Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 61

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 61 MINNINGAR Harðsækinn sjómaður, marg- slungið náttúrubarn og Jöklari, ekki undarlegt, kominn frá rótum Snæfellsjökuls úr umhverfi ævin- týrasagna af mönnum og kynja- verum í ólíkinda líki. Í honum bjó mikið afl, áræði og athygli til ým- issa þátta sem ekki lágu í hefð- bundnum hversdagsfarvegi, ör til tungu í mannaspjalli, íhugull og yf- irvegaður í samskiptum við náttúr- una hvort sem það voru brims- kaflar eða blómin smá. Í Vestmannaeyjum óx ævin hans í orðum og verkum, hann setti svip á mannlífið þessi galvaski Snæfell- ingur og féll vel í bryggjuspjallið, kom sem ungur vertíðarmaður en ílentist ævilangt í plássi hjá henni Nínu sinni, konunni sem hann kvæntist og átti mannvænlegustu börn með. Hilmar Sigurbjörnsson var lengst af kenndur við konu sína í Eyjum, Jónínu Margréti Ingibergsdóttur. Í fyrstu tók hann því illa að vera kallaður Hilmar Ninon, en ekki leið á löngu áður en hann var hinn stoltasti af því gælunafni, því sjarmi Nínu og and- HILMAR SIGURBJÖRNSSON ✝ Hilmar Sigur-björnsson fædd- ist í Staðarhúsi í Stykkishólmi 8. október 1928. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hraunbúðum í Vestmanneyjum 21. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 27. maí. Nokkrar misrit- anir urðu í inngangi minningargreina um Hilmar í Morg- unblaðinu laugardaginn 27. maí. Hann fæddist 8. október en ekki nóvember 1928. Hafdís Andersen fæddist 21.12. 1949 en ekki 1948 og lést 11.11. 1997 en ekki 21.11. 1998. Dröfn Sigurbjörnsdóttir er fædd 6.9. 1979 en ekki 7.9. og Sif Sigurbjörnsdóttir er fædd 22.10. 1982 en ekki 22.7. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. blær Eyjanna í fasi hennar var glæsileg- ur og nú þykir það sjálfsagt að afkom- endur þeirra séu kallaðir Ninon á eftir nöfnum sínum, Sibbi Ninon, Stjáni Ninon, Kata Ninon og Árni Ninon og síðan börn- in öll, allt hörkufólk, myndarlegt og ósér- hlífið og svo rammt að afli að eftir er tek- ið, einstaklega dug- legt til allra verka og peyjarnir snilldarveiðimenn og drengir góðir. Á fyrra fallinu reri Hilmar Ni- non á Ófeigi með Óla í Skuld, Steina á Sjöfninni, Ingibergi tengdaföður sínum á Auði og fleiri góðum. Þótt Hilmar Ninon væri skjótur til svara þá kunni hann líka að þegja og þegar Ingibergur tengdapabbi hans kallaði hann hel- vítis Jöklara þá brosti Hilmar sín- um óræðu augnbrosum og glotti á bæði borð. Smábátaskeiðið var yndi Hilm- ars, kóngur á sínum eigin kili, aflakló og galdramaður og á tíma sigldi hann oft með ferðamenn á báti sínum Sigurbirni. Þær ferðir mundu menn ævilangt því sagna- þulurinn hitti þá í hjartastað. Ára Hilmars og bátsins hans var sam- ofin og einhvern veginn sá maður þá alltaf í stækkaðri mynd ösla hafsins álfareiðir. Hann var kröfu- harður uppalandi og oft reru strákarnir með honum, Siggi, Árni og Stjáni. Kaupið var þá ekki allt- af hátt, því þeirra var að létta und- ir þegar bátsviðhaldið kostaði mik- ið. Einu sinni í ofsaveðri voru Sibbi og Stjáni með honum í róðri, en skellurinn brast á við Þrí- dranga. Allt lék á súðum og hrikti í hverri fjöl og þeim bræðrum fannst skrítið að pabbi þeirra skip- aði þeim fram í lúkar og læsti í stað þess að leyfa þeim að vera í brúnni þótt þröngt væri. Mörgum árum síðar í upprifjun sagðist hann ekki hafa getað hugsað sér að horfa á þá drukkna ef illa færi. Það leynir oft á sér hjartað sem bak við býr. Ungur hafði hann lent í því óláni í samfloti með tveimur bræðrum sínum, Kristjáni og Birgi, að þeir fóru út á fleka og drukknuðu báðir. Þar lá líklega skýringin á því hvað Hilmar brást illa