Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 28
28 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Það var kuldi og trekkur í höfuðborg-inni, þegar ég átti leið um strætihennar fyrir nokkrum dögum. Ferð-inni var heitið út á Skeljanes, en þarer ORG-ættfræðiþjónustan til húsa, í
byggingu þjónustumiðstöðvar Íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur. Mig vantaði ætt-
fræðiupplýsingar hjá Oddi Helgasyni, fram-
kvæmdastjóra og aðaleiganda, og vissi að
fenginni reynslu, að þangað væri best að leita.
En spekingurinn var ekki þar einn, frekar en
endranær. Enda vita margir orðið um ágæti
þess að reka inn nefið og þiggja kaffibolla og
rabba, auk hins.
Oddur er fæddur á Akureyri árið 1941 og
Lúkas Kárason, sem þar var nú staddur í heim-
sókn, er úr Öxnadal í Eyjafirði, fæddur 1931. Og
báðir eru þeir fyrrverandi sjómenn.
Þeir voru að rifja upp gamla tíma þegar mig
bar að garði.
Lítið um ævintýrin núna
„Oddur var nú þekktur hér áður í flotanum,“
byrjar Lúkas og glottir. „Var m.a. kokkur.“
„Já, og ég drap engan,“ bætir hinn við, og
kímir á móti.
„Ég var á sjónum í hartnær 30 ár. En ég fann
að ég var ekki orðinn maður til að standa í þessu
lengur og söðlaði því um.“
Hann fór að sýsla við ýmislegt og flutti loks til
Reykjavíkur og hefur verið þar síðan.
En þeir félagar eru sammála um, að það hafi
verið töluvert meiri rómantík yfir sjómennsk-
unni þá en núna.
„Þetta er eins og svart og hvítt,“ fullyrðir
Lúkas. „Það er ólýsanlegt hvað orðið hafa mikl-
ar breytingar á ekki lengri tíma. Ég var dálítið á
fragtskipum erlendis í gamla daga, þar sem siglt
var á evrópskar hafnir, og það var aldrei stoppað
minna en í 4–5 daga í hverri þeirra, þannig að þá
var maður á kafi í lífinu, sjoppunum og döm-
unum, og hlakkaði til í hvert skipti, og fór út aft-
ur staurblankur og hóf að safna fyrir næstu inni-
veru með það sama. Að vera á togurum í dag er
eins og að starfa í verksmiðju, og eftir að gáma-
skipin komu er aldrei tími til að fara í land er-
lendis, eins og í eina tíð, þegar ævintýrin gerð-
ust. Nú eru þetta bara örfáir klukkutímar og
ekkert hægt að gera af viti.“
„Já, það er af sem áður var,“ bætir Oddur við.
Þeir horfa dreymandi augnaráði út í loftið,
báðir tveir.
Ég gef þeim smá tíma, en kalla þá svo yfir í
nútímann aftur með spurningu um aðra hluti.
„En hvað um ættfræðigrúskið?“
„Jú, ég hef alltaf haft áhuga á þeim fræðum, al-
veg frá því ég var barn,“ segir Oddur. „En þegar
ég varð atvinnulaus fyrir 11–12 árum ákvað ég að
prófa eitthvað nýtt og skráði mig á tölvu-
námskeið og kynntist þá Espólínforritinu. Ég
fékk mér upp úr því tölvu og byrjaði að skrá
heima. Á þeim tíma átti ég eina ættfræðibók,
Niðjatal sr. Jóns Bjarnasonar, en núna skipta
gögnin þúsundum. Þetta er eitthvert mesta safn
um ættfræði og þjóðfræði sem henni tengist í
landinu. Og það sem hér er inni er ekki keypt fyr-
ir sjálfsaflafé ORG heldur fyrir velvild manna og
fyrirtækja, sem hafa stutt dyggilega við bakið á
okkur í gegnum árin. Það yrði of langt mál að
ætla sér að telja það allt upp hér og nú, en ég held
að á engan sé hallað þótt Íslandsbanki, Morg-
unblaðið og VÍS séu sérstaklega nefnd í því sam-
bandi og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur,
og ekki síst þeir Kjarnafæðismenn á Akureyri. Í
raun og veru rek ég stærsta fyrirtæki landsins;
en enginn er þó ráðinn, enginn rekinn, og enginn
hefur nokkru sinni fengið laun. Og það er svo
merkilegt, að það sem ég hef gert um ævina
stuðlar að því sem ég er að gera í dag; þessi flæk-
ingur á mér fyrrum. Ég var búinn að vera hring-
inn í kring um landið, kynntist fólki og á tengiliði
um allt síðan.“
Oddur segir, að ættfræðigrunnurinn heiti
Unnur, í höfuðið á eiginkonu sinni. „Hún er sú
manneskja sem hefur stuðlað mest að því, að
þetta hefur verið gerlegt. Hefur staðið við bakið
á mér eins og klettur.“
Allt er þetta nú við hæfi, enda Unnur ein
dætra sjávarkonungsins Ægis.
