Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 33
ég verið illa stödd. Úti í Bandaríkj- unum gat ég ekki farið á spítala nægilega oft, það gerðu trygginga- málin. Reyndar er það svo að eftir að ég varð fullorðin eru engin samtök hér sem mæta þörfum mínum. Um- hyggja og Einstök börn eru fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri. Mér finnst skorta félag sem styður við fólk sem eins er ástatt fyrir og mér. Árið 2004 fór þó heilsufar mitt að versna. Ég fékk asma og ofnæmi fyrir öllu mögulegu, svo sem kött- um, ryki, myglu og grasi, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá fékk ég asmalyf í viðbót við sýklalyfin.“ Gastu fylgt þínum jafnöldrum? „Nei, það gekk erfiðlega, vinirnir fráfældust spítalann en þar þurfti ég að vera mjög oft og í hvert skipti tvær til fjórar vikur í senn. Árið 2004 fékk ég líka sykursýki, en hún getur fylgt cystic fibrosis. Hún fór illa með mig, ég má að vísu borða allt sem ég vil en þarf að taka insúlín ef ég er veik eða er á sterum. Núna er ég ekki á insúlíni en ef ég veikist þarf ég að taka það.“ Hvernig gekk þér í skólanum? „Ég hef ekki nærri því lokið við stúdentsprófið. Þegar ég var búin með þrjár annir við MH voru bakt- eríurnar í lungunum í mér komnar með ónæmi fyrir besta sýklalyfinu svo ég varð að hætta að taka það. Þá fór heilsa mín mjög niður á við og ég varð að hætta námi í MH.“ Hvað ertu að gera á Akureyri? „Ég byrjaði haustið 2005 í kvöld- skóla í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti á sjúkraliðabraut. Mér gekk vel í kvöldskólanum og á vorönn núna var ég í dagskólanum. Nú ætla ég að halda áfram námi hér við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri og stefni á að ljúka þar sjúkraliðaprófi.“ Kynntist kærastanum á netinu Til Akureyrar flutti ég vegna þess að kærastinn minn býr þar. Við kynntumst á netinu á Live Jo- urnal, þar blogga ég og við tókum að skrifast á. Ég var svo mikið á netinu af því ég var svo oft á spít- ala. Kærastinn minn er á myndlist- arbraut í VMA og ég flutti heim til fjölskyldu hans og kann mjög vel við mig hér. Mamma kærastans míns er mjög jákvæð kona og hjálpar mér í gegnum erfiðu dag- ana.“ Hvernig er þjónustan við þig á spítalanum þarna? „Hún er mjög góð. Ég er öðru- vísi sjúklingur en hinir. Ég lærði mikið um sjúkdóminn minn og mér finnst best að gefa sjálfri mér lyfin í æð, ég er orðin mjög sjálfbjarga að flestu leyti og þarf því lítið til sjúkrahússins hér að sækja.Það var þó lykilatriði að Friðrik Yngvason, lungnalæknir á FSA, var svo vin- samlegur að taka við mér. Ég er ennþá sjúklingur hjá Ólafi Bald- urssyni lungnasérfræðingi. Við töl- um saman í síma og í gegnum netið og það hefur dugað hingað til ásamt stuðningi Friðriks og FSA. Ég fer líka stundum suður til Reykjavíkur og hitti þá Ólaf.“ Hvernig býr kerfið að þér í þess- um sjúkdómserfiðleikum? „Ég fæ öll lyf í gegnum Trygg- ingastofnun ríkisins og þarf ekki að borga þau en mér gengur illa að lifa á örorkubótunum. Ég hef verið á slíkum bótum frá 16 ára aldri. Ég fæ greiddar á mánuði um 95 þús- und krónur eftir skatta. Það bjarg- ar mér að ég er hér í fríu fæði og húsnæði, annars væri þetta ekki hægt. Ég á ekki bíl, hef ekki efni á að eignast hann enn sem komið er og gæti sennilega ekki rekið hann heldur. Fólkið mitt er ekki efnað og getur lítinn efnahagslegan stuðning veitt mér, en ég fæ mik- inn tilfinningalegan stuðning frá