Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 80

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 80
80 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee L.I.B.Topp5.is SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ STELPUNUM AÐ TÆKLA STRÁKANA. GEGGJUÐ RÓMANTÍSK GRÍNMYND ÞAR SEM AMANDA BYNES FER Á KOSTUM SEM STELPA SEM ÞYKIST VERA STRÁKUR. NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ SHE´S THE MAN kl. 4 - 6 - 8 - 10 POSEIDON kl. 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 6 SHAGGY DOG kl. 4 POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10 X-MEN 3 kl. 3 - 5:45 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:30 B.i. 14 ára INSIDE MAN kl. 8 B.i. 16 ára SHAGGY DOG kl. 2 - 4 B.i. 16 ára THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5 - 7 - 9 - og 11 B.I. 14 ÁRA THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA MI:3 kl. 5:30 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 4 - 6 og 8 Fyrir ekki svo löngu birtist ítímaritinu Rolling Stonegrein eftir sagnfræðiprófess-or við Princeton-háskóla þar sem hann færði að því ýmis rök að George Bush væri versti forseti sem Bandaríkjamenn hefðu nokkurn tímann kosið yfir sig. Þótt hér væri fast kveðið að orði varð lítið um mót- mæli enda stór hluti Bandaríkja- manna sammála prófessornum ef marka má skoðanakannanir, meiri- hluti reyndar. Annað var þó uppi á teningnum skömmu áður en ráðist var inn í Írak fyrir rúmum þremur árum eins og þær stöllur í Dixie Chicks fengu að kenna á. Dixie Chicks hafa verið lengi að, en systurnar Martie og Emily Erwin stofnuðu sveitina fyrir sautján árum. Þær sáu um hljóðfæraleik en fengu tvær aðrar stúlkur til liðs við sig, Lauru Lynch og Robin Lynn Macy. Framan af hélt sveitin sig við blue- grass-tónlist, en færði svo út tónlist- arkvíarnar smám saman, herti á taktinum og stakk í samband. Robin Lynn Macy kunni ekki að meta þá þróun og hætti í sveitinni 1992 og þær voru því þrjár um hríð með tak- mörkuðum árangri. Þær Erwin- systur gripu því í taumana 1995, ákváðu að yngja upp í framlínunni og taka tónlistina í gegn. Þær ráku því Lauru Lynch og réðu Natalie Maines í hennar stað og skiptu síðan um útgáfufyrirtæki. Þá fóru hjólin líka að snúast. Beint á toppinn Fyrstu smáskífurnar með Maines komu út haustið 1997 og 1998 kom svo breiðskífan Wide Open Spaces. Hvert lagið af öðru rataði á topp kántrílistans bandaríska og platan fór sömu leið, að vísu ekki í einu stökki eins og næstu plötur, en hún komst það á endanum og seldist alls í tólf milljónum eintaka. Næsta plata, Fly, sem kom út ári síðar, fór svo beint á toppinn á bandaríska breiðskífulistanum og þar með sett- ur þær stöllur með – ekki voru dæmi um kvennasveit sem náð hefði við- líka árangri. Alls seldist Fly í tíu milljón eintökum. Dixie Chicks tóku sér góðan tíma í tónleikahald og kynningu á plötunni og síðan enn betri tíma í að taka upp næstu plötu. Sú vinna skilaði sér því platan sú, Home, sem kom út 2002, fór beint á toppinn á breiðskífulist- anum og seldist í ríflega 700.000 ein- tökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðin til að kynna plötuna varð mikill gróðabissness, því miðar á alla tón- leika seldust upp snimmhendis. Það má því segja að þegar hér var komið sögu hafi Dixie Chicks verið á há- tindi frægðarinnar, í miðjum millj- ónatúr að kynna plötu sem þegar hafði selst í sex milljónum eintaka og áttu að auki vinsælasta kántrílag Bandaríkjanna. Orðin umdeildu Í mars 2003, 10. mars nánar til- tekið, léku Dixie Chicks á tónleikum í Lundúnum. Um það leyti voru Bandaríkjamenn