- is í þágu innflytjenda. Þegar innflytj- endur setjast að í nýju landi hafa þeir ákveðna þekkingu og verkkunnáttu sem getur skilað sér á jákvæðan hátt í samfélagið. Má þar nefna ýmiss kon- ar háskólamenntun, menningu, hefð- ir, listir og handverkskunnáttu. Í Hollandi hafa innflytjendamál vakið eftirtekt hönnuða. Lotte Van Lattum er ein þeirra sem tóku málin í sínar hendur og fór í samstarf við tyrkneskar konur í Hollandi þegar hún vann að mastersverkefninu sínu, en þá var hún í námi við hönnunar- skólann í Eindhoven. Lotte Van Latt- um sérhæfði sig í hönnun í þágu sam- félagsins, „Man and humanity“, sem er hluti af mastersviði skólans. Áherslur „Man and humanity“-deild- arinnar eru að fá nemendur til að sjá hönnun sem þátt til að byggja upp betra samfélag. Tyrknesku konurnar sem Lotte Van Lattum valdi í verkefnið búa í bænum Utrecht í Hollandi og eru hluti af fyrstu kynslóð tyrkneskra kvenna sem settust að í Hollandi í kringum 1970. Þeim hefur fjölgað ört síðastliðna áratugi og eru í dag um það bil 90.000. Margar hverjar búa við léleg kjör og eiga ekki eins góða möguleika á að taka virkan þátt í samfélaginu og innfæddir Hollend- ingar, ástæður liggja meðal annars í menntunarskorti tyrknesku kvennanna, en um það bil 80% hafa aðeins hlotið grunnskólamenntun. Handverkið skipar stóran sess í lífi þessara kvenna og sagt er að þær byrji strax frá blautu barnsbeini að tileinka sér tyrkneska handverks- kunnáttu. Unnið út frá tyrknesku handverki Útskriftarverkefnið hennar kallast „Bloei“ og samanstendur af skart- gripum í margskonar litum sem unnir eru út frá tyrknesku handverki sem kallast „Oya“. Margar gamlar hand- verksaðferðir voru í boði, en Lotte Van Lattum fannst „Oya“ vera áhugaverðasta handverkið til að vinna með. „Oya“ er skrautlegur borði sem heklaður er í kringum sjöl og blæjur tyrknesku kvennanna. Blómamynstur er mikið notað í „Oya“-handverkinu og innihalda blómin ákveðin skilaboð. Þegar stúlka ber sjal með hýasintublóma- mynstri táknar það að hún sé ást- fangin og hamingjusöm en ef hún ber sjal með mynstri af rauðum pipar á hún í deilum við tengdamóður sína. Þessi saga og menning Tyrklands er yfirfærð á nútímalegan hátt í „Bloei“- skartgripunum. Þeir eru hugsaðir sem skartgripir um hálsinn eða sem höfuðskraut líkt og „Oya“-sjölin og blæjurnar hjá tyrknesku konunum. Vinnuferli „Bloei“-verkefnisins var vel skipulagt hjá Lotte Van Lattum, til að byrja með hafði hún samband við ýmis múhameðstrúarfélög, bæna- hús og alþjóðleg félög. Eftir marga fundi var henni bent á tyrknesku kon- urnar í Hollandi, sérstaklega á þjóð- félagsstöðu og handverkskunnáttu fyrstu kynslóðarinnar. Eftir tveggja mánaða tedrykkju meðal kvennanna var Lotte Van Lattum búin að mynda góð tengsl við þessar konur og skipu- lagði tíu manna vinnuhóp í kringum „Bloei“-verkefnið. Í þrjá mánuði hitt- ust Lotte Van Lattum og tyrknesku konurnar til að vinna að verkefninu, farið var vel yfir liti, efni og hand- verksaðferðir til að vinna með ásamt því sem hópurinn fór í vettvangsferð til Tilburg til að skoða textílsafnið í bænum, þarna fengu konurnar sýn á mikilvægi textíls í Hollandi. Engin hliðstæða hér á landi Verkefnið gekk vonum framar og enn í dag er Lotte Van Lattum í sam- starfi við tyrknesku konurnar og hef- ur hannað nýja línu af skartgripum sem eru hugsaðir til skreytingar fyrir heimilið. Verkefnið var til sýnis fyrr á þessu ári á „Salone Internazionale del Mobile“-sýningunni og vakti mikla eftirtekt gesta sýningarinnar. „Bloei“-verkefnið er áhugaverð leið til að nálgast innflytjendur og ýta undir frekari þátttöku þeirra í sam- félaginu. Hver innflytjandi er ólíkur öðrum og þess vegna þurfa verkefnin sem unnin eru í þágu innflytjenda að vera eins fjölbreytileg og kostur er. Verkefni á