við þegar peyjarnir hans voru að stela árabátum niðri í slipp í Eyjum og róa út í Klettsvík, nokk- uð sem var daglegt brauð Eyja- peyja. Þótt Hilmar vær mótaður af hörku þá var hann manna glað- astur á góðum stundum og hann var snillingur í einföldum göldrum með fimi handa sinna, hvers manns hugljúfi eins og augun hans báru með sér í gegnum þykkt og þunnt. Allt hafði sinn stað og sína stund. Hann stjórnaði uppgræðslu í Hlíðarbrekkum, en sló aldrei blettinn heima hjá sér. Hann var glæsimenni og leikaratýpa, enda leikari af Guðs náð í lífsins leik og kunni svo vel að njóta athygli og það leyndi sér ekki glæsileikinn hjá þeim hjónum á mannamótum hátíðanna. Svo kom að því að báturinn Sig- urbjörn leið undir lok. Hann var grafinn frá austri til vesturs í gryfjunni í Helgafelli og þegar leið Hilmars var öll þá lagði hann upp í kistu sem var máluð græn með botnfarva af bátnum hans upp að „sjólínu,“ en síðan kom rauð rönd ofarlega á hvíta kistuna og þar með var hún í litum bátsins hans. Það er stundum sagt að Eyjamenn hugsi svolítið á annan hátt en aðr- ir. Nokkrum vikum fyrr lagði trillukarlinn Jón í Sjólyst upp í sína hinstu för en þegar kistan hans var flutt frá sjúkrahúsinu í Landakirkju settu ættingjarnir tóbakspung með kistunni svo kappinn gæti fengið sér í vörina á langri leið framundan, kompás til fóta og tóku langan bryggjurúnt með kempuna til þess að koma honum af stað. Ugglaust sigla þeir núna saman nýmálaðir í andanum Hlýri og Sigurbjörn með tóbaks- klínu um borð og spekulasjónir yf- ir kompásnum. Hilmari Ninon fylgdu tilþrif alla tíð. Oft hafði hann sitt eigið enda- rím, en alltaf gekk það upp. Megi góður Guð varðveita eft- irlifandi sem mæra minningu góðs drengs og sérstaks harðsækins sjómanns og margslungins nátt- úrubarns. Árni Johnsen. ✝ Jón Friðjónsson„Donni“ fæddist á Hofsstöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 16. sept- ember 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness eftir stutta legu aðfara- nótt 17. maí síðast- liðins. Foreldrar hans voru hjónin Friðjón Jónsson, f. 7.11. 1895, d. 15.2. 1976, og Ingibjörg Friðgeirsdóttir, f. 14.10. 1906, d. 19.4. 1998. Systkini Jóns eru: Gestur, f. 27.6. 1928, Ólöf, f. 22.1. 1930, og Friðgeir, f. 1.10. 1931, d. 16.1. 1994. Jón dvaldist alla ævi sína á Hofsstöð- um og vann þar að bústörfum. Eftir andlát föður síns bjó hann þar ásamt móður sinni þar til hún lést, en eftir það bjó hann þar einn. Jón var jarðsung- inn frá Borgarnes- kirkju 23. maí og jarðsettur í sinni heimabyggð í Álftaneskirkju- garði. Nú er hann Donni blessaður dá- inn. Ég kynntist Donna og Immu, mömmu hans, fljótlega eftir að ég flutti í sömu sveit og tókst fljót- lega með okkur vinátta sem hélst æ síðan. Donni var vandaður maður og talaði ekki illa um fólk og erfitt var að fá hann til að segja fréttir af öðrum, hann átti það til að segja „Ég veit það bara ekki“ þó svo að maður hefði grun um annað. Frá því við kynntumst leið ekki svo sumar að Donni byði mér ekki rabarbara og eins ef hann reri til sjós, sem oft kom fyrir, þá brást það ekki að hann byði nágrönnum sínum í soðið. Í fyrrahaust fór ég sem oftar ásamt systur minni, móður og skara af krökkum niður að Hof- stöðum að taka upp rabarbara heimsækja Donna í leiðinni. Sum börnin í hópnum voru stóreyg yfir því hvað Donni notaði stóra skó, enda var hann með stærri mönn- um. Ég fékk hálfpartinn fyrir hjartað þegar systir mín sagði við Donna að það væri nú gaman að eiga eintök af svona stórum skóm, en það var auðheyrt að Donni hafði gaman af þessum áhuga hennar á skónum hans. Varð úr þessu grín og gaman sem endaði með því að við systurnar fórum heim