Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VIÐ félagar í Hesteigendafélaginu
Geisla á Hellissandi lýsum furðu
okkar á vinnubrögðum stjórnar
Snæfellings varðandi úthlutun
styrkja til byggingar reiðhúsa og
reiðskemma á félagssvæði Snæfell-
ings.
Þann 10. apríl síðastliðinn barst
stjórn Geisla bréf frá Snæfellingi.
Bréfið var afhent af félögum í
Hesteigendafélaginu Hring í Ólafs-
vík.
Erindi þessa bréfs var á þá leið
að félagar í Geisla skyldu taka af-
stöðu til þriggja kosta og svarið
skyldi liggja fyrir ekki seinna en
17. apríl.
Var brugðist skjótt við og hald-
inn nokkuð fjölmennur fundur þar
sem samþykkt var að gera það að
tillögu okkar að þessum 40 millj-
ónum, sem til úthlutunar voru,
skyldi skipt þannig að 10 milljónir
færu til félagsins í Stykkishólmi, 20
milljónir til félagsins í Grundarfirði
og 5 milljónir á hvort félag í Snæ-
fellsbæ, Hring og Geisla.
Ef ekki væri hægt að verða við
þessu þá töldum við að næstbesti
kosturinn „sem boðið var upp á“ í
bréfinu væri að reisa stóra reiðhöll
fyrir Snæfelling í Grundarfirði.
Boðið var upp á báða þessa kosti
í bréfi Snæfellings, fyrir utan að
talað var um 10 milljónir í Snæ-
fellsbæ sem er félagssvæði Geisla
og Hrings.
Rökin fyrir því að við vildum
skipta þessari upphæð eru að þessi
hesteigendafélög eru með aðstöðu á
sínu hvoru svæðinu og vegna fjar-
lægðar er ekki kostur á að samnýta
aðstöðuna á daglegum grundvelli,
enda mun svona hús nýtast best á
vetrum þegar samgöngur eru erf-
iðar.
Ekki brást stjórn Snæfellings
síður skjótt við þegar kom að því
að afgreiða umsókn okkar, því að
okkur barst bréf dagsett 20. apríl,
undirritað af einum stjórnarmanni
Snæfellings, Sigrúnu Bjarnadóttur.
Orðrétt var svarið á þessa leið:
„Þar sem umsókn Hesteigenda-
félagsins Geisla á Hellissandi um
styrk til byggingar reiðhúss var
ófullnægjandi gat stjórn Snæfell-
ings ekki tekið hana til greina. Úr
sama sveitarfélagi barst einnig um-
sókn sem
uppfyllti kröfur stjórnar og taldi
stjórn Snæfellings ekki ráðlegt að
sækja um styrk til byggingar á
tveimur reiðhúsum í sama sveitar-
félagi.“
Svo mörg voru þau orð.
Nú viljum við spyrja stjórn Snæ-
fellings, hvað er ófullnægjandi í
umsókn okkar og hvað uppfyllir
kröfu stjórnar? Við sækjum ná-
kvæmlega um á þeim forsendum
sem þið gefið okkur, að velja ein-
hvern af þessum þremur kostum.
Einnig viljum við spyrja, hvernig
kynnti Snæfellingur þetta mál? Við
fengum fyrst upplýsingar um að við
ættum kost á að sækja um þetta fé
10. apríl 2006, þegar við fengum
bréfið frá Snæfellingi úr höndum
Hrings í Ólafsvík, sem greinilega
hafði haft vitneskju um þetta í
langan tíma og hafði meira að segja
fengið úthlutaða lóð undir reiðhús á
félagsvæði Hrings í Ólafsvík. Einn-
ig hafði félagið fengið loforð hjá
Snæfellsbæ um styrk í formi nið-
urfellinga á aðstöðugjöldum fyrir
væntanlegt reiðhús, „allt saman
fyrir 10. apríl.“
Því miður lítur þetta út fyrir að
hafa verið fyrirfram ákveðið af
hálfu „einhverra“.
