Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SÆL, Elna.
Hinn 29. maí sl. sendi ég þér eft-
irfarandi fyrirspurnir í tölvupósti.
Þegar ekki hafði borist svar tæpri
viku síðar, þá ítrekaði ég þær. Þar
sem þér hefur
ekki ennþá fund-
ist ómaksins vert
að svara mér, þá
finn ég mig knú-
inn til að bera
þessar fyr-
irspurnir upp á
opinberum vett-
vangi, enda veit
ég um tugi fram-
haldsskólakenn-
ara, sem fýsir að vita svörin. Tölvu-
bréf mitt til þín hljóðaði í
megindráttum svo (þótt ég hafi að-
eins hnikað og hagrætt uppsetningu
og orðalagi í samræmi við breyttan
vettvang fyrirspurnanna):
„Sæl og blessuð, Elna. Mér hafa
borist spurnir af því að um páska-
leytið í ár hafi farið fram símakönnun
á vegum KÍ og könnunin verið gerð
af Félagsvísindastofnun í samræmi
við samþykkt þriðja þings KÍ um út-
tekt á starfsemi og rekstri Kenn-
arasambandsins og á málgagni kenn-
ara, Skólavörðunni. Úrtakið hafi enn
fremur verið tiltölulega stórt, um
1.200 manns af 8.900 félagsmönnum í
KÍ.
Svo virðist sem bætt hafi verið við
könnunina spurningum, sem ekki
byggðust á samþykkt þriðja þings
KÍ, m.a. um afstöðu til styttingar
náms til stúdentsprófs, hið svo-
nefnda 10 punkta samkomulag og að-
komu forystu KÍ til málsins. Í tilefni
af því langar mig að spyrja þig að eft-
irfarandi:
1) Hver tók afstöðu um að bæta við
spurningum um styttingu náms til
stúdentsprófs, um 10 punkta sam-
komulagið og um aðkomu forystu KÍ
að því máli og hvers vegna, þ.e. hver
var tilgangurinn með þessum viðbót-
arspurningum?
2) Hvenær er reiknað með að nið-
urstöður könnunarinnar liggi fyrir
varðandi þessi atriði og hvar verða
þær birtar?
3) Nú eru um 50 dagar liðnir síðan
könnunin fór fram og niðurstöður
liggja ekki fyrir. Finnst þér það eðli-
legur dráttur, í ljósi þess hve úr-
vinnsla úr könnunum Félagsvís-
indastofnunar gengur jafnan hratt
fyrir sig? Eða liggja niðurstöðurnar
e.t.v. þegar fyrir?
4) Ef niðurstöður könnunarinnar
liggja nú þegar fyrir, hverjar eru
þær þá varðandi þessa liði (styttingu
náms til stúdentsprófs, 10 punkta
samkomulagið og aðkomu forystu KÍ
að þeim málum), í heild, sem og
sundurgreint út frá félagsmönnum
aðildarfélaga (þ.e. afstaða leik-,
grunn-, framhaldsskólakennara
o.s.frv.)?
5) Tiltölulega skamman tíma tók
að vinna úr upplýsingum úr könn-
uninni varðandi Skólavörðuna, svo
skamman að það lá fyrir í síðasta
hefti þess blaðs og kom það þó út fyr-
ir allnokkru. Telur þú mál Skólavörð-
unnar svo mikilvæg að þau ættu að
hafa forgang umfram önnur úr-
vinnsluatriði könnunarinnar, t.d.
varðandi styttingu náms til stúdents-
prófs, 10 punkta samkomulagið og
aðkomu forystu KÍ að því máli?
6) Hvers vegna var ekki eða hefur
ekki verið tilkynnt um í miðlum KÍ
(t.d. á heimasíðunni eða í Skólavörð-
unni) að slík viðhorfskönnun hafi far-
ið fram? Finnst þér það samræmast
eðlilegu upplýsingaflæði milli forystu
og félagsmanna? Finnst þér eðlilegt
að forystan fari með slík gögn nánast
sem leynigögn?
7) Á fundi, sem þú sast nýlega með
kennurum og trúnaðarmönnum
nokkurra skóla á höfuðborgarsvæð-
inu (MR 23.5. 2006), varst þú spurð
út í hvers vegna ekki væri gerð við-
horfskönnun meðal kennara varð-
andi þessi ofangreindu mál (stytt-
ingu náms til stúdentsprófs, 10
punkta samkomulagið og aðkomu
forystu KÍ að þeim málum). Í svari
þínu þar vísaðir þú eingöngu til við-
horfskannana meðal kennara frá ár-
unum 2000 og 2003, en nefndir ekki
þessa nýju könnun einu orði (enda
hefur tilvist hennar farið svo leynt að
flestum, ef ekki öllum, fund-
armönnum var ókunnugt um hana
fyrr en eftir fundinn, sem segir sína
sögu um upplýsingaflæði frá forystu
KÍ til almennra félagsmanna). Hvers
vegna nefndir þú ekki umrædda
könnun í svari þínu á fundinum, enda
ljóst að þar væri nýjustu upplýsingar
að hafa í málinu? [Viðbót: Hér má
nefna að á fundinum voru einnig
tveir aðrir fulltrúar frá forystu KÍ og
þeir sáu ekki heldur ástæðu þess að
nefna þessa nýju viðhorfskönnun.]