með sitt parið hvor sem okk- ur þykir sérstaklega gaman að eiga. Þegar ég heimsótti Donna á spítalann var hann orðinn mjög veikur en við gátum þó aðeins grínast með skóna og hann sagðist ekkert vita nema hann ætti fleiri pör heima handa okkur. Ég er þakklát fyrir að Donni fékk hvíldina án þess að þjást lengi. Ég þakka Donna fyrir samfylgd- ina í nær aldarfjórðung, blessuð sé minning hans og megi hann hvíla í friði. Ragnheiður Guðnadóttir, Þverholtum. Jón Friðjónsson, eiginlega alltaf kallaður Donni, var mjög góður vinur minn allt frá því ég kom fyrst að Hofstöðum. 5 til 6 ára gamall fór ég að fá að vera nótt og nótt á Hofstöðum og svo viku og viku og þar kviknaði áhugi minn á hestum. Helgi afi og amma Kæja voru miklir vinir Donna og Ingibjargar móður hans, og flutti Donni mig fyrst er ég var 8 ára gamall út í eyju til þeirra og oft síðan og mun ég aldrei gleyma ferðunum þeim. Það var alltaf gott að koma til Donna og fá kaffi upp á gamla mátann, eins og hann orðaði það, og kleinur með, enda hafði Donni góðan húmor og var orðheppinn mjög, og stundum náði hann að skjóta hressilega á mann, en alltaf var það græskulaust. Nú saknar maður þess að heyra ekki röddina hans Donna í síman- um eða sjá hann á Hofstöðum. Að lokum þakka ég allar samveru- stundir og allt sem hann hefur gert fyrir mig og mína. Minning þessa kæra vinar mun lifa, Helgi Einar. JÓN FRIÐJÓNSSON Það er furðulegt tómarúm í Ása- byggðinni eftir að Tryggvi frændi kvaddi þennan heim. Upp í hugann koma minningar frá ferðalögum okkar í Einbúa og Velli í gamla daga en oft var farið á báða staði í sömu ferðinni. Alltaf átti Tryggvi eitt- hvert góðgæti sem hann bauð af miklu örlæti, var léttur í skapi og hló mikið sínum sérstaka smitandi hlátri. Eftir veikindi og sjúkrahús- legu fyrir nokkrum árum fór hann að búa, stóran hluta úr árinu, hjá aldraðri móður sinni í Ásabyggð- inni. Hann reyndist henni vel, sá um allan mat og höfðu þau félagsskap hvort af öðru. Tryggvi fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni og varð oft heitt í hamsi við túlkun sína á mönnum og málefnum en var þó alltaf með glampa í auga og stutt var í grínið. Á veturna prjónaði Tryggvi mikið og ófáir hafa notið góðs af þeim prjónaskap í formi ull- arsokka og vettlinga. Sumrunum eyddi hann að mestu á Einbúa og hans helstu hugðarefni voru kart- öfluræktun, fjallagrasatínsla og blá- berjatínsla og voru ófá skiptin sem hann bauð upp á bláber og rjóma. Tryggvi var byrjaður á því að end- urbæta húsið á Einbúa svo að hann gæti verið á þessum fallega stað í ellinni við sín hugðarefni. Nú er Tryggvi væntanlega farinn að kynna sér ræktunarskilyrði í nýjum heimkynnum þar sem örugglega er nóg rúm fyrir áhugamál hans. Við vottum móður hans og fjöl- skyldu samúð. Sigurbjörn, Kristín, Sigrún og Friðrika. Þegar við hugsum um Tryggva frænda þá kemur fyrst í huga okkar hlátur hans. Tryggvi frændi var mjög sérstakur maður og okkar elstu minningar eru heimsóknir fjöl- skyldunnar til Tryggva á Einbúa í Bárðardal. Tryggvi hafði frá mörgu að segja og hló alltaf mjög dátt. Hann hafði mjög smitandi hlátur og við systkinin hlógum alltaf með. Yfir íbúðarhúsinu á Einbúa bjó ákveðin dulúð. Það var lítið pláss og hugs- unin að þar hefðu afi og amma búið með 9 börn var mikið umhugsunar- efni. Sérstaklega spennandi var lok- rekkjan í stofunni en í henni sváfu amma og afi á sínum tíma. Tryggvi, elstur systkininna, tók yfir jörðina á Einbúa þegar afi og amma fluttu inn í Eyjafjörð. Þar bjó hann að mestu einn í nærri hálfa öld áður en hann flutti til Akureyrar. Hugurinn var sem áður að mestu á Einbúa þar sem hann ræktaði kart- öflur, tíndi ber og