Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 67

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 67
BRAUTSKRÁNING fór fram frá starfsstöð Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Reykjum í Ölfusi í Hvera- gerðiskirkju 2. júní sl. 61 nemandi brautskráðist, 43 úr starfsmennta- náminu, þar af 15 fjarnemar og 18 úr diplómanámi skólans. Dúx skólans er Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, nemandi á skrúð- garðyrkjubraut, með einkunnina 9,25. Þá fengu fjölmargir aðrir nemendur viðurkenningu fyrir námsárangur sinn. Landbúnaðarháskóli Íslands tók til starfa 1. janúar 2005. Skólinn er vísindaleg fræðslu- og rann- sóknastofnun á háskólastigi auk þess sem þar er boðið upp á starfsmenntanám í búfræði og garðyrkjutengdum greinum á Reykjum í Ölfusi. Rektor skólans er dr. Ágúst Sigurðsson. Stað- arhaldari á Reykjum er Guðríður Helgadóttir. Útskriftarhópurinn frá Reykjum, sem stundað hefur garðyrkjunám síðustu ár, ásamt forsvarsmönnum skólans. Nýir garðyrkjufræðingar útskrifaðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 67 FRÉTTIR M IX A • fí t • 60 27 7 Kynningarfundur í utanríkisráðuneytinu 15. júní 2006 frá kl. 9.00 til 10.30 Haldinn verður kynningarfundur fyrir íslensk fyrirtæki og ráðgjafa um möguleg viðskiptatækifæri hjá undirstofnun NATO, NC3a (Consultation, Command and Control Agency). NC3a sér um innkaup á vörum og þjónustu á sviði hugbúnaðar, upplýsingatækni, fjarskipta, vöktunarkerfa, gervihnattakerfa og þróunar- og þekkingarstjórnunar. Framsöguerindi: John D. Edell, Director of Acquisition Tom Herway, Chief of Contracts Vinsamlega skráið þátttöku og óskir um einkafundi á netfangið berglind@mfa.is Viðskiptatækifæri hjá NATO FUNDUR í Skógræktarfélagi skáta við Úlfljótsvatn, sem haldinn var að lokinni gróðursetningarferð skógar- skáta að Úlfljótsvatni 30. maí sl., átelur Orkuveitu Reykjavíkur og Klasa hf. harðlega vegna fyrirhug- aðrar og umfangsmikillar sumar- húsabyggðar við Úlfljótsvatn. Í ályktun fundarins segir m.a: „Áætlanir OR/Klasa um að skipta jörðinni Úlfljótsvatni sem er í al- menningseigu, upp í mörg hundruð lóðaskika og selja til hæstbjóðendum til einkaafnota, stefnir í voða mann- ræktar- og skógræktarstarfi sem skátar hafa unnið að við Úlfljótsvatn í áratugi. Skógarskátar beina þeim eindregnu tilmælum til OR/Klasa að falla þegar í stað frá þessum fram- kvæmdum, en þess í stað að efla það mannræktar, uppeldis- og menning- arstarf sem þegar er unnið að við Úlfljótsvatn. Skógarskátar telja að með þeim hætti verði hagsmunum almennings til útivistar, hreinleika og sérstöðu náttúrunnar best borgið. Verði áform OR/Klasa að veruleika verða ræktunarsvæði Skógarskáta á Úlf- ljótsvatni, ýmissa skátafélaga um land allt, sem og barna og unglinga sem dvalist hafa á staðnum við leik og störf stórlega skert og vísar að framtíðarskógum, sem þegar hafa myndast á landareigninni, verða eyðilagðir. Fyrirhuguð sumarhúsabyggð OR/ Klasa við Úlfljótsvatn þjónar því ekki hagsmunum almennings en er á kostnað náttúru, dýraríkis, votlend- is, vatnsverndar og friðaðra mýra um gjörvallt svæðið. Ljóst er að þessar hugmyndir ganga á svig við fyrri áætlanir Reykjavíkurborgar um framtíðar- sýn að nýtingu Úlfljótsvatnsjarðar- innar sem starfsemi og tilvist skáta- hreyfingarinnar byggir að verulegu leyti á.“ Skógræktarfélag skáta við Úlf- ljótsvatn var stofnað 1987. Skömmu áður hafði jörðin loks verið girt fjár- heldri girðingu. Hafist var handa við að gróðursetja skjólbelti á tjald- svæðum þar sem stór skátamót hafa verið haldin sem og á svæðum for- eldrabúða. Smám saman var komið upp skógarlundum á ýmsum stöðum. Skátafélögum var úthlutað svæðum þar sem félagsmenn þeirra gróður- settu „sín“ tré. Þátttakendur í skáta- mótum hafa annast gróðursetningu trjáa og fræðst um skógrækt. Síð- ustu árin hefur Skógræktarfélag skáta unnið markvisst að því að planta skógarplöntum víðs vegar á svæðinu. Í vaxandi mæli eru gróð- ursettar alíslenskar trjátegundir og auka þær þannig gildi landsins til útivistar, bæði fyrir almenning, skáta og aðra útilífsunnendur. Gróð- ursetningin hefur ávallt verið sjálf- boðastarf þúsunda skáta, ekki aðeins íslenskra, heldur einnig útlendra skáta sem sótt hafa skátamót á Úlf- ljótsvatni. Börn og unglingar, þátt- takendur í námskeiðum af öllu tagi og í sumarbúðum, hafa einnig flest átt þátt í því uppgræðslustarfi sem unnið hefur verið undir markvissri forystu Skógræktarfélags skáta. Vilja að hætt verði við byggð við Úlfljótsvatn VISA Ísland og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa framlengt sam- starfssamning sinn. Samningurinn er til þriggja ára og um er að ræða fjárhagslegan styrk sem er ætlaður til styrktar ÍF, m.a. við undirbúning og þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Peking 2008. Samningurinn gildir frá 2006 til 2008. Á myndinni sjást þeir Leifur Steinn Elísson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VISA Ísland, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, við undirritun samningsins. Með þeim á myndinni eru Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Hall- dórsson en þau tóku þátt í VISA paralympic Cup, boðsmóti sem fram fór í Manchester í Englandi á dögunum. VISA og ÍF framlengja samning SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra í Reykjavík er tíuþúsund- asti viðskiptavinur Símans í Cent- rex þjónustu. Í tilefni þess afhenti Síminn forsvarsmönnum svæð- isskrifstofunnar 22 heyrnartól sem notast er við með Centrex sím- unum. Á myndinni eru Ingvar Páll Inga- son, viðskiptastjóri hjá Símanum, Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, Birna Björnsdóttir, Kjartan Þór Halldórsson og Jón Heiðar Ríkharðsson hjá Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Fengu heyrnartól að gjöf LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, hefur fengið styrk til starfseminnar frá Krabbameinsfélagi Íslands að upphæð 2,5 milljónir króna. Styrkurinn var afhentur á aðal- fundi Krabbameinsfélagsins um miðjan maí. Þar kom fram að félag- ið telur starfsemi Ljóssins mikils- verða viðbót við þá þjónustu sem hefur verið í boði á öðrum vett- vangi og að mikilvægt sé að efla góða samvinnu um stuðning við krabbameinssjúklinga og aðstand- endur þeirra, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni eru Laufey Jóhanns- dóttir og Erna Magnúsdóttir frá Ljósinu og Guðrún Agnarsdóttir og Sigurður Björnsson frá Krabba- meinsfélaginu. Krabbameinsfélagið styrkir Ljósið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.