því. Amma og afi og mamma og systkini mín eru í miklu sambandi við mig. Ég er nýflutt hingað til Akureyrar og hef þegar farið nokkrar ferðir í bæinn til að hitta fjölskyldu mína og er í stöðugu síma- og netsambandi. Gæti ekki án tölvunnar og netsins verið Ég gæti ekki án tölvunnar og netsins verið, netið hefur alveg bjargað mér, kennararnir hafa ver- ið mjög almennilegir við mig og leyft mér að senda gögn á netinu þegar ég er veik. Suma daga er ég mjög lasin og hósta mikið, hef mikla verki í lung- um, einnig er ég með liðagigt og hún er mjög sársaukafull. Suma daga gleymi ég að ég sé veik – en aðra daga vil ég gleyma að ég sé veik. Þeir sem fara niður í 25% lungnastarfsemi þurfa ný lungu Árið 2004, rétt áður en ég greindist með asma, var ég með 90% lungnastarfsemi, venjulegt fólk er með á milli 80 og 100%, svo ég var nánast venjuleg að því leyti – en rétt áður en ég flutti hingað til Akureyrar í mars sl. var lungna- starfsemi mín 38% og nú er hún komin upp í 45%. Ég er að reyna að halda mig þar með því að vera í sjúkraþjálfun. Þeir sem fara niður í 25% eða þar um bil þurfa að fá ný lungu og eru settir á biðlista sem líffæraþegar. Ég reyni samt að líta á bjartari hliðar lífsins. Ég eignaðist vin árið 2004 og hann hefur staðið með mér í gegnum alls kyns erfiðleika vegna veikinda minna. Hann hefur hjálp- að mér óskaplega mikið. Við hætt- um að vera par fyrir ári en hann er ennþá besti vinur minn. Ég er sem fyrr sagði komin í samband og er mjög hamingjusöm með mínum nýja kærasta, við erum búin að vera saman í nærri því ár. Hann hjálpar mér mikið og hressir mig við þegar ég er langt niðri. Suma daga vildi ég helst gleyma mér – en þannig eru líklega flestir! Ég hef oft verið spurð hvort ég væri þunglynd en þótt ég hafi þurft að ganga í gegnum mikið hef ég ekki gefið mér tíma til að sökkva í þunglyndi en auðvitað er stundum erfitt að verjast því. Það koma dag- ar sem ég vildi helst gleyma mér og varla vera til. En ég held að allir fái af og til þessa tilfinningu, lík- lega er hún eðlileg. Þá er bara að standa upp og reyna sitt besta. Kærastinn minn er að vinna núna í BYKO og ætlar að vinna þar með skólanum næsta vetur, þetta gengur ef við búum áfram hér, en auðvitað langar okkur að fara að búa sjálf.“ Finnst þér velferðarkerfið standa undir nafni? „Mér finnst ekki rétt að setja alla sem eru 75% öryrkjar í sama hóp, mér versnar stöðugt en kjör mín taka ekki mið af því. Þetta finnst mér óréttlátt. Mig langar óskaplega til að vinna en ég get það alls ekki, ég hef enga mögu- leika á betri tekjum. Ég geri mér engar vonir um að geta nokkurn tíma unnið sem sjúkraliði en mér finnst gaman að læra og þess vegna er ég í skólanum. Mér finnst sérstaklega gaman að læra um lík- amann og allt sem tengist heilsu, það er örugglega af því að ég er svo oft og mikið veik.“ Lestu mikið? „Já, ég les allt sem næ í, bæði blöð og greinar á netinu og líka bækur.“ Hverjar eru horfurnar hjá þér? „Ég er í verri hópnum. Sumir með þennan sjúkdóm hafa sjaldan eða aldrei verið á sjúkrahúsi og fengið sýklalyf í æð þótt þeir séu orðnir kannski 50 ára en ég hef verið langdvölum á sjúkrahúsum frá 15 ára aldri, þá versnaði mér mjög mikið og mér heldur áfram að versna. Ég er þó ekki í versta hópnum, sum börn deyja úr þess- um sjúkdómi fyrir tíu ára aldur. Ég tel mig því heppna að hafa komst svona langt.“ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.