Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Hraunhamar fasteignasala hefur
fengið í einkasölu sérlega fallegt
pallabyggt raðhús með innbyggðum
bílskúr, samtals 194 fm, vel staðsett í
Byggðarhverfi í Garðabæ. Eigninni
fylgir stúdíóíbúð með sérinngangi.
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús,
stofu, borðstofu, þvottahús, gang,
tvö barnaherbergi, hjónaherbergi,
baðherbergi, stúdíóíbúð með baðher-
bergi og bílskúr. Frábær staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Verð 42,5 millj.
Eignin getur verið laus fljótlega. Myndir af eigninni á mbl.is.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hlíðarbyggð - Garðabæ
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í
einkasölu glæsilega 94,7 fm 3ja herbergja
íbúð á 10. hæð í góðu nýlegu lyftuhúsi vel
staðsett nálægt allri þjónustu í Smáranum
í Kópavogi. Eigninni fylgir einnig merkt
stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í for-
stofu, hol, sjónvarpshol (er herbergi á
teikningu), gang, eldhús, hjónaherbergi,
stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottahús,
yfirbyggðar svalir og geymslu. Fallegar
innréttingar og gólfefni eru parket og flís-
ar. Verð 26,9 millj. Eignin getur verið laus strax.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Lautasmári - Kópavogi
UM ÞESSAR mundir stendur yfir
í Haag í Hollandi sýningin
GLOCAL. Þar sýna þrettán ís-
lenskir listamenn og einn erlend-
ur í sýningarrýminu Quartair og
hafa íslenskir myndlistarmenn
sýnt þar reglulega undanfarna tvo
áratugi.
Sýningin er hluti af listahátíð
Haag-borgar sem hófst 19. maí.
Myndlistarmennirnir voru valdir
af Kling og Bang galleríi og eiga
það allir sameiginlegt að hafa
starfað í Klink og Bank. Lista-
mennirnir eru: Erling T.V. Kling-
enberg, Sirra Sigrún Sigurðar-
dóttir, Ásmundur Ásmundsson,
Gunnhildur Hauksdóttir, Kristján
Björn Þórðarson, Guðrún Benón-
ýsdóttir, Tómas Lemarquis, Egill
Sæbjörnsson, Ragnar Kjartansson,
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar
Jónasson, Snorri Ásmundsson,
Páll Banine og Kate MacIntosh.
Umtalaður opnunargjörningur
Sýningin hefur notið góðrar að-
sóknar og umfjöllunar og vakti
ekki síst athygli gjörningur sem
framinn var á opnunardaginn:
Röðuðu nokkrir karllistamenn sér
í hring, gripu föstum tökum hver
um annars pung og gengu með
erfiðismunum hring eftir hring
undir háværu myndbandi Snorra
Ásmundssonar. Fékk athöfnin
nafnið „Ballroom Dancing“.
Verk Tómasar Lemarquis á sýningunni í Haag.
Íslensk myndlist í Haag
NÆSTSÍÐUSTU sinfóníutónleikar
vetrarins, og hinir síðustu í rauðu
röðinni, fóru fram sl. fimmtudags-
kvöld við góða miðlungsaðsókn.
Frumfluttur var Fiðlukonsert eftir
Áskel Másson og leikin í fyrsta sinn á
Íslandi 11. sinfónía eftir Dmitri
Sjostakovitsj.
Áskell kvað allra hérlendra tónhöf-
unda iðnastur við grein einleikskons-
ertsins og fer að líta út fyrir að hann
ætli sér að semja öllum hljóðfærum
sinfóníuhljómsveitarinnar einn slíkan
ef fram heldur sem horfir. Þegar hef-
ur hann m.a.s. hyglað hingað til lítt
sinntum slagverkshljóðfærum á við
marimbu og sneriltrommu, og eru því
þó nokkrir tugir eftir ef rétt er til get-
ið og allt tekið með – þó efast megi
um að t.a.m. kastaníettur eða bassa-
bumba beri heilan sólókonsert með
góðu móti.
Að þessu sinni var hins vegar fiðl-
an í forgrunni – það hljóðfæri sem
flestir konsertar hafa verið samdir
fyrir að píanói undanskildu. Sam-
anburðargrundvöllurinn ætti því að
virðast geigvænlegur. En ekki var að
heyra að nein slík vænisýki kæmi nið-
ur á sköpun Áskels. Verkið var að
vísu fremur stutt (um 22 mín.) en á
móti borið uppi af fjölda innblásinna
staða í einkum meðferð litbrigða og
orkestrun. Þó að e.t.v. mætti kvarta
undan vandheyrðri stefrænni úr-
vinnslu – ekki ósvipuðum ásteyting-
arsteini og gagnvart þróunarleysi
popps eða raftónlistar er undanfarna
áratugi virðast hafa einblínt meir á
„sánd“ en formrænt innihald – þá fór
orkestrunarleg litagleði Áskels langt
með að upphefja frekar rapsódískt
yfirbragð verksins.
Sólistinn, Sigrún Eðvaldsdóttir
konsertmeistari SÍ, var meira eða
minna að allan tímann, ýmist í nánum
samleik við hljómsveitina eða í stutt-
um einleikskadenzum, að ógleymdri
einni langri sem skildi að annars
samtengdu tvo þætti verksins. Þó
hún léki af blaði lét fiðluleikurinn
nánast í eyrum eins og hún hefði flutt
verkið margsinnis áður – að viðbættri
útgeisluninni sem ávallt virðist fylgja
þessum frábæra músíkanti. Sam-
tvinnunin við hljómsveitina gat varla
betri verið undir jafnt natinni sem
hvetjandi stjórn Rumons Gamba.