8) Hvað er það sem kallar á að
störf forystu KÍ fari fram með leynd
og fyrir luktum tjöldum, t.d. 10
punkta samkomulagið og umrædd
könnun sem farið hefur svo hljóð-
lega? Finnst þér það til marks um
hreinskiptni og heiðarleg samskipti
forystu KÍ og almennra fé-
lagsmanna?“
Loks vil ég bæta við að nú, þegar
þetta bréf er sent til fjölmiðla, eru í
reynd um tveir mánuðir liðnir síðan
könnunin var gerð og ekkert bólar á
því að félagsmenn séu upplýstir um
að hún hafi yfirleitt farið fram, hvað
þá að þeir hafi fengið að vita nið-
urstöður. Hvort tveggja hlýtur að
vera eðlileg krafa þeirra, enda má
segja að hún hafi verið gerð í þeirra
nafni og enn fremur hafa þeir vænt-
anlega greitt fyrir hana.
Að endingu, Elna: Mundir þú vera
svo væn að svara þessum spurn-
ingum lið fyrir lið? Það er nefnilega
kúnstug lenska hjá sumum for-
ystubroddum KÍ, þegar þeir eru
spurðir margra afmarkaðra spurn-
inga, að steypa öllu saman í eitt svar
og fela þannig svarleysi sitt við
óþægilegustu spurningunum, þótt
skilmerkilega séu settar fram.
Með bestu félagskveðju og fyr-
irfram þökk fyrir skýr og skjót svör.
HELGI INGÓLFSSON,
Mávahlíð 25, 105 Reykjavík.
Opið fyrirspurnarbréf til
Elnu Katrínar Jónsdóttur
Frá Helga Ingólfssyni framhalds-
skólakennara
Helgi Ingólfsson
Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00.
Í einkasölu 177,1 fm endaraðhús þar af bílskúr 31,5 fm". Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borð-
stofu, sjónvarpshol, gang, 3 barnaherb., baðherb., hjónaherb., þvotthús, geymslu, geymsluloft og bílskúr.
Gólfefni eru að mestu parket og flísar. Góður bílskúr með geymslulofti. Fallegur gróinn garður. Stutt í skóla
og leikskóla. Verð 37 millj.
Anna og Gústav taka á móti áhugasömum,
væntanlegum kaupendum í dag milli kl. 14.00 til 16.00.
Norðurvangur 12 - Hf.
Opið hús
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Opið hús í dag frá 14.00 til 16.00
Höfum fengið í einkasölu sérlega
fallegt og vel staðsett einbýli á 2
hæðum auk bílskúrs, samtals 201
fm. Húsið hefur verið talsvert endur-
nýjað á vandaðam máta, m.a. eld-
hús, baðherb. o.fl. Fallegur ræktaður
garður með verönd í bakgarði. Topp-
eign, frábær staðsetning.
Eddi og Heiða
bjóða ykkur velkomin.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hátún 16 - Reykjanesbæ
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16
URÐARHÆÐ 12 Í GARÐABÆ
Mjög fallegt og gott einbýlishús á
einni hæð, samtals 188 fm á góðum
stað í Garðabænum. 4 svefnh., tvö-
faldur bílskúr. Gott og vel búið hús.
Fallegur ræktaður garður.
Sölumaður Sigurður, sími 898 3708.
Verið velkomin.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-16
TJARNARFLÖT 10 Í GARÐABÆ
Glæsilegt um 214 fm einbýli með
tvöföldum bílskúr á frábærum stað í
Garðabæ. Gott tækifæri fyrir vand-
láta.
Sölumaður Sigurður, sími 898 3708.
Verið velkomin.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16.30 - 17.30
BREIÐÁS 9 Í GARÐABÆ (EFRI HÆÐ)
Mjög snyrtileg og góð efri sérhæð í
tvíbýli, samtals 199,1 fm. Hæðin sjálf
er 122,4 fm og bílskúr er 52,3 fm og
er búið er að breyta honum í íbúð,
ásamt 24,4 fm íbúðarherbergi (breytt
í sauna og baðherbergi).
Sölumaður Sigurður, sími 898 3708.
Verið velkomin.
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
OPIÐ HÚS Í DAG
LYNGHAGI 14 - NEÐRI HÆÐ
Sýnum í dag glæsilega og
mikið endurnýjaða 114 fm
4ra herbergja neðri hæð með
sérinngangi við Lynghaga í
Reykjavík. Íbúðin skiptist í:
Forstofu, rúmg. hol með
skápum, 2 stór herbergi með
skápum, eldhús með nýlegri
innréttingu, baðherbergi með
innréttingu og tvær stórar
stofur með útg. á suðursvalir. Nýlegt parket á stofum og holi.
Glæsileg eign á frábærum stað. Verð 33,3 millj.
Einar og Hafdís sýna eignina í dag,
sunnudag, milli kl. 15 og 17.