Tréskurðarmeistarinn Lúkas
Í húsnæði ættfræðiþjónustunnar má sjá
nokkur tréskurðarverk, listavel gerð. Og við eft-
irgrennslan mína kemur í ljós, að umræddur
gestur Odds, hann Lúkas, er einmitt höfundur
þeirra.
„Já, ég hef lengi verið að tálga mér til ánægju,“
segir hann mér. „Og þegar ég hætti á sjónum
upplifði ég dálítið, sem ég ekki hafði kynnst áður,
og það var það, að ég fékk hvergi vinnu. Ég þótti
of gamall. Þá fór ég að leggja meiri tíma í þetta
áhugamál, sem var þó bara eitt af mörgum. Núna
skipta verkin mín hundruðum. Sum þeirra eru á
sýningu í Byggðasafni Borgfirðinga í Borgarnesi
og verða þar fram í júlí.“
Oddur og Lúkas eru á einu máli um, að það sé
öllum fyrir bestu að eiga sér eitthvað til dund-
urs, ekki síst þegar nær dregur ævikvöldinu.
„Það þýðir ekkert að setjast niður og vera nei-
kvæður út í allt og alla þegar formlegum störfum
lýkur, að hafa allt á hornum sér, heldur er nauð-
synlegt að horfa meira á björtu hliðarnar. Það
bæði lengir og léttir lífið,“ segir Lúkas.
„Ég sé dálítið af því, að sjómenn sem komnir
eru í land, sitja niðri á Granda, á kaffistofu þar,
dag eftir dag, og tala með söknuði um sjóinn og
fylgjast með því, hvað orðið hefur af hinum
gömlu félögum. Þetta er allt saman ágætt, út af
fyrir sig. En það er bara svo margt annað sem
hægt er að gera, svo margt annað sem lífið hef-
ur upp á að bjóða.“
Lúkas hefur mikið verið til sjós erlendis. Inn-
an við tvítugt munstraði hann sig á gamla fær-
eyska skútu, er hélt til fiskveiða við Grænland,
og kynntist þar m.a. landkönnuðinum þekkta
Peter Freuchen. Síðar var flakkað um heiminn
þveran og endilangan. Ritaði hann ævisögu sína
og var hún gefin út árið 2001. Nefndist hún
Syndir sæfara. Er hún æði skrautleg lesning og
greinilegt að þar fer maður sem í ýmislegt hefur
ratað. Hann er núna 75 ára, en ber það engan
veginn með sér. Líkaminn er afar stæltur og
andlega hliðin ekki síðri.
Ættar- og þjóðfræðimiðstöð Íslendinga
ORG-ættfræðiþjónustan hefur í gegnum tíðina
átt gott samstarf við ýmsa aðila, bæði opinbera
og í einkageiranum. Má þar nefna Erfða-
fræðinefnd, Handritadeild Landsbókasafns Ís-
lands og Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magn-
ússonar á Íslandi, Örnefnastofnun, Listasafn
Íslands, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Héraðs-
skjalasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Ár-
nesinga, Héraðsskjalasafnið á Hvammstanga, þá
sem að vinna að skráningu ábúendatala Eyfirð-
inga, Landeyinga og Borgfirskra æviskráa auk
ættfræðinga og áhugafólks um ættfræði hvar-
vetna. Nánar má lesa um þetta og annað á heima-
síðu fyrirtækisins, www.simnet.is/org. Við-
urkenningarnar héðan og þaðan, upp um alla
veggi ættfræðiþjónustunnar, eru staðfesting á
þessum ágætu tengslum hans við þjóðina. Þar er
verið að þakka honum ánægjuleg samskipti og
fyrirgreiðslu.