fjallagrös. Seint og snemma fór hann austur til að huga að sprettunni og fara yfir girð- ingar á Einbúa. Tryggvi var einnig iðinn við að prjóna og prjónaði ull- arsokka og ullarvettlinga á alla fjöl- skylduna sem er orðin nokkuð stór, systkinin 9, systkinabörnin fjöl- mörgu og þeirra afkomendur. Öllum að óvörum veiktist Tryggvi og stuttu seinna yfirgaf hann þenn- an heim. Elsku Tryggvi, hvíldu í friði og TRYGGVI JÓNSSON ✝ Tryggvi Jóns-son fæddist 13. mars 1933. Hann lést á Landspítalan- um í Reykjavík 21. maí síðastliðinn. Hann er sonur hjónanna Jóns Tryggvasonar frá Arndísarstöðum í Bárðardal, d. 1984 og Kristínar Jóns- dóttur frá Bjarnar- stöðum í Bárðardal. Tryggvi er elstur níu systkina en hin eru, Jónína, f. 1934, Jón Marteinn, f. 1937, Hermann, f. 1940, Vigdís María, f. 1942, Þorsteinn, f. 1943, Jóhann Helgi, f. 1945, Friðrik Kristján, f. 1947 og Anna, f. 1950. Útför Tryggva var gerð frá Þorgeirskirkju við Ljósavatn í Bárðardal 2. júní. megi sál þín vaka yfir okkur. Anna Dís og Dóra. Fyrstu minningar mínar um Tryggva frænda eru þegar hann tók á móti okkur á hlaðinu á Einbúa, feginn að fá gesti og oftar en ekki var spjallað á hlaðinu í dá- góðan tíma áður en okkur var boðið inn fyrir. Ávallt fannst mér ég vera velkominn í návist þinni og ævinlega raðaðir þú allskonar veitingum í kringum mann svo ekki var hægt að kveðja þig öðruvísi en mettur. Mér er minnistæður tíminn sem ég og Nonni frændi vorum hjá þér og ömmu Kristínu, þið vilduð allt fyrir okkur gera svo við hefðum það gott, þú pantaðir fyrir okkur Cocoa puffsið með póstbílnum frá Fosshóli, svo við myndum nú borða eitthvað. Tryggvi, ég á margar minningar af þér uppi í stofu fyrir framan sjón- varpið á Einbúa með prjóna í hönd og garn í öllum regnbogans litum. Þér og ömmu er að þakka að ég átti alltaf hlýja sokka og sokkarnir þínir glöddu ekki bara fólk hér á landi, því þeir hafa farið um allan heim og glatt fólk. Tryggvi, þegar þú fluttir inn á Akureyri og fórst að sjá um ömmu var mér létt, fyrir þig að búa einn á Einbúa var erfitt, því þú varst mikið fyrir félagsskap ann- arra. Það sást á þinni einstöku gest- risni og brosinu sem færðist yfir andlitið og hlátrinum sem fylgdi í kjölfarið og einkenndi þig. Tryggvi, takk fyrir tímann í Ásabyggðinni, þá aðstoð og gleði sem þú veittir mér og Anju þann tíma sem við vor- um þar, við erum þér ævinlega þakklát. Það var kaldur trekkur sem fylgdi í kjölfar fréttar að flogið hefði verið með þig suður vegna brjóst- verkja. Þegar ég heimsótti þig fyrst á hjartadeild Landspítalans varstu hissa og svolítið óttasleginn yfir því hvað væri eiginlega að gerast en það var ávallt stutt í glensið og grín- ið. Þú veltir fyrir þér hvernig þú ættir að kjósa þar sem komið væri að kosningum og varst með áhyggj- ur af því hvort þú ættir að flytja lög- heimilið þitt suður þar sem þú sást ekki fram á að fara norður aftur í bráð, blessuð fjallsgirðingin kom líka til umræðu. Þegar þú varst síð- an fluttur á gjörgæslu umkringdur tækjum sem þú varst tengdur við, og það að sjá að þér hafði versnað, voru þungar fréttir og ýttu undir grun minn að nú væri kannski kom- ið að leiðarlokum. Þú varst þreyttur og þollítill undir lokin og vildir spjalla meira en orkan leyfði og þurftu hjúkrunarfræðingarnir að minna þig á að hvíla þig. Ég fann hvernig þú róaðist við að fá að tala við mig um kindur, sauðburð, rófur og kartöflugarða. Svo fórstu bara skyndilega, Tryggvi minn, en þú varst ekki einn, Tryggvi, og er það mér mikils virði að hafa fengið að vera hjá þér og haldið í hönd þína þegar þú fórst. Góða ferð. Lúðvík (Lúlli).     

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.