borð við „Bloei“ á sér enga hliðstæðu hér á landi en væri góður kostur í málefnum innflytjenda á Ís- landi, vegna þess að íslenskt samfélag er orðið fjölbreyttara sem kallar á aukna víðsýni og skilning allra lands- búa. Kostir fjölmenningar Ýmis fyrirtæki og stofnanir á Ís- landi hafa verið í lista- og menning- arlegu samstarfi við innflytjendur. Meðal annars hefur Alþjóðahúsið skipulagt ýmis verkefni tengd listum og menningu í samstarfi við innflytj- endur. Alþjóðahúsið er eitt af þremur þekkingar- og þjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í málefnum innflytj- enda. Fyrirtækið byggir starf sitt á hugmyndinni um fjölmenningarlegt samfélag þar sem íbúar, innflytjend- ur jafnt og innfæddir, geta notið þeirra kosta sem fjölmenning felur í sér og er markmið þess að stuðla að gagnkvæmri aðlögun. Þar er veitt túlkaþjónusta, lögfræðileg ráðgjöf, íslenskukennsla, þar fer fram kynn- ingar- og fræðslustarf til einstak- linga, stofnana, skóla, félagasamtaka og fyrirtækja sem og félagslegt menningarstarf. Stöðugur straumur innflytjenda kemur til Alþjóðahússins og nýtir sér þá þjónustu sem þar er í boði. Einnig er starfseminni vel tekið af innfædd- um og virðast þeir vera opnir gagn- vart þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Þjóðahátíð er eitt af árlegum verk- efnum Alþjóðahússins og hafa hátíð- irnar sett svip sinn á Reykjavík. Markmið þjóðahátíðar er að kynna hvernig innflytjendur og aðrir af er- lendum uppruna hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi. Viðbrögð borg- arbúa gagnvart hátíðunum hafa verið mjög góð, þarna fá innflytjendur tækifæri á að kynna upprunalönd sín og jafnframt fá innfæddir möguleika á að kynnast ólíkum menningarheim- um. Einnig má geta þess að síðastliðin ár hefur Kramhúsið verið í góðu sam- starfi við innflytjendur, þar fá þeir tækifæri á að kenna innfæddum ýmis dansspor frá heimalandi sínu eins og afró, tangó, salsa og fleira. Innflytjendur koma með mikið framlag af menningu frá sínum heimalöndum sem getur nýst þjóð- inni til framdráttar. Mikilvægt er að innfæddir séu með opinn huga gagn- vart innflytjendum vegna þess að það er ekki auðvelt að setjast að á nýjum stað í ókunnugu og framandi landi og tileinka sér nýja siði. Hingað til höf- um við Íslendingar tekið vel á móti innflytjendum en það er alltaf hjá ákveðnum hópi fólks sem fordóma gætir. Með tilkomu ýmissa menning- arlegra verkefna í samstarfi við inn- flytjendur stuðlum við að bættum hag allra borgarbúa. Ein af tyrknesku konunum sem voru í samstarfi við Lotte Van Lattum. Konan ber sjal með hekluðum „Oya“-borða, sem er gömul handverksaðferð frá Tyrklandi. Alþjóðahúsið tekur þátt í ýmsu menningarstarfi í samstarfi við innflytjendur, m.a eru haldnar árlega þjóðahátíðir á vegum Alþjóðahússins. Hönnun og fjölmenning „Oya“-handverkið hefur verið mikilvægur þáttur í lífi tyrk- neskra kvenna í áraraðir. Sérstök skilaboð fylgja borðunum, til dæmis ef stúlka ber sjal með hýjasinta-blómamynstri táknar það að hún sé hamingjusöm og ástfangin. Hér eru hekluðu skartgripirnir hugsaðir til að skreyta heimilið, verkefnið var til sýnis á hönnunarsýningu í Mílanó og vakti mikla eftirtekt. Í hlutarins eðli | Ísland er að breytast í fjölmenningarlegt samfélag og fylgir þar í kjölfar nágrannalanda. Í Hollandi hafa hönnuðir gert verkefni þar sem sótt er í menningararf innflytjenda og leitað samstarfs við þá. Guðrún Edda Ein- arsdóttir fjallar um Lotte van Lattum og verkefnið Bloei. Saga og menning Tyrklands er útfærð á nútímalegan hátt í „Bloei“-skartgripunum. Höfundur er vöruhönnuður. | hann- ar@mbl.is Sjómenn Sjómannablaðið Víkingur Hjartanlega til hamingju með daginn. — skemmtilegt, fróðlegt og svolítið salt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.