En hvað ætlar Oddur að vera lengi áfram
þarna við stýrið?
„Það fer nú að styttast í þessu,“ svarar hann.
„Og reyndar er búið að finna arftaka minn. Það
er ung kona, Elín Eyjólfsdóttir; snilldarættfræð-
ingur. Hún kann meira að segja gelísku, ein fárra
landsmanna. Það kemur sér afar vel, því við frétt-
um nýverið af írskum og skoskum ættartölum
sem tengjast hingað. Við erum nefnilega ekki
bara að fást við þá sem hér búa, heldur erum við
að tölvuskrá alla Íslendinga, bæði hérlendis og
erlendis. Og þetta er líka ástæðan fyrir því að við
vorum að opna alþjóðadeild fyrir skemmstu. All-
ur heimurinn er undir.
Ef á að meta þetta – gögnin, verkþekkinguna,
og samböndin – er ég viss um, að við erum að
tala um á fimmta hundrað milljónir. En þetta er
ekki gróðafyrirtæki, heldur þjóðargagn. Og nú
þarf að fara að taka næsta skref og gera ORG-
ættfræðiþjónustuna að sjálfseignarstofnun, að
ættar- og þjóðfræðimiðstöð Íslendinga. Því ætt-
fræðin er jú einn af hornsteinum erfðafræð-
innar, læknisfræðinnar, sagnfræðinnar, þjóð-
fræðinnar og mannfræðinnar.
Til að þetta geti orðið, þarf ég enn og aftur á
aðstoð fólksins í landinu að halda, sem hefur
tekið okkur svo vel alveg frá upphafi, sent inn
gögn og annað þar fram eftir götunum, af því að
það hefur treyst okkur allt frá upphafi, séð að
við erum ekki að braska með þetta, eins og sum-
ir aðrir. Eðlileg byrjun í þessu væri sú að koma
á fót hollvinasamtökum, sem ég kalla hér með
eftir. Síðan gætu einstaka fyrirtæki komið að
þessu með því að kosta part úr stöðugildi eða
þaðan af meira, allt eftir getu og áhuga, helst
svo að þegar upp er staðið verði mannaðar fimm
stöður, þ.e.a.s. þrjár fullar og fjórar hálfar. Slíkt
fyrirtæki yrði til hagsbóta öllum sem hér búa,
en ekki bara fáum útvöldum. Það er afar brýnt
að þar verði sem allra fyrst. Ég er sannfærður
um, að með vaxandi skilningi og virðingu fyrir
þessu starfi okkar muni þetta ganga eftir.“
Eitthvað að lokum?
„Ekki nema það, að fréttastofur ljós-
vakamiðlanna mættu sýna okkur meiri áhuga,
og að hér er alltaf opið hús. Svo langar okkur að
senda íslenskum sjómönnum árnaðaróskir í til-
efni dagsins,“ segir Oddur.
„Það var meiri rómantík
yfir sjómennskunni áður fyrr“
Oddur Helgason veitir forstöðu
ORG-ættfræðiþjónustunni í
Reykjavík, en hefur víða ratað um
ævina, m.a. verið á sjó í tæpa þrjá
áratugi. Sigurður Ægisson leit inn
til hans í vikunni og fræddist um
gamla tíma og nýrri í lífi mannsins,
sem um þessar mundir kann best
við sig framan við tölvuskjáinn.
Ættfræðingurinn leggur við hlustir. Í eigu Odds
Helgasonar, ættfræðings og fyrrum sjómanns.
Snorri Sturluson. Eitt 25 verka Lúkasar á sýn-
ingu í Byggðasafni Borgfirðinga í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Oddur Helgason og Lúkas Kárason. Efst til vinstri er Gróa á Leiti að hvísla sögur í Öfund (en á slíka iðju er ekki lögð stund á þessum bæ), á milli Odds og
Lúkasar er Ættartré og Lúkas heldur svo á Kynlegum kvistum. Öll þessi útskurðarverk eru eftir hann, eins og á hinum myndunum tveimur.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is