Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 69

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 69 FRÉTTIR Mótorhjól Vorum að fá nýjustu gerðina af 50 cc vespum. Með fjarstarti og þjófavörn. Hjálmur fylgir. Verð aðeins 198.000.- þús. Vélasport, þjónusta og viðgerðir, Tangarhöfða 3, sími: 578 2233, 822 9944, 845 5999. Bílar aukahlutir Fyrir bílinn: Gabriel höggdeyfar, gormar, stýrisliðir, vatnsdælur, sætaáklæði, sætahlífar fyrir hesta- og veiðimenn, burðarbog- ar, aðalljós, stefnuljós, ASIM kúplingssett. Framlengingar- speglar fyrir fellihýsi og tjald- vagna, verð kr. 2.250. GS varahlutir, Bíldshöfða, sími 567 6744. Vínheildsala til sölu. Fyrirtækið er með breiða vörulínu í áfengi og góður sölutími framundan. Afar hentugt fyrir samrýnd hjón eða drífandi einstakling. Uppl. sími 588 4100. Fyrirtæki Fellihýsi Til sölu Rapido fellihýsi með hörðum hliðum. Tvö fortjöld, get sent myndir. Verð 450 þús. Uppl. í 892 5628, netfang: glja@eyjar.is MENNTASKÓLINN í Kópavogi hlaut jafnréttisviðurkenningu jafn- réttisnefndar Kópavogsbæjar árið 2006 og fór afhendingin fram í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni 7. júní sl. Margrét Friðriksdóttir skólameistari veitti viðurkenning- unni viðtöku úr hendi Sigríðar Kon- ráðsdóttur, formanns jafnrétt- isnefndar Kópavogs. Menntaskólinn í Kópavogi, sem nú hlýtur viðurkenningu jafnrétt- isnefndar, hefur haft jafnrétt- isáætlun frá árinu 2000 og var hún endurskoðuð árið 2004. Þar er með- al annars lögð áhersla á samræm- ingu fjölskyldu- og atvinnulífs, launajafnrétti og jafnrétti kynja við úthlutun verkefna og skipan í nefndir, ráð og stjórnir. Þetta gerir stjórnendur meðvitaðri í ákvarð- anatöku og hjálpar til við að jafna hlut kynja á ýmsum sviðum, bæði meðal starfsfólks og nemenda og fá þannig fjölbreytt sjónarmið sem nýtast í skólastarfinu, segir í frétta- tilkynningu. Á myndinni eru frá vinstri: Sig- ríður Konráðsdóttir formaður Jafn- réttisnefndar Kópavogsbæjar, Mar- grét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari MK. MK fær jafnréttis- viðurkenningu NEMENDUR úr fjölgreinadeild Lækjarskóla voru útskrifaðir í vik- unni en deildin er sérstaklega ætl- uð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla Hafnafjarðarbæjar sem leggja vilja meiri áherslu á verk- nám. Í vetur hafa 12 nemendur stundað nám við deildina en þetta er annað starfsár hennar. Að sögn Sveins Alfreðssonar, deildarstjóra fjölgreinadeildarinnar, býðst nem- endum sem ekki hafa fundið sig í hinum bóklegu greinum tækifæri í deildinni til að læra og hafa gaman af því um leið. Lokadaginn var haldin uppskeruhátíð þar sem foreldrar komu og fengu að sjá nokkuð af af- rakstri vetrarins. Kenndi þar ým- issa grasa enda hafa krakkarnir fengið að kynnast mörgum list- og iðngreinum. Meðal annars var sýndur kanó sem nokkrir nemend- urnir höfðu smíðað. Nemendur fjölgreinadeildar Lækjarskóla sýna kanóa sem þeir smíðuðu í vetur. Útskrifaðir úr fjölgreinadeild ÞAÐ kom ekki til af góðu að Guðrún Dagný, heimasæta í Bjargi í Gríms- ey, gerðist fóðurmóðir sjö kan- ínuunga. Rósa, mamman, fékk sýk- ingu og drapst. Það var rétt fyrir tæpu ári að þær systur Gerður Björk og Guðrún Dagný Sigurð- ardætur fengu tvær kanínur, Rósu og Depil, í afmælisgjöf. Heitar ástir ríktu í kanínuhúsinu en eftir fjórtán unga drapst kanínumamman frá sjö tæplega þriggja vikna ungum. Í samráði við dýralækni á Akureyri tóku þær