að búa sig undir að ráðast inn í Írak og fólk víða um heim mótmælti væntanlegu stríði sem mest það mátti, þótt lítið hafi verið um mótmæli í Írak. Á tónleik- unum lét söngkona sveitarinnar, Natalie Maines, þau orð falla að þær Dixie Chicks-stúlkur skömmuðust sín fyrir það að forseti Bandaríkj- anna skuli vera frá Texas, en þær eru allar þrjár Texasbúar. Áheyr- endur í Lundúnum tóku þessari yf- irlýsingu að vonum vel, en þegar þetta fregnaðist vestur um haf varð allt vitlaust. Ákafir stuðningsmenn Banda- ríkjaforseta, sem voru líkastil obb- inn af Bandaríkjamönnum á þeim tíma, gagnrýndu stúlkurnar harð- lega, svo harðlega reyndar að þær voru sakaðar um landráð og svik við þjóðerni sitt; það var eiginlega dauðasök að gagnrýna forsetann í eyru útlendinga og enn verra að gagnrýna yfirmann herafla Banda- ríkjanna þegar stríð vofði yfir. Við- brögðin létu ekki á sér standa, yfir þær rigndi líflátshótunum, kántríút- varpsstöðvar neituðu að spila lög þeirra og margar verslanir að selja plötunar og víða kom fólk saman til að kasta diskum með þeim undir valtara. Segir sitt að lagið sem var í fyrsta sæti vikuna þegar ummælin féllu var í 63. sæti viku síðar. Home hætti líka að seljast og tónleikaplat- an Top of the World Tour sem kom út þá um haustið náði ekki milljón eintaka sölu. Uppreisn æru Þrátt fyrir dapra daga hefur tím- inn unnið með Dixie Chicks, meðal annars með því að vinsældir Bush forseta hafa minnkað óðfluga eftir því sem þjóð hans hefur kynnst hon- um betur. Nú er svo komið að þrír fjórðu hlutar Bandaríkjamanna eru óánægðir með störf hans, en ánægja virðist hafa aukist með Dixie Chicks ef marka má viðtökur við nýrri plötu þeirra, Taking the Long Way, sem kom út fyrir stuttu. Að vísu hafði fyrsta smáskífan af plötunni, Not Ready To Make Nice, þar sem þær lýsa því yfir að þær séu síst að gefast upp í gagnrýninni á Bush, ekki gert það ýkja gott, komst í 36. sæti á kántrílistanum og 23. sæti á popp- listanum. Margir höfðu því gert því skóna að þær væru búnar að vera og hlakkaði í hægrisinnuðum útvarps- og sjónvarpsmönnum að þær myndu ekki bera sitt barr eftir að hafa gagnrýnt forsetann. Annað kom á daginn; breiðskífan fór beint á topp- inn á Billboard-breiðskífulistanum, seldist í rúmlega 500.000 eintökum fyrstu vikuna, og þar með slógu Dixie Chicks eigið met – komu þremur plötum í röð beint á toppinn vestanhafs. Þegar þetta er skrifað er plata svo enn á toppnum í annarri viku á lista. Á síðustu árum hefur sveitin hnik- að sér frá kántrítónlist yfir í rokk/ popp. Eftir trakteringarnar frá kántríútvarpsstöðvum og ýmsum kántrílistamönnum taka þær stórt stökk á nýju skífunni frá kántríinu. Víst er víða að finna kántrílega rödd- un, fiðlan fær að hljóma hér og þar, smá banjó og stálgítar, en Taking the Long Way er fyrst og fremst rokkplata og rétt að meta hana svo. Ekki er gott að segja hversu mikið á eftir að seljast af henni í repúblik- analandi, mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem menn eru íhaldssamir og þjóðræknir mjög, en viðtökurnar almennt hljóta að hlýja þeim Dixie Chicks-stöllum um hjartarætur enda sýna þær að þótt Bush sé eiginlega búinn að syngja sitt síðasta eru þær fráleitt búnar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Stelpurnar á toppnum Stúlknasveitin Dixie Chicks fékk miklar ákúrur fyrir að nýta sér málfrelsið til að gagnrýna Bush Bandaríkjaforseta. Nú gera það allir og nýrri plötu þeirra hefur verið afburðavel tekið. Martie Maguire, Natalie Maines og Emily Robison sem skipa Dixie Chicks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.