Við félagar í Geisla skorum á
stjórn Snæfellings að sniðganga
ekki eitt hesteigendafélag af þeim
fimm sem eru á svæðinu og endur-
skoða afstöðu sína þannig að hún
verði til hagsbóta fyrir alla fé-
lagsmenn, ekki bara fáa útvalda.
Með von um greið og skýr svör.
Fyrir hönd Hesteigendafélagsins
Geisla á Hellissandi,
REYNIR AXELSSON,
Hellissandi.
Opið bréf til stjórnar Hesta-
mannafélagsins Snæfellings
Frá Reyni Axelssyni
KOMDU sæll Einar.
Þar sem mjög takmörkuð svör eða
upplýsingar hafa borist við baráttu-
máli okkar Skagfirðinga, um friðun
fyrir dragnótaveiðum á Skagafirði
innan línu sem dregin er úr Ketu-
björgum í Almenningsnöf, þá finnst
mér rétt að þú gæfir okkur grein-
argóðar og málefnalegar upplýs-
ingar um það hvar málefnið er statt í
ráðuneytinu.
Þetta baráttumál okkar Skagfirð-
inga er búið að standa yfir í áratugi
og ekkert jákvætt hefur gerst, við
höfum einungis mætt útúrsnúningi
og málefnið þæft fram og aftur.
Finnst okkur hér heima að tími sé
kominn til að snúa dæminu við og
vinna fyrir okkur Skagfirðinga
þannig einhver hreyfing komist á
málið.
Það var mikill dónaskapur og
hroki hjá fyrirrennara þínum að
hunsa fjögur hundruð mótmælaund-
irskriftir héðan úr Skagafirði sem
var safnað saman í fljótheitum. Svo
lét hann húskarla sína senda bréf til
sveitarstjórnar Skagafjarðar um að
engar breytingar yrðu gerðar á
dragnótaveiðum á Skagafirði og
fannst fólki hér í firðinum lítið koma
til þessa gjörningabréfs.
Verður þess örugglega minnst í
næstu alþingiskosningum, sem
verða að ári.
Þar sem ég er búinn að senda til
ráðuneytisins talsvert af upplýs-
ingum um reynslu og hug okkar
Skagfirðinga til dragnótaveiða ætla
ég ekki að tíunda þá hluti frekar. Þó
vil ég minnast á að fyrir rúmum
þrjátíu árum samþykkti sýslunefnd
Skagafjarðar drög að lokun Skaga-
fjarðar. Þá voru dragnótaveiðar
búnar að ganga svo frá Skagafirði að
ekki fékkst í matinn.
Ég vil svo aftur leggja áherslu á
það að fá málefnaleg svör, ekki lopa-
þæfing eða útúrsnúninga sem alltof
mikið er um ef stýrið er bundið fast í
málefninu.
RAGNAR SIGHVATS,
sjómaður, Sauðárkróki.
Opið bréf til sjávar-
útvegsráðherra
Frá Ragnari Sighvats
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Kringlan - endaraðhús
Vandað 174 fm endaraðhús á eftirsóttum stað. Húsinu fylgir auk þess 26 fm stæði í bílageymslu. Húsið skip-
tist m.a. í rúmgóðar stofur með fallegum arni, stórt eldhús og þrjú rúmgóð svefnherbergi. Úr stofum er gengið
út í garð. Stórar suðursvalir eru útaf efri hæð hússins. Mikil lofthæð er á efri hæð. Parket og flísar á gólfum.
Vandaðar innréttingar. Verð 49,9 millj.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS
Dísaborgum 3
Nýleg, björt og falleg 80,9 fm, 3ja
herbergja endaíbúð, útsýnisíbúð á jarð-
hæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi.
Stór afgirt suðursólverönd og garður.
Húsið er klætt að utan með varan-
legum hætti og stendur innst í lokaðri
húsagötu. Verð 19,9 m.
Eignin afhendist í júlí 2006.
Andri og Rósa taka á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 17.
52.000.000
Glæsilegt 212,1 fm parhús á þessum vinsæla
stað í Garðabæ. Afar vönduð eign í alla
staði. Frábært útsýni.
Birkiás - 210 Garðabæ