systur fram „Babyborn“- pelana. Sérblönduð mjólk að dýra- læknisuppskrift og barnamatur úr dós er nú næring unganna. Guðrún Dagný passar klukkuna, því á tveggja til þriggja tíma fresti þarf að mata. Bjartsýnin skein af andlitum systranna, sem taka „móðurhlut- verkið“ mjög alvarlega. Morgunblaðið/Helga Mattína Gerður Björk og Guðrún Dagný með kanínuungana sjö. Öðruvísi heimalningar MENNTASKÓLINN í Reykjavík bar sigur úr býtum í Gefðu betur, keppni Og Vodafone og Blóðbank- ans í blóðgjöf milli framhaldsskól- anna. Markmiðið með keppninni er að hvetja menntaskólanemendur til þess að gerast reglulegir blóð- gjafar. Menntskælingar í MR gáfu oftast blóð af þeim skólum sem Blóðbankinn heimsótti veturinn 2005–2006. Blóðbankinn kemur tvisvar í hvern framhaldsskóla yfir veturinn. Fjölbrautaskólinn við Ár- múla hafði gefið flestar blóðgjaf- irnar framan af vetri en nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík fjöl- menntu á vordögum og gáfu 36 MR- ingar blóð að lokum. Skólinn fékk því afhentan farandbikar sem verð- ur í varðveislu skólans fram að næsta vori. Á myndinni má sjá þegar fulltrú- ar frá Og Vodafone og Blóðbank- anum afhentu nemendum frá MR Gefðu betur-bikarinn fyrir utan Blóðbankann. Nemendur í MR gáfu oftast blóð ÞAU Brynjar Þór Þórsson, Brynjar Örn Gunnarsson, Davíð Sigurðsson, Haukur Sigurbjörnsson, Haukur Valdi- mar Pálsson, Jón Snær Ragn- arsson og María Ágústsdóttir útskrifuðust úr Kvikmynda- skóla Íslands nú í vor. „Það var áhugavert hvað þau voru persónuleg og einlæg í vali á lokaverkefnum og stóðu vel með persónuleika sínum í valinu. Þau fóru ekki í farvatn iðnaðarins og eftir- hermu á því sem algengast er,“ segir Kristín Jóhannes- dóttir sem er skólastjóri Kvik- myndaskólans og var jafn- framt yfirkennari þessa hóps. „Það er alltaf áhugi fyrir kvikmyndagerð en hins vegar er þetta mjög dýrt mál og eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það leggur út í slíka fjárfestingu hér eða erlendis,“ segir Kristín. Umsóknarfrest- ur fyrir nám í Kvikmyndaskól- anum verður seinnipart sum- ars og auglýstur síðar. „Persónuleg og einlæg í vali á loka- verkefnum“ Minnisvarði um drukknaða sjómenn MINNISVARÐI um drukknaða sjómenn verður vígður í framhaldi af hátíðarguðsþjónustu kl. 11 í Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn í dag, Sjó- mannadaginn. Minningarreitur verður við minnisvarðann þar sem aðstand- endur þeirra sem hafa drukknað og týnst á sjó geta minnst ástvina sinna. Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákskirkju vígir minnisvarðann, kirkjukórinn syng- ur og menningarfulltrúi Ölfuss, Barbara Guðnadóttir, segir frá að- draganda þess að minnisvarðinn var reistur. Það er hópur áhugamanna í Ölf- usi sem hefur staðið fyrir söfnun til að fjármagna verkið. Mörg fyrir- tæki, stofnanir, einstaklingar og sjávarútvegsráðuneytið hafa styrkt kaupin en fjármögnun er þó ekki enn lokið. Tillaga að minnisvarð- anum kom frá Kristófer Bjarnasyni og Eyrúnu Rannveigu Þorláksdótt- ur á Krossi í Ölfusi. Minnisvarðinn er hannaður af Bjarna Jónssyni og lýsir hann stefni báts undir fullum seglum. Á seglinu er kross, sem er vel viðeigandi þar sem enginn mátti fara til sjós hér áður fyrr, nema kunna í það minnsta tvær sjóferða- bænir. Listaverkinu verður komið fyrir vestan við Þorlákskirkju á landi sóknarinnar, þar sem það mun bera við sjónarrönd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.