Sinfónían er Sjostakovitsj kenndi
við byltingarárið 1905 (sem kvik-
myndaunnendur minnast helzt fyrir
Beitiskipið Potemkin eftir Eisen-
stein) stendur tæplega á fimmtugu;
samin 1956–57. Bendir sú langa bið
varla til að verkið hafi þótt aðsókn-
arvænt hér á landi, enda né heldur
meðal vinsælustu hljómsveitarverka
meistarans á heimsvísu.
En nú var loks að því komið, þökk
sé Sjostakovitsj-röðinni sem fast-
astjórnandi SÍ hratt af stað í fyrra-
vetur ef rétt er munað.
Sögupólitískt prógrammverk sem
þetta er afar vandmeðfarið, einkum
ef skila á innlifun höfundar óslævðri
til áheyrenda sem eru víðsfjarri til-
urðartíma og því frekar viðfangs-
tíma, enda rétt til fundið hjá tónleika-
skrárritara að verkið komi oft fyrir
sem „kvikmyndatónlist án kvik-
myndar“. Í því sambandi má minna á
að Sjostakovitsj var um þetta leyti
löngu sjóaður í tónsetningu kvik-
mynda er hann nánast neyddist til að
lifa af meðan hann mest var undir
smásjá Stalíns Kremlarbónda. Hefði
harðstjórinn ugglaust tekið fjörkipp
hefði hann lifað slíka sovétrealíska
viðleitni hjá annars jafntaumfælnum
þegni og Sjostakovitsj. Enda vakti
verkið mikla lukku hjá næstu eft-
irmönnum Stalíns.
Eftir sem áður þykir hljómkviðan
enn í dag torgþung í vestrænum tón-
leikasölum. Ekki sízt vantar – líkt og
í 6. sinfóníu Mahlers nýverið – alger-
lega upplífgandi scherzóefni til mót-
vægis angistinni, hryllingnum og
harminum sem 11. sinfónían veltir
sér upp úr vegna hörmunga „Blóð-
uga sunnudagsins“ 1905 þegar her-
menn Nikulásar II brytjuðu niður
hundruð friðsamra mótmælenda af
litlu tilefni.
Það gekk því kraftaverki næst
hvað tókst þrátt fyrir allt að halda
áheyrendum vel við efnið í liðlega
klukkutíma löngu verki um nánast
eingöngu ógn, skelfingu, viðbjóð og
harm. Partur galdursins fólst ugg-
laust í ofurdýnamískri stjórn Ru-
mons Gamba, er laðaði stundum fram
einhverja styrkminnstu spila-
mennsku sem heyrzt hefur af palli
Háskólabíós. T.a.m. í nærri 10 mín.
langa inngangsatriðinu – „Morg-
unkyrrð fyrir Brávallavíg“ eins og
mætti nefna það – er hélt hárinu á
höfði manns bísperrtu mestallan tím-
ann.
Að atgangshörðustu staðirnir
skyldu á móti vera með því hávær-
asta sem glumið hefur á hlustir tón-
leikagesta í langan tíma (hávaðinn af
nýfluttri 1. sinfóníu Waltons virtist
nú aðeins smámunir) er svo annað
mál. En jafnvel þar tók maður stund-
um ósjálfrátt að iða í sæti – þökk sé
afburða snörpum og samtaka leik
hljómsveitarinnar er sannaði enn
sem áður að í góðum höndum er
henni ekkert ómögulegt.
Ógn og skelfing
TÓNLIST
Háskólabíó
Áskell Másson: Fiðlukonsert (frumfl.).
Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 11 Op. 103,
„Árið 1905“ (frumfl. á Ísl.). Sigrún Eð-
valdsdóttir fiðla ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon
Gamba. Fimmtudaginn 8. júní kl. 19.30.
Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/ÞÖK
„Lét fiðluleikurinn nánast í eyrum eins og hún hefði flutt verkið margsinnis áður – að viðbættri útgeisluninni sem
ávallt virðist fylgja þessum frábæra músíkanti. Samtvinnunin við hljómsveitina gat varla betri verið undir jafnt
natinni sem hvetjandi stjórn Rumons Gamba,“ segir Ríkarður Örn Pálsson meðal annars um frumflutning Sigrún-
ar Eðvaldsdóttur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á nýjum einleikskonsert Áskels Mássonar.
UNDANFARIN sumur hefur bær-
inn Krókur á Garðaholti í Garðabæ
verið opinn almenningi til sýnis.
Krókur verður opinn á hverjum
sunnudegi í sumar frá og með deg-
inum í dag frá klukkan 13 til 17.
Krókur er lítill bárujárns-
klæddur burstabær sem var endur-
byggður úr torfbæ árið 1923. Í
Króki eru varðveitt gömul húsgögn
og munir sem voru í eigu hjónanna
Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur
og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg
flutti í Krók vorið 1934 og bjó þar
til ársins 1985. Afkomendur Þor-
bjargar og Vilmundar í Króki gáfu
Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt
útihúsum og innbúi árið 1998.
Í Króki er einnig herbergi sem
hefur verið nýtt sem vinnuaðstaða
fyrir listamenn og sífellt fleiri lista-
menn hafa sóst eftir að fá þar að-
stöðu.
Tilvalið er fyrir fjölskyldur að fá
sér sunnudagsrúnt og koma við í
Króki. Bílastæði eru við hliðina á
Samkomuhúsinu á Garðaholti og
Krókur er þar á ská á móti. Allir
eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Opið hús í Króki á Garðaholti
Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna
Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar.
Opið hús er í Króki á Garðaholti frá
klukkan 13 til 17 í dag.
Aðgangur er ókeypis.